Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
11
Skoðun
kynlífi. Greiður aðgangur að
klámi ýtir undir öfuguggahátt og
afbrigðilegheit hjá þeim sem hafa
tilhneigingar í þær áttir. Útkoman
verður neysla þar sem ofbeldis-
menn svala fýsnum sínum á fórn-
arlömbum.
Talandi dæmi um þetta er kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart börn-
um. Miðað við þau mál af þeim
toga sem upp hafa komið á síðustu
árum er ótrúlega stutt síðan að
talið var að þetta væri afar sjald-
gæft, ef þá til, hér á landi. En svo
sprakk sápukúlan og raunveru-
leikinn kom hröðum skrefum í
ljós. Alltof, alltof víða voru lítil
börn og unglingar sem höfðu verið
beitt kynferðislegu ofbeldi í lengri
eða skemmri tíma. Einnig fullorð-
ið fólk sem hafði orðið fyrir dap-
urri reynslu i bernsku. Búið var
að rústa þessar sálir um alla fram-
tíð. Ef til vill var þetta vitað á
heimilinu en hafði verið þagað í
hel. Skömmin var of mikil.
Undanfarin ár hafa mál af þess-
um toga farið fyrir dóm, hvert á
fætur öðru. En barnaklámssíðurn-
ar á Netinu blómstra enn. Þaö er
enn langt í land.
Hraöar en fólkið
þess að vera til. En það þarf ekki
nema fréttir af einu skemmdu epli
til þess að allur kassinn sé dæmd-
ur.
Klámvæðingin
Enginn vafi leikur á að klám-
væöingin svokallaða, sem flæðir
yfir, slævi virðingu fyrir fólki og
„Þetta er ungt, lífsglatt
fólk, sem nýtur þess að
vera til. En það þarf ekki
nema fréttir af einu
skemmdu epli til þess
að allur kassinn sé
dcemdur. “
Fólkið að fréttastjórum
Þessi snilli framtíðarinnar virtist
vera með endemum. Og vitaskuld
hristu menn hausinn yfir þeim
gamla og gróna tíma þegar menn og
konur hlömmuðu sér niður og
horfðu á hálftímafréttir sem ein-
hver allt annar valdi en sá sem
horfði á þær. Bent var á að menn
veldu sér myndbönd og leikrit og
kappleiki. Vitaskuld giltu sömu rök
þegar að fréttunum kæmi. Ekkert
væri sjálfsagðara og ekki síst hag-
kvæmara en að jafn ólíkur hópur og
sjónvarpsfréttaáhorfendur vildi
geta valið og hafnað.
Það sem kom á daginn
við aldahvörf var að
mannkynið nœr ekki
nema sínum hámarks-
hraða. Það fer ekki hrað-
ar en það. Tæknin kemst
hinsvegar á meiri hraða
en mœldur verður.
Þessi nýju fræði níunda áratugar-
ins voru öll á þann veg að valið
væri áhorfendans. Sjónvarp fram-
tíðarinnar yrði gagnvirkur miðill
og vissulega væru menn farnir að
eygja þá óendanlegu möguleika sem
fælust í því að sameina kosti tölvu
og sjónvarps. Lykilorðið yrði val.
Tími áhorfandans væri alltaf að
verða knappari og því væri augljóst
að allt kapp yrði lagt á að gera
tæknina þannig úr garði að fólk
gæti gengið að sínu efni án þess að
annað þvældist fyrir. Fólk yrði
sjálft sínir sjónvarps- og fréttastjór-
ar.
Gamla gútenbergið úti
Þetta var haustið 1993. Og staður-
inn var Fort Lauderdale í því mikla
ríki Flórída. Þar voru saman komin
mörg kunnustu andlit samtímans í
sjónvarpi og virtir fæðimenn á sviði
útvarps og annarra rafmiðla. Dag-
blöðin áttu ekki fulltrúa á þessari
ráðstefnu, enda virtist fullljóst á
þessum tíma að sjónvarp, útvarp og
netið byggju yfir slíkum ofurmætti
að gamla gútenbergið mætti sín lít-
ils. Því var ekki ástæða til að taka
dagblöðin með í þennan framtíðar-
reikning sem var allt í senn; spenn-
andi, framandi og flottur.
Að fræknum fyrirlestrum sleppt-
um var unun að ganga um anddyri
ráðstefnuhallarinnar sem eins og
svo margt annað í Ameríku var af-
skaplega stórt. Þar var hægt að
kynnast allri framtíðartækni raf-
miðlanna, meðal annars þeim ótrú-
legu möguleikum að sameina far-
síma og sjónvarp í einu tæki og eins
vakti lítil skjalataska mikla athygli
en hún geymdi græjur til að vera í
beinu sambandi við sjónvarpsstöð-
ina, ólíkt þeim bílstærðum sem
áður voru (og eru) nauðsynlegar í
því mikla sambandi. Þetta var sum-
sé veisla.
Meiri en kaupgetan
Hér veröur spurt hvað gerst hafi
á rösklega átta árum sem liðin eru
frá veislunni í Fort Lauderdale? Og
svarið er kannski fyrst og fremst:
Ekki margt! Á níunda ártugnum
komst tæknin á slíkan ógnarhraða
að fólk hélt ekki lengur í við hana.
Framtiðarsýn lærðra og leikra var í
samræmi við hagsveifluna; tækni
og kjörum hlyti að fleygja fram.
Mergurinn í máli manna var að það
sem einu sinni færi upp héldi
áfram. Víst væri að örar tæknifram-
farir myndu hraða á hagsæld fólks
og fyrirtækja.
í upphafi nýs áratugar nýrrar ald-
ar er svo komið að tæknigetan er
orðin meiri en kaupgetan. Á sínum
tíma var auðvitað ótrúlegt að svona
nokkuð gæti gerst. Það hefur samt
gerst. Nú þróast tæknin hraðar en
menn hafa þörf fyrir. Framleiðend-
ur eru famir að halda í við fram-
leiðslu sína. Nýjar uppgötvanir eru
geymdar. Það sem kom á daginn við
aldahvörf var að mannkynið nær
ekki nema sínum hámarkshraða.
Það fer ekki hraðar en það. Tæknin
kemst hinsvegar á meiri hraða en
mældur verður.
Blöðin halda veili
Og enn eru menn að lesa dagblöð
upp til agna. Enn er það svo að
menn og konur hjúfra sig ofan í
hægindastólanna og fletta blöðum
og tímaritum af einberum áhuga og
þorsta. Við aldahvörf kemur í ljós
að gömlu miðlarnir halda velli og
vel það. Nýjustu mælingar sýna að
lestur blaða á borð við DV er að
aukast. Á sama tíma stendur áhorf
á sjónvarpsfréttir í stað eöa fer held-
ur minnkandi. Og enn er það svo að
menn horfa á hlemmana í sjónvarpi
og eru fáleitt byrjaðir og velja sinn
eigin fréttatíma.
Tímarnir breytast, en hægar en
haldið var - og jafnvel ekki neitt.
Hér verður því ekki haldið fram að
netið hafi reynst loftbóla, enda vin-
sældir þess miklar og möguleikar
æmir. Netið sem fréttamiðill hefur
hinsvegar ekki sýnt yfirburði, þvert
á móti hefur vægi þess í fréttaflutn-
ingi minnkað á síðustu misserum.
Gömlu sjónvarpsfréttatímarnir
halda og sínu, þrátt fyrir stafræna
valmöguleika. í reynd hefur það eitt
breyst að möguleikunum til að segja
fréttir hefur fjölgaö, en gömlu að-
ferðirnar duga þó enn best.
Fólk vill fagmennsku
Fyrir rífum átta árum var lykil-
orðið val. Sérfræðingar voru sann-
færðir um að fréttaþyrst fólk
hrærði saman sínar fréttablöndur
að eigin vUd og neytti þeirra þegar
þvi hentaði. Það sem hefur gerst er
að tæknin hefur vissulega gert
þetta kleift, en aUur meginþorri
fólks kýs samt enn að skoða fréttir
á hefðbundnum fréttasíðum dag-
blaða og í kvöldfréttatímum. Fólk
hefur hægt á sér á hraðbraut tækn-
innar. Það er ekki tUbúið að hverfa
frá gamla skjánum eða standa upp
úr hægindastólnum með blaðið sitt.
í sjálfu sér er það kannski ekki
aðeins formið sem hefur haldið
veUi, heldur miklu fremur inni-
haldið. Fólk vUl láta fagmenn segja
sér hvað er helst í fréttum á hverj-
um tíma og fólk kýs að sömu fag-
menn hræri saman fréttablöndu
samtímans. Ástæöa þess að augu
lesenda staldra fyrst við útsíður
blaðanna er að þar eru merkUeg-
ustu tiðindi dagsins. Og fólk hefur
ekki tíma tU að velja þaö sjálft. Það
vUl að reyndir blaða- og frétta-
menn annist þá vinnu. Þetta er í
sjálfu sér einfold sannindi - og eld-
ast vel.
dreitU út í. Ég man ekki betur en
öU lífsins gæöi séu skattskyld að
þeirra mati. Það er jafngott að
maður er ekki í löggunni. Þá yrði
maður að taka ofan rétt á meðan
maður sypi á enda er víst skatt-
skylt að eiga löggubúning. Ætli
þeir fylgist sérstaklega með lífs-
nautnamönnum í einkennisbún-
ingum? Hvað með þá sem eiga
Súperman- eða jafnvel Batman-
búning sér tU lifsfyUingar og
gleði? Skyldi þurfa að borga meira
af þeim en löggu- og flugmanns-
göUum?
„Láttu ekki svona,“ sagði kon-
an. „Geir verður að hala inn í
kassann þegar harðnar á dalnum i
efnhagslífinu. „Láti ég ekki
svona,“ át ég upp eftir henni. „Mér
finnst hann horfa á mig við hvert
fótmál með þessum nýju reglum
sem þeir Indriði hafa soðið saman.
Nóg var nú þegar þeir tóku af mér
nær 40 prósent í staðgreiðslunni -
að vísu með aðstoð bæjarstjórnar-
innar, sáu til þess að ég borgaði
ekki aðeins eignarskatt heldur
líka eignarskattsauka af þessari
ibúðarnefnu okkar, höluðu inn
virðisaukaskatt af öUu því sem við
kaupum, hvort heldur það er í
okkur eða á, lögðu vörugjald á
bUana og aUs konar þunga- og
þingjöld á þá, að ógleymdu
okrinu með" bensínskattin-
um.
Skattaafsláttur?
Nú vUja þessir dánumenn
skattleggja aUt annað í lifi
okkar,“ sagði ég, slétti aðeins
úr krumpuðu dagblaðinu og las:
„Fatnaður, fæði, húsnæði, ferð-
ir, áskriftir, tryggingar, símar,
tölvur og gjafir. Fái ég mér, til
dæmis, súpuspón og enda af
brauði í mötuneyti fyrir 150 kaU
rukka þeir bræður mig um 361
krónu tU viðbótar. Þeir hafa nefni-
lega fundið út, af hreinni snUld, að
fyrir eina máltíð skal skattleggja
auman þræl sem þvi nemur.“
Ég stóð upp frá skattpíndu kaff-
inu, heldur rólegri en áður en með
yfirvegun og einbeitni þess manns
sem er nóg boðið og ávarpaði kon-
una. „Hér eftir verð ég einkahluta-
félag og kaupi af þér ákveðna þjón-
ustu. Þótt þeir séu eins og þeir
eru, Geir og Indriði, þá hljóta þeir
að skilja þörf mína og meta hana
tU skattaafsláttar.“
Af svip konunnar varð ekki
ráðið hvort hún stóð með mér
eða Batman - nei, fyrirgefið,
Skattmann.
Á viðamikilli ráðstefnu um fram-
tíð fjölmiðla í Evrópu og norðan-
verðri Ameríku, sem haldin var í
Flórídaríki fyrir rifum átta árum,
var reynt að skyggnast inn i óljósa
framtið og spá í breyttar venjur
þess stóra hóps sem nýtir sér efni
fjölmiðla á hverjum degi. Þetta var
að mörgu leyti heiUandi ráðstefna,
enda voru þar saman komnir marg-
ir helstu gáfumenn þessara fræða
og margreyndir fréttahaukar frá
helstu stórþjóðum fréttamennsk-
unnar. Því var ekki úr vegi að
leggja við eyrun og fyUa hugann af
viti.
Meðal þess helsta sem fram kom
á þessari ráðstefnu var mikil trú
sérfræðinga á netmiðlum og væri
reyndar réttara að tala þar um ofur-
trú, enda töluðu menn um þessa
miðla af slíkum sannfæringakrafti
að sterkustu sjónvarpsprestar hefðu
ekki gert betur. Þá var og rætt um
miklar breytingar á sjónvarpsfrétt-
um og fullyrt að áhorfendur þeirra
ættu eftir að kynnast byltingu í
matreiðslu þeirra á næsta áratug. í
þessu efni töluðu menn ekki af
minni sannfæringakrafti og enn
máttu ýmsir guðsmenn vara sig.
Breyttar fréttavenjur
Sérfræðingarnir sem ræddu um
framtíð netsins virtust á einu máli
um að þessi nýi miðill myndi á
næstu árum gerbreyta samskipta-
venjum fólks. Þeir töldu líklegt að
mikill fjöldi þess færi að vinna
heima hjá sér vegna gagnvirkni
netsins og heilu og hálfu fyrirtækin
myndu með þessum hætti flytjast úr
atvinnuhverfum í íbúðahverfi. Tími
smáfyrirtækjanna væri að renna
upp með glæsibrag og timi hug-
myndar að veruleika yrði svo stutt-
ur að framleiðni tæknivæddra sam-
félaga myndi stóraukast.
Þá voru sömu sérfræðingar flest-
ir þeirrar skoðunar að netið myndi
á allra næstu árum gerbreyta að-
gangi fólks að fréttum. Fréttavenjur
fólks breyttust verulega, einkum að
því leyti að það sækti sínar fréttir
þegar því hentaði en biði ekki eins
og barðir hundar eftir frétta-
skammti sínum í útvarpi á klukku-
stundafresti, hvað þá eftir gamla
fréttahlemminum í sjónvarpinu á
kvöldin. 1 netheimum væri framtíð-
in augljós: Fólk kæmi sér upp sinni
eigin valmynd á tölvuskjánum og
sækti þangað sínar fréttir og ekki
aðrar.
Fréttatími að eigin smekk
Ekki var efinn minni þegar kom
að sjónvarpsfréttum. Nokkrir fyrir-
lesarar báru að visu kvíðboga fyrir
aukinni léttúð í sjónvarpsfrétta-
mennsku, hún myndi ef til vill snú-
ast meira um skemmtun en
fræðslu þegar fram liðu stundir, en
enginn efaðist hinsvegar um styrk
og yfirburði sjónvarpsfrétta í sam-
anburði við aðra fréttamiðla. Menn
bentu á að sjónvarpsfréttir væru og
yrðu alltaf mikilvægasti vettvang-
ur helstu valdhafa í hverju samfé-
lagi, hvort heldur þeir hétu for-
stjórar, fræðimenn eða stjórn-
málaforingjar.
Sýnt þótti hinsvegar að gömlu
sjónvarpsfréttahlemmarnir myndu
taka stórum breytingum á allra
næstu árum. Og hér var heldur
enginn vafi. Bráðum hyrfi af skján-
um hin hefðbundnu 25 mínútna
fréttamatreiðsla sem hæfist á
þungri alvöru en léttist eftir því
sem liði á. Þess í stað breyttust
fréttastofur í fréttabrunna og það-
an gætu áhorfendur næstu ára sótt
sér upplýsingar um tíðindi dagsins,
en vel að merkja, hver og einn rað-
aði saman sínum snaggaralega
fréttatíma að eigin smekk og tíma.
„Sástu hvað legáti hans
sagði í blaðinu?“ sagði
ég, greip málgagnið
glóðvolgt og vitnaði í
ríkisskattstjórann: „Öll
gœði sem mönnum
áskotnast í lífinu eru
skattskyld. “
af þeim kaffibolla þeir félagar
hirða,“ sagði ég og skírskotaði
enn til fjármálaráðherrans og
ríkisskattstjórans, „ég tala nú
ekki um leyfi maður sér
þann munað
fá
mjólk-
ur-
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
aöstoöarritstjóri