Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
DV
Fréttir
Kolmunnaveiðar stjórnlausar og setja stofninn í stórhættu:
Það stefnir í óefni
- veitt langt umfram skynsemi að
,Jóhann
Ársælsson.
íslendingar
gætu misst veru-
legar tekjur til
skemmri tíma af
kolmunnaveiðum
ef þak verður sett
á veiðamar. Hins
vegar hafa menn
ekki síður
áhyggjur vegna
þeirra stjóm-
lausu veiða sem
viðgengist hafa undanfarið. Sjávar-
útvegsnefndarmaður Samfylkingar-
innar segir að íslendingar hafi hing-
að til haft hag af því að samningar
hafi ekki náðst um hámark og skipt-
ingu kolmunnans.
Líklegt er að þau ríki sem stunda
kolmunnaveiðar muni setja hámark
á veiðamar innan skamms enda
hefur sóknin í stofninn verið óheft
tO þessa og langt umfram ráðlegg-
ingar sérfræðinga. Afli úr
kolmunnastofninum varð næstum
þrefalt meiri í fyrra en Alþjóðahaf-
rannsóknaráðið hafði lagt til. Þar af
varð afli íslenskra skipa um 375
þús. tonn sem er 96 þúsund tonna
aukning milli ára. Árin á undan
höfðu íslendingar einkum verið að
afla sér veiðireynslu.
í næsta mánuði hyggjast samn-
ingamenn þeirra ríkja sem aðild
eiga að veiðunum halda viðræðum
áfram um skiptingu stofnsins. Náist
ekki samkomulag eru miklar líkur
á að hvert ríki setji hámark á afla
sinna skipa tO að forðast ofveiði úr
stofninum.
Jóhann Ársælsson, nefndarmað-
ur í sjávarútvegsnefnd Alþingis,
segir áhyggjuefni hvemig menn
hafa haldið á málum undanfarið.
„Ég þekki ekki hvernig menn hafa
staðið að viðræðunum um skipting-
una en íslendingar voru með mjög
dapra veiðireynslu á kolmunna og
það má segja að við höfum haft
ákveðinn hag af að ekki semdist
strax í þessu máli. Nú stefnir í óefni
enda eru menn sammála um að
þarna sé verið að veiða langt um-
fram alla skynsemi. Kannski verður
það til þess að menn grípa til ein-
hverra örþrifaráða sem koma okkur
ekki heldur vel, tO dæmis að banna
veiðarnar með öllu,“ segir Jóhann í
samtali við DV.
Þingmaðurinn telur að réttu við-
brögðin nú séu að Islendingar gerð-
ust ábyrgir í viðræðunum þannig
að ekki væri hægt að halda því fram
að samkomulagið strandaði á okk-
ur. „Ég er hins vegar þeirrar skoð-
unar að það sé mjög varasamt að
mati sjávarútvegsnefndarmanns
Stjórnlaus veiöi
Misjafnt orö fer af íslendingum viö samningaboröiö um koimunnann.
ganga frá atriðum eins og veiði-
reynslu sem einhverri endanlegri
framtíðareign. Endurmat er nauð-
synlegt,“ segir Jóhann.
- En er það tilfellið aó íslendingar
hafi dregið lappirnar í samninga-
gerðinni af því aó þaó hafi komið
okkur vel að sœkja óheft í stofninn?
„Ég ætla ekki að láta hafa. slíkt
eftir mér en sumir viðsemjenda
okkar hafa litið svo á að okkar hags-
munir væru að það drægist sem
lengst að semja á meðan við værum
að ná til okkar veiðireynslu á þess-
um stofni." -BÞ
Bláa lónið
markaðsfyr-
irtæki ársins
2002
Bláa lónið var í gær valið markaðs-
fyrirtæki ársins 2002 og markaðsmað-
ur ársins 2002 er Bogi Pálsson, for-
stjóri P. Samúelsson. Það var Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
sem tOkynnti um valið en ÍMARK, fé-
lag íslensks markaðsfólks, stóð fyrir
verðlaunaveitingunni nú eins og und-
anfarin ellefu ár. Verðlaunin eru
veitt því fyrirtæki og þeim einstak-
lingi sem metið er að hafi skarað
fram úr á liðnu ári á sviði markaðs-
mála. Auk Bláa lónsins voru Háskól-
inn í Reykjavík og Pharmaco tOnefnd
tO verölaunanna sem markaðsfyrir-
tæki ársins 2002. -MA
Markaösfyrirtæki ársins
Forstjóri Bláa tónsins tekur viö verö-
laununum úr hendi Vaigeröar Sverr-
isdóttur iönaöarráöhera.
Akureyri:
„Þrettándagleði"
hjá Þórsurum
Þórsarar á Akureyri gefast ekki upp
við það að halda sína „þrettándagleði"
þótt þrettándinn sé liðinn fyrir
nokkrum dögum og tvær árangurs-
lausar tilraunir hafi verið gerðar tO að
koma gleðinni á. Um er að ræða magra
áratuga gamlan sið hjá Þórsurum og
þeir hafa nú ákveðið að blása tU gleð-
innar í dag á félagssvæði sínu kl. 16.
Dagskráin verður hefðbundin, en
um er að ræða skemmtidagskrá þar
sem álfar, tröO og púkar taka þátt og
jafnvel einhverjir jólasveinar sem hafa
ekki komist tO fjalla vegna vatnavaxta
að undanfórnu. Kveikt verður í brennu
og í lokin verður vegleg flugeldasýning
sem Björgunarsveitin Súlur sér um.
-gk
Markaösmaöur ársins
ÍMARK vatdi aö þessu sinni Boga Pálsson, forstjóra P. Samúeisson, markaösmann ársins
DV-MYNDIR HARI
Snjóinn vantar fyrir
vetrarferðirnar
Snjóleysið að undanfornu hefur
ekki bara komið iOa við skíðamenn
því það hefur einnig gert þeim erfitt
fyrir sem selja vetrarferðir hér á
landi. Að sögn Arngríms Hermann-
sonar, stjórnarformanns íslenskra
ævintýraferða, er aðaltíminn í vetr-
arferðunum að skella á í næstu viku
og stendur hann yfir í þrjá mánuði.
„Þessir mánuðir eru mjög mikil-
vægir og því þyrftum við að fá snjó
ekki seinna en í dag,“ segir Arn-
grímur.
Hann segir að það hefði verið
mikO búbót fyrir reksturinn ef
snjórinn hefði komið fyrr og sér-
staklega yflr jól og áramót þegar
mikið var af erlendum ferðamönn-
um hér á landi. Menn haldi þó enn
í vonina þar sem mesti snjórinn
komi vanalega í janúar eða febrúar
samkvæmt veðurstofumælingum.
„Veturinn í fyrra var mjög erfiður
hjá okkur og til að mynda var ekki
hægt að fara í vélsleðaferðir upp á
HeOisheiði nema í eina viku,“ segir
Amgrímur og bætir við að því hafi
menn orðið að fara þrisvar sinnum
Hellisheiöin í dag
Undanfarnar vikur hefur vantaö snjó
til aö hægt sé fara þangaö á
vélsleöa og þaö kemur sér illa fyrir
þá sem selja slíkar feröir.
lengra til að komast í snjó. Það
haföi i fór með sér aukinn kostnað
fyrir fyrirtækið. „Við vonum að við
lendum ekki aftur í þeirri stöðu
núna því þá er lítið upp úr þessu að
hafa,“ segir Arngrímur.
Vetrarferöir hafa verið að festa
sig í sessi hér á landi og segir Am-
grímur að eftirspurn eftir slíkum
ferðum aukist með hverju árinu.
Hellisheiöln fyrlr elnu ári
/ febrúar á síöasta ári var nokkur
snjór á heiöinni í febrúar en þó var
ekki hægt aö fara í véisieöaferöir
þangaö nema i eina viku.
Jeppa- og vélasleðaferðir séu orðnar
nokkuö fastar í sessi og þá sé einnig
farið að bjóða upp á hundasleðaferð-
ir. Þær hafi notið ómældra vin-
sælda, sérstaklega í vetur, og það
hafi komið nokkuð á óvart. „Við
höfum verið að færa sleðana fram
og tO baka eftir því hvar viö finnum
snjóskafla," segir Arngrímur að lok-
um. -MA
Umsjón: Höröur Kristjánsson
netfang: hkrist@dv.is
Snjallt kosningabragð
Nú upp úr áramótum fara þeir
sem ætla sér að taka þátt í kosninga-
baráttu vorsins að taka við sér. Frá
Árborg heyrist
að rakara-
feðgarnir Björn
Gíslason, bæjar-
fuOtrúi D-lista,
og Kjartan
Bjömsson, sonur hans, hafi boðað
íbúa Árborgarinnar tO þorrablóts.
Þetta kostaboð túlka margir Árborg-
arbúar ekki á annan hátt en upphaf
kosningabaráttu Kjartans sem mun
ætla sér að setjast í bæjarstjóm Ár-
borgar í vor þegar pabbi hættir.
Ýmsum finnst það vel ígrundað
kosningabragð að hefja kosningabar-
áttuna með því að láta fólk koma á
skemmtun á eigin kostnað, til at-
kvæðaveiða....
Ósmekkleg mörk!
Pottverjar með sparkboltabakteríu
geta nú tekið gleði sína á ný. í netút-
gáfu Skessuhorns er þrjátíu daga
þögn aflétt á Hali-
faxvefnum. Þaðan
hafði ekki heyrst
hósti né stuna síð-
an hið undurblíða
og einkar geðþekka
lið Halifaxhrepps
mátti horfast í augu við þau grimmi-
legu forlög að lúta i gisið vaOarfox-
gras á túnbleðli Stokkseyrarhrepps
(Stoke City) að BretónaveOi. (Bitt-
ania Stadium). Útskýra áhangendur
Halifax stórtap sitt gegn Stoke á eft-
irminnanlegan hátt. „Þrátt fyrir að
Stokkseyringar hafi fyrir hunda-
heppni (dogsluck) grenjað út jafntefli
á SkeiðveUi (the Shay) þann 8. des-
ember sl. átti það ekki að geta rétt-
lætt afar óbilgjarnan sigur nokkrum
dögum síðar. Nýttu Stokkverjar sér
það óspart að fulltrúar islensku Hali-
faxsamsteypunnar voru þá ekki við-
staddir og skoruðu þrjú afar
ódrengileg og ósmekkleg mörk....
Ha, rjúpa á þakinu?
Hjalti Reynir Ragnarsson á ísa-
firði er starfsmaður í Sorpendur-
vinnslunni Funa í Skutulsfirði.
Hann er með
sem kunnugt
er. Oft hefur
hann þeyst um
firði, CöU og
firnindi ásamt
veiðihundum
sínum tveimur,
Þoku og Mjöll, þungvopnaður á eftir
önd, gæs og rjúpu og fleiri veiðidýr-
um. Gísli Hjartarson segir frá því í
nýjustu bók sinni að í haust hafi
Hjalti farið ásamt eiginkonu sinni,
Jónu Guðmundu Ingadóttur, og
hundum, á húsbifreið sinni suður á
Dynjandisheiöi tO rjúpna. Eftir erf-
iðan dag við sæmilega veiði ákváðu
þau hjónin að sofa í vel útbúinni
bifreiðinni þarna á heiðinni yfir
nóttina. Seint um kvöldið rýkur
Hjalti út úr bílnum með byssuna,
allsnakinn eins og hann kom í heim-
inn úr móðurkviði. Eftir skamma
stund kemur hann aftur gegnkaldur
inn í hlýjan bOinn og segir önugur
við Mundu: Það er engin helvítis
rjúpa á þakinu. Þú ert farinn að
heyra Ola, Hjalti minn, segir
Munda. Ég spurði hvort ég ætti að
krjúpa eða vera á bakinu. ...
algera veiðidellu, svo
Sjálfir gera þeir aldrei neitt
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son var eins og sumir aðrir ekki
par hress með alla þá ritdóma sem
gefnir voru út um bækur þær sem
gefnar voru út fyrir
jólin. Þegar Hannes
las ritdóm Gylfa
Magnússonar í
Morgunblaðinu 28.
desember sl. um bók
sína, „Hvemig getur
ísland orðið ríkasta
land í heimi?“, datt honum í hug
þessi vísa:
Já, dómarar allmargir vilja vera
og víta og hœöa þaó aörir gera,
og lýti þeir sjá viö sérhvert eitt,
en sjálfir gera þeir aldrei neitt.