Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.2001, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 !DV 37 EIR á miðvikudeqi ^ Skyndikynni vift ijdld.itæðiA í Ash\ r«i í óijunI; ■ Pabbi týndur / Árangurslaust Pabbinn fannst ekki. Uppselt Labradorhvolparnir sem komu undir við skyndikynni tíkurinnar Birtu og gestkomandi hunds á tjald- stæðinu í Ásbyrgi i sumar eru allir seldir. Eigandi hvolpanna auglýsti í smáauglýsingum eftir fóðumum til að geta ættbókarfært þá en enginn gaf sig fram Því voru hvolparnir seldir á 35 þúsund krónur stykkið en gang- verð á ættbókarfærðum labrador- hvolpum er helmingi hærra. „Fimm hvolpar fara suður, flestir í Mosfellsbæinn, einn fer í Mývatns- sveit og einn verður eftir hér á Kópa- skeri,“ sagði Guðmundur Baldursson, eigandi hundanna og umsjónarmaður tjaldstæðanna í Ásbyrgi þar sem hvolparnir komu undir. Einkaþjómista heimilíslæknis Læknirínn kemur heim þegar yður hentar Aitn Virka Oftga fia w. 1018. Timapamanif fiá kl. 8-20 • Slmi S2l 538» Gurímundur Palsson sérfríEöingur»beimifislækningum Auglýsingin Nýjung í heimilislækningum. Lækninn heim „Það hefur verið erfitt að fá lækna í heimahús og þess vegna brydda ég upp á þessu. Það er mikið hringt og fólk er að átta sig,“ segir Guðmundur Pálsson heimilislæknir sem auglýst hefur einkaþjónustu við sjúklinga sem bygg- ist á því að hann kemur heim til fólks- ins. „Fólk hefur þurft að vera mikið veikt til að fá lækni heim til sín en nú verður breyting á,“ segir Guðmundur sem tekur 4-5000 krónur fyrir hvetja heimsókn en starfsemi hans er rekin utan við sjúkrasamlög og Trygginga- stofnun hvað sem verður. Guðmundur Pálsson hefur sérfræðimenntun í heimilislækningum frá Noregi. Bannað að reykja Reykingar hafa verið bann- aðar í heimsókn- arklefum á Litla- Hrauni föngum til mikillar skap- raunar. Einn þeirra orðar það Litla-Hraun sem svo í bréfi; Gestir fá ekki að »En nú er illt í reykja. efni. Það á að ■—"*.. ráðast á fjöl- skyldur og vini okkar og banna þeim að reykja í heimsóknarklefun- um. Það hefur þær slæmu afleiðing- ar að heimsóknargestir veröa pirraðir og skapvondir i heimsókn- um ... Nú spyr ég ykkur ráðamenn: Hvað haldið þið að gerist þegar fanginn hættir að fá heimsókn frá sínúm nánustu? Honum finnst hann vera einmana og verður óhamingju- samur og leiðist... Að sjálfsögðu eru reykingar stórhættulegar en þær eru mun skárri kostur en eiturlyf- in.“ . Leiðrétting Vegna frétta af fyrirhugaðri sölu Perlunnar hefur láðst að geta þess að ef af sölu verður þá er um að ræða fyrstu einkavæðinguna á minnismerki i höfuðborginni. Sér fyrir endann á fimm ára starfi: Sagan í sílikoni - sögusafn í hitaveitutanki í Öskjuhlíð „Þetta byrjar á Pöpum í helli, svo kemur Hrafna-Flóki og Ingólf- ur Amarson og svo koll af kolli allt fram á miöaldir þegar Jón Arason er hálshöggvinn um miðja sext- ándu öld,“ segir Emst Backman sem undanfarin flmm ár hefur unnið að gerð sílikonmynda af helstu persónum íslandssögunnar og stefnt er að að koma fyrir í ein- um af hitaveitutönkunum í Öskju- hlíðinni sem Perlan hvílir á. „Ég nota í raun sömu tækni og við gerð vaxmynda en sílikonið er meðfæri- legra og betra að vinna með það. Ég held að Madame Tussaud noti enn vaxið hefðarinnar vegna,“ seg- Hurð á hitaveitutanki Væntanlegur inngangur Sögusafnsins. ir Ernst sem nú er með fimm íhanns i vinnu við verkið en hann hefur notið styrks úr Nýsköpunar- sjóði auk þess að hafa fengið fé af fjárlögum til verksins. Stefnt er að því að Sögusafnið í hitaveitutankinum verði þar til frambúðar og haldið verði áfram að spinna sig- eftir íslandssögunni með enn fleiri sílikonmyndir en þær eru nú orðnar 29 talsins. Ernst gerir ráð fyrir og stefnir að því að Ernst Backman með Snorra Sturlusyni Ætiar að halda áfram að spinna sig í gegnum íslandssöguna og enda á Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu. geta opnaö safnið á þjóðhátíðar- af Davíð Oddssyni og Ingibjörgu daginn, 17. júní: Sólrúnu og þá er sagan öll,“ segir „Ætli ég endi ekki með myndum Ernst. vmrnmt'Á GOTT HÚS - „Hann b>T í Galtalæk, gömlu, merku húsi við Akur- eyrarflugvöll, sem áður var í eigu Flug- björgunarsveitarinnar og þar áður fjós.“ (Úr afmælisfrétt um Hauk Ágústsson kennara.) ÓHLJÓÐ - „... og að það skuli marra í öllum hurðum er eiginlega of mikið af þvi góða.“ (Gagnrýni é hijóösetningu stutt- myndarinnar Krossgötur > kvikmyndadómi DV.) BUBBIUNGI - „Ekki dettur mér í hug að gera htið úr þér þótt þú haflr verið með húfu og sólgleraugu eins og unglingur, hálf- fullorðinn maðurinn, í útsendingu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á fimmtudagsmorguninn!“ (Jón Axel Ólafsson útvarpsstjóri Noröurljósa um Bubba Morthens í Morgunblaöinu.) DULARFULLT- „Eru þetta umferð- armannvirki eða ráðgátur eða kannski sveins- stykki í hellulögn?" (Sveinbjöm I. Baldvinsson hugsar upphétt í Morgun- blaöinu um hringtorg o.fl.) <. ENN DULARFYLLRA - „Hvað með Utlu kringlóttu misfelluna á gatna- mótum Nóatúns og Hátúns þar sem ekki er hægt að fara í hring nema á þríhjóh og aUir aka þvert yfir?“ (Sveinbjörn heldur éfram aö hugsa um umferöina.) Hætt og farin Birna ætlar að hefja nýtt líf um áramótin. Birna kastar sloppnum og hættir - eftir 16 ár á Læknablaðinu Bima Þórðardóttir hefur ákveðið að kasta sloppnum og hætta eftir 16 ára farsælt starf sem ritstjóri Lækna- blaðsins: „Að mörgu leyti er þetta búið að vera skemmtilegt og fróðlegt hér á Læknablaðinu og ég hef hitt margt skemmtilegt fólk,“ segir Birna sem hóf störf við Fréttabréf lækna sem þróaðist út í litprentað og glæsilegt Læknablaðið 1989 sem oftar en ekki hefur flutt fréttir úr heimi læknavís- indanna sem ratað hafa á útsíður dag- blaða og í aðalfréttatima ljósvaka- miðla. Að auki hefur Birna nýtt sér forsíðu Læknablaðsins til kynningar á myndlist sem henni hugnast sjálfri: „Ætii ég sé ekki búin að kynna á ann- að hundrað myndir á forsíðunni á þessum tíma og þar hefur kennt ým- issa grasa og margir séð því Lækna- blaðið er gefið út í 1600 eintökum." Birna aftekur með öllu að hún sé á leið í pólitík með stefnuna á Alþingi þó svo hana hafi alltaf langað að kom- ast þangað: „Ég ætia að hefja nýtt líf um áramótin í nýju starfi en gef ekki meira upp að svo komnu máli,“ segir ritstjórinn íyrrverandi. Nautiö fær sér Is • ísinn getur verið svalandi þegar sól skín í heiði. Sérstaklega í Mýrdalnum þar sem þetta naut stóð og sleikti ísinn á giröingunni. í fjarlægð fýlgdust kýrnar með. Miðgarður: Húsvörður til • sýslumanns - auglýsti ball með gamla laginu Kolbeinn Konráðsson, hús- vörður í félagsheimilinu Mið- garði í Varmahlíð, var kallað- ur á teppið hjá sýslumanni á Sauðárkróki vegna dansleiks sem auglýstur var í Miðgarði með gamla laginu á föstudags- kvöldið næsta. Á veggspjaldi, þar sem dansleikurinn er aug- lýstur er mynd af áfengis- flöskú og gefið til kynna að nú ætii menn að skemmta sér eins og áður fyrr. Sýslumaður á Sauðárkróki hefur sem kunnugt er beitt sér mjög gegn sveitaböllum og hækkað ald- urstakmark til að halda yngra fólki frá. Auglýstur dansleikur i Miðgarði á Miðgarður Ball og fyllirí á föstudaginn - ef sýslumaður grípur ekki í taumana. fósudaginn er hins vegar fyrir 16 ára og eldri. „Ég var titiaður sem sak- bomingur hjá sýslumanni þó svo ég hafi ekki auglýst dans- leikinn heldur hljómsveitin Sóldögg sem heldur ballið. Sýslumaður er farinn að leggja mig í persónulegt einelti og fer bráðum að verða að almennu athlægi hér í Skagafirði ef ’ svona heldur áfram,“ segir Kolbeinn húsvörður sem ætiar að halda ballið á hverju sem gengur. „Ég segi dyravörðum mínum að hleypa ekki inn mönnum sem veifa áfengisflöskum en við leitum ekki á fólki.“ mzm, *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.