Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 12
12
PAKISTAN
Aksai*
C h i n
(Kínverski
hluti Kasmír)
Pakistanski hluti Kasmir
Islamabad
Indverski hluti Kasmír
Erlendar fréttir vi
KASMIR
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
DV
Helgarblað
Herforinginn
skáldinu
Blóðiö streymir sem fyrr
Ekkert lát varö á átökum ísraela
og Palestínumanna í vikunni. Fjórir
ísraelskir hermenn féllu í árás
skæruliða úr Hamas-samtökunum
og voru tveir árásarmannanna
skotnir. ísraelski herinn hefur verið
iðinn við að eyðileggja mannvirki
Palestínumanna. Flugbrautir á al-
þjóðaílugvelli Palestínumanna í
Gaza voru eyðilagðar og áður hafði
mikill fjöldi íbúðarhúsa verið lagð-
ur í rúst. Ariel Sharon, forsætisráð-
herra ísraels, var stóryrtur í garð
Yassers Arafats, forseta Palestínu-
manna, og sagði hann lykilmann í
alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi.
Barist um stúlknaskóla
Átök brutust enn á ný út milli
kaþólikka og mótmælenda í norður-
hluta Belfast á Norður-írlandi
vegna skólagöngu kaþólskra
stúlkna í hverfi mótmælenda. Ung-
menni börðust við lögreglu sem
reyndi að stía andstæðum fylking-
um í sundur.
Vonir bundnar við fúndi
Anfínn Kalls-
berg, lögmaður
Færeyja, lýsti því
yfir í vikunni að
hann byndi
nokkrar vonir
við fundi sína
með Anders Fogh
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, í Þórshöfn eftir helg-
ina. Anders Fogh sagði degi síðar að
hann ntyndi hafa nýjar tillögur um
yfirtöku Færeyinga á ýmsum mála-
flokkum í farteskinu. Samskipti
Færeyja og Danmerkur hafa verið í
stirðara lagi undanfarin misseri
vegna afstöðu Dana til sjálfstæðisá-
forma Færeyinga.
Reynt að draga úr spennu
Mjög hefur ver-
ið þrýst á stjórn-
völd í Indlandi og
Pakistan að reyna
að draga úr
spennunni í sam-
skiptum ríkjanna
vegna Kasmír og
koma í veg fyrir
að allsherjarstríð
I brjótist út. Mus-
harraf Pakistansforseti lofaði í vik-
unni að taka harðar á íslömskum
harðlínumönnum eins og Indverjar
hafa gert kröfu um. Indverjar segja
að aðskilnaðarsinnar í Kasmír hafi
bækistöðvar í Pakistan.
Talibanar tii Kúbu
Bandaríkjamenn fluttu tuttugu
liðsmenn talibana og al-Qaeda
hryðjuverkasamtakanna í fanga-
búðir sem þeir hafa reist fyrir þá í
herstöð sinni í Guantanamo á
Kúbu. Sjö bandarískir landgöngu-
liðar létu lífið þegar eldsneytis-
birgöavél þeirra fórst í Pakistan. Yf-
irvöld segja að ekkert bendi til að
hún hafi verið skotin niður. Ekkert
bólar á þeim Osama bin Laden og
múllanum Ómari, leiðtoga talibana.
Talið var að Ómar hefði verið kró-
aður af um síðustu helgi en hann
virðist hafa sloppið.
Harmleikur Browns
Gordon Brown,
fjármálaráðherra
I Bretlands, og
Sarah, eiginkona
hans, urðu fyrir
þeirri miklu ógæfu
í vikunni að tíu
daga gömul dóttir
þeirra lést af völd-
um mikillar heila-
J blæðingar. Litla
stúlkan, sem var skírð Jennifer
Jane, fæddist sjö vikur fyrir tím-
ann. Hún var jörðuð á fostudag.
Pakistans og Indiru Gandhi, þáver-
andi forsætisráðherra Indlands. Þetta
var erfiður tími hjá Bhutto þar sem
hann hafði skömmu áður tapað
stríðinu um Bangladess en Indverjar
höfðu þar stutt sjálfstæðisbaráttu
Bangladessbúa og tekið um eitt
hundrað þúsund pakistanska her-
menn til fanga.
í Simla-samkomulaginu var ákvæði
Tashkent-samningsins um tvíhliða
ákvörðunarrétt fellt út en áfram kveð-
iö á um að öll deilumál skyldu leyst
án utanaðkomandi afskipta, eins og
Indverjar leggja enn þá áherslu á.
Áframhaldandi andstöðu við þjóð-
aratkvæðagreiðslu réttlæta Indverjar
með því að minna á að Kasmírbúar
hafi þegar látið það i ljósi í kosning-
um að þeir vilja áfram vera hluti af
indverska rikinu.
í hóp kjarnorkuveldanna
Segja má að yfirstandandi ófrið
milli ríkjanna megi reyndar rekja aft-
ur til ársins 1998 en þá myndaðist
mikil spenna eftir að Pakistanar luku
tilraunum með Ghauri-kjarn-
orkuflaugar sínar sem skipuðu þeim í
hóp kjarnorkuveldanna. Mótleikur
Indverja var að tilkynna um þrjár til-
raunasprengingar neðanjarðar í byrj-
un maí og tvær aðrar tveimur dögum
seinna. Þar með var kapphlaupið haf-
ið og í lok maí tilkynntu Pakistanar
um fimm tilraunasprengingar í suður-
hluta landsins.
í kjölfarið jókst spennan dag frá
degi þar til fylkingum laust saman í
fyrrasumar og lauk tveggja mánaða
spennuþrungnu tímabili þá með því
að Pakistanr drógu liðsssveitir sínar
til baka. Síðan hafa aðskilnaðarsinn-
ar, eins og áður segir, stöðugt herjað
á setulið Indverja í Kasmír með þeim
afleiðingum sem áður voru nefndar.
Langþráö þjóðarávarp
Alþjóðasamfélagið bfður því spennt
eftir útspili Musharrafs í langþráðu
þjóðarávarpi og treystir því að hann
leysi þar með deiluna. Hann sýndi
góða sáttaviðleitni á áðurnefndri ráð-
stefnu Suður-Asíuþjóða um síðustu
helgi þegar hann gekk fram fyrir
skjöldu og rétti fram sáttahönd sem
Vajpayee tók á móti en þó með trega.
Málið er sem sagt í höndum þessara
tveggja heiðursmanna og þrátt fyrir að
þeir séu af ólíku sauðahúsi, annar sem
forsætisráðherra fjölmennasta lýð-
ræðisríkis heims og hinn sem forseti í
skjóli herstjómar, eru gerðar til þeirra
miklar væntingar.
Vajpayee, sem er 77 ára eða tuttugu
árum eldri en Musharraf, á 47 ár að
baki í stjórnmálastarfi og býr því yfir
mikilli reynslu og yfirvegun. Mus-
harraf er aftur á móti ferskur og
áræðinn, með langan bakgrunn úr
herþjónustu sem hann hóf árið 1963,
en aðeins tveggja ára reynslu af
stjórnmálum. Þrátt fyrir áhrif hern-
mennskunnar virðist hann einnig yf-
irvegaður og vonandi að frumkvæði
hans með handabandinu í Nepal
sanni það.
Herforinginn gegn skáldinu
Vajpayee, sem er gott skáld, virðist
aftur á móti þyngri á bárunni en mið-
að við mikinn áhuga hans á ljóðlist og
innihald ljóða hans virðist þar á ferð-
inni ekki minni friðarins maður.
Hann er einnig mikill mælskumaður
og mætir fyrir í Musharraf manni
sem venjulega segir skoðun sína um-
búðalaust. Það er því búist við að
þeir, skáldiö og herforinginn, geti tek-
ið á málum af yfirvegun en það hafa
þeir einmitt gert áður þegar þeir hitt-
ust á sáttafundi í indversku borginna
Agra í júlí sl. eftir erjurnar í fyrra-
sumar.
Deilur Indverja og Pakistana um
Kasmír hafa verið mikið í sviðsljós-
inu að undanförnu en hafa þó lengst
af staðið í skugga aðgerða Bandaríkja-
manna í Aganistan þar til fall tali-
banastjórnarinnar varð að veruleika í
siðasta mánuði.
Stöðugar skærur hafa verið á óróa-
svæðinu í Kasmír síðan í sumar og
náðu þær hámarki með sjálfsmorðs-
árás kamískra aðskilnaðarsinna á
þinghúsið í Delhi um miðjan síðasta
mánuð. Síðan hafa báðar þjóðirnar
flutt mikinn herafla til landamæra
ríkjanna og er stöðugt að færast meiri
spenna í málið.
leiðtogi héraðsins, gerði við þá árið
1947 þar sem hann færði Indverjum í
hendur varnir landsins og öll utanrík-
issamskipti. Furstinn hafði upphaf-
lega ætlað þjóðinni sjálfstæði en lét
fljótlega undan þrýstingi Indverja.
í janúar 1949, eftir um það bil
tveggja ára blóðug átök, var megin-
hluta Kasmírs síðan skipt upp milli
Pakistana og Indverja eftir íhlutun
Sameinuðu þjóðanna og var skýr
landamæralína þá þegar dregin upp á
milli yfirráðasvæðanna. Sérstök
stjórnarskrárleg staða Kasmirs var
síðan samþykkt í indverska þinginu
árið 1950 og veitti hún Kasmír aukin
sjálfstjórnarréttindi umfram öiinur
ríki Indlands en samkvæmt ind-
versku stjómarskránni er Kasmír eitt
ríkja landsins og hlaut málið því
þingafgreiðslu samkvæmt því.
Þar með lauk fyrsta Kasmírstríði
þjóðanna og hélst friðurinn að mestu
þar til árið 1965 þegar allt fór aftur í
bál og brand eftir aö Indverjar höfðu
ásakað Pakistana um að æsa til upp-
reisnar. Þeim deilum lauk með svo-
kölluðu Tashkent-samkomulagi sem
undirritað var í samnefndri höfuð-
borg Úzbekistans árið 1966. Þar er
kveðið á um að leysa allan ágreining
tvíhliða beint á milli þjóðanna án af-
skipta alþjóðasamfélagsins, auk þess
sem þjóöirnar lofuðu að skipta sér
ekki af innanríkismálum hverrar
annarar en í staðinn koma á auknum
viðskiptasamböndum sín á milli.
Simla-samningurinn
Árið 1971 kom aftur til deilna milli
þjóðanna og nú í kjölfar sjálfstæðis-
baráttunnar í Bangladess sem áður
hét Austur-Pakistan. Því fylgdu svo
skærur í Kasmír sem enduðu aftur
með íhlutun Sameinuðu þjóðanna í
júli 1972 og var yfirráðalínan milli
svæðanna þá færð til, samkvæmt
samkomulagi sem nefnt var Simla-
samningurinn og undirritaður var af
þeim Ali Bhutto, þáverandi forseta
Erlingur
Kristensson
blaðamaður
Loforö Musharrafs
Forystumenn stórveldanna hafa eft-
ir megni reynt að bera klæði á vopn-
in en með litlum árangri, þar til í síð-
ustu viku eftir heimsókn Tonys
Blairs, forsætisráðherra Bretlands, til
Indlands og Pakistans. Veruleg
skriður komst á málið eftir að þeir
Pervez Musharraf, forseti Pakistans,
og Atal Behari Vajpayee, forsætisráð-
herra Indlands, hittust á ráðstefnu
Suður-Asíulanda í Nepal um síðustu
helgi en eftir ráðstefnuna lofaði Mus-
harraf að verða við kröfu Indverja um
að hefja aðgerðir gegn öfgahópum að-
skilnaðarsinna í Kasmír sem haldið
hafa uppi stöðugum árásum á ind-
verska setuliðiö í landinu.
Musharraf hefur einnig verið undir
miklum þrýstingi frá Bandarikja-
mönnum en samkvæmt þeirra skil-
greiningu teljast öfgasinnaðir skæru-
liðahópar í Kasmír meðal hættuleg-
ustu hryðjuverkahópa heims sem al-
þjóðasamfélagið berst nú gegn undir
forystu Bush Bandaríkjaforseta.
Musharraf hefur tilkynnt að hann
muni gera frekari grein fyrir aðgerð-
unum í þjóðarávarpi sem hann hefur
boðað næstu daga og bíða menn nú
spenntir þess sem verða vill.
Langur aödragandi
Til að gera sér frekari grein fyrir
ástandinu í Kasmír er nauðsynlegt að
hverfa langt aftur í tímann eða til
þess tíma þegar indverska stórveldið
hlaut sjálfstæði frá Bretum 15. ágúst
árið 1947 en þá var því skipt upp í Ind-
land hindúismans og nýtt múslíma-
ríki Pakistans og átti sú skipting að
tryggja frið með aðskilnaði trúar-
hópanna. Sú varð þó ekki reyndin því
fjöldi múslíma varð innlyksa í Pakist-
an og á móti fjöldi hindúa í Indlandi.
Endaði það með blóðugum átökum
þar sem um hálf milljón manna lá í
valnum og varð mannfallið mest í
Punjabhéraöi sem var skipt í tvennt
milli Pakistans og Indlands.
Mestu vandamálin komu þó upp í
Kasmir og þótt héraðið hefi verið und-
anskilið í skiptingunni var það stað-
föst skoðun Pakistana að héraðið
hefði frá upphafi átt að tilheyra þeim
þar sem meirihluti íbúanna væri
múslímar. Fóru þeir jafnvel fram á
að íbúarnir fengju að kjósa um málið
í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Sam-
einuðu þjóðirnar höfðu reyndar oftar
en einu sinni lagt til.
Sjálfstæöinu fórnað
Indverjar, sem voru andvígir þjóð-
aratkvæðagreiðslu og eru enn, héldu
því aftur á móti fram að Kasmír til-
heyrði þeim samkvæmt skriflegu
samkomulagi sem Hari Singh fursti,
Skáldiö og herforinginn
Þessi mynd er tekin rétt áður en Musharraf, forseti Pakistans, rétti
Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, sáttahönd á ráðstefnu Suður-
Asíuþjóða í Nepal um síöustu helgi. Handabandið gefur góöa von um að
friður náist í deilu Indverja og Pakistana í Kasmírdeilunni.
KORTIÐ SÝNIR SKIPTINGU KASMÍR í
YFIRRÁDASVÆÐI PAKISTANA OG INDVERJA
Hefðbundin
landamæri
KiNA
INDLAND