Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2001, Blaðsíða 10
24 MÁNUDAGUR 22. OKTÓBER 2001 Sport DV B YSSUSKÁPAR SPORTVÖRUGERÐIN Skipholti 5 Sími 562 8383 > > . > ' ^ Rjúpnaveiöin hefur veriö róleg hjá flestum veiöimönnum fyrstu viku tímabilsins. DV-Sport hefur haft spurnir af mörgum veiöimönnum sem ekkert hafa fengiö én mesti afli sem viö vitum um til þessa eru 80 rjupur á einum og hálfum degi hjá tveimur skyttum. DV-mynd G. Bender Rjúpnaveiðin: Færri og færri rjúpur til skiptana Bœndur hafa verið grimmir að verja landareignir sínar fyrir rjúpnaveiðimönnum í byrjun veiðitímabilsins. Bændurnir slá eign sinni á heilu heiðamar og margir skotveiðimenn hafa ekki verið ánægðir með framkomu bændanna. Flestir hafa þeir hins vegar lent í vandræðum þegar veiðimenn hafa beðið þá um að framvísa afsali fyrir landareigninni upp til heiða. Svo virðist sem fleiri og fleiri skotveiðimenn fari fyrr til rjúpna en má. Sögur af þessu hafa heyrst víða um land og við fréttum af einum norðan heiða deginum áður en mátti byrja. Hann fékk eitthvað af rjúpu og endur. Þetta hafði hann gert líka tvo ár á undan, reyndar með litum árangri. Eirikur St. Eiríksson, ritstjóri Veiðimannsins, er byrjaður að vinna næsta blað, en hann var ráðinn ritstjóri blaðsins fyrir skömmu síðan. Blaðið er væntanlegt í desember og verður spennandi að sjá hverju Eiríkur breytir á blaðinu. Lítió hefur frést af Setbergsá á Skógarsströnd í sumar, en landeigendur hafa víst selt veiðileyfi i ána. Af veiðiskap og aflatölum hefur líka lítið frést. Þaö sama má segja um Svínafossá á Skógarsströnd, sem margir hafa haft á leigu. Eitthvað veiddist af laxi en ekki mikið. Ef vió höldum okkur við svæðið, veiddust víst flestir laxarnir í Laxá á Skógarsströnd síðustu daga veiðitímans. Þegar vatn óx í ánni, en gallinn var bara sá að veiðitíminn var útí. Nóg er víst af fiski í ánni núna til að hrygna. Það eru margir spenntir að komast í Hrútafjarðará á næsta sumri, enda mikið spurt um hana, eftir að ljóst var að Þröstur Ellióason og Veiöiþjónustan Strengir yrði með hana næstu árin. G.Bender „Klakveiðin gekk vel í Hrúta- fjarðará og við fengum nokkra laxa. Þeir veiddust í Réttastreng og í ármótum Hrútu og Skíká,“ sagði Þröstur Elliðason, en hann skrifar undir saming á ánni í dag og verður samingurinn til 6 ára. „Við fengum laxa í klakið og Réttarstrengurinn var mjög sterk- ur. Það er greinilega eitthvað af fiski í ánni og í ármótahylnum voru líka laxar. Mér lýst vel á þetta verkefni, áin hefur að geyma marga fallega veiðistaði," sagði Þröstur í lokin. En um síðustu helgi var farið í Hrútafjarðará og dregið í klak, veiðiskapurinn gekk vel. Þeir staðir sem voru skoðaðir, voru með fiska. Réttarstrengurinn kom sterkur út enda faliegur flugustaður. Að- eins innar var Réttarfossinn. Þegar við fórum af staðnum voru menn enn þá á kafl í hyljum árinnar og eina hreyfingin voru nokkrar rjúpur sem voru fyrir neðan Réttarfossinn. Við héldum heim en klakveiðin hefur gengið víða ágætlega, menn hafa náð í þá fiska sem þeir þurfa og til þess er leikurinn gerður. Það þarf ekki nema nokkrar hrygnur og einn, tvo hænga til að hluturinn gangi upp. Það er það sem hefur náðst í mörgum laxveiðiám. -G. Bender „Ég hef heyrt í veiðimönnum víða um land og þeir segja allir það sama, það er minna af rjúpu en oft áður. Það er niðursveifla f stofninum," sagði Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður i samtali við DV-Sport í vikunni, en hann hefur heyrt í þeim mörgum fyrstu daga veiðitímans. „Menn er að fá rjúpur, en alls ekki neinn mikinn afla, enda eru menn kannski ekki að gera út á helling af fugli. Aflatölur eru ekki mjög háar,“ sagði Jóhann og snéri sér að næsta viðskiptavin sem var að fara á rjúpur um helgina. Það er fjölmennt til rjúpna en veiðin hefur oft verið betri en núna. Margir eru að bíða eftir snjónum, sem vonandi kemur bráðum fyrir skotveiðimenn. En margir fóru tU rjúpna um helgina og ætla næstu helgar, tímabilið er að byrja fyrir alvöru. G.Bender ■ -- ■ '* Óðinn H. Jónsson og Örn Sigurhansson voru í óöa önn að veiöa laxa í klakveiði þegar DV-Sport bar að garði. Fallegir fiskar og sá stærri nálægt 18 pundum. DV-mynd G. Bender - veiði í klak gekk vel í Hrútafjarðará fyrir skömmu Veiðivon suimnno Skór og vöðlur Flugustangir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.