Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Blaðsíða 28
Opel Zafira
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
Ríkisstjórnin ræöir verðþenslu í dag. Guðni Ágústsson bjartsýnn:
Þensla sem blés
út um áramót
matarkarfa DV hefur hækkað um 17,5% á tæpu ári
,Finnur
Árnason.
Guðni
Ágústsson
Sigurður
Jónsson.
vörur hefðu hins
vegar hækkað
verulega vegna
gengismálanna
eða frá 16%-25%.
„Menn hafa mátt
hafa sig alla við,“
segir Finnur um
afkomu stórmark-
aðanna.
Mikil einföldun
„Það er auðvitað enn þensla í
pípunum sem var að fá útrás um
áramót,“ sagði Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra og varafor-
maður Framsóknarflokksins, í
samtali við DV um hækkun matar-
körfunnar og hækkun vísitölu
neysluverös. Halldór Björnsson,
varaforseti Así og formaður
Starfsgreinasambandsins, og fleiri
hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega
fyrir að stuðla að aukinni verð-
** bólgu með ákvörðunum um hækk-
un á ýmiss konar opinberri þjón-
ustu. Halldór segir þessa þróun
„skelfilega". Guðni er hins vegar
bjartsýnn á framtíðina því margt
lofi góðu i samstarfi stjórnvalda,
verkalýðshreyfingar og atvinnu-
rekenda í efnahagsmálum.
Ókomnar aögeröir
Guðni kvaðst minna á að enn
væru ókomnar aðgerðir sem hafa
myndu áhrif á lækkun vísitölunn-
ar. „Ég nefni lækkun grænmetis-
' verðs sem dæmi. Einnig má búast
við lækkun bensínverðs á næst-
unni. Mér finnst vera góðir
straumar í loftinu og trúi að verð-
bólgan verði i lágflugi á árinu,“
sagði Guðni og vildi undirstrika
aö allir aðOar yrðu að halda vöku
sinni ef ná ætti stöðugleikanum í
viðunandi horf.
Hann kvaðst og búast við að rík-
isstjómin myndi á fundi sínum nú
í morgunsárið ræða þessa hækkun
vísitölu neysluverðs.
DV kannaði í gær verð á matar-
körfum í helstu stórmörkuðum og
í ljós kemur að hún hefur hækkað
um 17,5% að meðaltali frá því fyr-
ir 11 mánuðum. Á sama tima hef-
ur krónan lækkað um 13-19%
gagnvart helstu erlendum gjald-
miðlum. Mestu hækkunina var aö
finna i 11-11 og Krónunni, eða
26%. Matarkarfan hefur hækkað
um 20% í 10-11 og 18% í Nýkaupi
og Bónus. Minnsta hækkunin á
körfunni var í Samkaupum í Hafn-
arfirði þar sem hún hækkaði um
9% og Fjarðarkaupum sem var
með 10% hækkun. Þar á eftir eru
svo Nettó með 15% hækkun, Hag-
kaup með 16% og Nóatún með 17%
hærra verð á matarkörfunni nú.
Sé meðaltal alira verslananna
reiknað kemur í ljós að hækkunin
nemur um 17,5%.
Gengið vegurþungt
Finnur Árnason, framkvæmda-
stjóri Hagkaups, sagði í samtali
við DV í morgun að fráleitt væri
að ætla að meðalverð á matvöru í
Hagkaupsbúðunum hefði hækkað
um 16% sl. 11 mánuði. Innfluttar
Sigurður Jóns-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu, segir að
þessar síðustu hækkanir séu
meiri en samtökin hafi talið.
Hækkunin undanfarna mánuði sé
áhyggjuefni. Hann benti á að
þrátt fyrir að krónan hefði styrkst
undanfarið hefði þess varla séð
stað nema í undantekningartilfell-
um. Það væri hins vegar mikil
einfoldun að ætla að kenna smá-
sölunni alfarið um. Núningur
væri milli heildsala og smásala og
benti Sigurður á að samtökin
hefðu ásamt ASÍ viljað taka upp
vísitölu heiidsöluverðs matvæla
þannig að menn sæju við hverja
væri að sakast. „Ég bendi á að
stjórnvöld hafa sjálf valdið mikl-
um hækkunum. Kannski eru
mestu hækkanimar af þeirra
völdum," sagði Sigurður í samtali
við DV í morgun.
Sjá ítarlega umfjöllun á bls.
6, 8 og 12
-gk/BÞ/sbs
Banaslys á
" Grindavíkurvegi
Banaslys varð á Grindavíkurvegi
á fimmta tímanum í nótt.
Að sögn lögreglu í Keflavík voru
tveir varnarliðsmenn þar á ferð í
bifreið sem lenti utan vegar, en
fljúgandi hálka var á veginum og
akstursskilyrði mjög slæm. Annar
mannanna lést og er ekki ljóst hvort
það var ökumaðurinn eða farþeg-
inn, en hinn meiddist nokkuð og
var fluttur á sjúkrahús. Þetta er
fjórða banaslysið í umferðinni á
þeim hálfa mánuði sem liðinn er af
árinu.
-gk
Verðbréfaþing og Kaupþing:
Lítið aðhafst enn
Starfandi framkvæmda-
stjóri Verðbréfaþings íslands,
Helena Hilmarsdóttir, sagði í
samtali við DV í morgun að
ekkert væri að frétta af at-
hugun þingsins gagnvart
Kaupþingi. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur þingið enn
ekki kallað formlega eftir
skýringum á því að fjöldi
stjórnenda Kaupþings, keypti
hlut fyrir um hálfan milljarð
í Kaupþingi skömmu áður en tilkynnt
var um viljayfirlýsingu um kaup á
Sigurður
Einarsson.
in hafi
sænska verðbréfafyrirtækinu
Aragon. Aðspurð hvort þetta
væri rétt sagðist Helena ekki
geta upplýst um einstök efnis-
atriði málsins á þessu stigi.
Hún teldi hins vegar líklegt
að á næstu dögum skýrðist
hvort þingið myndi grípa til
einhverra ráðstafana.
Stjórnendur Kaupþings,
s.s. Sigurður Einarsson for-
stjóri, halda fast við að kaup-
verið lögleg.
-BÞ
Drullupollafundur
Veðrid hefur verið með eindæmum óvetrarlegt síðustu vikurnar. Hlýindi með
rigningu hafa verið einkennandi, þótt nú sé miður janúar. Svona nokkuð býð-
ur upp á rækilegt sull í drullupollum meðan málin eru rædd. Veðurspáin er á
svipuðum nótum og áður, einhver úrkoma, slydda eða rigning til skiptis.
GAMLA VILLTA
VESTRIÐ!
Slúður sprengdi meirihlutann
- segir fráfarandi forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð
Slitnað er upp úr samstarfi
meirihluta bæjarstjórnar í
Vesturbyggð. Átta bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokks og Sam-
stöðu mynduðu meirihluta en
einn bæjarfulltrúi Vestur-
byggðarlistans sat í minni-
hluta. Nú hafa sjálfstæðismenn
myndað meirihluta með Vest-
urbyggðarlistanum. Þetta ger-
ist í kjölfar illvígra deilna um
byggðakvóta þar sem Jón
Þórðarson, bæjarfulltrúi Samstöðu og
útgerðarmaður á Bíldudal, hefur ver-
ið sakaður um að þiggja byggðakvóta
en misnota síðan með því að leigja frá
sér eða landa erlendis. Engar sannan-
ir hafa verið lagðar fram
fyrir þvt að bæjarfulltrúinn
hafi misnotað kvótann og
DV hefur ekki fundið nein
gögn sem rökstyðja það.
Haukur Már Sigurðarson,
fráfarandi forseti bæjar-
stjórnar, sagðist í samtali
við DV í morgun þegar hafa
sagt af sér embætti. Hann
segist ekki hafa aðrar skýr-
ingar á slitum á samstarfi
en byggðakvótamálið.
„Trúnaðarbrestur er alfarið sjálf-
stæðismannamegin. Það var slúður
einstakra bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um byggðakvótann sem
sprengdi meirihlutann," segir Haukur
Már.
Hann segir að sjálfstæðismenn hafi
í úórum til fimm tilvikum undanfarið
myndað meirihluta með fulltrúa Vest-
urbyggðarlistans þannig að í raun
hafi meirihlutinn verið löngu sprung-
inn. Á bæjarstjómarfundi á morgun
tekur Jón B.G. Jónsson, oddviti Sjálf-
stæðismanna, við forsetaembættinu
en Kolbrún Pálsdóttir, bæjarfulltrúi
Vesturbyggðarlistans, verður formað-
ur bæjarráðs.
Titringurinn vegna byggðakvótans
nær inn í raðir stjórnarflokkanna.
Sjá einnig bls. 6
-rt
Haukur Már
Slgurðarson.
merkiuélin !
fyfirfagmenn
og fyrirtœlii,
heimili og
sköla, fyrirrSð
ogregtu, mig
og þig. |
nðbýlauegi 14 • sfmi 554 4443 • If.is/rafport
^kirkidkikirkik^k
iGitaHnnl
☆ Stórhöfða 27, ik
Í? s. 552 2125.
VWV>V%V^V>V>V>V>V>V
KKKKKKKKKK