Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Side 26
/mmm
32 bita
Kraftmikla
lófatölvan
með stóra
skiánum
Þú borgar aðeins fyrir þann tíma sem þú þarft.
Notaðu húsin í jólaumferðinni og njóttu þess að hafa
ekki áhyggjur af tímanum. Bílahúsin eru alltaf opin
klukkustund lengur en verslanir.
Bílahús miðborgarinnar og þú nýtur þess
að hafa allt á hreinu.
tílr>agjaid
Bm Bflastæðasjóður
I r ...svo í borg sé leggjandi
> 38
j
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001
Tilvera
DV
HQMmam
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Á siglingu frá Kína til íslands:
Mokuðum sígarettum
í landamæraverðina
- segir Kristján Guðjónsson, skipstjóri á Birni RE 79
Kristján Hjörtur Guðjónsson er ný-
búinn að sigla yfir hálfan hnöttinn á
fiskiskipinu Birni RE 79 eftir að hafa
dvalið tæpt ár í Kína og fylgst með
smíði fleytunnar. Hann var 53 daga
daga á leiðinni, þar af 45 á siglingu.
„Þetta var ljúft en heitt,“ segir hann
aðspurður hvernig hafi gengið.
Við erum rétt búin að koma okkur
fyrir með kaffi og vínarbrauð í borð-
sal Björns RE þegar að drífur tvo
menn með verkfæri. Þeir þurfa að
komast að þeim enda borðsins sem
snýr að veggnum og festa þar upp
statíf fyrir kaffikönnu, salt- og pipar-
bauk. Nokkuð sem þarf að vera nagl-
fast í hverju skipi. „Svona var þetta
nú afgreitt frá Kínverjunum, allt
laust,“ segir Kristján og hristir höfuð-
ið. Hann segir ýmislegt hafa komið í
ljós sem flokkist undir vinnusvik. Til
dæmis hafi setustofuhúsgögnin farið
að renna til á gólfinu þegar skipið var
komið út á sjó og sýnir ljótar rispur í
gólfefninu til merkis um það. „Mér
fmnst Kínverjar hafa fengið ótrúlega
mjúka og jákvæða umfjöllun í sam-
bandi við skipasmíði hér á landi en
gæði vinnunnar eru langt frá því að
vera þau sömu hjá þeim og íslenskum
iðnaöarmönnum," segir hann.
Kristján hefur stigið ölduna um
árabil, byrjaði á trollurum 17 ára og
Munduðu vélbyssu og hand-
sprengju
Skipið lagði upp frá Kanto og sigldi
um Singaporesund og Malagasund á
sínum fyrsta spretti til Sri Lanka.
Kristján segir þétta umferð vera um
sundin. „Þetta var eins og borg. Það
var skip við skip,“ segir hann. Á
gervihnattatækinu kveðst hann hafa
séð að skip hefði verið rænt rétt hjá
þeim. Á Sri Lanka tóku skipverjar á
Birni RE olíu og vistir og stoppuðu
tæpan sólarhring. „Við vildum ekki
stoppa lengur. Það eru allir að betla
og maður er skíthræddur um að vera
rændur. Annars var mikil gæsla
kring um skipið. Það kom til dæmis
hermaður um borð og fór að sýna mér
vélbyssuna sína en þegar hann náði í
handsprengju í vasa sinn hætti mér
að lítast á.“ segir Kristján. En skyldu
skipverjar ekki hafa haft vopn með
sér til að nota í sjálfsvörn? „Nei, vél-
stjórinn reyndi mikið að fá vélbyssu
til að hafa um borð en það gekk ekki.“
Lá á teppi með rassinn upp í
loftið
Kristján kveðst aðeins hafa siglt
tvær sjómílur frá miðbaug og langað
mikið suður fyrir hann. Eins og nærri
má geta þótti íslendingunum vel
volgt. „Maður labbaði ekkert berfætt-
ur út á dekk. Stálið var alveg 60-70
gráða heitt. En svo kólnaði hægt og
sígandi eftir því sem nær dró íslandi
og það þótti okkur gott,“ segir hann.
Landamæraverðir ollu engum erfið-
leikum á siglingaleiðinni. „Við mok-
uðum í þá sígarettum á bæði borð og
þá voru þeir ánægðir," segir Kristján.
Að síðustu rifjar hann upp kynni sín
af hafnsögumanni sem fylgdi honum á
10 tima siglingu um Súesskurðinn en
var alltaf að hverfa öðru hvoru. „Ég
fór að kíkja eftir honum, sá að hann
var kominn fram á og lá þar á teppi
með rassinn upp í loftið. Svona var
þetta á tveggja tíma fresti að hann var
alltaf að kasta sér á hnén og biðjast
fyrir. Við höfðum hann nett grunaðan
um að breyta stefnu skipsins og snúa
því til Mekka!“
Hawk's Pro Skater 2
Frábær þrívíddar grafík og frábært
hljóð f þessum stórskemmtilega leik.
Langflottasti GBA leikurinn.
kuru kuru kururin
Vinsælasti GBA leikurinn í Japan
og það ekki að ástæðulausu.
Super Mario Advance
Super Mario Bros &
SuperMario Bros 2. Tveir vinsælustu
leikirnir frá Nintendo í einum pakka.
BRÆÐURNIR
DV-MYND: E.ÓL.
Skipstjórinn á Birni RE 79
„Þegar skipið fór að hreyfast fórýmislegt úr skorðum og meðal annars vindmælirinn, þannig
að við vissum ekki nákvæmlega hversu hvasst var, “ segir Kristján um vonda brælu sem
hann lenti í á leiðinni heim.
var á bátum áður. Hann
vonast til að komast til
veiða á Birni RE upp úr
áramótum. Skipið er
327 brúttótonn og fer á
togveiðar á grunnslóð.
Þótt það sýnist dálítið
kubbslegt (29 m langt og
9.20 á breidd) segir
Kristján það gott sjó-
skip. „Það er nú það
góða við það,“ segir
hann og heldur áfram:
„Annars sluppum við
við fellibylji 1 Indlands-
hafi og vorum heppin
með sjólag þar til við
lentum í stórviðri suður
af Eyjum. Þegar skipið
fór að hreyfast fór ýmis-
legt úr skorðum og með-
al annars vindmælirinn
þannig að við vissum
ekki hversu hvasst var
en á Stórhöfða voru 30
m/sek á sama tíma. Lík-
lega var heldur stífara
hjá okkur og helv. mik-
il ölduhæð." Kristján
segir skipið hafa varið
sig vel við þessar að-
stæður og vonar að svo
verði áfram þegar veið-
arfærin verða komin um borð. Sjálfur
hefur hann oft lent í vondu en segir
einn Kínverja hafa verið um borð sem
hafi kviðið vondu veðri alla leiðina og
skipt litum eins og kamelljón. „Fyrst
var hann gulur og svo grár en þegar
hann kom í stóru bræluna varð hann
grænn enda hélt hann að hans síðasta
stund væri upp runnin."
Warioland 4
Alveg splunkunýr leikur f anda
SuperMario ieikjanna. Troðfulluraf
frábærum ævintýrum og þrautum.
Nji
tímans
- notaðu þægindin
Vesturgata 7
Ráðhús Reykjavíkur
Bergstaðir
Kolaportið
mmmm
5UFKK cmcim
990
Mario Kart
Nú er skemmtilegasti bílaleikur
allra tíma loksins kominn f GBA.
1-4 geta spilað á móti hvor öðrum.
Gun.