Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Blaðsíða 6
6
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001
I>V
Fréttir
Átök í bæjarmálum í Árborg:
Drögum ekki vagninn
fyrir Samfylkinguna
- segir VG - Samstarf á jafnréttisgrundvelli ekki inni í myndinni, segir Samfylkingin
„Við nennum ekki að vera í
pólitík upp á það að draga vagninn
fyrir eitthvert Samfylkingarfram-
boð. Mér fmnst afskaplega dapur-
legt ef sundra á samstöðu fólks hér
í sveitarfélaginu sem telur sig til
vinstri í stjórnmálum, því ég hefði
talið að sameiginlegt markmið okk-
ar ætti að vera að koma Sjálfstæðis-
flokknum hér frá völdurn," segir
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir og
forystumaður VG í Árborg. Brestir
virðast komnir í samstarf vinstra
fólks og félagshyggjufólks i byggöar-
laginu sem starfar saman i Árborg-
arlistanum og fékk menn kjöma í
bæjarstjórn í síðustu kosningum -
Margrét Þorsteinn
Frímannsdóttir. Ólafsson.
en er í minnihluta. Nokkrir fundir
hafa veriö haldnir um áframhald
þessarar samvinnu og i sl. viku fékk
VG-fólk tilboð frá Samfylkingar-
armi listans um hvernig skyldi á
hann raðað fyrir næstu kosningar.
„Þau segjast vilja fá fjögur efstu
sæti listans og að við getum síðan
fengið fimmta sætið. Ég sé engan
grundvöll til viðræðna eftir þetta,“
segir Þorsteinn. Hann telur því lík-
legt að í bæjarstjórnarkosningum í
vor muni VG bjóða fram sinn eigin
lista í sveitarfélaginu.
Sigurbjörg Grétarsdóttir, formað-
ur Samfylkingarinnar í Árborg, seg-
ir nú þegar vera ákveöið að Árborg-
arlistinn bjóði ekki fram sem slíkur
heldur ætli fólk aö halda sig við
Samfylkingarnafnið á framboðinu.
Sjálfsagt sé að flokkurinn noti sitt
eigið nafn, ekki síst þar sem hann
eigi miklu fylgi að fagna í sveitarfé-
laginu. Samstarf við VG á jafnréttis-
grundvelli svo sem um að þeir fái 2.
og 4. sætið á framboðslistanum sé í
því ljósi ekki inni í myndinni.
Þorsteinn Ólafsson kveðst raunar
gruna samfylkingarfólk um græsku
í þessu máli. Ætlan þess sé að sýna
fram á sterka stöðu flokks síns í Ár-
borg, heimabyggð Margrétar Frí-
mannsdóttur - sem eins konar mót-
vægi við að góður hljómgrunnur og
mikið fylgi virðist vera við sjálf-
stætt framboð VG til bæjarstjórnar
á Akureyri þar sem er helsta bak-
land Steingríms J. Sigfússonar.
-sbs
Norskir sérfræðingar leggja til breytingar í Bláfjöllum:
Fimm nýjar skíðalyftur
- og meiri snjór á skíðasvæðin
Norskir sérfræðingar, sem Blá-
fjallanefnd réð til að gera úttekt á
skíðasvæðunum í Bláfjöllum, Skála-
felli og Hengilssvæðinu, hafa skilað
tillögum að stórfelldum breytingum á
svæðinu. Norömennirnir leggja m.a.
til aö fimm nýjar lyftur verði opnaðar
á svæðinu og að lyfturnar verið tengd-
ar betur saman þannig að auðvelt
verði að flytja sig til á skíðasvæðinu.
Aðrar breytingar sem norsku sér-
fræðingamir leggja til á svæðinu eru
Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar
í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir
og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna.
16:00-18:00 ÍSumargarðínum bjóðajólasveinar
börnunum með sér í stuttar hestvagnaferðir.
Jóladagskráin í Vetrargarðinum í dag!
16:30 og 17:30 JÓlasagan lesin.
17:00 og 18:00 Jólasveinarskemmta.
Ævintýraheimur barnanna í Jólalandinu i allan dag.
Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama
á við um göngugötuna þar sem tónlist harmonikku-
leikara skapar rétta jólaandann.
I
P
Smáralind
-R ÉTT I JÓLAANDINN
Verslanir opnar f dag milli klukkan 11:00 og 20:00 - www.smaralind.ls
Meiri snjór
Norsku sérfræöingarnir segja aö hægt sé aö nýta snjóinn í Bláfjöllum
enn betur ef settar veröa upp snjósöfnunargiröingar og skíöabrekkurnar
endurmótaöar.
varðandi öryggismál sem þeir segja
að séu víða 1 ólagi. Þeir leggja einnig
til að aökoma að svæðinu verði bætt,
lýsing í brekkunum aukin og byggt
verði upp öflugt gönguskíðasvæði í
Bláfjöllum.Taliö er aö þessar breyt-
ingar kosti um sjö milljónir króna.
Tillögur Norðmannanna verða lagðar
fram á fundi með sveitarfélögunum
sem standa að rekstri skíðasvæðanna
og svo er bara að sjá hvað gerist í
framhaldi af því.
Melri snjór
Sumum finnst kannski þessar til-
lögur um breytingar á skíðasvæðun-
um skjóta skökku við þegar stað-
reyndin er sú að lítið hefur verið
hægt að nota skíðasvæðin vegna snjó-
leysis. Norðmennirnir hafa þó einnig
hugsað fyrir því því þeir leggja til aö
settar verði upp snjósöfnunargirðing-
ar til að nýta betur þann snjó sem til
fellur. Einnig eru þeir með hugmynd-
ir um að laga lögun skíðabrekknanna
þannig að minni snjó þurfi til þess að
hægt sé að hafa brekkurnar opnar.
Norðmennirnir hafa einnig skoðað
möguleika á að nota gervisnjó á svæð-
inu en hann þykir ekki vera góður
kostur þar sem hann er mjög dýr.
-snæ
Frá slysstaö.
UV-MYNU HJtlUK
Gatnamót Miklu- og Háaleitisbrautar:
Harður árekstur
Um klukkan hálfsjö á laugardags-
kvöldið lentu sendibíll og fólksbíll i
mjög höröum árekstri á gatnamót-
um Miklubrautar og Háaleitisbraut-
ar og voru gatnamótin lokuð í
klukkustund vegna þessa. Báðir bíl-
arnir eru mjög mikið skemmdir og
þurfti tækjabíll slökkviliðsins að ná
ökumanni fólksbílsins út. Tveir
voru fluttir á slysadeild en þeir
fengu að fara heim eftir að gert
hafði veriö að sárum þeirra. Gatna-
mótin voru lokuö í klukkustund.
-snæ
Heiti potturinn
Umsjón: Gylfi Kristjánsson
netfang: gylfik@dv.is
Hiti í þinginu
Menn eru heitir í þinginu þessa dag-
ana og stuttur í þeim kveikjuþráður-
inn sumum. Þannig tókst Kristjáni L.
Möller samfylkingarmanni að ná
Steingrími J. Sig-
fússyni, formanni
Vinstri grænna, á
flug þar fyrir
nokkrum dögum þeg-
ar verið var að ræða
um kaup RARIK á
Rafveitu Sauðár-
króks. Steingrím:
þótti Kristján nálgast viðfangsefnið á
ómálefnalegan hátt enda hafði Kristján
blandað inn í umræðuna tOvitnun í
samþykkt landsfundar Vg þar sem rætt
var um fækkun ljósastaura í þéttbýli.
Steingrimur byrsti sig við Kristján en
Siglfirðingurinn lét sig ekki og minnti
á þegar Siglfirðingar seldu veitustofn-
anir sínar fyrir um áratug, og sagði að
Steingrímur hefði þá setið í ríkisstjórn
og staðið nákvæmlega að málum eins
og rikisstjómin gerir nú og VG gagn-
rýnir, að veita RARIK leyfi til lántöku
vegna kaupanna.
Ráðherrann í Kvosina
Edwina Curry, fyrrverandi heil-
brigðisráðherra Bretlands, sem nú er
orðin útvarpskona og starfar hjá BBC,
ætlar aö vera meö beina útsendingu úr
miðbæ
Reykjavíkur
seint að
kvöldi 22. og
23. desember.
Eins og
venjulega þeg-
ar erlendir fiölmiðlamenn leggja leið
sína í Kvosina er umfjöllunarefniö
skemmtanalif höfuðborgarbúa sem út-
lendingum þykir alltaf jafn skrautlegt,
enda er miðbær höfuðborgarinnar oft á
tíðum eins og vígvöllur um helgar þegar
þúsundir manna eru þar að „skemmta
sér“. Eitthvað mun útvarpskonan Curry
líka ætla að fjalla um álfatrú íslendinga
en hún þykir erlendis næstum því eins
merkileg og skemmtanalífiö í Reykjavík
sem er víst engu líkt.
Er amma dauð?
í Bók sinni Alíslensk fyndni sagöi
Magnús Óskarsson skemmtilegar sög-
ur af þekktum mönnum. Ein góð var
af séra Baldri Vilhelmssyni sem
margar skemmtileg-
ar sögur eru reynd-
ar til af. I sögu
Magnúsar segir af
þvi er Baldur var í
Háskólanum og bjó á
Garði. Þar var aðeins
einn sími fyrir nem-
endur og því oft biö-
röð við símann. Eitt sinn hafði mynd-
ast löng röð við símann þegar Baldur
var að tala og vissu menn að hann var
að ræða við pabba sinn. Af og til opn-
uðu menn huröina að símaklefanum
og heyrðu þá mas um einskis verða
hluti. Þar kom að einhver opnaði hurð-
ina og spurði Baldur hvort hann færi
ekki að verða búinn í símanum og
svaraði Baldur því játandi. Og þegar
hurðin lokaðist heyrðist Baldur segja:
„En án gamans, er amma dauð?“
Verður Dalla biskup?
Ólafur Skúlason mátaði biskups-
hempu sina að nýju á dögunum, en þá
voru innan kirkjunnar langt komnar
fyrirætlanir þær um að hann yrði um
skemmri tima
vígslubiskup í
Hólastifti. Sem
kunnugt er hefur
Bolli Gústavsson
sagt sig frá embætt-
inu vegna veikinda,
og þykir mörgum
þar vera skarð fyrir
skildi. Á endanum fóru leikar í bisk-
upsmálinu reyndar svo aö Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup, sem
Bolli tók raunar við af á sínum tíma,
var settur í embættiö og mun gegna
þvi fram í ágúst á næsta ári. Þá verð-
ur kjörinn nýr vígslubiskup í
Hólastifti - en í millitíðinni á að vera
búið að sameina Austfjarðaprófasts-
dæmi því. Ýmsir kandídatar eru
nefndir sem biskupsefni á Hólum en
flestir nefna sr. Döllu Þórðardóttur
i Miklabæ.