Alþýðublaðið - 18.03.1969, Side 16
Alþýdu
blaðið
Afgreiðslusími: 14900
Ritstjórnarsímar: 14901, 14902
Auglýsingasími: 14906
Pósthólf 320, Reykjavík
Verð í áskrift: 150 kr. á mánuði
Verð í lausasölu: 10 kr. eintakifí
ÍÁSTA-
MAKKI
VIÐ
ROBERT
KENNEDY
ÞÝZKA vikublaðið STERN Iveld-
ur því statt og stöðugt fram, að unga
stúlkan hér á myndinni, Candice
Bergen, sem er amerísk leikkona,
hafi átt í heilmiklu ástarsambandi
við Robert Kennedy heitinn, mann
Ethel Kennedy, en með henni átti
hann ellefu börn.
Candice Bergen, sem er 22 ára,
sagði eftir morðið:
— I tvö ár var ég ástfangin. Allt
er nú breytt. Eg get aldrei orðið
hamingjusöm aftur.
Candice Bergen er einna þekkt-
ust fyrir leik sinn í kvikmyndinni
„Vivre pour vivre," eða „Að lifa
til að lifa.“ Þar leikur hún á móti
Yves Montand, en franski leikstjór-
inn Claude Lelouch stjórnaði mynd-
inni. Hann gerði einnig k'vikmynd-
ina „Maður og kona,“ sem var sýnd
í Laugarásbíói í fyrravetur við mik-
inn orðstír.
RF.YKJAVIK. - T>. G. — Síðast-
liðinn sunnudag voru haldnar svo-
nefndar dægurtíðir eða „popmessa"
í Háteigskirkju. Ungur guðfræði-
kandídat, Haukur Ágústsson, stóð
fyrir þessari guðsþjónustu, en sókn-
arpresturinn, sr. Arngrímur Jóns-
son, flutti inngangsorð. 40 manna
kór flutti söngtexta eftir Hauk og
söng hann síðan við lög, sem hann
hafði einnig samið. Leikið var und-
ir á píanó.
1
Mælzt
misjafnlega fyrir
Áður Itafa verið haldnar svo-
nefndar „popmessur" í Langholts-
kirkju, eins og flestum er kunnugt,
og hafa þær mælzt misjafnlega fyr-
ir. Til þess að forvitnast um við-
tökur þær, sem dægurtíðir þessar
hafa fengið, höfðum við samband
við tvo menn, sem á þessa guðsþjón-
ustu hlýddu,
Fyrst náðum við í sr. Arngrún
Jónsson og spurðum hann, hvaða á-
lit hann hafi á þessu nýstárlega guðs-
þjónustuformi.
Ágæt tilbreytni
— Fyrir alla muní kallið þetta
ekki „popmessu." Þetta er alls ekki
messa, við höfum kallað það dæg-
urtíðir, og lítum á það sem guðs-
þjónustu eða samkomu.
Samkoma eins og sú, sem fram
fór á sunnudaginn fannst mér ágæt
tilbreytni, en á enga framtíð fyrir
sér, hún er miðuð v3ð dægrið, ekkl
meir, eins og nafnið bendir til.
Þessi samkoma var jákvæð, flutt-
ur var ákveðinn og jákvæður boð-
skapur upp á kristinn máta. Söng-
lögin voru skemmtileg að mínum
dómi.
1
Eiga enga
framtíð fyrir sér
— En „popmessurnar,“ sem haldn-
ar voru í Langholtskirkju í vetur,
hvað hefur þú um þær að segjá?
— F.g tel þær enga framtíð eiga
fyrir sér, þær eru gjörólíkar dægur-
tíðunum, eiga ekkert sameiginlegt
með þeim.
Eg álít að unga fólkið, sem stend-
ur að þessu skoði það sem uppreisn
gegn kirkjunni og hennar hefð-
bundna guðsþjónustuformi, og ég
komst að því, að ég hafði spurt
alhnarga unglinga um álit þeirra,
að aðeins örlítill hluti þeirra hafi
Má ekkð 1
ganga of langt
haft „garnan" af henni, ef svo mætti
að orði komast.
Poppmúsíkin fyrir
neðan allar hellur
— Telur þú ástæðu til þess að
breyta messuforminu til þess að laða
yngri kynslóðirnar að kirkjunum?
— Já, ég tél þetta venjulega
messuform þurfi að hreytast, — en
hvort það verður til þess að yngri
kynslóðirnar sæki kirkjurnar meir,
veit ég ekki. Hraðinn í messunum
þarf að vera meiri, eða öllu heldur
jafnari. Sálmasöngur verður alltaf,
hjá því verður ekki komizt, og pre-
dikanir og altarisganga sömuleiðis.
En það þarf að vera meira líf í
guðsþjónustunum, þó ekki þesst svo-
kallaða „popmúsikk," hún virðist
ekkert jákvætt hafa haft við sig, er
fyrir neðan allar hellur.
Næst snerum við okkur að ungunl
kennara, Val Oskarssyni og spur$-
um um álit hans á þessu nýja forml
— Hvernig finnst þér luigmynd-
in að baki þessarra „popmessa“?
— Mér finnst hún góð, cn það
má þó ekki ganga of langt. Það eo
fullmikið að spila beattónlist, eins
og var gert í Langholtskírkjunni f
vetur. I Háteigskirkjunni var flutt
skemmtileg tónlist og guðræknileg-
ur texti, og að mínu álili er nauS-
synlegt að breyta messuforminu, —
gera það léttara og hafa messurnaíl
óformlegri. I
Mér var einu sinni sagt þcssk
sálrnar sem við syngjum nú í kirkj-
unurn hafi verið eins konar „pop**
eða vinsæl alþýðulög á dögujtí
Lúthers, 4
MH
llii§p|l
ÍittpÉi
WziýM
fffl :pÉ| %.Ííi
Langholtskirkja
Sýnishorn úr textanum, sem flutiuH
var við dægurtíðárnar í Háteigskirkju.
HF.FUR maðurinn nokkuð lært
af kenningum trúar sinnar. Eða get-
ur hann kannski ekki lært, af því að
allar kenningarnar eru eftir hann
sjálfan, gerðar af honum sjálfum —
fyrir hann sjálfan?
Ef til vill!
Eg efast.
Efi minn er mikill.
Efa mínum beini ég að Guði.
Eg efast um, að Gu§ sé til.
Ég efast um, að hafi hann
nokkurn tínta verið til.
Ég læt mér til hugar koma,
að hann sé blekking!
Kenningin er falleg, en hún kemuo
aldrei fram, nenia á sunnudögurrf,
og þá aðeins í kirkju og ekki ncmai
hjá fáum. Menn lifa ekki cftir
henni. Þeir heyra hana ekki. Þeie
líta á hana sem óraunhæfa — raua-
ar fallega, en óraunhæfa. Líkt og
Jiugaróra barns. Hugaróra, seal
koma af ímyndun þess.