Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 1
| Ný geymsluaðferð á fiski reynd
J Fiskurinn sem nýr eftir
S fimm daga
l !
Fimmtudagur 20. marz 1969 — 50. árg. 65. tbl.
6.3 MILUÓNIR
TIL BIAFRA
Reykjavík — VGK.
Utgerðarfélagið Miðnes h.f. I
Sandgerði er að gera merkilega til-
raun með geymslu á trollfiski um
borð í einum báta sinna, Þorgeiri.
Skipverjar á Þorgeiri ísa fiskinn
í sérstaka plastkassa og að sögn
forstjóra Miðness, er fiskurinn sem
nýr eftir 5 daga í kössunum um
borð í skipinu. Geymist fiskurinn
sem nýr og ferskur í kössunum og
gefur ekkert eftir glænýjum fiski,
hvað vinnslu og gæði snertir.
Plastkassarnir eru norskir og
taka 40 kg. af fiski hver um sig. I
Noregi hefur þessi 'geymsluaðferð
um borð í fiskibátum rutt sér til
rúms, og er ekki litið við fiski í
vinnslu sem geymdur er á annan
hátt.
Hérlendis hefur ekki, svo vitað
sé, verið gerð tilraun með þessa
kassa áður, og er þetta lofsvert
framtak hjá forystumönnum Mið-
ness.
Skipverjarnir á Þorgeiri hafa eitt-
hvað á annað hundrað kassa um
borð. Geta þeir verið langan tíma
úti án þess að fiskurinn í kössununa.
falli í verði. j [
MÁL BSRB GEGN FJÁRMÁLARÁÐH ERRA:
LQKATÖLUR um söfnunarfé. til
Biafra-söfnunarinnar lágu fyrir í
gær. I sjáifri söfnuninni um helg-
ina, þegar sjálfboðaliðar gengu í
hús, söfnuðust 5,8 milljónir. Nokk-
uft fé hafði borizt söfnuninni áður,
frá félögum, stofnunum og einstak-
lingum, svo alls nemur söfnunarféð
5 mjlljónum 350 þúsundum. Söfn-
unin stendur fram að páskum.
Peningunum, sem berast til söfn-
unarinnar, verður varið til kaupa
á skreið handa hungruðum í Bi-
afra, en sem kunnugt er, deyja þús-
undir manna úr hungri á degi hverj
um í þessu hrjáða ríki.
Fram til páska verður tékið á
móti framlögum að Hverfisgötu 6 í
Reykjavík, aðalskrifstofu söfnunar-
innar og hjá viðkomandi nefndum í
hverri sýslu fvrir sig.
a s
l
l
1
l
l
I
l
■ Krafizt að málinu verði
i vísað frá
i
B
I
8
I
Reykjavík. — H.E.H. — í gær
lagði aðalverjandi ríkissjóðs, Jón
Þorsteinsson, fram kröfu í félags-
dómi þess efnis, að máli því, sem
BSRB hefur höfðað gegn fjármála-
ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, verði
visað frá. Sömuleiðis lagði verjand-
inn fram þá kröfu til vara, að fjár-
málaráðherra verði sýknaður.
Þessa frávísunarkröfu þarf að
fjalla um sérstaklega. Félagsdómur
ákvað ekki í gær, hvenær málflutn-
ingur um frávísunarkröfuna skyldi
fara fram.
Þess skal getið, að úrskurði fé-
lagsdóms um frávísunina getur,
hvor aðili sem er, skotið til úrskurð-
ar hæstaréttar, en þetta mun vera
eina tilvikið, þar sem hægt er að
áfrýja úrskurði félagsdóms ti! hæsta-
réttar. ,
í dag verður hins vegar málflutn-
ingi fyrir kjaradómi lialdið áfram
og mun þá flytjandi málsins fyriir
hönd BSRB leggja fram sina kröfu-
og greinargerð vegna endurs’koðun-
ar á kjarasamningi opinberra starfs-
manna samkvæmt kröfu fjánnála-
ráðherra.
HNEYKSLAST almenningur á
úngu stúlkunum í stuttu pilsunttm?;
Við könnuðum málið í gær. — Ung
stúlka í stuttu pilsi fór á stjá með
blaðamanni og ljósmyndara blaðs-
ins — og er ferðasagan í máB og
myndum á baksíðu biaðsins í dag.
Hver og einn getur dæmt fyrir sig,
og er því beðinn að
Sjá baksíðu 1 dag.