Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 23 Sport I# aJUá Andy Cole heldur hér um höfuð sér eftir að hafa misnotað gott marktækifæri gegn Bolton. Jussi Jasskelainen, markvöröur Bolton, sem átti stórleik í þessum leik, hvetur sína menn til dáöa. Síðasta vika var slæm fyrir Manchester United, tvö töp á heimavelli. Reuters Enska knattspyrnan: Staða efstu liða í ensku úrvalsdeildinni breyttist ekki mikið um helgina þó að flest toppliðanna hafi tapað stigum. Leicester virðist vera á hraðferð nið- ur í 1. deild eftir ósigur heima gegn Liverpool. Þá gerðu Leeds og Chelsea markalaust jafntefli í stór- leik umferðarinnar. Bolton gerði sér lítið fyrir og vann Manchester United á Old Trafford 1-2. Þar með gáfu leikmenn Sam Allar- dyce honum frábæra afmæl- isgjöf, en hann varð 47 ára á laugardag. Juan Sebastian Veron kom United reyndar yfir með marki beint úr aukaspyrnu en Kevin Nolan og Michael Ricketts tryggðu Boiton fyrsta sigur sinn i sjö leikjum í úrvalsdeild- inni. Alex Ferguson gerði átta breytingar frá liðinu sem tapaði fyrir Deportivo í meistaradeildinni en spurn- ing er hvort hann hræri eitthvað minna í liðinu milli ieikja eftir þetta. Afmælisbarnið Allardyce var að vonum ánægður með sigurinn. „Það er frábært fyrir okkur að leggja ná- granna okkar og keppinauta. Við lékum frábærlega í seinni hálfleik og markið hjá Rickett var stórkostlegt." Leeds og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á El- land Road í miklum bar- áttuleik og eru þessi lið þau einu taplausu í deildinni. Mark Bosnich fékk tæki- færi annan leikinn i röö og nýtti það vel, átti mjög góð- an leik. Reyndar var Chel- sea nálægt því að stela sigrinum undir lokin þegar aukaspyrna Emanuel Petit var varin í þverslá Leeds- marksins. David O’Leary, framkvæmdastjóri Leeds, var rekinn af leikvelli í hálf- leik fyrir kröftug mótmæli. Arsenal var nálægt sigri í frábærum leik gegn Black- bum á Highbury en fékk á sig jöfnunarmark þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta stig kom Arsenal á toppinn, þó aðeins í sólarhring. Liverpool gerði góða ferð á Filbert Street í Leicester og vann 4-1. Robbie Fowler gerði þrennu og þar með fyrstu mörk sín í úrvals- deildinni á þessari leiktíð. Dennis Wise gerði að auki sitt fyrsta deildarmark fyrir Leicester. Þessi úrslit hljóta að hafa glatt Gerard Houlli- er, framkvæmdastjóra Liver- pool, sem er enn á sjúkra- húsi að jafna sig eftir hjarta- aðgerð en er nú kominn af gjörgæslu. Aston Villa tapaði sínum fyrsta leik í deildinni á tímabilinu, gegn Everton á útivelli, og voru Everton- menn komnir í 3-0 eftir 65 mínútur. Markvörðurinn Peter Smeichel skoraði síð- ara mark Villa undir lokin. Leikmenn West Ham virðast ekki alveg dauðir úr öllum æðum þrátt fyrir tvö stór töp i síðustu leikjum og unnu 2-0 sigur í botnslagn- um við Southampton með tveimur mörkum frá Frederic Kanoute. Þá hélt Fabrizio Ravanelli upptekn- um hætti með Derby en mark hans dugði þó ekki til sigurs gegn Charlton því Jason Euell náði að jafna áður en yfir lauk. Ipswich og Fulham gerðu 1-1 jafn- tefli i leik þar sem Luis Boa Morte misnotaði vítaspyrnu fyrir Fulham áður en hann var svo rekinn af leikvelli og Tottenham vann sinn fyrsta sigur gegn Newcastle á St. James Park í átta ár, 0-2. -HI C& ENGLAND Guðni Bergsson lék að vanda allan leikinn með Bolton gegn Manchester United og átti mjög góðan leik. Hermann Hreiðarsson átti einnig góðan leik með Ipswich sem gerði 1-1 jafnteili við Fulham í gær. Heiðar Helguson lék síðustu 16 mínúturnar með Watford í 3-0 útisigri á Grimsby. Ólafur Gottskálksson og ívar Ingimarsson léku allan leikin með Brentford í 2-0 sigri á Bornemouth. Brynjar Gunnarsson og Bjarni Guðjóns- son léku allan leikinn með Stoke sem gerði 1-1 jafntefli við Port Vale á útivelli. Helgi Valur Danielsson fór út af eftir 23 mín- útur þegar Peterborough sigraði Blackpool 3-2. Crystal Palace vann sinn sjöunda leik í röð í deildinni þegar þeir unnu Wolves 1-0 á laugar- dag. Þetta var annar tapleikur Wolves á heima- velli í vikunni og höfðu liðin sætaskipti á toppi 1. deildar. Sheffield Wednesday vann sinn fyrsta sigur í 11 leikjum á laugardag. Terry Yorath stýrir lið- inu nú tímabundið. Justin Edinborough skoraði sitt fyrsta deild- armark i 10 ár þegar Portsmouth vann Sheffi- eld United. Síðasta mark hans, og reyndar það fyrsta, kom þegar hann lék með Tottenham og var markið skorað í apríl 1991, líka gegn Sheffi- eld United. Daily Mirror greindi frá því í gær að Barcelona væri að undirbúa 10 milljón punda (1,5 milljarða króna) tilboð í Eið Smára Guðjohnsen. Ekkert hefur verið staðfest um þetta hjá Barcelona eða Chelsea. -HI/JKS ENGLAND Úrvalsdeild Arsenal-Blackbum...........3-3 O-l Gillespie (41.), 1-1 Pires (48.), 2-1 Bergkamp (53.), 2-2 Dunn, 3-2 Henry (78.), 3-3 Dunn (89.) Derby-Charlton .............1-1 1-0 Ravenelli (15.), 1-1 Euell (73.) Everton-Aston Villa.........3-2 1-0 Watson (31.), 2-0 Radzinski (59.), 3-0 Gravesen (62.), 3-1 Hadji (71.), 3-2 Schmeichel (90.) Leicester-Liverpool ........1-4 0-1 Fowler (5.), 0-2 Hyypia (10.), 0-3 Fowler (43.), 1-3 Wise (58.), 1-4 Fowler (90.) Man. Utd.-Bolton............1-2 1-0 Veron (25.), 1-1 Nolan (35.), 1-2 Ricketts (84.) West Ham-Southampton.......2-0 1-0 Kanoute (53.), 2-0 Kanoute (81.) Fulham-Ipswich..............1-1 1-0 Hayles (22.), 1-1 Wright (55.) Newcastle-Tottenham.........0-2 0-1 sjálfsmark (8.), 0-2 Poyet (20.) Leeds-Chelsea...............0-0 Staðan í úrvalsdeild Leeds 9 5 4 0 12-3 19 Arsenal 9 5 3 1 21-8 18 Man. Utd 9 5 2 2 26-16 17 Liverpool 8 5 1 2 15-9 16 Aston Villa 8 4 3 1 13-6 15 Bolton 10 4 3 3 12-11 15 Chelsea 8 3 5 0 12-7 14 Everton 9 4 2 3 15-12 14 Tottenham 10 4 2 4 16-14 14 Newcastle 9 4 2 3 15-13 14 Blackburn 10 3 4 3 18-14 13 Sunderland 9 3 3 3 9-10 12 Charlton 8 2 4 2 8-8 10 Fulham 9 1 5 3 8-11 8 Middlesbro 9 2 2 5 8-17 8 West Ham 8 2 2 4 7-16 8 Ipswich 9 1 4 4 7-12 7 Derby 9 1 3 5 7-16 6 S’hampton 8 2 0 6 5-14 6 Leicester 10 1. 1 2 deild 7 6-23 5 Birmingham-Bradford.........4-0 1-0 Marcelo (37.), 2-0 Sonner (39.), 3-0 Marcelo (45.), 4-0 Marcelo (48.) Burnley-Bamsley.............3-3 1-0 Morgan (23. sjálfsm.), 2-0 Briscoe (36.), 2-1 Lumsdon (45.), 2-2 Morgan (52.), 3-2 Payton (86.), 3-3 Barnard (88.) Grimsby-Watford..............0-3 0-1 Hyde (19.), 0-2 Hyde (58.), 0-3 Noble (44.) Millwall-Nott. Forrest ......3-3 1-0 Chaill (14.9, 1-1 John (59.), 1-2 John (63.), 2-2 Ifill (86.), 2-3 John (88.), 3-3 Sadier (90.) Portsmouth-ShefT. Utd........1-0 1-0 Edinburgh (40.) Sheff. Wed-WalsaU............2-1 0-1 Byfield (19.), 1-1 Sibon (71.), 2-1 Bonvin (90.) Stockport-Rotherham..........0-1 0-1 Talbot (43.) Wimbledon-GiUingham .........3-1 1-0 Cooper (43.), 2-0 Cooper (53.), 3-0 Hughes (61.), 3-1 Butters (82.) Wolves-Crystal Palace........0-1 0-1 Kirovski (45.) Coventry-Crewe...............1-0 1-0 Hughes (30., v.) Preston-Man. City ...........2-1 0-1 Huckerby (38.), 1-1 Healy (51.), 2-1 Macken (67.) Staöan í 1. deiid Crystal P. 12 9 0 3 32-16 27 Wolves 13 8 3 2 23-11 27 Norwich 13 8 1 4 17-15 25 Coventry 13 7 3 3 15-9 24 Burnley 13 7 2 4 30-22 23 W.B.A. 13 7 1 5 16-12 22 Birmingh. 13 6 3 4 23-16 21 Portsmouth 13 6 3 4 23-18 21 Man. City 13 6 2 5 30-24 20 Nott. Forest 13 5 5 3 15-11 20 Wimbledon 13 5 4 4 24-20 19 Preston 13 5 4 4 17-18 19 Millwall 12 5 3 4 19-15 18 Watford 12 5 2 5 20-18 17 Bradford 13 5 2 6 22-24 17 Crewe 13 5 2 6 12-20 17 Sheff. Utd 14 3 7 4 14-16 16 Grimsby 14 4 3 7 15-27 15 Rotherham 14 3 5 6 14-21 14 Gillingham 12 4 1 7 18-20 13 Sheff. Wed 14 2 5 7 13-26 11 Barnsley 13 2 4 7 14-27 10 Walsall 13 2 3 8 11-22 9 Stockport 13 1 4 8 18-27 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.