Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Síða 24
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 DV Helgarblað Jónína Benediktsdóttir er fyrr- verandi keppnismanneskja í handbolta, ættuð frá Húsavík. þriggja barna móðir, frumkvöðull og sjálfstæður atvinnurekandi í ára- tugi, fráskilinn framkvæmdastjóri og rithöfundur. Hver þessara nafn- gifta hæflr henni best? Það er ekki alveg ljóst en hún er eitthvað af þessu öllu, hreinskilin, kaldhæðin, óvægin og umdeild. Jónína hefur starfað að rekstri líkamsræktarstöðva í samtals 22 ár, fyrst á íslandi þegar hún var arftaki Valdimars Örnólfssonar með morg- unleikfimina í RÚV og rak Púlsinn á Akureyri, Æfmgastöðina Engi- hjalla, World Class og Stúdíó Jón- ínu og Ágústu, síðan í Svíþjóð þar sem hún rak Aktiverum og var kjör- in atvinnurekandi ársins í Helsing- borg og síðan aftur á íslandi þar sem hún stofnsetti fyrstu lúxuslik- amsræktina á íslandi á Hótel Esju sem hét og heitir Planet Pulse sem mætti útleggjast, Hjartsláttur heimsins. Haustið 2000 steig Jónína svo enn eitt skrefið í sínum atvinnurekstri þegar Planet Pulse keðjan tók form- lega til starfa en þá hafði Jónína keypt nokkra keppinauta sína á markaðnum, opnaö nýjar stöðvar og samtals taldi keðjan sex stöðvar sem gátu tekið við sex þúsund manns . Þar á meöal var Planet City heilsuræktin í Austurstræti sem Jónína segir að sé fullkomnasta stöð sinnar tegundar i heiminum, enda kostaði 120 milljónir að koma henni í gang. Þetta voru stór skref og mik- ið lagt undir, enda var Planet Pulse að þrefalda veltu sína á tiitölulega mjög skömmum tíma. Grét á tröppunum DV hitti Jónínu á skrifstofu henn- ar í Skipholti í þann mund sem anna- samasta vertíð ársins er að fara í hönd en janúar og febrúar eru þeir mánuðir ársins sem flestir kjósa að hefja líkamsrækt eftir sællífi jólanna og endurnýja þá kortin sín og okkur fannst eðlilegt að spyrja fyrst hvern- ig síðasta ár hefði gengið. „í dag er staðan góð en hefðir þú spurt mig fyrir fjórum mánuðum hefði ég sagt að staðan væri mjög slæm. Tveimur dögum eftir að nýja stöðin var opnuö í Austurstræti í febrúar á þessu ári var fyrirvara- laust sett upp skilti þar sem sagt var aö lífshættulegt væri að vera á ferli í götunni og hún var lokuð næstu sex mánuði. Ég var nú ekki bjartsýnni en svo þá að ég settist á tröppumar á Óðali og hágrét. Þetta var ekkert nema skandall og þessi ráðstöfun gekk frá nokkrum atvinnurekendum á þessu svæði. Við vorum aldrei lát- in vita neitt af þessu og þetta var ákaflega erfiður tími,“ segir Jónina. „Það er náttúrlega þvæla að borg- in aðstoðaði ekki fyrirtækin á neinn hátt og virtist sem þetta væri ekki þeirra vandi. Vandamál miðbæjarins eru það mikil að yfirvöld verða að fara að taka upp budduna sem er í raun þaö eina sem getur leyst málin þarna, ekki grjót og stöðumælaverð- ir.“ - í ljósi þessarar reynslu, hvað ætlar þú að kjósa í borgarstjórnar- kosningum í vor? „Það fer svolítið eftir því hvem Sjálfstæðisflokkurinn býður fram en annars fmnst mér Ingibjörg Sólrún hafa staðið sig vel í starfi að flestu leyti og aldrei að vita nema ég vilji styðja hana, annars eiga einstakling- ar aldrei að sitja lengi við völd á sama stað í kerfinu, það sjáum við víða í kring um okkur hvemig sú „kyrrseta" verður að einhvers konar einræði. Misbeiting valdsins felst oft í ótta almennings við að tjá sig.“ Ein með Austurstræti Jónína segir að um mitt ár hafi staða Planet Pulse verið erfið og grip- ið hafi verið til samdráttaraðgerða og niöurskurðar og hlutafé hafi verið aukið í fyrirtækinu til að bjarga þvi frá vandræðum. „Mér fannst ég ein bera ábyrgð á Austurstrætinu. Ég er svo lánsöm að vera með góða aðila með mér þar sem Landsbankinn og Kaupþing eru og þeir hafa trú á Planet Pulse sem viðskiptahugmynd og ekki síður þeg- ar þeir sáu að við náðum að snúa rekstrinum við strax í september. vera komin aftur á byrjunarreit og mér finnst þetta fint - ég á ekki betra skilið." Hollt að vera blankur - Jónína segist oft áður hafa ver- ið blönk eins og hún kallar það og mig langar til að vita hvort hún telji að það sé hollt að vera blankur? „Það er miklu hollara en að vera ríkur. Maður lærir að meta það litla sem maður fær og skynjar innra gildi lifsins sem gleymist fljótt ef maður á nógan pening." Jónína segist vera farin að huga að útflutningi á viðskiptahugmynd Planet Pulse og hefur verið að kanna nýjar lendur i Noregi og Pét- ursborg meö útflutning í huga. „Það eru komnir fjárfestar í Nor- egi og ég hef verið í Pétursborg og Tallinn að kanna jarðveginn og þar er gott að vera íslendingur því þar erum við afar vel kynnt. Það er spennandi að þróa þessa hugmynd áfram og taka þátt í þessu frá grunni með samstilltu átaki góðra manna.“ DV-MYNDIR BRINK Jónína Benediktsdóttir „Ég hef engan áhuga á því að vinna í felum. Þaö er viss hroki í því aö loka sig af. Setja sig á svo háan hest að al- menningur haldi aö maöur sé úr gulli. Lífið er nefnilega aö gefa og þiggja, ekki bara þiggja. Lífiö er samskipti, ekki einleikur. Allt Ijótt sem maöur heyrir um sjálfan sig særir mann auövitaö og þá skiptir engu máli hvort maöur er fræg- ur, fátækur eöa ríkur. “ Vil ekki verða ríkt lík - Jónína Benediktsdóttir leysir frá skjóðunni í kjölfar rótttækra breytinga á atvinnu og einkalífi Þetta er að mínu viti eitt besta fram- tíðarfyrirtækið héma í bænum.“ - Er það vaxandi fitusöfnun ís- lendinga sem tryggir framtíð Planet Pulse? „Sem betur fer gera stöðugt fleiri sér grein fyrir því að heilbrigði er ekki bara fitusnautt fæði og aukakíló heldur alhliða heilbrigði," segir Jón- ína og setur sig í nettar kennarastell- ingar. „Við glímum við skammdegis- þunglyndi og svefnleysi og sjúkdóma sem suðrænar þjóðir þekkja ekki. Það er ekkert eins gott við þessu og regluleg hreyfing til að tryggja líkam- lega og andlega heilsu. Þess vegna byggist þessi viðskiptahugmynd á skammdegi og einangrun islands frekar en aukakílóum. Við þurfum hvert á öðru að halda og þurfum að hreyfa okkur í hóp.“ Vakað yfir skuldum - Þetta stóra skref, að þrefalda veltu fyrirtækisins á rétt rúmlega ári og lenda síðan í erfiðleikum með reksturinn. Hélt þetta aldrei vöku fyrir þér? „Jú, það gerði það svo sannarlega og þetta er búiö að vera alveg gríð- arlega erfitt ár fyrir mig og ég þurfti að nota gömlu handboltataktana sem felast í því að þegar maður er að tapa þá gefur maður á aðra liðs- menn og treystir þeim. Þaö gerði ég og það virkaði. Það er margt verra en aö vaka. Þaö er verst að lifa í ein- hverjum doöa og afneitun gagnvart því að ástandið sé slæmt. Þaö gerði ég aldrei. Til þess hef ég of langa reynslu. Þegar maður getur ekki borgað reikningana sína í svona litlu landi þá skapast sögusagnir um hitt og þetta og það hafa verið menn á fiár- málamarkaði sem hafa talað illa um fyrirtækið mitt og varað fólk við að fiárfesta í mér. Þetta barst mér til eyrna og olli mér auðvitað áhyggj- um en þá kom gamla húsvíska keppnisskapið upp og ég sagöi: „Ég læt ekkert fara svona með mig“.“ Borgaði aldrei neitt fyrir mig „Það var lika uppi orðrómur um að Jóhannes væri að borga þetta fyrir mig. Það stóð aldrei til boða og hefði ég ekki kært mig um það. Hann hefur aldrei borgað neitt fyrir mig prívat eða í rekstrinum og ég get róað fólk með þvi að íslenskir „milljarðamæringar" eiga ekki endilega peninga. íbúðina og allt sem ég á hef ég alfarið greitt sjálf. Hann fékk hins vegar aö gista þar um tima; í mínu húsi. Bankar og fiármálastofnanir drógu að sér höndina á mjög slæm- um tíma fyrir fyrirtæki mitt ekki síður en mörg önnur. Ég hef þó all- an tímann haft stuðning Lands- bankans og ætla mér að standa mig gagnvart þeim. Þeir hafa staðið sig gagnvart mér og þeir eiga eftir að fá það til baka.“ Jónína segir að endurskipuleggja hafi þurft rekstur Planet Pulse frá grunni, segja upp fólki og draga saman með ýmsum ráðum og meöal þeirra ráða var að Jónína settist sjálf í stól framkvæmdastjóra sem hún segist aldrei hafa ætlað aö gera. „Ég ætlaði mér alfarið að sinna útrásinni, útflutningi á heildar- myndinni en hef þurft að snúa mér að því aö reka þetta. Mér finnst ég Persónulegt uppgjör - Jónína segist horfa með bjartsýni til nýs árs eftir erfitt ár sem nú er að baki. En hvert er áramótaheitið? „Mitt áramótaheit er að hætta að starfa sem launalaus hjúkrunar- kona,“ segir Jónína og neitar að út- skýra nánar hvað í því felst. Skömmu fyrir jólin kom út bók eft- ir Jónínu sem heitir Dömufrí sem bókaútgáfan Salka gaf út. Bókin er ekki stór, 147 bls. í frekar smáu broti. Bókina skrifar Jónína til vinkvenna sinna og þótt erfitt sé að flokka hana má segja að hún sé sambland af ráð- gjöf til kvenna og persónulegu upp- gjöri, eins konar leiöarvísir fyrir konur sem vilja setja sér háleitari markmið í lífinu. Hvað vakti fyrir þér þegar þú ákvaðst að skrifa bók- ina? „Það var margt en sérstaklega að hvetja konur til að taka ábyrgð á eig- in gjörðum, þora að afskrifa hluti og halda áfram. Ég byrjaði að skrifa þessa bók í febrúar og sé þegar ég les hana nú að undirmeövitund mín hef- ur verið búin að taka ákvörðun þótt vitsmunaveran Jónína hafi ekki fylgt á eftir. Ég skrifa bókina til vin- kvenna minna sem ég hef vanrækt mjög mikið og held að hafi verið bún- ar að setja mig á svið sem ég hef eng- an áhuga á að leika á. Ég er fyrst og fremst að vinna í sjálfri mér með þessari bók og langaði til að deila því með öðrum konum því ég held að ég sé ekki ein um að vera óörugg." Díana og Dorrit Jónína bætir því viö að bókin sé persónulegt uppgjör í beinum tengslum við áramótaheitið góða. „Konur eru svo grimmar og kröfu- harðar í óöryggi sínu og við leitum í allt sem miður fer. Þegar við ger- um kröfur til kynsystra okkar eru þær stundum þannig að við getum lagt líf þeirra í rúst. Sjáöu hvernig fór fyrir Díönu prinsessu. Sérðu Dorrit, unnustu forseta íslands. Ef hún hefði ekki þá reynslu sem hún hefur gætum við gert ómannlegar kröfur til hennar í þessu hlutverki. Hún er hins vegar ótrúleg manneskja; greind og af- burða skemmtileg. Við getum verið þakklát fyrir að hún vill tengjast þessari þjóð. Ég hvet fólk til þess aö virða hana sem manneskju því hún er stórkostleg. Það sem ég er að segja við konur í þessari bók er aö ég er líka lítil, ég er stundum alger lúser, alveg ömurlegur, vælandi aumingi. Með þvi að segja við vin- konur mínar; fyrirgefið þið, ég gerði mistök, þá gef ég öðrum færi á að segja það sama við mig.“ VII ekki vera undir smásjá - Getum við lagfært þau mistök sem við gerum? „Við getum það með því að byrja á því að biðjast fyrirgefningar og það er ekki öllum gefið, sérstaklega ekki fólki sem hefur verið undir smásjá eins og ég. Ég vil ekki vera undir smásjá, ég vil fá að njóta sannmælis því ég veit að ég er dug- leg og hæfileikarík en ég vU líka láta hlusta á mig þegar ég er lítil og vanmáttug. Því miður eru margar lognar sög-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.