Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
Fréttir I>V
Óvænt leiðtogabarátta hjá Samfylkingunni á Akureyri:
Slagur um topp-
sætið á Akureyri
- Oktavía Jóhannesdóttir vill ná efsta sætinu af Ásgeiri Magnússyni
Oktavía Jóhannesdóttir bæjar-
fulltrúi hefur sent öllum flokks-
mönnum Samfylkingarinnar bréf
þar sem hún segist gefa kost á sér
í 1. sætiö. Með þessu boðar Oktav-
ia til baráttu við Ásgeir Magnús-
son, formann bæjarráðs, en þau
eru í hópi 18 manns sem flokks-
menn Samfylkingarinnar munu
velja á listann skv. skoðanakönn-
un fyrir bæjarstjómarkosningam-
ar i vor. Ásgeir og Oktavía hafa
setið í bæjarstjórn undanfarið
kjörtímabil fyrir Akureyrarlist-
ann, sameinað afl vinstri manna,
sem ekki mun aftur bjóða fram.
Ásgeir skipaði
efsta sætið þá og
hefur af flestum
verið talinn sjálf-
krafa leiðtogi
Samfylkingar-
innar nú.
„Ég er að
reyna að hleypa
fútti í þetta,“
sagði Oktavía í
samtali við DV
og gat þess að ekki veitti af í ann-
ars einsleitri pólitískri umræðu.
Hún sagði áherslur sínar og Ás-
geirs mjög ólíkar. Henni hugnuð-
ust ekki alls
kostar starfsað-
feröir Ásgeirs
auk þess sem
hún virtist meiri
jafnaðarmaður.
Pólitiskar
áherslur Ásgeirs
bentu til þess.
Oktavía Aðspurð hvort
Jóhannesdóttir. hún tæki ekki
töluverða
áhættu með því að hjóla á þennan
hátt í leiðtoga Akureyrarlistans
sagðist Oktavía ekki líta svo á.
Rétt væri að fólk hefði um eitthvað
að velja og viðbrögð fólks, ekki síst
kvenna, hefðu verið jákvæð við
bréfi hennar.
Ásgeir Magnússon sagði i sam-
tali við DV að hann ætlaði ekki að
senda sinum flokksmönnum bréf
líkt og Oktavía hefði gert. Hann
væri ekki í prófkjörsslag heldur
væm 18 manns aö taka þátt í skoð-
anakönnun. „Þetta er ákvöröun
hennar en ég ætla ekki að senda
mönnum bréf og biðja um stuön-
ing. Ég er búinn aö leiða þennan
lista og það hefur gengið vel. í póli-
tík leggja menn verk sín í dóm
kjósenda," sagði Ásgeir. -BÞ
Ásgeir
Magnússon.
Ýfingar innan Framsóknar vegna hugmynda um uppboð á byggðakvóta:
Veit ekki til að flokkur-
inn útnefni talsmenn
- segir Kristinn H. Gunnarsson og svarar Valgerði fullum hálsi
„Ég veit ekki
til þess að neinir
hafi verið til-
nefndir tals-
menn Fram-
sóknarflokksins
í einstökum
málaflokkum,“
segir Kristinn H.
Gunnarsson,
þingmaður
Framsóknar-
flokksins, vegna yfirlýsinga Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra. Kristinn reifaði í DV hug-
myndir um að byggðakvóti yrði
boðinn upp í stað þess að úthluta
kvótanum ókeypis með tilheyr-
andi illindum innan byggðarlaga.
Yfirlýsingin hefur valdið titringi
innan flokks Kristins.
Kristinn bendir á að hann sé
formaður stjórnar Byggðastofnun-
ar og fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í sjávarútvegsnefnd Alþingis
og m.a.s. varaformaður nefndar-
innar. Þá hafi hann setið í endur-
skoöunarnefndinni um sjávarút-
Kristinn H.
Gunnarsson.
Valgerður
Sverrisdóttlr.
vegsmál fyrir
flokkinn.
„Ekki væri
óeðlilegt að ég
væri
tals-
maður
I sjávar-
útvegs-
málum,“
segir
hann.
DV hefur greint frá því að
flokksforystunni hafi þótt
viðeigandi að hann viðraði
þessar skoðanir fyrst innan
flokksins áður en hann „hlypi
með þær í fjölmiðla". Kristinn
segir að engum innan Fram-
sóknarflokks eigi að koma
skoðanir hans á óvart. Hann
hafi lýst þeim innan sjávarút-
vegshóps flokksins og í stjórn
Byggðarstofnunar.
„Þar hef ég gert grein fyrir við-
horfum mínum í þaula og þau
eiga engum að koma á óvart. En
ég veit að ekki eru allir sammála
mér í þessum efnurn," segir hann
Eins og DV hefur
greint frá
I
Kristinn
er
eru víða um
stjómir sagt sig frá mál-
um og ekki viljað leggja
til hvert kvótinn eigi að
fara. Þar má nefna bæj-
arstjóm Vesturbyggðar
sem vísaði því alfarið á
Byggðastofnun að út-
hluta þessum ókeypis
friðindum.
Frá bæjarstjórn
Vesturbyggðar kom
sú hugmynd fyrir
nokkru að lögum
yrði breytt í þá veru
að sveitarstjórnum
væri leyft að bjóða
upp byggðakvótann
og nota ágóðann til
uppbyggingar
heima fyrir. Sú
hugmynd fékk
kkssysbr bans- litjar uncjirtektir
þar til nú þegar
Kristinn H. Gunnarsson
leggur til að uppboösleiðin verði
farin. -rt/BÞ
kv6t*
land illindi vegna byggða-
kvótans. Sums staðar hafa sveitar-
Verðbólgan æðir áfram og forsendur kjarasamninga í stórhættu:
Skelfilegt að horfa upp á þetta
- segir Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins
„Ef þessi þróun heldur áfram þá
kemur ekkert annað til greina en
uppsögn launaliðar kjarasamning-
anna. Við vorum af sumum gagn-
rýndir fyrir þá samninga sem gerð-
ir voru í desember, að fresta við-
miðunarmörkunum, og það kemur
ekki til greina að gera það aftur.
Það veröur ekki samið að nýju við
verkalýðsfélögin á þeim nótum,“
segir Halldór Bjömsson, formaður
Starfsgreinasambandsins og vara-
forseti Alþýðusambands íslands
vegna þess að verðbólga mælist nú
hafa verið 9,4% á árinu 2001 og ekk-
ert lát er á.
Vísitala
neysluverðs
hækkaði um
0,9% í síðasta
mánuði en það
var talsvert
meira en spáö
hafði verið, bæði
af fjármálafyrir-
tækjum og stofn-
unum. Vísitala
neysluverðs er
komin í 221,5 stig sem er aöeins
einu stigi frá þeim viðmiðunar-
mörkun eða „rauðu striki“ sem að-
ilar vinnumarkaðarins og ríkis-
stjómin miðuðu við í samkomulagi
sínu í desember.
„Það er alveg skelfilegt að horfa
upp á þessa þróun og þessar tölur.
Inni í þessu eru ekki síst hækkanir
hins opinbera á ýmislegri þjónustu
og það er alveg ljóst að ríkisstjómin
veröur að lækka álögur sínar á al-
menning ef hún ætlar að láta taka
sig alvarlega. í því sambandi má
nefna komugjöld sjúklinga og þátt-
töku í lyfjakostnaði sem dæmi. Þá
snýr málið einnig að sveitarfélögun-
um sem hafa veriö að hækka ýmsar
álögur á íbúana. Síðast en ekki síst
þarf svo að fylgjast miklu betur með
því hvað gerist á matvælamarkaön-
um og verðþróuninni þar,“ segir
Halldór.
Hann segir að hvemig svo sem
menn líti á sé alveg ljóst að nú
hringi háværar viðvörunarbjöllur
og hann segir að á næstu mánuðum
geti afleiöingamar orðið alvarlegar
án þess að hann sé nokkuö að spá
fyrir um hvað muni gerast.
Það er hins vegar ljóst að launalið-
ur kjarasamninga er uppsegjanlegur
15. maí og komi til uppsagnar hans,
sem ýmislegt bendir til eins og staðan
er nú, verða samningar lausir um
miðjan ágústmánuð. -gk
Umsjón: Sigurður Bogi Sævarsson
Margir kallaðir
Ljóst er að margir verða kallaðir
en afskaplega fáir útvaldir í forvali
því sem sjálfstæðismenn í höfuð-
borginni ætla að
efna til um
hvernig skipa
beri lista ílokks-
ins fyrir borgar-
stjómarkosning-
arnar í vor. Eins
og áður hefur ver-
ið greint frá mun
vera hreyfing fyrir
því að Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
biskupsdóttir og formaður Félags
grunnskólakennara, blandi sér í
baráttuna. Sömuleiðis er aftur
komin á kreik sú kenning aö sjón-
varpsstjarnan Gísli Marteinn
Baldursson blandi sér i baráttuna
eftir hafa verið í kastljósinu í tvi-
einni merkingu síðustu árin. Munu
menn síðustu daga hafa rætt þessi
mál við Gísla sem mun vera til-
kippilegur ef út í það fer. Kaup-
maðurinn Haukur Þór Hauksson,
formaður Samtaka verslunarinnar
og eiginmaður Ástu Möller alþing-
ismanns, mun einnig vera nefndur
í þrengri hópum sem vænlegur
borgarstjómarkandidat.
Plottað í Arborg
í Árborg er nú bollalagt fram og
til baka um hvemig skipa skuli
framboðslista Samfylkingar fyrir
r- bæjarstjómar-
kosningar í vor.
Ljóst er að tals-
verð endurnýjun
verður á listanum
og væntanlega
munu stallsyst-
umar Sigriður
Ólafsdóttir og
Margrét Ingþórs-
dóttir víkja af velli. Pólitískir
plottarar á vinstri vængnum á Sel-
fossi munu hins vegar vera að búa
svo um hnútana að það verði Ás-
mundur Sverrir Pálsson, kennari
og starfsmaður Svæöisvinnumiðl-
unar Suðurlands, sem skipi efsta
sætið. Líklegt þykir aö bæjarfull-
trúinn Torfl Áskelsson verði í
ööru sæti. Einnig búast margir við
að Guðjón Ægir Sigurjónsson
lögmaður blandi sér í baráttuna,
með alkunnri rökvísi sinni.
Þóra er farin
Hræringar eiga sér nú víða stað
meðal ljósvakafólks og gildir þá
einu hvort það starfar á frjálsum
stöðvum eða hinu ,
eina og sanna
Ríkisútvarpi, sem |
samkvæmt orð-
anna skilningi er I
ófrjálst miðað við I
að stöðvar í eigu I
einkaaðila séu I
gálsar. Kurr mun
vera meðal starfs-'
fólks í Ríkisútvarpinu vegna fyrir-
hugaðs Akureyrarflutnings Rásar 2
og í fyrri viku gerðust þau tíðindi
að hin raddprúða og íðilskarpa út-
varpskona Þóra Arnórsdóttir yfir-
gaf Efstaleitið. Hún mun á næstu
misserum leggja stund á nám í
hagfræði, bæði heima og heiman,
en fyrst um sinn, meðan hún
dvelst enn á ísköldu landi, veröur
hún stigavörður í Gettu betur,
spurningakeppni framhaldsskóla-
nema.
Þrjú ný nöfn
Tveir gamalreyndir refir í pólitík-
inni, sem þó hafa ekki verið í fram-
varðasveitinni til
þessa, ætla að láta
slag standa og gefa
kost á sér 1 próf-
kjör Samfylkingar-
innar um hvemig
skipa beri R-listann
í vor. Þetta eru þeir
Ingvar Sverrisson,
íður framkvæmda-
stjóri Alþýðuflokksins, og hagfræð-
ingurinn Stefán Jóhann Stefáns-
son. Nýkjörinn ritari flokksins,
Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður,
er einnig talin líkleg til að skella sér
í þennan heita pott pólitíkurinnar í
borginni.