Alþýðublaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 6
6 Alþýðufolaðið 20. marz 1969
BlöBin
Framhald af 5. síðn.
hreyfa. Annars er helzta varnará-
stæða Sigurður Guðmundssonar fyr-
ir íslenzka stjórnmálaflokka sú
'skoðun að flokkar séu nauðsynleg-
ar stófnanir við þá þjóðfélagsháttu
sem hér eru — og kemur víst eng-
'um til hugar að mótmæla því frekar
!en þeirri skoðun Morgunblaðsins
sem fyrr var tíl vitnað, að fiagnýta
skuli: atvinnutæki landsmanna, eða
Þjóðviljans, að launafólk eigi að fá
réttlátan hlut af þjóðartekjum og
afkoma okkar allra að haldast í sam-
ræmi við efnahag þjóðarheildarinn-
ar. Sjálfsagðir hlutir, ær og kýr! En
þótt stjórnmálaflokkar séu nauðsyn-
legar stofnanir er ekki þar með sagt
að íslenzku stjórnmálaflokkarnir séu
sínum vanda vaxnir, og hefði grein-
arhöfundi að vísu verið í lófa Iagið
að hafa upp á og taka til meðferðar
greinarbetri og veigameiri gagn-
rýni flokkanna og flokkakerfisins, ef
hann hefði kosið. Fyrir skömmu var
t. d. haldinn í Reykjavík almennur
umræðufundur þar sem þrír ungir
menn, Jón Hannibalsson, Styrm-
ir Gunnarsson, Þorsteinn Páls-
son munu allir hafa beint á-
kveðinni og afdráttarlausri gagnrýni
að flokkunum í framsöguerindum
sínum; og hefur eitt þeirra þegar
verið prentað. (Nýtt land, frjáls
þjóð, 6/3). En ritstjórinn hefur raun-
ar engan áhuga á að ræða um
flokkana, kosti þeirra eða galla né
nein mál önnur í alvöru; hann er
að leggja sínum vesling lið, og
grein hans lýkur eins og vænta
mátti á skorinorðri ályktun þess
efnis, að Alþýðubandalagið sé flokk-
ur framtíðarinnar á Islandi.
því hefur oft verið haldið fram,
þar á meðal { Þjóðviljanum, að
hin stórfellda dagblaðaútgáfa hér
á landi sé nauðsynleg til að við-
halda pólitísku jafnræði í landinu
°g tryggja frjálsa og óbrjálaða skoð-
anamyndun um stjórnmál og önn-
ur þjóðmál og hvaðeina annað sem
allur almenningur lætur sig varða.
Ljóst er hins vegar að blöðin eru
ekki, eða ekki nema að mjög litlu
leyti, sjálfstæðir aðiljar að þessu
starfi; þau eru fyrst og fremst mál-
pípur stjórnmálaflokkanna og þá
einkum og sér í lagi þingflokka
þeirra; og stjórnmálaflokkarnir virð-
ast ekki hafa neinn áhuga á því að
hagnýta blöðin til annars en simpl-
ustu áróðursnota í þjóðmálabarátt-
unni. Blöðin eru ekki eða ekki
fyrst og fremst tæki til að fræða og
upplýsa lesendur sína, stuðla að og
standa fyrir skoðanamótandi sam-
ræðum eða rökræðum um hvað-
eina sem þau taka fyrir; fyrst og
fremst eru þau hljóðaklettar stjórn-
málamanna til að æpa þar hver á
annan. Þetta væri ef til vill gott
og gilt ef stjórnmálamenn og flokk-
ar ástunduðu raunverulega rökræðu
sín í milli — þó að vissulega væru
flokkunum margar aðrar leiðir fær-
ar til að koma skoðunum sínum
og málflutningi á framfæri, en gætu
látið blöðunum eftir að fjalla sjálf
um málin. Málflutningur blaðanna
er hins vegar síður en svo til þess
Fermingamyndatökur
Pantið allar myndatökur tímanlega.
Ljósmyndastofa
c
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Skólavörðustíg 30,
Sími 11980 — Heimasími 34980.
MATUR OG BENSfN
allan sólarhringinn,
Veitingaskálinn, Geithálsi.
Kaupum hreinar léreftstuskur
PRENTSMIÐJA
ALÞÝÐUBLAÐSINS
Hverfisgötu 8—10 — Sími 14905.
áwv»<®**““
átt
Ef kflftow*--- bíUnn-
í sótohting ^ ^ aíben<Þ"n 1 ^
aö
. .. brfrciö í »U1U . feUvir
i ^ . 1.úömetraeJaWlti
— os
BdJUBGMRIUBI
car rental service ©
Rauðarárstíg 31 — Sími 22022
fallinn að efia tiltrú lesanda til
stjórnmálaflokkanna — sem þeim
veitti þó sannarlega ekki af að efla.
Pólitískur leiði, vantraust á stjórn-
málaflokkum og mönnum er út-
breitt viðhorf, óánægjan með flokk-
ana pólitísk staðreynd á Islandi, ef
til vi!l áþreifanlegasta staðreyndin
í stjórnmálum okkar um þessar
mundir. Og þá óánægju hafa flokk-
arnir allir sem einn eflt á hendur
sér sjálfir með getuleysi sinu að
gera þjóðmálabaráttuna áhugaverða,
sýna fram á raunhæfan skoðana-
mun sín í milli, leggja fram, hvar
að sínu Ieyti, hugsjónalegan grund-
völl við liæfi tímans sem við lifum
og þess samfélags sem við byggjum.
Því er bágt að festa trú á pólitískt
gilcli flokksblaðanna, virðist líklegt
að það sé einungis þjóðsaga.Blöðin
stuðla í hæsta lagi að því að balda
flokksmönnum við efnið, hverjum
á sínum stað; en raunveruleg skoð-
anamyndun um stjórnmálin fer ekki
fram fyrir þeirra tilverknað né á
þeirra vegum. En ekki tjáir að
skella skuldinni á gagnrýnendur
flokkanna og flokkakerfisins ef svo
fer einnig að lokum að pólitískt
fylgi ráðist og pólitískar ákvarðan-
ir verði teknar annars staðar en
stjórnmálaflokkarnir telja sér henta.
-ÓJ.
BYR TIL STIMPLANA FYRIR YÐUR
FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖrUM
«h
'O
P4
”8
cö
>
a
%
:0
bD
(D
>
SD
<X>
CM CO ‘
co
00
fc—
tH bi) o
bD 05
O có 00 05
50 rH O
C75 OO rt< trt r*
CT5 co U
rH • H es tí
U £
cs g cZ cZ
Æ á c* o
o C/i wi
ei eö
£ *3 >
& t>X) bu
o u 0
A a u
PÚ líl 0
*o ‘S U bJD 0 HH
o
Böm eða fullorðið fólk vantar til blaðburð-
ar við:
Skipasund
Hringbraut
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — Sími 14900
Hurðir og póstar h.f.
Sköfum upp og innpregnerum útihuróir, endurnýjum
stafla og járn á opnanlegum gluggum, setjum í tvöfalt
gler og f jarlægum pósta og sprossa úr gömlum glugg
um og setjum í heilar rúður.
Framkvæmum einnig innanhúsbreytingar. — Athugiff
hiff sanngjarna verff.
Upplýsingar í sfma 23347.