Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002
DV
54
Islendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
S
Laugardagurinn 12. janúar
80 ára_________________________
Elín Sigurjónsdóttir,
Baugstjörn 22, Selfossi.
75 ára_________________________
Guórún Anna Jónsson,
Vjiðtúni 10, Isafirði.
Guórún Erla Ásgrímsdóttir,
Öldustíg 2, SauðSrkróki.
Stefán Þórarinsson,
Borg, Mývatnssveit.
60 ára_________________________
Siguróur K. Kristbjörnsson,
Hofsvaliagötu 16, Reykjavík.
Stefanía Stefánsdóttir,
Hamraborg 22, Kópavogi.
Ólafur S. Gústafsson,
Funalind 13, Kópavogi.
Baldur Ólafsson,
Hjallabraut 96, Hafnarfirði.
Jóhanna Þorbjörg Arnoddsdóttir,
Vanabyggö 4e, Akureyri.
50 ára_______________,_________________
María Óskarsdóttir,
Reyrhaga 12, Selfossi.
Eiginmaður hennar er
Unnar Ólafsson. I tilefni
afmælisins taka þau á
móti ættingjum og vinum
í Félagsheimilí Karlakórs
Selfoss, Gagnheiði 40, Selfossi, milli
klukkan 17.00 og 21.00 á
afmælisdaginn.
Snjólaug Benediktsdóttir,
Krókamýri 14, Garðabæ. Hún tekur á
móti gestum á heimili dóttur sinnar,
Björtusölum 2, Kópavogi, laugardaginn
12.1. frá kl. 14.00.
Guólaug Helgadóttir,
Lundarbrekku 4, Kópavogi.
Hjalti Pétursson,
Álfatúni 6, Kópavogi.
Marteinn Hafsteinn Gíslason,
Hvammabraut 10, Hafnarfirði.
Diljá Sigríóur Markúsdóttir,
Garðbraut 37, Garöi.
Aóalsteinn Sveinsson,
Hlíöarvegi 38, Isafirði.
Jónheióur Kristjánsdóttir,
Dvergagili 11, Akureyri.
40 ára_______________________
Garóar Hilmarsson,
Reynihlíð 12, Reykjavík.
Áslaug Þóra Karlsdóttir,
Grenimel 13, Reykjavík.
Steinunn E. Friöriksdóttir,
Hólmgarði 11, Reykjavík.
Siguröur Bjarni Gunnarsson,
Eiðismýri 28, Seltjarnarnesi.
Snorri Wium,
Gnípuheiöi 4, Kópavogi.
Drífa Skúladóttir,
Báröarási 19, Snæfellsbæ.
Kristján Ólafsson,
Uröarvegi 41, Isafirði.
Guörún Hlíf Guðjónsdóttir, Ási,
Ásahreppi, lést miðvikud. 9.1.
Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir,
Aðalstræti 7, Akureyri, lést á
dvalarheimilinu Hlíö; miðvikud. 9.1.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáöu þér miöa í 800 6611 eöa á hhí.is
Smáauglýsingar
Allt til alls
►I 550 5000
Sjötugur
Sveinn Elías Jónsson
ferðaþjónustubóndi í Ytra-Kálfsskinni á Árskógsströnd
Sveinn Elías Jónsson, feröaþjón-
ustubóndi í Ytra-Kálfsskinni, Ár-
skógsströnd, verður sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Sveinn fæddist í Ytra-Kálfsskinni
og ólst þar upp. Hann lauk lands-
prófi frá Laugaskóla, stundaði nám
við Ryslinge Hojskole í Danmörku,
lærði húsasmíði í Reykjavík, lauk
sveinsprófi 1959 og öðlaðist meist-
araréttindi 1962.
Sveinn hefur stundað húsasmíði
og búskap í Ytra-Kálfsskinni frá
1959, hefur starfrækt ferðaþjónustu
að Ytri-Vík frá 1983 og síðar jafn-
framt í Kálfsskinni, ásamt fjöl-
skyldu sinni, stofnaði Sportferðir
ehf. ásamt sonum sínum 1994, var
einn af stofnendum Tréverks hf. á
Dalvík 1962 og byggingarfélagsins
Kötlu ehf. 1985. Þá hefur hann
stundað kennslu við Árskógarskóla.
Sveinn sat í stjórn ungmennafé-
lagsins Reynis, var formaður þess,
sat í stjórn og var formaður UMSE,
sat í stjóm Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar 1969-84 og formaður 1973-84,
búnaðarþingsfulltrúi 1978-94, Stétt-
arsambandsfulltrúi 1979-84, sat í
hreppsnefnd Árskógshrepps 1970-94
og oddviti 1985-94, situr í bæjar-
stjóm Dalvíkurbyggðar frá 1998, var
skólanefndarformaður Árskógar-
skóla í aldarfjórðung, formaður
Fræðsluráðs Eyjafjarðarsýslu
1968-74 og safnaðarfulltrúi Stærri-
Árskógskirkju í nokkur ár.
Sveinn var formaður Félags fri-
merkjasafnara á Akureyri og frí-
merkjafélagsins Akka á Dalvík og
nágrenni, sat í stjórn Félags ís-
lenskra frímerkjasafnara og Lands-
sambands íslenskra vélsleðamanna,
ritstýrði blaðinu Vélsleðanum í tvö
ár, sat í stjórn Sparisjóðs Árskógs-
strandar 1980-90,1 stjórn Sparisjóðs
Svarfdæla frá 1993 og formaður
hans frá 1995 og hefur setið í stjóm
ýmissa hlutafélaga, s.s. Ferðaþjón-
ustu bænda ehf.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 30.8. 1958 Ásu
Marinósdóttur, f. 9.2. 1932, Ijósmóð-
ur. Foreldrar hennar: Marinó
Steinn Þorsteinsson, bóndi í Engi-
hlíð á Árskógsströnd, og Guðmunda
Ingibjörg Einarsdóttir ljósmóðir.
Börn Sveins og Ásu: Jón Ingi, f.
5.6. 1959, framkvæmdastjóri hjá
Kötlu ehf., búsettur á Árskógs-
strönd, kvæntur Guðbjörgu Ingu
Ragnarsdóttur skrifstofumanni og
eru börn þeirra Ásrún Ösp, Sveinn
Elías og Einar Oddur; Margrét, f.
27.9. 1960, forstöðumaður hjá ís-
landsbanka - eignastýringu, búsett
á Seltjarnarnesi, gift Óla Birni
Kárasyni, ritstjóra DV, og eru börn
þeirra Eva Björk, Kári Björn og Ása
Dröfn; Erla Gerður, f. 15.4. 1966,
læknir í Garðabæ, gift Geir Borg,
þróunarstjóra hjá Gagarin ehf. og er
sonur þeirra Jökull Elí Borg; Mar-
inó Viðar, f. 11.9. 1971, fram-
kvæmdastjóri Sportferða ehf. en
fyrrv. sambýliskona hans er María
Bragadóttir, f. 2.12.1974, hjúkrunar-
fræðingur, og er sonur þeirra
Gabriel Daði.
Hálfsystkini Sveins, samfeðra:
Brynhildur, f. 24.6. 1916, búsett í
Hveragerði; Gunnhildur, f. 24.6.
1916, d. 17.10. 2001, bjó á Árskógs-
strönd og í Keflavík; Helga Stein-
unn, f. 2.2. 1921, búsett i Hrísey;
Bergrós, f. 2.2.1921, búsett í Hafnar-
firði; Einar, f. 12.11. 1922, búsettur í
Kópavogi; Þórey, f. 30.8. 1927, búsett
á Árskógsströnd.
Foreldrar Sveins: Jón Einarsson,
f. 12.10. 1892, d. 21.11. 1981, bóndi í
Ytra-Kálfsskinni, og Jóhanna Mar-
grét Sveinbjarnardóttir, f. 4.12.1893,
d. 16.12. 1971, húsfreyja.
Ætt
Jón var bróðir Steingríms Ey-
fiörðs, læknis á Siglufirði. Jón var
sonur Einars, b. á Hömrum og á
Bakka í Öxnadal, bróður Jónasar í
Stóragerði, afa Magnúsar ráðherra,
Baldurs, rektors KHÍ, og Halldórs
Þormars sýslumanns Jónssona. Ein-
ar var sonur Jóns, b. á Barká, Ólafs-
sonar, bróður Einars, langafa Ein-
ars Olgeirssonar alþm. Einar var
einnig afi Sigríðar, langömmu Stef-
áns Baldurssonar þjóðleikhússtjóra.
Móðir Einars á Hömrum var Þórey
Gísladóttir, systir Myrkár-Helgu.
Móðir Jóns var Rósa Loftsdóttir,
b. á Skáldalæk, bróður Hallgrims,
langafa Guðjóns B. Ólafssonar, for-
stjóra SÍS. Loftur var sonur Hall-
grims, b. á Stóru-Hámundarstöðum,
Þorlákssonar og Gunnhildar Lofts-
dóttur. Móðir Rósu var Guðrún
Jónsdóttir.
Jóhanna Margrét var systir Sig-
urveigar, ömmu Sigurjónu, konu
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra. Jóhanna Margrét var
dóttir Sveinbjörns, b. á Hillum,
Bjömssonar, og Hallfríðar Sigvalda-
dóttur.
Sveinn er að heiman á afmælis-
daginn. Ása, kona hans, verður sjö-
tug þann 9.2. nk. í tilefni afmælanna
taka þau á móti gestum í Árskógi,
laugard. 9.2. frá kl. 20.00.
Sjötíu og fimm ára
Aðalsteinn Finnur Örnólfsson
vélfræðingur í Kópavogi
Aðalsteinn Finnur
Örnólfsson vélfræðingur,
Gullsmára 7, Kópavogi er
sjötíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Aðalsteinn fæddist á
Suðureyri. Hann fór sex-
tán ára til sjós, varátog-
urum og sigldi með fisk
til Englands öll stríðsár-
in, var á sumrin á skipum Ríkis-
skipa með vélskólanámi og síðan til
ársloka 1958.
Aðalsteinn var vaktstjóri við
Sementsverksmiðju ríkisins
1958-73, var á skuttogurum og hval-
bátum 1974-78, aftur hjá Ríkisskip-
um, fór með Esju III til
Grænhöfðaeyja 1983 er hún var
seld, var formaður á verkstæði Rík-
isskipa 1983-88 og eftir það húsvörð-
ur hjá Sunnuhlíðarsamtökunum til
sjötugs.
Fjölskylda
Kjartan kvæntist 30.10.1954 Elínu
Eiríksdóttur, f. 10.9.1927, húsmóður
og saumakonu. Foreldrar hennar
voru Eiríkur Guðmundsson, f. 7.1.
1895, d. 25.6. 1976, og Ragnheiður
Pétursdóttir, f. 11.9.1892, d. 1.1.1989,
búsett á Dröngum.
Börn Aðalsteins og Elínar eru Ei-
ríkur Sævar, f. 14.7. 1954, vélfræð-
ingur hjá Slysavarnaskólanum Sæ-
björgu, en kona hans er Ingibjörg
Jónmundsdóttir og eiga
þau þrjú börn; Sigurður
Örn, f. 8.10. 1955, drukkn-
aði í Þingvalalvatni 26.5.
1975, en kona hans var
Ingibjörg Sveinsdóttir og
þeirra börn eru tvö; Aðal-
steinn Viðar, f. 1.1. 1958,
vélstjóri og kafari, starfar
'í ísaga, en kona hans er
Birna Kristbjörnsdóttir og
eiga þau fjögur börn; Ragnar f. 6.12.
1960, vélvirki, en kona hans er Ingi-
björg Jónsdóttir hárgreiðslumeistari
og eiga þau tvær dætur; Margrét f.
11.2. 1964, húsmóðir og verslunar-
kona, gift Steinari Magnússyni, skip-
stjóra og eiga þau fimm börn.
Aðalstein var yngstur sextán
systkina. Þrettán komust á legg en
þrjú dóu í fæðingu. Nú eru aðeins
tvö á lífi, Aðalsteinn og Svanfríður
Petrína, gift Óskari Þórðarsyni frá
Haga.
Foreldrar Aðalsteins voru Örnólf-
ur Jóhannesson, f. 22.8. 1879, d. 11.7.
1955, verkamaður, sjómaður og fisk-
matsmaður á Suðureyri, og Margrét
Þorlaug Guðnadóttir, f. 11.11.1883, d.
31.1. 1960, húsmóðir. Þau bjuggu á
Suðureyri í Súgandafirði og síðar í
Reykjavík frá 1943.
Aðalsteinn vill njóta nærveru
frændgarðs, vina og kunningja í
þjónustukjallaranum að Gullsmára
13, Kópavogi, í dag milli kl. 17.00 og
19.00.
Arnór Stígsson
húsasmíðameistari á ísafirði
Arnór A. Stígsson hús-
gagnasmíðameistari, Hlíð-
arvegi 32, ísafirði verður
áttræður á mánudaginn.
Starfsferill
Amór fæddist á Homi í
Sléttuhreppi og ólst upp í
Homvík. Hann lærði hús-
gagnasmíði og hefur unn-
ið að iðn sinni á ísafirði.
Arnór hefur sungið í
kórum á ísafirði í rúma hálfa öld.
Auk þess hefur hann farið mikiö á
skíði og tekið þátt i skiðamótum. Er
Arnór átti heima á Horni seig hann
í björg eftir eggjum og var það kall-
að að vera fyglingur og fór hann
nokkur vor norður, eftir að hann
settist að á ísafirði. Einnig hefur
hann frá 1976 farið í skíðaferðir
norður á Strandir með góðum félög-
um, sem kalla sig Norðurfara, frá
árinu 1976.
Fjölskylda
Arnór kvæntist 26.6.1949 Máifríði
Halldórsdóttur, f. 22.5.1931, húsmóð-
ur og lengi starfsmanni við félags-
starf aldraðra á ísafirði. Foreldrar
hennar: Svanfríður Aibertsdóttir og
Halldór Fr. Sigurðsson á ísafirði.
Börn Arnórs og Málfríðar: Jóna,
f. 18.3. 1949, d. 10.3. 1961; Stigur, f.
11.8. 1952, verktaki, maki Björk
Helgadóttir, f.. 20.11. 1959, en böm
þeirra eru Arnór Ari og Helga Björk
og stjúpsonur Stígs er
Davíð Sveinsson; Svan-
fríður, f. 18.3. 1945, maki
Jóhann G. Sigfússon, f.
21.8. 1954, en börn þeirra
eru Valdimar, Aðalheið-
ur og Jóhann Friðgeir;
Elfa Dís, f. 21.7. 1957,
maki Gunnar Örn Hauks-
son, f. 15.7. 1950, en böm
Elfu frá því áður eru Sig-
rún Jóna og Kristbjörn
Eydal Guðmundarbörn og börn Elfu
og Gunnars eru Haukur Ársæll og
Jóhann Örn.
Systkini Arnórs eru Haraldur
Stígsson, búsettur í Reykjavík;
Bergmundur Stígsson, nú látinn,
búsettur á Akranesi; Sigrún Krist-
jana Stígsdóttir, nú látin, búsett í
Kópavogi; Rebekka Stígsdóttir, bú-
sett á ísafirði; Anna Stígsdóttir, bú-
sett í Reykjavík; Helga Friðrikka
Stígsdóttir, búsett á ísfirði; Guðný
Stígsdóttir, nú látin, búsett í Kópa-
vogi; Stígur Stígsson, búsettur á Isa-
firði.
Foreldrar Arnórs voru Stígur
B.V. Haraldsson, f. 13.9.1892, f. 1954,
bóndi, og Jóna E. Jóhannesdóttir, f.
1.9. 1892, d. 1984, húsfreyja. Þau
bjuggu lengst af á Horni og á ísa-
firði.
Ættingjum og vinum er boðið til
afmælisveislu i Frímúrarahúsinu á
ísafirði, laugard. 12.1. milli klukkan
15.00 og 18.00.
Sjötugur
Oddur Thorarensen
fyrrv. sóknarprestur á Hofsósi
Oddur Thorarensen, fyrrv. sókn-
arprestur, Hringbraut 50, Reykja-
vík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Oddur fæddist við Fjölnisveginn í
Reykjavík og ólst upp í Reykjavík
og á Móeiðarhvoli. Hann lauk stúd-
entsprófl frá MR 1953, kennaraprófi
frá KÍ 1957 og embættisprófi í guð-
fræði frá HÍ 1958.
Oddur var kennari við Vogaskóla
1958-60, sóknarprestur að Hofi í
Vopnafirði 1960-63 og sóknarprest-
ur í Hofsósprestakalli 1963-66,
starfsmaður Vélamiðstöðvar
Reykjavíkurborgar 1966-68, safn-
vörður í sýningarsal Náttúrufræði-
stofnunar íslands frá 1968-99.
Oddur var jafnframt kennari við
Barna- og unglingaskólann á
Vopnafirði 1960-63. Þá hefur hann
stundað ritstörf og unnið að kristin-
dómsmálum á vegum kristniboðsfé-
laganna í Reykjavík.
Fjölskylda
Oddur kvæntist 7.6. 1957 Helgu
Jarþrúði Jónsdóttur, f. 22.2. 1939,
snyrtisérfræðingi. Þau skildu. For-
eldrar hennar voru Jón Pétursson,
f. 1.3. 1896, d. 23.1. 1973, prófastur á
Kálfafellsstað og síðar kennari í
Reykjavík, og k.h., Þóra Einarsdótt-
ir, f. 10.2. 1913, d. 14.4.
2000, húsfreyja og formað-
ur Vemdar.
Synir Odds og Helgu
Jarþrúðar eru Óskar Ingi,
f. 16.4. 1958, myndlistar-
maður í Reykjavík, en
sambýliskona hans er
Ingeborg Linda Péturs-
dóttir Mogensen, f. 22.4.
1955, offsetskeytingamað-
ur;Jóhann, f. 19.6. 1959, jarðfræð-
ingur í Reykjavík, en sambýliskona
hans er Arna Björk Þorsteinsdóttir,
f. 24.6. 1960, landfræðingur.
Systkini Odds: Eggert, f. 26.5.
1921, forstjóri BSR; Guðrún, f. 1.4.
1923, fyrrv. gjaldkeri; Þorsteinn, f.
26.8. 1927, rithöfundur og bókaútgef-
andi; Skúli, f. 12.1. 1932, fógeti í
Hafnarfirði; Sólveig, f. 9.9. 1933,
menntaskólakennari;
Ásta G., f. 10.7. 1937, hús-
móðir og gjaldkeri toll-
stjóra.
Foreldrar Odds: Óskar
Þ. Thorarensen, f. 24.9.
1887, d. 20.9. 1953, hrepp-
stjóri á Móeiðarhvoli, síð-
ar forstjóri BSR, og k.h.,
Ingunn Eggertsdóttir
Thorarensen, f. 7.1. 1896,
d. 12.3.1982, húsfreyja.
Óskar var sonur Þorsteins S.
Thorarensens, hreppstjóra á Móeið-
arhvoli, og k.h., Sólveigar Guð-
mundsdóttur.
Ingunn var dóttir Eggerts Páls-
sonar, prófasts og alþm. á Breiða-
bólstað, og k.h., Guðrúnar Her-
mannsdóttur.