Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 20
32 MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 "Skoðun DV Dagbjört Gunnarsdóttir nemi: Ég er ekki farin aö finna fyrir því. Finnurðu fyrir jólastressi? Svala Jónsdóttir, 10 ára: Já, mamma er stressaðri en vanalega. Hallgrímur Brynjólfsson rafvírki: Já, svo sannarlega. Það er mikið eftir fram að jólum, bæöi í vinnu og heima. T I Marinus Schmitz húsasmiöur: Nei, ég er ekki farinn að finna fyrir neinu stressi. Inga Sigurðardóttir: Nei, ekki neinu. Símon Eðvarðsson verkamaður: Svona aðallega þá bara að konan er komin með nett kaupæði. I Tryggingastofnun ríkisins Forstjórinn sóttur heim. r .. ~| f i r.. j; í skjóli velferðarinnar Geir R. Andersen blm. skrifar: Þessa dagana er fjargviðrast yfir niðurskurði Qár- laga. Almenningur hér er nú svo lán- samur að standa vel að vigi hvað varðar fæði, klæði og með eitthvað af lausum aurum eft- ir góðærið og verðbréfaviðskipt- in. Hann gæti því vel horft upp á mun meiri niður- skurð, án þess að verða ómótt. Hitt er alvarlegra, þegar heilbrigð- ir og sjúkir eru nánast dregnir í sama dilk þegar kemur að þeim með- ulum sem hið opinbera telur við hæfi að úthluta gegnum samhjálp- ina, sem til þessa hefur verið vegin og metin af þjóðkjörnum fulltrúum okkar. Það fer illa á því að þeir heil- brigðu í þjóðfélaginu skuli vera nið- urlægðir með þvi að ota að þeim styrkjum og bótum til jafns við þá sem sannanlega eru sjúkir og ósjálf- bjarga. Ef vel væri að verki staðið í „Auðvitað á að skera veru- lega niður í heilbrigðiskerf- inu. Það má byrja á þvi að láta skammtíma sjúkrahús- gesti greiða fyrir máltíðir, sem þeir hefðu ella orðið að borga fyrir heima. - Er það til of mikils mœlst, í velferðarþjóðfélagi ? “ fjárlagagerð Alþingis ætti að skera niður allar bætur og hvers konar styrki til heilbrigðra, en láta þá sem ekki geta á heilum sér tekið, sumir allt frá fæðingu, njóta þeirra í þeim mæli að þeir og þjóðfélagið sé full- sæmt af. Spurt var í dagblaði í sl. viku: Sættir þú þig við hærri gjöld fyrir læknisþjónustu? Þar voru 80% fylgj- andi en 20% á móti. Það er ekki gegn vilja þjóðarinnar að málum sé þannig fyrir komið að sjúkir og ósjálfbjarga fái þá bestu umönnun sem þjóðin getur veitt. Það er afskap- lega óþægilegt að heyra að þjóð- kjörnir fulltrúar skeri niður við trog þá fjármuni sem til þarf, svo þroska- heftir, hreyfihamlaðir og alvarlega sjúkir einstaklingar sem eiga allt sitt undir velferðarþjóðfélaginu geti lifað við þær aðstæður sem gerast best og létt undir með nánustu aðstandend- um þeirra. Hálskraga, barnabætur, lyfjaaf- slátt og styrki til heilbrigðra einstak- lingá er ekki hægt að flokka undir annað en óráðsiu og ætti að leggja af hið bráðasta. í raun þarf enginn heil- brigður á neinni aðstoð að halda. „Dýrt heilbrigðiskerfi" íslendinga má rekja til óraunhæfra fjárveitinga og undirlægjuháttar þjóðkjörinna fulltrúa við að þóknast þrýstihópum sem hamra á að ,jöfnuður“ sé sama og „velferð". Auðvitað á að skera verulega niður í heilbrigðiskerfmu. Það má byrja á því að láta skamm- tíma sjúkrahúsgesti greiða fyrir mál- tíðir sem þeir hefðu ella orðið að borga fyrir heima. - Er það til of mikils mælst í velferðarþjóðfélagi? Á rjúpnaveiðum án strákanna Þrjár veiöikonur sendu þessar línur: Veiðimaður skrifar í DV fyrir nokkru og skammar veiðistjóra fyr- ir það sem hann hafði sagt (með réttu) um of mörg skot í byssum. Við vinkonumar, sem allar fengum okkur veiðikort í fyrra og núna í haust, höfum verið að fara með tví- hleypurnar okkar á rjúpnaveiðar eftir þá góðu þjónustu sem við feng- um hjá veiðistjóra. Tvær okkar fóru á skotvopna- og veiðikortanámskeið i fyrra eftir áskorun kallanna okkar og áttum ekki von á neinu sérstöku. Okkur leiddist nú frekar innan um nær „Við skorum á konur að skella sér á námskeið og fara að veiða. - Við erum sko ekkert síðri í því en kallarnir. “ eintóma kalla og vorum næstum hættar við en gerðum það sem bet- ur fer ekki. Þegar við mættum á veiðikortanámskeiðið vorum við því frekar neikvæðar þegar kennar- inn var að fara að byrja. En kennar- inn, sem var fuglafræðingur frá Náttúrustofnun íslands og hét Arn- ór, kom á óvart. Við höfðum haldið að fuglafræðingar væru hálfgerðir nördar en það var alldeilis ekki. Við sátum sem bergnumdar á þvi besta námskeiði sem við höfum farið á og erum allar sammála um það. Ekki spillti svo fyrir að maðurinn er bráðmyndarlegur þannig að veiði- hvötin, sem hann útskýrði vel, kviknaði svo sannarlega hjá okkur. Og enn kom eitt á óvart. Ein- kunnin var komin í pósti 2 dögum seinna og veiðikortið fengum við innan viku. Þessu áttum við ekki von á frá ríkisstofnun. - Við skor- um á konur að skella sér á nám- skeið og fara að veiða. - Við erum sko ekkert síðri í því en kallarnir. W&mI Gegn framförum Tvær setningar eða „frasar“ hafa verið gríðar- lega vinsælir i stjórnmálaumræðunni síðustu áratugi þegar menn hafa viljað verða litríkir í sögulegum tilvísunum og fmna dæmi um það þegar menn leggjast gegn sjálfsögðum framför- um. Óendanlega margir ræðumenn hafa beitt þessu stílbragði fyrir sig og notað þessar samlík- ingar aftur og aftur, þar til svo er komið að lang- flestir telja að um viðtekin sannindi sé að ræða. Þeir orðaleppar sem hér um ræðir eru annars vegar þaö að menn líkja afturhaldssjónarmiðum gjaman við það þegar bændur mótmæltu síman- um í byrjun síðustu aldar, og hins vegar það að Páll Pétursson hafi beitt sér gegn því að íslend- ingar gætu horft á litsjónvarp. Söguleg fölsun Gallinn við þessar samlikingar er hins vegar hve sagnfræðilega ónákvæmar þær eru og að í besta falli eru þær hálfsannleikur - og hálfsann- leikur er jú eins og allir vita eitt form af lygi. Bændur voru nefnilega ekki á móti símanum í sjálfu sér heldur voru þeir á móti því að taka upp tiltekna tegund af símasamskiptum, en víð- tæk deila stóð um símamálin milli loftskeyta og sæstrengs. Það er því útúrsnúningur að tala um að þeir hafi verið á móti framförum eða á móti símanum, ágreiningurinn stóð um hvaða fram- faraleið væri best að fara. Á svipaðan hátt var andstaða Páls Péturssonar ekki við litsjónvarp í sjálfu sér, heldur snerist andstaðan um að leggja út í aukakostnað við litsjónvarpsvæðingu fyrir hluta landsmanna, en Páll vildi nota þennan pening í að koma sjónvarpinu fyrst til þeirra svæða sem ekkert sjónvarp sáu.Þá var spurning- in um forgangsröðun á framfarabraut, ekki um það að menn væru á móti framförum. Rafræn kosning Nú geta hins vegar ræðumenn, sem vilja taka raunveruleg dæmi um afturhaldssöm sjónarmið, glaðst, því fram er komið sjónarmið sem í raun og sannleika er íhaldssamt í sjálfu sér og krefst einskis útúrsnúnings. Þetta er samþykkt lands- fundar Sjáflstæðisflokksins gegn rafrænni kosn- ingu. Þar eru rökin einungis þau að þetta hafi gengið vel til þessa og því eigi ekki að vera að breyta neinu. í kjölfarið hefur Sólveig Pétursdóttir gengið í að koma í veg fyrir tilraunir meö rafræn- ar kosningar og í raun tekist að framfylgja þessari sérkennilegu stefnu. Borgarstjórinn og fleiri hafa að vísu verið að reyna að fá þessu breytt og meðal annars leitað ásjár hjá hinum framsækna Páli Pé sem ranglega hefur verið kenndur við svart/hvítt sjónvarp! Garra sýnist því að framvegis þegar kem- ur að því að ræða um að einhver sé á móti fram- tíðinni, muni dæmisagan og samlíkingin snúast um Sólveigu Pétursdóttur, landsfund sjálfstæðis- manna og rafrænar kosningar. (kxrri Heræfing á Keflavíkurflugvelli. Kjarnorkan og völlurinn Kjartan Jónsson skrifar: Eru þeir ekki enn við sama hey- garðshornið? varð mér að orði þegar ég renndi yfir baksíðu Mbl. sl. fimmtudag. Þar er því slegið upp enn einu sinni, þessu með kjarnorku- vopnageymslu á Keflavikurflugvelli, og á að koma fram í „nýrri bók“ eftir einn sagnfræðinginn. Mér sýnist búið að teygja og toga þetta mál (sem er auðvitað ekkert mál, og allra síst í dag) sundur og saman. - Þetta með kjarnorkuvopnageymslu á vellinum eða ekki er að mínu mati eitt allsherj- arbull. í besta falli ritræpa í gróða- skyni. Og annaðhvort tökum við þátt í samvinnu um varnir hins vestræna heims og okkar þ.m.t. eða ekki. Nýjar bækur fyrir jólin spila enga rullu í málinu nema fyrir höfundinn. Þar er ekkert nýtt að fmna. Góöæriö horfið? Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú gerast nokkur hörmuleg tíðindi í röð. Samvinnuferðir-Landsýn leggja upp laupana og þar missa 90 manns vinnu, verðbréfafyrirtæki verða gjaldþrota og áfram mætti telja. Þetta sýnir að góðærið er ekki lengur til staðar og var kannski aldrei. Fjárlög verða lækkuð um 3 milljarða króna. Ég held að leyfa ætti frjálsar fiskveið- ar hvarvetna við landið, þá myndi allt blómstra á ný. Setja mætti ein- hverjar takmarkanir eftir t.d. 2-3 ár, þó ekki á trillubáta. Athugið nú þetta, ágætu stjórnendur þessa lands. Bandormurinn og bílarnir Sveinbjörn hringdi: Það er ekki að sökum að spyrja þegar illa árar hjá okkur og þjóðarbúið stendur illa, þá eru það eyðslu- klærnar, við, sem björgum málunum. Nú telja ráðamenn fullvíst að með bílaeign landsmanna og enn meiri bílaeign muni nást inn sæmileg Qárhæð til að mæta niður- skurði í ijárlögum. Dálitið til í þessu. Við látum ekki undan þótt illa ári, bíla skulum við kaupa og endurnýja sem mest við megum. Og smáhækkun á bifreiðaskattinum mun skila sér ríkulega. Það verða því bilarnir sem bjarga bandormsfrumvarpinu eins og endranær. Bílaeigendur allra gerða sameinumst. Verkfallsréttur - veikt hálmstrá Kristjana Vagnsdóttir skrifar: Manni er orða vant yfir því órétt- læti sem m.a. Alþingi beitir sumar starfsstéttir í landinu. Það eru vinsað- ar úr vissar stéttir sem alls ekki mega nýta sinn verkfallsrétt. Ber þar hæst sjómenn, flugfreyjur og svo nú síðast flugumferðarstjóra sem ég hef þá hug- mynd um að laun þeirra séu ekki í lægri kantinum. En það á ekki að vera atriði málsins. Mér finnst verk- fallsrétturinn vera orðinn veikt hálm- strá en það er ólíðandi í frjálsu landi gagnvart vissum stéttum. Og nefni ég þar t.d. kennara (líka tónlistarkenn- ara) og sjúkraliða. í þeirra tilvikum skar enginn á hnútinn þótt verkfall þeirra drægist á langinn. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.