Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 13
Alþýðublaðið 20. marz 1969 13 *> Baldur Tryggvason, framkvæmdastjóri |Fæddur 23. maí 1931 — Dáinn 13. mavz 1969 FÁ TÍÐINDI snerta menn svo mjög sem óvaent andlát vinar á bezta aldri. Þá er hvað erfiðast að sætta sig við örlögin, er ungur mað- ur er kallaður á b'rott frá hálfloknu lífsstarfi, frá ungri fjölskyldu og vinahóp. Hver ræður slíkum sköp- um? Baldur Tryggvason var meðal þeirra ungu athafnamanna, sem vinir hans gerðu sér mestar vonir tim, er hann lézt. Hann hafði þeg- ar risið til fremstu trúnaðarstarfa fyrir samvinnuhreyfinguna og var sýnilega maður til að leysa enn meiri verkefni fyrir þjóðina í fram- tíðinni. Hann hafði þegar gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum fyrir Al- þýðuflokkinn og gat átt þess von, að verða einnig þar kallaður til lausnar meiri verkefna í framtíð- inni. Það var ánægjulegt við Baldur, að hann var jöfnum höndum raun- hæfur framkvæmdamaður og trygg- ur félagslegur hugsjónamaður, bæði á sviði samvinnustarfs og jafnað- arstefnu. Þeir menn, sem þetta tvennt sameina,- eru íslenzku þjóð- inni mikils virði. Alþýðuflokkurinn kveður Bald- ur með söknuði og þakkar honum stuðning og störf. Flokkurinn send- ir fjölskyldu lians innilegustu sam- úðarkveðjur. Bcnedi\t Gröhdal. KveÓja frá ungum jafnaóarmön num SUMIR MENN eru gæddir þeim sérstæðu mannkostum, að strax við fyrstu viðkynningu verður ljóst, að þeim eru ætlaðir miklir hlutir. Einn -slíkra var Baldur Tryggva- son, því er það þeim mun átakan- legra, þegar hann, svo ungur, fell- ur í valinn, hann, sem við vænt- um svo mikils af. Baldur var maður hins nýja tíma, maður -festu, framsýni og dugnað- ar, maður framkvæmda. Skoðanir hans einkenndust af mannúð og drenglyndi. Allir þess- ir kostir hans nutu sín vel í hans daglega starfi og ekki síður á með- an hann var í forystusveit ungra jafnaðarmanna. Fyrir þau störf þökkum við af alhug um leið og við færum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðaróskir. Orlygur Geirsson. „Þeir, sem guðirnir elska, deýja ungir.“ Þessi orð komu í huga minn, er ég heyrði þá harmafregn að vinur minn, Baldur Tryggvason, væri lát- inn. — Menn setur hljóða, hvernig má það vera, að ungir menn í blóma lífsihs hverfi á braut úr þessum heimi svo fljótt, menn, sem eiga svo margt ógert á þeirri framtíðar- braut, sem blasti við? Baldur Tryggvason var fæddur 23. maí 1931 hér í Reykjavík, son- ur hjónanna Dorotheu Halldórs- dóttur og Tryggva Magnússonar, fyrrverandi póstfulltrúa hér í Reykjavík. Það kom snemma í Ijós, að Bald- ur var Yel gerður til átaka í lífs-- baráttunni, fljótt kom í ljós hinn mikli baráttuhugur sem einkenndi allt hans lifsstarf. Hann stundaði nám við Mennta- skólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1950. Hann hó£ þá störf hjá Samvinnutryggingum og starfaði þar til 1957, er hann var skipaður fulltrúi hjá fram- kvæmdastjóra Sambands fslenzkra samvinnufélaga. Árið 1960 tók hann við fram- kvæmdastjórastöðu hjá Dráttarvél- um h.f. og gegndi því starff er hann lézt. Baldur var formaður 'í félagi búvélainnflytjenda frá stofnun þess. Á störfum hans má sjá hve traustur og samvizkusamur Bald- ur var. Störf hans báru með sér að hann var enginn meðalmaður. Þrítugur að aldri er hann orðinn framkvæmdastjóri fyrir einu a£ stærstu samvinnufyrirtsekjum landsins. Slíkt traust fá ekKi nema afburða menn. Það er samdóma álit allra sem með honum störf- uðu eða undir hans stjórn að hann hafi verið einstakur félagi og starfs- maður. Kynni okkar Baldurs urðu fyrst í Alþvðuflokknum. Hann var alla tið flokksbundinn A1- þýðuflokksmaður og átti að baki mikla og góða vinnu f þágu flokks- ins í einstökum málum og var þá rökfastur og fylginn sínum skoð- ulium. Slíkir menn eru boðberar fiýjunga og framfara. Slíka menn eigum við ekki of marga. Baldur var eindreginn samvinnumaður, —• áttum við oft saman fjörugar sam- ræður um samvinnurekstur hér á landi og önnur mál. Það brást al- drei að af þeim fundum fór ég fróðati ög skilningsríkari. I slík- turi*'Viðræðum kom fram sá góði kostur hans, að hann hlustaði á rök Framihald á bls. 12 BRÚÐUR TIL SÖLU ■■■■ *•■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ••■■■■ ■■■■■ ■■■■■ ••»■■■ ■■■■■ ■■■■■ ■■»■■ ■■■■■ ■■■■■ Janeit kom inn og nam staðar við rúmið og virtf hana fyrir sér, áhyggjufull. — Svonai, frú, nú er það vedstai bú.ð. Nú 'getið þér hvílt yður í brúðkaupsferðfnni. Ég skal láta renna í baðið, og fljótlega líður yður betur, frú... Ég get ekkii farlið þangað með honu|m:, hugsaði hún. Ég vil frekar deyja en l'áta hann snerta mig. iHann getur ekki... Hamn má ekki.. En hvernig myndi hann bregðast við? Hún var eiginkona hans, og 'ha'nin vildi eignast hana. Hann( myndi takaj 'hana — 'hann hafði rétt á að gera það — hörkulega og grimmdarlega — og hlæja að þjáningum hennar, og enginn gætá hjálpað henni — hvorki Ivor eða Jimmy. í • Hún reis vélrænt upp af rúmf.nu og lét hvíta tíilkikjóHnn detta niður á gólfið. :Svo gekk ihún frá rúmiinu og sparkaði um leið í kjól- inn, Janet til miks'llar -skelf.ngar. — Þér megið ekki gera þetta, frú. Þetta þýðir óiha:m(ingjui. — Hvemig gæti ég orð.ð óham'ngjusamari en ég er? Jimmy kom inn tii,l hennar, þegar hún var að klæða sig í gráu tvíddragtiina, sem hún hafði keypt tif að vera í á IdiðLnni. Þarna var líka fallegur silfurrefur, sem Hugh Ronan hafði sent henni, en hún hetaíti honum á rúmið. Svo málaði hún á sér varjmar og la(it á spegil- mynd Jimmys. M iki'ð fyrirleit hún 'hann. Hún hafði þegar igent á'tt. Átti hún að borga fyrir mistök hans alla æ-vina? Þeigar hún var búin að klæða sig og setja á sig hatt og hanzka, lelit hún á Jimmy. — Vertu bara rólégujr. Nú er állt í bezta lagi- — ‘Engan gruinaði ne'itt. Allir héldu, að allt væri eins og það setti að verai. — Lék égi svona vel? Ég, sem hélt, að ég væri of lömuð til að geta það. En .nú er ég hætt að leika. Nú er þessu öllu lokið. — Þetta var nú víst aðeins fyrsti þáttur. —i Ef ég segi þér... Hann þagnaði andartak en hélt svo áfram máli sínu: — ÍBrúðkauptsgjöfin, sem ég lofaði þér tekur sárasta brqddinn af þessu . .. en ég ’hef ákveðið að bíða með að gefa þér hana. Þú vrildir sjálf, að ég berðist v*ið þig í dag. Hvers vegna ætti ég að gera eitthvað fyrir þig. } — Nei, hvers vegna ættirðu að gera það? •— Samt ér þetta þrá| gjöi, og hún er þess eðlis, að ég get ekkli dregið hana tili baka, þótt ég 'vilji. — Það liggur Mið, að ég sé forvitin að vita, hvaða igljöf þetta er. Hel’durðu virkl.lega, að gjöf frá 'þér, og þá er mér sama, hvað það er, getj, haft nokkur álhrif á tilfinningar mínar í þinn garð? Held- urðu, að það skipt ml g nokkru, hvað þú gefur mér, eftir að þú hefur irænt mig öllu? ; — Ég 'held, iað þessý gjöf muni gera gæfumuninn, en nú verður hún að bíða. Við erum 'komin tU Deancourt. •— Ætlarðu, ekki að skJipta um nafn? — Ég ætla engu að breyta. Ég hef látið gera við húsið og búlð það þeim húsgögnum, sem þú vildir hafa þar. Hann hló biturlega. — Ég: gerði allt,, sem þú baðst mig um, Sheila — sarna, hvað það kostaði mig. — Samit hefnd.irðu þíri á mér, áður en yfir lauk. — Þá var um það að ræða að sigra eða vera sigraður, og ég er ekki síður stoltuir en þú, Sheila. 'En þú átt eftár að sjá það, að hefndýn er ekki bitur. — Þú neyddir m(ig til að igiftast þér með því að hóta að stinga Jimmy í fangelsið. Þú reifst mig frá manninum, jsem ég elska ... — Elska? sagði hann hugsandi. — Já, kannshi þú elskir hanai'. Ég veit það ekki, enda skiiptir það éngu máli. Nú erum við komin heim! 58 57

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.