Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 4
18 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 Sport__________________u’v Handan viö hornið - eru margir ungir strákar sem koma til með að láta að sér kveða í framtíðinni DV-Sport heldur áfram að birta lista yfir efnilegustu unglingana í helstu íþróttagreinunum hér á landi, áður hefur kvennahandbolt- inn verið tekinn fyrir. Við höld- um áfram í handboltanum og núna eru það 20 efnilegustu drengirnir á aldrinum 18-19 ára eða drengir fæddir 1982 og 1983. í annað sinn hjá sumum Eins og i fyrra þá fékk DV-Sport Heimi Ríkharðsson, núverandi þjálfara meistaraflokks Fram, sér til aðstoðar en Heimir hefur verið með unglingalandsliðin undanfar- Umsjón: Benedikt Guðmundsson in ár. Hann þekkir því vel til þeirra drengja sem eru rétt hand- anviðhornið. Margir af þeim sem eru á listanum eru þegar farnir að láta virkilega að sér kveða og orðnir fastir menn í meistara- flokki síns félags. Hér til hægri eru þeir strákar sem komust á listann og er þeim raðað eftir stafróðsröð. Margir hverjir voru á listanum í fyrra líka en sumir eru nýjir. Þá voru margir af strákunum að spila með 18 ára landsliðinu sem lék í sumar í Evrópukeppninni og komst alla leið í úrslit. -Ben Guðlaugur Hauksson leikmaður Víkings hefur verið öflugur það sem af er þessu tímabili og skoraö grimmt. Körfuboltaskóli KKÍ KKÍ og And 1 iþróttavörufram- leiðandinn standa fyrir körfubolta- skóla helgina 27.-28. október. Skól- inn er fyrir drengi fædda 1986 og fer fram í KR-heimilinu. Allir leik- menn eru velkomnir. Skráning fer fram á skrifstofu KKl í sima 514- 4100 eða með tölvupósti á pet- ur@kki.is. Taka þarf fram fullt nafn, félag, heimilisfang, símanúm- er, hæð og hvaða stöðu viðkomandi spilar. Þátttaka i körfuboltaskólan- um kostar 3900 kr. og er ráðlagt að menn skrái sig fyrr en seinna. All- ir þátttakendur fá And 1 bol merkt- an KKl og körfuboltaskólanum. Mæting og greiðsla skólagjalda er á milli 12.00 og 13.00 laugardag- inn 27. október í KR-heimilinu. Skólinn hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 17.00. Á sunnudeginum er byrjað kl. 14.00 og æft til 18.00. Þátttakend- ur fá þvi 8 klukkustunda leiðsögn frá leikmönnum islenska landsliðs- ins, A-landsliðsþjálfaranum, þjálf- urum yngri landsliða íslands, þjálf- urum í úrvalsdeildinni og margra annara þjálfara. Körfuboltaskólinn leggur áherslu að kenna leikmönnum und- irstöðu körfuknattleiks, sóknar- hreyfingar og hvernig hægt er að bæta sinn leik svo eitthvað sé nefnt. Þá fá þátttakendur fyrirlest- ur um körfuboltann í Evrópu og þann möguleika fyrir leikmenn að fara þangað og spila, sem og fyrir- lestur um körfuboltann í Banda- ríkjunum og hvernig sé hægt að komast þangað út í nám ásamt því að leika körfubolta. Hæð allra leik- manna verður mæld í skólanum. Einnig verða keppnir og alls konar verðlaun verða veitt þeim sem skara fram úr. Keppt verður um besta dripplarann og besta skotmanninn i '86 árgangnum. Þá verður mót í 5 á 5 og að því loknu verður valið stjörnulið '86 árgangs- ins. Ýmislegt annað verður gert og fá þátttakendur að spjalla við landsliðsmennina og geta fengið að vita hvað þeir gerðu til að komast í landsliðið. Þá geta landsliðsmenn- irnir gefið þátttakendum góð ráð um hvernig sé hægt að bæta sig. -Ben 20 efnilegustu - handboltastrákarnir á aldrinum 18-19 ára Baldvin Porsteinsson (1982) vinstri hornamaður úr KA Mjög snöggur og útsjónasamur leikmaður. Er góður í gegn- umbrotum og er þegar byrjaður að knýja dyra á hið unga meist- araflokkslið KA. Einar Hólmgeirsson (1982) hægri skytta úr ÍR Einar er mjög efnilegur og fylginn sér. Hefur verið að leika með meistaraflokki ÍR og staðið sig vel þar auk þess sem hann hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum íslands undanfarin ár. Elías Már Halldórsson (1982) hægri hornamaður úr HK Elías skipti yfir í HK úr UMFA í haust en hann er einn efnileg- asti leikmaður sem hefur komið fram undanfarin ár í Mosfellsbæ. Vinnusamur og sífellt ógnandi inni á vellinum. Hann getur skor- að bæði eftir gegnumbrot og með langskotmn þó lágvaxinn sé. Guðlaugur Hauksson (1982) vinsti skytta í Víkingi Guðlaugur hefur verið vaxandi undanfarin ár og nú farinn að láta að sér kveða í meistaraflokksliði félagsins. Skotfastur og sterkur vamarmaður. Ingólfur Axelsson (1983) leikstjórnandi úr KA Ingólfur er mjög góður skotmaður og sterkur í gegnumbrotum. Mjög fjölhæfur og getur brugðið sér í flestar útileikmannastöður. Jón Þorbjörn Jóhannsson (1982) línu- maður hjá Vidar í Danmörku. Jón Þorbjörn, sem kemur úr Fram fluttist til Danmerkur 1 haust en hefur verið fastamaður í unglingalandsliði íslands und- anfarin ár. Um 200 cm á hæð, sterkur í vöm og hefur verið að bæta sig mikið undanfarin ár. Lárus Jónsson (1982) miðjumaður/vinstri skytta úr Fram Lárus hefur verið vaxandi undanfarin ár og hefur nú verið að vinna sér sæti í meistaraflokksliði Fram. Sterkur varnarmaður og góður leikstjórnandi, gott auga fyrir línu. Ólafur Víðir Ólafsson (1983) leikstjórnandi úr HK Samviskusamur leikmaður og góður leikstjórnandi. Hefur mjög gott auga fyrir spili og leikur samherjana vel uppi. Er með góð skot og fjölbreytt gegnumbrot. Sigurður Eggertsson (1982) vinstri hornamaður úr Val Snöggur og góður gegnumbrotsmaður. Hans helstu kostir hans sem leikmanns eru þeir að hann er mjög snöggur í hraðaupp- hlaupum og hefur yfir að ráða góðum fintum. Vilhjálmur Halldórsson (1982) vinstri skytta úr Stjörnunni Vilhjálmur er mjög hávaxinn leikmaður og mikil skytta auk þess að vera sterkur varnarmaður Er mjög samviskusamur og vill ná langt í íþróttinni, góður karakter sem þjálfari veit að leggur sig ávallt 100% fram. Næstu leikmenn: Jón Björgvin Pétursson, Fram, Amar Sæþórsson, KA, Andri Berg Haraldsson, FH, Einar Logi Friðjónsson, KA, Sigurður Ari Stefánsson, ÍBV, Heiðar Jónsson, FH, Jón Árni Traustason, Vfkingi, Pálmar Pétursson, Val, Sigurjón Þórðarson, Fram, Logi Geirsson, FH. r r GERVIGRAS OG INNANHUSSKOR JL stærðir 28-47 utherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 www.joiutherji.is ..■j:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.