Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 DV Fréttir Júlíus Vífill Ingvarsson bíöur meö ákvörðun um hvort hann tekur þátt í leiðtogaprófkjöri: Könnun í fulltrúaráði er ekki forprófkjör - Björn er að kanna bakland sitt að dómi borgarfulltrúans „Ég er alveg pollrólegur og tek þann tíma sem ég ætla mér,“ sagöi Júlíus Vífill Ingv- arsson aðspurður um hvort og hvenær hann myndi gefa eitt- hvað upp um þátttöku í leið- togaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykavík. Júlíus er nú að íhuga framboð sitt í leiðtogasæti hjá borgarstjómar- flokknum og í nýlegri Gallupkönn- un fékk hann mikinn stuðning kjósenda, en 58% þeirra sem tóku afstöðu töldu hann sigurstrang- legri en Ingu Jónu Þórðardóttur tU að vinna borgina en 42% töldu Ingu Jónu sigurstranglegri. Júlíus fagnar ákvörðun stjórnar fulltrúa- ráðsins um leiðtogaprófkjör og tel- ur könnunina sem ákveðin hefur verið meðal fulltrúaráðsfólks ekki tU þess fallna að styrkja hugsan- lega þátttakendur í leiðtogapróf- kjöri sem standa utan borgar- stjórnarflokksins umfram þá sem eru I borgarstjómarflokknum. Ýmsir hafa skUið ummæli Björns Bjarnasonar menntamála- ráðherra um könnunina í fulltrúa- ráðinu þannig að hann muni líta á hana sem eins konar forkosningu sem ákvarði hvort hann fari í leið- togaprófkjörið eða ekki. „Það er eöli þessarar skoðanakönnunar einmitt að leita að nýjum nöfnum og menn mega ekki líta þannig á að með því sé á einhvern hátt ver- iö að vega að sitjandi borgarfull- trúum. Þegar ég kem til dæmis inn i borgarstjórn á sínum tíma þá var það að tillögu kjörnefndar sem hafði samband við mig og vUdi fá mig inn í prófkjörið sem ég hafði ekkert hugsað mér á þeim tíma. Á sama hátt er kjömefnd nú að leita nýrra nafna nema hvað hún leitar hjá mjög stórum hópi, eða fuUtrúaráðinu öllu. Það er bara vel og ég veit ekki hvort það verður yfir höfuð upplýst hver niðurstað- an verður, enda er það alls ekkert atriði. Enda ekki ætlunin að færa prófkjör inn á þennan vettvang og hafa eitthvert forprófkjör þar sem menn fari að leita eftir stuðningi og tilnefningum innan fulltrúa- ráðsins. Það er ekki tilgangurinn með þessu,“ segir Júlíus VífiU. Aðspurður um hvort hann teldi þá að Björn Bjarnason væri á villi- götum í túlkun sinni vUdi Júlíus ekki meina það heldur væri Bjöm að kanna sitt bakland, þar á meðal í fuUtrúaráðinu. Hins vegar væri það ljóst að það myndi ekki „færa prófkjörið á lægra plan að fá sitj- andi ráðherra þar inn“. -BG Sigurjón Péturs- son látinn Sigurjón Pétursson. Sigurjón Pét- ursson, fyrrver- andi borgarfull- trúi, lést í bílslysi á sunn- anverðri Holta- vörðuheiði í fyrrakvöld. Sig- urjón var fæddur 26. október 1937 á Sauðárkróki. Hann varð húsa- smiður frá Iðnskólanum i Reykja- vík árið 1962. Hann var borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið frá 1970 til 1994, formaður borgarstjórnar 1978 til 1982 og formaður borgarráðs 1979-1980 og 1981-1982. Sigurjón sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1982 og í full- trúaráði þess um skeið. Hann tók við starfi deildar- stjóra grunnskóladeildar Sam- bands íslenskra sveitarfélaga árið 1996 og gegndi því til dauðadags. Sigurjón lætur eftir sig eigin- konu og tvo uppkomna syni. Þórður í skoðun hjá Preston Þórður Guðjóns- son knattspyrnu- maður hefur síð- ustu daga æft með enska 1. deUdarlið- inu Preston North End. Á spjaUsíðu Preston kemur reyndar fram að Þórður hafl þegar verið lánaður tU Preston en Þórður sagöi í samtali við DV að það væri ekki rétt. Ástæðan er sú að leikmanna- markaðurinn á Spáni lokast á þriðju- dag sem þýðir að ef Þórður yrði lánað- ur tU Preston getur hann ekki snúið tU baka tU Las Palmas. Þórður segir að fé- lögm séu núna að reyna að flnna sam- eiginlega lausn á þessu máli. „Preston er mjög skemmtUegur klúbbur og þeir spUa finan fótbolta," segir Þórður. Nánari fréttir af gangi mála verða í DV-sport á mánudag. -HI Góö stemning hjá handboltaköppum dvmynd hilmar þór Handboltamennirnir Patrekur Jóhannesson, Chrischa Hannawald, Guöjón Valur Sigurösson og risinn Mark Brasunski voru kátir eftir æfingu í Laugardalshöllinni í gær. íslendingar og Þjóöverjar leika landsleik í handknattleik í dag klukkan 16 og aftur annaö kvöld klukkan 20. Uppstilling Reykjavíkurlistans: Samkomulag enn ekki í höfn Enn hefur ekki náðst endanlegt samkomulag um tUlögu að útfærslu á uppstiUingu Reykjavíkurlistans fyrir kosningamar í vor. Búist hafði verið við að sérstakur þriggja manna starfs- hópur, „vitringarnir þrír“, myndi leggja endanlega tUlögu fyrir 12 manna viðræðunefnd flokkanna nú um helg- ma. Af þvi verður lUdega ekki fyi-r en hugsanlega í næstu viku, að sögn Ár- manns Jakobssonar, eins fuUtrúanna þriggja í starfshópnum. Ármann vUl þó ekkert segja um á hverju strandi annað en að menn séu enn að takast á um úrtfærslur á einstökum atriðum. Ljóst er þó að samkomulag liggur fyrir um meginlínur og sú tUlaga sem unnið er út frá núna felur í sér jafna skiptingu í sæti og jafna dreifingu á embættum. Talað er um að Samfylking fái fjögur sæti af 15 á listanum. Það era sæti eitt, sex, eUefu og þrettán. Fram- sókn fær líka fjögur sæti af fimmtán. Það eru sæti tvö, fimm, tíu og fjórtán. Vinstrihreyfingin grænt framboð fengi sömuleiðis fjögur sæti, sem yrðu sæti þrjú, fjögur, níu og fimmtán. Ingibjörg Sólnin Gísladóttir yrði síðan í áttunda sætinu og síðan „hin óháða skrautfjöð- ur“ í því sjöunda, eins og einn viðmæl- andi kaUaði þann sem valinn yrði tU að setjast í sjöunda sætið. Skipting embætta og nefnda breytist líka frá því sem áður hafði verið talað um því nú er gert ráð fyrir að embætti forseta borgarstjómar róteri mUli flokkanna á kjörtfmabUinu og nefndir og önnur embætti, s.s. formennska í borgarstjórnarflokki og varafor- mennska í borgarráði, skiptist jafnt miUi flokka. -BG Sigrún skipuö Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir var í gær skipuð í embætti landsbókavarðar frá 1. aprfl nk. Sjö um- sóknir bárust um embættið. Meirihluti stjómar Landsbóka- safns íslands - Há- skólabókasafns mælti í umsögn sinni tU menntamálaráðherra með því að Sigrún yrði skipuð í embættið. Mótmæla hækkunum Stjóm Verkalýðsfélagsins Hlifar hef- ur sent frá sér ályktun þar sem mót- mælt er harðlega miklum hækkunum á lyfja- og lækniskostnaði að undan- fómu. Segir að þessar hækkanir þýði umtalsverða kjaraskerðingu, sérstak- lega fyrir öryrkja og eldri borgara. Finnur hættir Finnur Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands hf., hefur sagt upp starfi sínu tU að taka við starfi bankastjóra Sparisjóða- banka íslands hf. Helena Hilmarsdótt- ir, forstöðumaður viðskipta- og skrán- ingarsviðs VÍ, er tekin við daglegri stjóm þingsins. Varar viö skottulæknum Sigurður Guð- mundsson landlækn- ir varar á heimsíðu embættsins við skottulæknum. Hann segir á því bera að fólk sem ekki hafi heUbrigðismenntun auglýsi þjónustu sína. „Ekki þarf aö minna á að læknar eru hinir einu sem leyfi hafa til grein- ingar og meðferðar sjúkdóma," segir landlæknir. Vill eflda löggæslu Bæjarstjóm Garðabæjar hefur sam- þykkt þá tiUögu Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarfuUtrúa að beina því tU dómsmálaráðherra að Garðabær verði sérstakt lögregluumdæmi. Þar er hvatt tU þess að löggæsla í bænum verði efld, meðal annars vegna vaxandi tíðni af- brota í bænum. Staðfestir hættumat Siv FriðleUsdóttr umhverfisráðherra staðfesti í gær nýtt snjóflóðahættumat fyrir Neskaupstað. Þar er lagt mat á hættu vegna ofanflóða, flokkun og nýt- ingu hættusvæða og fleira slUct. Unnið er nú að gerð hættumats fyrir Siglu- fjörð, Seyðisfjörð, ísafjörð og Eskifjörð sem staðfesta á bráðlega. Vísar á bug Jón Árni Rúnarsson, sem vikið hef- ur verið úr starfi skólastjóra í skólum rafiðnaðarins, vísar á bug að hann hafi gefið stjórnum skólanna rangar upplýs- ingar um skuldir þenra. Hann segir þvert á móti að öU laun til sín hafi ver- ið skv. samningum og nú eigi hann inni laun sem nemi hundruðum þús- unda króna. Styðja Árna einróma FuUtrúaráð sjálf- stæðisfélaganna í Reykjanesbæ hefur einróma samþykkt að Ámi Sigfússon leiði lista þeirra fyrir næstu bæjarstjórnar- kosningar. Á vef V&- urfrétta segist Árni vUja:..efla þennan bæ enn frekar og byggja hér upp enn öflugra samfélag." I______________________________________________J Viðsklpti Verðbréfaþing íslands hyggst rannsaka viðskipti tíu helstu stjómenda Kaupings í fyrirtækinu sjáifu. Viðskiptin áttu sér stað skömmu áður en kaup fyrirtækisms á sænska verðbréfafyrirtækinu Aragon vora kynnt í fyrirtækinu. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.