Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Page 29
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
37
I
Helgarblað
minnsta pása gafst frá hryllingnum."
Höfimdur Islands öallar meðal ann-
ars um samband höfundar og persóna
hans. Hvemig upplifir þú sambandið
við persónur þínar? Gengur þaö stund-
um nærri þér?
„Nei. Mér þykir alltaf vænt um per-
sónumar mínar (sama hvað hver seg-
ir), en ég er alltaf jafnfeginn að losna
við þær og fá að kalla „næsti, gjörið svo
vel!“ Læknar verða kannski leiðir þeg-
ar sjúklingur þeirra deyr en ég held að
þeir hlakki samt meira tO þess að fá að
reyna að bjarga þeim næsta.“
Átak að búa til nýjan heim
Höfundur Islands er íjórða skáld-
saga Hallgríms. Sú fyrsta var Hella,
síðan kom Þetta er allt að koma og
svo 101 Reykjavík. Mjög ólíkar bækur
og því liggur beinast við að spyrja
Hallgrím hvort hann leggi meðvitað
mjög mikið upp úr fjölbreytni.
„Hver ný bók á að vera eins og að
hetja nýjan feril. Ég er mjög æfður í
því. Auðvitað á maður að skrifa sem
tjölbreytilegastar bækur. Ekkert er
jafn dapurlegt og höfundur sem kem-
ur ekki lengur á óvart. Það er mikið
átak sem fylgir því að búa til nýjan
heim frá grunni. Maður verður að
búa til nýtt tungumál, nýtt fólk, nýja
sýn á heiminn og nýjan stíl fyrir
hvert verk. Maður þarf að breyta
sjálfum sér fyrir hverja bók.“
Kvikmyndin 101, í leikstjórn
Baltasar Kormáks, var ein af jóla-
myndum RÚV og viðbrögð létu ekki á
sér standa. Hörð lesendabréf birtust í
Velvakanda þar sem myndin var köll-
uð klám og sori. Hallgrímur virðist
þrátt fyrir allt hafa nokkurn skilning
sögulegar staðreyndir saman í kór:
„Kommúnisminn var vondur." „Stalín
var fjöldamorðingi." „Hægri menn
höfðu rétt fyrir sér.“ Svo þyrfti Hannes
Hólmsteinn að bíða í næsta herbergi og
gömlu kommamir fæm síðan inn til
hans einn og eirrn til að faðma hann og
segja „ókei, gleymum þessu bara.“ Við
ættum ekki að láta kommúnismann
vefjast svona fyrir okkur. Við ættum að
vera búin að afgreiða hann. Það eina
góða sem hann gat af sér var kratism-
inn sem breytti þjóðfélögum okkar í
velferðarþjóðfélög. Let’s move on.“
Lífið er ófágaö
Eftir að lofsamleg grein Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar um Höfund
Islands birtist í Morgunblaðinu lét bók-
menntafræöingur hafa eftir sér að Hall-
grímur hefði fengið dóm frá ríkisstjórn
íslands. Það vakti síðan athygli þegar
forsætisráðherra minntist á bókina í
áramótaávarpi sínu. Finnst Hallgrími
sem hægri menn séu að eigna sér
hann?
„Nei, ég er alveg ónæmur fyrir því.
Það em kannski aðrir sem ímynda sér
að einhverjir séu að eigna sér mig og
segja að ég sé kominn „í náðina". Það
voru kannski þarna tveir timar á
gamlárskvöld sem ég var „í náðinni",
þessir tveir tímar sem liðu frá því að
ræðu forsætisráöherra lauk og fram að
skaupi. Það var ósköp hlýtt og notalegt
að vera „í náðinni" þessa tvo tíma. En
reyndar eyddi ég þeim út við brennu
þannig að það er kannski ekki alveg að
marka.“
„Ég hef áhuga á borgar-
málum vegna þess að
Reykjavík er borg í mót-
un - eins og Flórens var
fyrir daga Endurreisnar-
innar, tœkifœrin eru
útum allt! - og ef ég vceri
ekki rithöfundur og
myndlistarmaður með
engan tíma myndi ég
bjóða mig fram sem borg-
arstjóra. Þess vegna
gremst mér að sjá and-
leysi núverandi borgaryf-
irvalda. Það œtti að vera
bannað með lögum að
hafa verið borgarstjóri í
átta ár án þess að hafa
sett mark sitt á borgina
eða breytt yfirbragði
hennar. “
- Eiga listamenn að vasast í pólitík?
„Þeir eiga að fylgjast með henni og
hafa skoðanir á henni en ekki festa sig
í flokka. Þá er maður kominn í íþrótta-
búning og lendir alltaf í því að verja
eitthvað óveijandi lið út í bæ fyrir
„andstæðingnum". Og hver myndi svo
sem vilja kaupa „Ljóð ungra sjálfstæð-
ismanna"? Á hinn bóginn eru skáldsög-
ur sem eru algjörlega óháðar þjóðfé-
lagslegum vemleika fremur hjáróma
og lítið vægi i þeim. Mér fmnst að bæk-
ur eigi að hreyfa við sínum tíma, raska
ró og kveikja spumingar. Þær bestu
fela i sér allt í senn: Þjóðfélagslegt per-
spektíf, tröllslegt landslag, viðkvæmar
persónusögur og ljóðrænar stemning-
ar, hunda og húsflugur, stórar vindátt-
ir, böll og bletti í fótum. Bækur mega
alveg vera harmrænar og fyndnar, ljóð-
rænar og groddalegar allt í senn, jafn-
vel í sama kaflanum. Eina fyrirmyndin
er lifið og öll vitum við hve ófágað það
er. Öll munum við efftir því hvemig
okkur leið að kvöldi 11. september.
Aldrei höfum við horft á sjónvarp af
meiri geðshræringu, en við hlógum
heldur aldrei jafnhátt og þá, þegar
á þeim sendingum.
„Þegar bókin kom út árið 1996
voru fyrstu viðbrögð öfl á eina lund:
„Þetta er bara ein stór sjálfsfróun!
Hann fróar sér á hverri síðu!“ Þetta
var auðvitað eðlilegt þá þegar sjálfs-
fróun var nánast óþekkt fyrirbæri
hér á landi. Nú hefur þjóðin hins veg-
ar lært að fróa sér og sú eðla list er
jafnvel auglýst daglega á síðum þessa
blaðs. Tímarnir hafa breyst, en auð-
vitað ekki alveg alla leið upp í Breið-
holt. Ég skil vel þær húsmæður sem
ekki vildu fá samfarir á sinn skerm
að kvöldi annars í jólum. Liklega var
þetta bjartsýni hjá yfirmönnum Sjón-
varpsins. 101 Reykjavík er engin jóla-
rnynd."
- Þú ert það sem kaUa má orðmarg-
ur höfundur. Ertu sem lesandi lítið
gefinn fyrir fágaðan, knappan stíl?
„Ég elska Nabokov. I hófi. Eftir
hundrað blaðsíður eru smekklegheit-
in orðin dálítið þreytandi. Mér finnst
það of auðveld leið að halda aftur af
sér, halda öllum grodda í skefjum, og
setja ekki á síðuna annað en það sem
smekkvísin leyfir. Það er of mikið
föndur fyrir minn smekk. Ég vU að
stíllinn taki mið af efninu og risti
jafndjúpt og efnið þegar við á. Maður
lýsir ekki drukknandi manni á sama
hátt og saumandi konu. Maður bjarg-
ar honum ekki „af smekkvísi". Mann-
eskján er samsett af hundrað kennd-
um. Ég vil ekki velja þá fegurstu úr
og leiða fram á síður. Ég vil leyfa
þeim öUum að njóta sín. Eina fyrir-
myndin er lífið.“
Flókinn maður - einfalt líf
HaUgrímur er ekki einungis rit-
höfundur heldur einnig myndlistar-
maður sem hefur itrekað gagnrýnt
minimalisma í listum. Af hverju
stafar þessi andúð hans á minimal-
isma?
„Vegna þess að hann hefur andúð á
mér. Hann er mannfjandsamlegur.
Hann er formalískur, hefur ekkert
innihald, enga hugmynd, er smartið
eitt. Duchamp vildi gera listina gáf-
aða á ný, en minimalistarnir gerðu
hana heimskari en nokkru sinni;
tæmdu hana af tilgangi, tjáningu,
hugsun, húmor og gleði. Það eina sem
þetta gerir er að lúkka vel, eins og
hver önnur innanstokkshönnun. Illu
heilli er minimalisminn landlægur
hér á landi vegna þess hve við höfum
verið óheppin með heimsóknir. Ein-
hverra hluta vegna hafa á síðustu
árum hópast hingað margir lélegustu
listamenn aldarinnar, menn eins og
Donald Judd, Richard Serra og Ric-
hard Long, menn sem voru og eru
gjörsneyddir öðrum hæfileikum en
þrjóskunni. Þeir hafa haft mikil áhrif
á okkar ósjálfstæðu heimalninga og
gert myndlist okkar að þessari
hraunáferð sem hún er í dag. I bók-
menntunum hefur sem betur fer bor-
ið minna á þessu, líklega vegna þess
að það er bara hreinlega mjög erfitt
að skrifa langan texta ef maður má
ekki fá neina hugmynd og má bara
nota einn staf í lyklaborðinu."
- Þú hefur sýnt á þér ýmsar hliðar
sem listamaður en hver er maðurinn?
„Flókinn maður sem reynir að lifa
sem einfóldustu lífi, sem situr við
tölvuna tíu tíma á dag og borðar í
Lóuhreiðri í hádeginu og AB-mjólk á
kvöldin, hefur gaman af því að
drekka Rioja, dansa diskó og horfa á
Eið Smára, en leiðist að lesa bækur,
horfa á vídeó og svara í síma. Flókn-
ara er það nú ekki. Mér líður best við
auðan skjá. Ég er dagvinnuþræll í
höll hugmyndanna."
- Þú hefur ímynd borgarbarnsins
en ertu náttúruunnandi?
„I hófi. Það er gaman á fögru sum-
arkvöldi að tölta með lóum og tala við
kálfa, eins og það er líka stórkostlegt
að sækja kýrnar klukkan sex að
morgni. Ég var í sveit í sex sumur.
En íslensk náttúra er náttúrlega stór-
lega ofmetin. Hér er ekki hægt að
hafa útivist nema hálfan mánuð á ári,
„Segjum nú sem svo að
Höfundurinn í bókinni
hefði verið nasisti. Átti
lifsuppgjör hans þá ekki
að innihalda neinn vott
af samviskunagi vegna
glœpa Hitlers? Þeir kafl-
ar bókarinnar sem fjalla
um uppgjör gamals
manns við eigin sam-
visku fyrir stalínisma
sinn eru þeir sem valda
mestu uppnámi. Hvers
vegna ? Líklega vegna
þess að þeir snerta stalín-
isma HKL; þann kafla í
œvisögu hans sem enn
virðist vera tabú. “
nema maður sé þá klæddur eins og
björgunarsveitarmaður. Mér líður
best á Laugaveginum. Ég er líklega
meiri borgarmaður en sveitamaður
og skil illa hugtakið „sveit í borg“. Ég
hef áhuga á borgarmálum vegna þess
að Reykjavík er borg í mótun - eins
og Flórens var fyrir daga Endurreisn-
arinnar, tækifærin eru út um allt! -
og ef ég væri ekki rithöfundur og
myndlistarmaður með engan tima
myndi ég bjóða mig fram sem borgar-
stjóra. Þess vegna gremst mér að sjá
andleysi núverandi borgaryfirvalda.
Það ætti
að vera bannað með lögum að hafa
verið borgarstjóri í átta ár án þess að
hafa sett mark sitt á borgina eða
breytt yfirbragði hennar."
- Það verður ekki beinlínis sagt að
þú sért fjölmiðlafælinn, er það ekki í
mótsögn við ímynd hins hógværa
listamanns að birtast iðulega í ijöl-
miðlum?
„Það hefur hver sinn stíl. Annars
er ég orðinn þreyttur á þessi væli um
fjölmiðla. I einu orði vill fólk að
menningunni sé sinnt í fjölmiðlum og
í því næsta er svo kvartað yfir því að
einstakir listamenn og rithöfundar
séu of mikið í fjölmiðlum. En hver
segir að rithöfundar eigi að láta
minna á sér bera í þessu þjóðfélagi en
stjórnmála-, viðskipta- og vísinda-
menn? Maður reynir samt að finna
eitthvert jafnvægi í þessu. Ég hef það
núna fyrir reglu að segja alltaf fimm
sinnum nei fyrir hvert já. Þess vegna
var ég ekki hjá Agli um síðustu helgi
eða Steinunni Ólínu í kvöld. Þegar
maður pælir virkilega í því þá er ég í
raun mjög lítið í fjölmiðlum." -PÁÁ