Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 3
Alþýðu'blaðið 20. marz 1969 3 Verðyr vopnahlé jgert í Viet-nam bráðum? Washington, 19. marz. (ntb- afp) : Bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Stephen Young frá O- liio lét svo ummælt í gærkvöldi, að hann hefði sönnur fyrir því, að um þessar mundir stæðu yfir leynilegar diplómatiskar viðræður, sem leitt gætu til vopnahlés í Vietnam, ef Bandaríkjamenn kalla 100 þús. her- menn aftur frá Suður-Vietnam. Býður sig fram 1972 MEMPHIS, Tennessee, 19. marz. - (ntb-reuter): Hinn hægri sinnaði franibjóðandi til forsetakjörs frá í haust, George C. Wallace, lýsti því j'fir í Memphis í gær, að hann myndi hiklaust bjóða sig fram sem forseta að nýju haustið 1972, ef demókratar og repúblikanar breyttu ekki stjórnmálastefnu sinni innan- lands og utan hið allra fyrsta. Tage 'Erlander, í stjórn í 25 ár STOKKHÓLMI 19.3. (ntb): Tage Erlander, forsætisráðherra 'Sví (þjóðar, skýrði frá því ídag, ,að ihann hefði á prjónunum áform um að rita bók um pólitíska reynslu sína, eftir að hann lætur af embætti forsætisráðherra á hausti komanda. Kvað ráðlierr ann þa'ð ekki mundu verða end urminningabók í eiginlegri merkingu, en skilgreiningu og tilnaun til skýrgreiningar þeirr ar stjórnmálalegu þróunar, sem átt hefur sér stað í Svíþjóð í stjórnartíð hans. Erlander befur setið í sænsku ríkisstjórninni allar götiur frá 1944, er hann var skipaður kirkju og kennslumálaráðherra, og býr því yfir fágætlega mikl um fróðleik um Þau efni, er hann hyggsit nú taka til með ferðar í minningabók sinni. Tage Erlander tók við embætti forsætisráðherra Svía árið 1946, joq 8o ‘uossuefi inqtv JíWa ur gengt því síðan. MORÐINGI JÓHANNS GISLASONAR DÆMDUR: í GÆR var kveðinn upp dómur í sakadómi Reykjavíkur í máli Gunn- ars Viggós Fredriksen, fyrrverandi flugstjóra, fyrir manndráp. iHlaut Gunnar 16 ára fangelsi, að frádregnu gæzluvarðhaldi frá 9. maí 1968. Greiði 160 þúsund Ákærði greiði allan kostnað sakar- innar, þar*með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 80 þús., svo og málsvarnarlaun og réttargæzlulaun og réttargæzlulaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Jónssonar, hæstaréttar- lögmanns, kr. 80 þúsund. Morðið Aðfaranótt 9. maí 1968 fór Gunn- ar V. Fredriksen til heimilis Jóhanns heitins Gíslasonar og hafði með- ferðis hlaðna skammbyssu. Skaut hann á Jóhann jafnskjótt og hann sá hann inni í íbúðinni. Vikið úr starfi Sumarið 1967 var Gunnar við flugþjálfun í Bandaríkjunum, en sætti sig ekki við það, að þjálfuninni var ekki lokið 23. júní, er þota Flug- félagsins hélt til Islands. Tók hann þá það til bragðs, að fara með þot- unni í Ieyfisleysi, en það varð til þess, að honurn var vikið úr starfi hjá Flugfélaginu. Taldi Gunnar að Jóhann hafi verið valdur að því að flugþjálfuninni lauk ekki í tæka tíð, og síðan lagt til að honum yrði vikið úr starfi. Bar haturshug til myrta Upp frá þessu kvaðst Gunnar hafa borið haturshug til Jóhanns, og oft hafi hvarflað að honum að vinna á honum, en ekki orðið af því fyrr en aðfaranótt 9. maí síðastliðins. Hafði Gunnar verið í kvöldverðarhófi þetta kvöld, þar sem neytt var áfengis. Hitti Gunnar þar mann, sem hann’ vonaðist til að gæti hjálpað honuní til að komast aftur í flugstjórastöðu hjá Plugfélaginu, en liann kvaðst ekkert geta gert í þvi máli. Endaði samtal þeirra með rifrildi. Ok Gunn. ar síðan að heimili Jóhanns heitins, að Tómasarhaga 25, þar sem hantt hitti Jóhann og skaut hann, ein* og fyrr segir. 1( Dóminum áfrýjað Dóminum verður áfrýjað ti! Hæstaréttar, og liefur gæzluvarð- hald Gunnars V. Fredriksen veriS framlengt til þess tíma er hæstarétt- ardómur gengur í málinu. í HÚSI einu í Sandgerði vakn- aði fólk upp á laugardagsnóttina við það, að saumavél, sem skilin hafði verið eftir í sambandi fór í gang. Ástæða: Ökkladjúpt vatn var á gólfinu og flaut það yfir gólfrofa vélarinnar sem gaf samband. Mikil tjón urðu af vatnsflóðum í Sandgerði um helgina, er vatn flæddi inn í kjallara margra húsa. Leysingavatn úr Miðnesheiði olli flóðunum, en vatnið rann í stór- um lækjum gegnum þorpið á leið til sjávar. Myndirnar hér á síðunni tók fréttaritari Alþýðublaðsins í Sand- gerði, Ólafur Eggertsson. EMBL LÆTUR AF FORMENNSKU: iStefán Júlíusson kjörinn A Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélag a anna í Hafnarfirði héit aðalfund sinn í fyrrakvöld. Emii Jónsson ™ ráðherra sem verið hefur for 9 miaðtur fulltrúaráðsins í 35 ár @ ibaðst undan endurkjöri, ten í hans stað var Stefán Júliusson ^ rithöfundur kjörinn iformaður. ™ Aðrir í stjórn fulltrúaráðsins 9 erlu: Þórður Þórðarson, varafor 9 maður, Yngvi Rafn Baldvinsson A ritari, Ólafu,r A. Kristjánsson gjaldkeri, og meðstjórnendiur ™ Emil Jónsson, Haukur Helgason 9 og Sigríður Erlendsdóttir. í 9 'varastjórn eru Ingvar Viktors A son og Sigþór Jóhannesson. Emil Jónsson. Tvær nýjar síma- línur á milli Washington og Kremlar WASHINGTON (ntb afp)! Tvær inýjar ,.íbeinar línur“ bættust við á milli Hvíta hússins og Kreml ar í gær — til viðbótar yið hið fræga „beina símasamband“ á milli þessara tveggja höfuðbóla heimskringlunnar! Önnur beina ilínan er á milli bandariska utan ríkisráðuneytisins í Washing ton og sendiráðs Bandaríikjanna í Moskvu, en liin á milli „önd verðu pólanna“: sovézka utan ríkisráðuneytisins í Moskvu og sendiráðs Sovétríkjanna -í Was hington. Allt er þegar þrennt er, eins og þar stendur!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.