Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2001, Page 33
MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2001 45 DV Sýsli vill suður Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði til 17 ára, hefur sótt um sýslumannsemb- ættið á Selfossi. Þrettán aðrir sækja um, þar af sjö sýslumenn. Með umsókn sinni leitar Ólaf- ur Helgi á æsku- slóðir en hann er uppalinn í Árnessýslu, við Stein- grímsstöð þar sem faðir hans starf- aði. Að auki var Ólafur Helgi full- trúi sýslumannsins á Selfossi 1978-84. „Ég er bara að athuga með starfsmöguleika mina,“ segir Ólaf- ur Helgi sem hefur næstmesta starfsreynslu þeirra sem sækja um embættið. HaÚdór Kristinsson, sýslumaður á Húsavik, er sá eini sem skákar Ólafi Helga í þeim efn- um. Vestfirðir Ólæti í útihúsum. Draugagangur Vestfirskur bóndi hefur að imd- anfbmu þurft að kljást við meint- an draugagang í útihúsum sínum. Hefur svo rammt kveðið að óút- skýrðum ólátum að bóndi hefur ekki talið sér fært í fjárhús. Að sögn nágranna bónda ríkir hræðsla á bænum vegna þéssa og heldur fólk sig mest innandyra og þá í hóp. Ekki tókst að ná sam- bandi við bónda í gær og var engu likara en símasambandslaust væri við bæinn. Ekki er hægt að stað- hæfa að það tengist meintum reimleikum á jöröinni. Skepnur virðast þó að mestu rólegar. Sinfónía Sigurgeirs Sigurgeir Sig- urðsson, bæjar- stjóri á Seltjarnar- nesi, viil hætta að styrkja Sinfóniu- hljómsveit íslands eins og bæjarfélag- ið hefur gert með fjárframlögum frá árinu 1982. Bar Sigurgeir upp til- lögu þessa efnis á bæjarstjóm- arfufndi á Nesinu fyrir skemmstu. Þar sagði meðal annars: „Menningarlíf á Seltjarnarnesi hef- ur stóreflst á undanfórnum tveimur áratugum og telur bæjarstjórn því rétt að þeim fjármunum sem varið er til Sinfóníuhljómsveitarinnar verði nú varið til menningarmála í bæn- um.“ Tillaga Sigurgeirs gerir ráð fyrir að stuðningi við Sinfóníuna verði hætt í árslok 2002. Hvetur hann mennta- málaráðuneytið og þingmenn kjö- dæmisins til að beita sér fyrir því að lagabreyting þar að lútandi verði samþykkt á næsta þingi. Sjálfur er Sigurgeir söngelskur maður og hefur yndi af góðri tónhst. Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að fjarnám er ekki það sama og fjár- nám. Sigurgeir Ekki meiri Sin- fónía - takk. Ólafur Helgi Á æskuslóðir - kannski. EIR á mánudegi Victoria kaupir jólagjafir af Brynju - 7 armbönd á 120 þúsund krónur stykkið msmm KARLMENN reyni biðröðina hjá Mæðrastyrks- W nefnd og athugi hvort þeir fái af- greiðslu. Mætti spara sér jólasteikina. Ophra Winfrey Meö armband. Vigdís Finnbogadóttir Með armband. Kryddpían Victoria Beck- ham hefur pantað jólagjafirnar í ár hjá islensku ofur- fyrirsætunni Brynju Sverris. Er um að ræða silfurarmbönd sem Brynja hefur hannað, framleitt og markaðssett undir eigin nafni. Armböndin prýða úln- og á Winfrey, Annie Lennox og Vigdísi Finnboga- dóttur. Nú bætist Victoria Beck- ham og vinir hennar í þann hóp. Brynja Sverris var um árabil ein þekktasta fyrir- sæta heims og prýddi forsíður tímarita sem skipta aðeins við þá bestu. Undan- farin ár hefur Brynja einbeitt sér að hönnun og framleiðslu arm- banda og er hægt að fá þau bæði í silfri og svo úr gufli með demöntum. Silfurarmböndin kosta um 120 þús- und krónur en gullarmböndin eru tíu sinnum dýrari. Þá er Brynja með áþekk hálsmen á hönnunarborðinu en þau biða leiðslu. Það var liðið fimmtudags- kvöld sem siminn hringdi hjá Brynju en hún var stödd á Ítalíu að fylgja framleiðslu sinni eftir. Á lín- Listileg hönnun ■ Annie Lennox Með armband. Victoria Beckham Hreifst af list Brynju á ferðalagi í Afríku. unni var Victoria Beckham í London og erindið var aö kaupa sjö armbönd handa vinum sínum í jóla- gjöf. Hafði hún séð eitt af armböndum Brynju á hendi ferðafélaga síns í Afríku og hrifist mjög af. Tók Brynja erindi Victoriu vel og gengu þær frá söl- unni á staðnum. Brynju Verðið: 840 þús- að skila árangri. und krónur. Fagna ákaft Einar, kaupmaður í Rammagerðinni og sonur hans, sjá fram á betri tið. Lokun Hafnarstrætis verið dýrkeypt: 35 rúður brotnar í Rammagerðinni - kaupmaður fagnar opnun götunnar Hafnarstrætið í Reykjavík verð- ur opnað á ný á næstu dögum eft- ir áralanga lokun. Þeir sem til þekkja eru á einu máli um að lok- unin hafi verið mistök og í raun breytt einni helstu verslunargötu höfuðborgarinnar í port þar sem myrkrið var skjól misgjörða. „Það hafa verið brotnar 35 rúð- ur hjá mér á síðustu árum og þetta eru stórar rúður,“ segir Einar Nielsen, kaupmaður í Rammgerðinni, sem fagnar mjog opnun þessarar elstu götu Reykjavíkur og þá fyrir hönd borgarinnar og íbúa hennar. Tryggingarfélag hans ætti einnig að fagna því hver rúða í Ramma- gerðinni kostar ekki undir 100 þúsund krónum. „Hér á allt eftir að breytast þegar umferð kemst á að nýju. Að loka svona götu er eins og að breyta straumi i á. Þá rennur hún bara eitthvað ann- að.“ Þegar Hafnarstrætinu var end- anlega lokað fyrir fimm árum greip Einar til þess ráðs að hafa opið alla daga vikunnar til að ..nýta fjárfestinguna í botn,“ eins og hann orðar það. Hann býst við hátíð í Hafnarstræti þeg- ar haftið verður rofið og allt verð- ur sem fyrr. Af hugsjónaástæðum lætur Brynja 10 prósent af verði hvers armbands renna til Amnesty International og það er vegna þeirra tengsla sem Annie Lennox og Ophra Winfrey skreyta sig með þessu ís- lenska djásni. Armböndin hafa ver- ið til sölu í skartgripaverslun í Kringlunni en þar kosta þau 140 þúsund krónur. Brynja Sverris á uppleið 840 þúsund króna pöntun frá Kryddpíu í London. LESIÐ Ólaf Jó- hann og þá sér- staklega Slóð fiðrildanna. Snilldarlega kompóneruð skáldsaga. Kemur á óvart. REYNIÐ nýju pip- armintutöflumar 1 málmboxinu frá Nóa-Síríus. And- ardrátturinn ferskur fram á fimmtudag. KAUPIÐ gervi- jólatré í Blóma- vali eða Húsa- smiðjunni. Silfur- lituð em fafieg- ust. Borga sig upp á tvennum jólum. Duga í fimmtán. KVEFIÐ hverfur ef þið blandið saman C-vítamíni og sólhatti. Dúnd- urblanda. Geym- ist þar sem böm ná ekki til. Málóðir bræður í Santa Barbara Snorri í vinnunni Barnaherbergið breytir um svip þegar búið er að máia - að hætti þeirra bræðra. „Þetta er eins og að biðja um tattoo. Fólk getur fengið allt,“ segir listamað- urinn Snorri Ás- mundsson, sem ásamt Ásmundi bróður sínum, býð- ur upp á nýstárlega málningarþj ónustu. Þeir bræður mála íbúðir í hvaða því skrauti sem fólki dettur í hug. Presley á stofuvegg- inn, Michelangelo í loftið eða Harry Potter í bamaher- bergiö. Allt eftir smekk og óskum hvers og eins. „Fólk er að átta sig á þessari þjónustu en hún kostar ekki miklu meira en venjuleg málningar- vinna,“ segir Snorri sem er tilbúinn með pensilinn og hugmyndirnar. Fyrirtækið nefna þeir bræður Santa Barbara: „Nafnið er þannig tilkomið að við ætluðum að stofna fasteignasölu undir þessu heiti en okkur vantaði réttindin. Því breyttum við fyrir- tækinu í málningarþjónustu,“ segir Snorri sem tekur á móti pöntunum í sima 692 9526. Rétta myndin______________' .. , Gróöursetning í snjó? Onei! Bæjarstarfsmaðurinn er bara að tengja rafmagn í tréð svo jólajósin geti skiniö skært á Sóleyjargötunni. r o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.