Alþýðublaðið - 18.03.1969, Page 7

Alþýðublaðið - 18.03.1969, Page 7
Aliþýðubl'aðiíð 18. marz 1969 7 Guðmundur Vésteinsson, Akranesi: F&l HLUTI STJORN ATVINNULÍF Guðmunciur Vcsteinsson Akranesi Ein alvarlegasta meinsémd í öllu atvinnulífi okkar Islendinga er óhagkvæmur og oft og tíðum arð- lítill rekstur allt of margra fyrir- tækja. Svo virðist, sem þetta stafi m.a. af vanhæfni margra stjórnenda til að stjórna nútíma atvinnurekstri,' Aðhaldsleysi þess opinbera og lána- stofnana um það hvernig fyrirtæki eru rekin, sem iilotið liafa stórfellda fyrirgreiðslu hjá þessum aðilum á hér áreiðanlega einnig töluverðan hlut að máli. ÞessJ mynd blasir við allra aug- uni, hvort sem litið er til atvinnu- fyrirtækja í eigu einstaklinga, hluta- félaga, íú.unvinnufélaga /eðia tþess opinbera. Og afleiðingarnar eru öll- um kunnar. Rekstrarstöðvanir og gjaldþrot hjá þeim’ sem lakast standa. Ohjákvæmilega fylgir þessu svo mik- il röskun á vinnumarkaði og at- vinnuleysi. Þegar á heildina er litið getur þessi óskynsamlegi rekstur fyrirtækja ekki haft aðrar afleiðingar í för með sér en þær, að raunvcrulegar tekjur launþega og þjóðafinnar í heild vercða minni en ástæða er til. Þetta alvarlega vandamál hlýtur því að verða eitt brýnasta verkefni, sem kallar á úrlausn allra þeirra, sem hér eiga hagsmuna að gæta, en þeir eru að sjálfsögðtt sjálfir eigendur atvinnufvrirtækjanna og þá ekki síður samtök launafólks og ríkis- valdið. XJjXGRA •jAFNAMR3LimA Að vonum hafa atvinnumálin í heilcl verið mjög til umræðu á und- anförnum mánuðum. Að tilmælum verkalýðshreyfingarinnar hefur ver- ið komið á fót atvinnumálanefnd- um til þess að vinna að tillögum til úrbóta í þeim málurri. En ekki verður séð, að þeim sé beinlínis ætlað að fjalla unr slík innri mál cinstakra fyrirtækja, eins og þessi vandamál eru. En þau eru auk hinna utanaðkomandi áfalla sjálfur kjarni þeirra erfiðleika, sem nú er við að etja í atvinnumálunum og getur því almannavaldið og samtök launafólks ekki horft framhjá þeim, ef ætlunin er að stuðla að einhverri frambúðarlausn. I rauninni eiga engir eins mikið í húfi og launþegar, að atvinnufyrir- tækin séu rekin með fyllstu hagsýni og afköstum, því endanlega eru það þeir, sem taka á sig tapið í lægri launatekjum. Lattnafólk getur því með nokkrum rétti gert kröfu til þess, að fá að fylgjast með rekstri þeirra fyrirtækja, sem það á alla af- komu sína undir. Það getur einnig gert kröfu til þéss, áð því verði sköpuð aðstaða til þess að hafa nokkur áhrif á gang mála innaii hvers fyrirtækis. En hvernig má tryggja launafólká þessa aðstöðu? Umræður um Mut- deild verkafólks í stjórn atvinnu- lífsins, svonefnt atvinnulýðræði hafa lengi verið ofarlega á baugi í iná- grannalöndum okkar, sérstaklega á Norðurlöndunum. Hefur verkalýðs- hrevfingin í þessum löndum og þeir flokkar, sem henni eru tengdir lagí vaxandi áherz.lu á þessi mál og mótað sér í þeim ákveðna stefnu. F.r áreiðanlega orðið fyllilega tima- bært fyrir viðkomandi aðila hér á landi að taka þessi mál einnig til alvarlegrar athugunar og kanna, hvernig hlutdeild verkafólks í stjóra atvinnulífsins verði bezt fyrir kpm- ið miðað við aðstæður hjá okkar atvinnuvegum. Ef takast á að ráða bót á þeina rekstrarerfiðleikum fyrirtækja, senl hér að framan hefur verið lýst, er ugglaust ekki vanþörf að sameina krafta allra, sem þátt taka í fram- Framlhald á bls. 12 « KVEÐJA frá skipstjóra og skipshöfn á togaranum Hal'lVeigu Fróðardóttur til samstarfs- mannanna sex, er fórust í brunanum um borð þann 6. m'arz 1969. Út héldum Við, allir saimian, ! J . tl frá ástvinum okkar á ólga'ndji hafið. En sex okkar féllu á fyrsta degi, I því eldsvoðinn hertók okkar skip. Sker okkur harmur í hjörtu, 'hugirnr elins og í báli. íóru þar góðir drengár. Blikandí er ha£ið, bjartar eru stjörnur heiðum upþi á himni, hugann að sér draga. Dáðum prýddir sjóme'nn, drengir 'hraústir, út leggja pl glímu Við Ægi konumg. I Eylandsins þjóð, hún á allt sitt líf undíir sókn út á sjó og sigrum í djúpi. Hvort velferðin vex eða verður undir, því ræður mest gifta góðra drengja. Félagar okkar þeir féllu, Örlögin illa wð skiljum, engu ráðum hvar igistum. Þakka skal þöim, er féllu. Þeirra störf öll og kynni. Kveðjum svo kæra vini, kveðjunni hinztu. J.E.K. Handan við hafið mikla 'höfn þeirra örugg bíður. Tregt er nú tungu að 'hræra. Tökin þung eru1 stundum. Svipleg er sorgar stundin, svíður í flakandi undum. ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? GRENSÁSVEGI 22-24 SlMAR: 30280 -32262 SVISSNESK ÚR í G/ÍÐAFLOKKI. ÞÉR GETIÐ VALIÐ UM UPPTREKT, DAGATAL OG JAFNVEL DAGANÖFN. BIÐJIÐ ÚRSMIÐ YÐAR UM TISSOT. Kaupum hreinar léreftstuskur PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS Hverfisgötu 8—10 — Sími 14905.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.