Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 2002 Fréttir Ný samgönguáætlun til ársins 2014 - gerir ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar í gær var kynnt nýtt frumvarp Sturlu Böðvarssonar samgönguráð- herra til laga um samgönguáætlun. Tilgangur laganna er að samræma alla áætlanagerð við rekstur og fram- kvæmdir í samgöngumálum við hafri- ir, flugvelli og vegi. Þannig mun ætlun- in að ná fram víðtæku samstarfi um öll samgöngumál hér á landi. Felur það meðal annars í sér sam- ræmingu á forgangsöð verkefna, m.a. í vegagerð. Þá mun einnig ætlunin að tryggja sem best hagkvæmni í meðferð fjármuna ríkisins sem renna til sam- göngumála, sem og mannafla. Sam- kvæmt frumvarpinu skipar samgöngu- ráðherra sérstakt samgönguráð til fjög- urra ára sem hefur yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar. Skipunartím- inn er þó takmarkaður við embættis- tima þess ráðherra sem skipar ráðið. í samgönguráði sitja flugmálastjóri, sigl- ingamálastjóri og vegamálastjóri. Auk þess situr þar fulltrúi samgöngu- ráðherra sem jafn- framt er for- maður. Ráðherra hefur lagt fram sam- gönguáætlun fyrir árin 2003-2014 sem er til- laga stýri- hóps. Var þessi áætlun gerð sam- kvæmt ákvörðun ráðherra frá árinu 1999. í framhaldi af því var skipaður stýrihópur árið 2000 til að hafa umsjón með gerð áætlunarinnar. í þeim hópi sat sem formaður Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, lögfræðingur og formaður Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga. Aðrir í stýrihópnum voru Helgi Hallgríms- son vega- málastjóri, Hermann Guðjónsson, forstjóri Sigl- ingastofnun- ar, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Með stýrihópnum starf- aði Jóhann Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í samgönguráðuneytinu, og Sig- urbergur Bjömsson, verkefnisstjóri frá áramótunum 2000/2001. í framhaldinu vora skipaðir fjórir starfshópar til að vinna að verkefninu sem skipt var í ^ögur svið. Þaö varðaði hagfræði- og lögfræðiefni, umhverfis- og öryggismál ásamt almenningssamgöngum, sam- göngukerfið og flutningamál og í fjórða lagi framtíðarhorfur. Niðurstöðumar vora gefnar út í viðamikilli samgönguáætlun sem hef- ur mörg og háleit markmið í öllum þáttum samgöngumála og sum varð- andi umdeild efni. Þar er m.a. gert ráð fyrir áframhaldandi uppbyggingu Reykjavíkurflugvallar sem miðstöðvar innanlandsflugsins út áætlunartíma- bilið. Þar er þess getið að á flugvöllinn vanti nú flugstöð og flughlöð til að hann uppfylli kröfur sem gerðar era til 1. flokks flugvallar. Markmiðið er að byggja þar upp samgöngu- og þjónustu- miðstöð á fyrsta tímabili áætlunarinn- ar. -HKr. Frá kynningu á samgönguáætluninni í lönó í gær Samræmdar verða allar áætlanagerðlr við rekstur og framkvæmdir í samgöngumálum viö hafnir, flugvelli og vegi. Breytingarnar á Rás 2: Misskilin umræða Jón Steinar Gunnlaugsson vegna ummæla um Afríkufólk: Klaufaleg orð sem ég sé eftir - segir lagagreinarnar eigi að síður „fáránlega fíflalegar“ - að mati útvarpsstjóra Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri segist ánægður með að lending sé í þann veginn að nást varðandi breytt hlutverk Rásar 2. Hann er nýkominn úr fríi og hefur enn ekki tekið formlega ákvörðun um niðurstöðu. Innan þriggja vikna verður breytingum á skipuriti lokið og þá telur útvarpsstjóri að mönnum verði ekkert að vanbúnaði að hefjast handa. Starfshópur komst að ákveðinni nið- urstöðu um flutning starfa út á land og auknar landsbyggðaráherslur hjá Rás 2 og blessaði útvarpsráð þá gjörð. Út- varpsstjóri segist í öllum megindráttum vera mjög ánægður með þessa vinnu. Hann eigi von á að staða dagskrárstjóra með búsetu á Akureyri verði auglýst áður en langt um líður. En hvað segir útvarpsstjóri um þá gagnrýni sem komið hefúr fram? „Þetta er allt meira og minna á mis- skilningi byggt. Menn era að tala um það i niðrandi tón að flytja Rás 2 norð- ur og hola henni þar niður. Menn eiga ekki að tala á þessum nótum,“ svarar Markús öm og gerir lítið úr þeirri grundvallarhnignun og jafiivel niður- lagningu rásarinnar sem svartsýnis- mennimir sjái fyrir sér. -BÞ „Ljóst er að nóg verður að gera á næstu dögum hjá ríkissaksóknara við að undirbúa mál gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni." Þetta segir Sigurður Hólm Gunnars- son hjá ungum jafnaðarmönnum í grein á politik.is og vísar Sigurður til ummæla Jóns Steinars í morgunþætti Stöðvar 2 í síðustu viku. Lögmaðurinn sagði þá efnislega að ísiendingar ættu að bregðast við fíkniefnavandanum eins og siðað fólk en ekki eins og Afr- íkumenn sem reyndu að redda hlutun- um billega fyrir sjálfa sig. DV spurði Jón Steinar hvort hann teldi líkur á að hann yrði lögsóttur, sbr. umtalaðan dóm í fyrra þegar varafor- maður Félags islenskra þjóðemissinna var sakfelldur fyrir niðrandi ummæli um Afríkubúa. Jón Steinar svaraði að það væri ekki hans að svara því en hins vegar hefði hann allra sist tamið sér á lífsleiðinni að tala með niðrandi hætti um hópa líkt og þjóðir eða þjóðflokka. Jón Steinar hans. „Þetta var Gunnlaugsson. hreinn og klár klaufaskapur og ég sá strax eftir þessum umælum því að það er ljóst að fólk hefur tilhneigingu til að taka svona hluti til sin. Ég er þannig sinnaður að ég ber virðingu fyrir öllu fólki og gildir einu hvaðan það kemur,“ sagði Jón Steinar. Lagaákvæðin sem Jón Steinar gæti verið sekur um að hafa brotið era lög- manninum hins vegar lítt að skapi. „Ég tel þau fiflaleg fram úr hófi og gjörsamlega út í hött að ríki, sem virð- ir tjáningarfrelsið, ætli sér að meina mönnum að viðhafa einhver svona orð, jafnvel þótt það sé gert með öðra hugarfari en var í mínu tilfelli." Ummæli varafomtanns Félags þjóð- emissinna vora: „Það þarf engan snill- ing eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afr- íkunegra með prik í hendinni eða fs- lendingi og telja ungir jafnaðarmenn að þama sé um tvö háalvarleg brot að ræða. „Nú er sá sem þetta skrifar ekki löglærður maður en honum þykir full ástæða til að ríkissaksóknari kæri Jón Steinar fyrst honum þótti nauðsynlegt að vanhelga tjáningarfrelsið og kæra „litla Hitler" í fyrra. í fyrsta lagi hlýt- ur það að teljast alvarlegra „brot“ að gefa í skyn að Afríkubúar séu ekki sið- menntaðir en að gefa i skyn að þeir gangi um meö prik og í öðra lagi þá taka sumir mark á Jóni Steinari sem þýðir að ummæli hans gætu haft ein- hver áhrif,“ segir Sigurður Hólm í rit- stjómargrein á politik.is. -BÞ Hgii REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.49 16.15 Sólarupprás á morgun 10.29 10.32 Síódegisflóð 14.47 19.20 Árdegisflóö á morgun 03.27 08.00 Vaxandi austanátt Norðan og noröaustan 5-13 m/s og él norðan- og austanlands en annars léttskýjað. Vaxandi austanátt í nótt, Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Veðrid á Norðaustan 15-20 m/s og dálítil snjókoma við suðurströndina en hægari og stöku él annars staðar. Frost 2 til 14 stig, kaldast inn til landsins. Veðrid Laugardagur Sunnudagur Mánudagur <ö <ö Hiti 2“ Híti 2“ til 12” til 10” tll 6° Vindur: Vindur: Vindur: 13-18'"/» 5—10 m/» 5-10"’/» K A 13-18 m/s N og NA 5-10 A-læg átt og allra syöst en m/s og dálítil él snjókoma hægari NA-átt norðan og sunnan til en annars staöar. austan til en skýjað með Víöa dalítil él, annars víöa köflum norðan þó síst léttskýjað. til. Hlýnar vestanlands. Áfram talsvert lítillega í veðri, Frost 2 til 12 frost. einkum sunnan stig. tll. Viridhraði m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stlnningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviðri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveður 28,5-32,6 Fárviðri >= 32,7 Ocean Future-samtökin kanna möguleika í Eyjum og Stykkishólmi: Stefnt að því að flytja Keikó í júní - samtökin ræða við Eyjamenn fyrir helgi - fólk í Stykkishólmi bíður rólegt Stefnt er að því að flytja háhyrn- inginn Keikó úr Klettsvík um miðj- an júní, að sögn Halls Hallssonar, talsmanns Ocean Future-samtak- anna. Tveir ákvörðunarstaðir koma til greina eins og staðan er í dag - til Stykkishólms eða annars við- verustaðar við Vestmannaeyjar. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að fundur verði haldinn með Ocean Future- mönnum á föstudag þar sem rætt verður um hvort aðrir staðir í Eyj- um koma til greina. Þróunarfélag- inu í Eyjum hefur verið falið að kanna hvort álitlegir kostir séu fyr- ir hendi. Guðjón segir að ef af því verði að háhyrningurinn verði lát- inn tengjast ferðaþjónustu, hvort sem það verði í Vestmannaeyjum eða annars staöar á landinu, sé ljóst að leggja þurfi í mikinn kostnað - framkvæmdir sem fæst sveitarfélög muni ráða við, a.m.k. miðað við þær tekjur sem komi inn vegna þessa. Rétt fyrir utan innsiglinguna í DV-MYNDIR GVA Líklegast aö Keikó flytji í sumar Háhyrningurinn mun að líkindum flytja sig um set í sumar. Verið er að kanna hvort það verður til Stykkishólms eöa á annan stað í Vestmannaeyjum. Upp- haftega stóð til aö kvíar, ætlaðar til laxeldis, sem eru nú fremst í Friðarhöfn, yrðu færöar út í Klettsvík. Áformum um laxeldi hefur hins vegar, verið frestað um sinn vegna fremur þröngrar stöðu á laxeldismarkaði. Friðarhöfn á Heimaey eru sex stór- ar kvíar, ætlaðar til laxeldis. Óráðið er hvað verður um þær. Fyrirtækiö íslandslax hugðist koma þeim inn í Klettsvík, fyrir utan kví Keikós, en þeim framkvæmdum var frestað vegna ríkjandi markaðsaðstæðna. Ekki liggur fyrir hvort kvíamar verða færðar inn í Klettsvík þegar Keikó fer þaðan. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ, sagði við DV að Ocean Future-samtökin hefðu leitaö eftir viðbrögðum um það hvort bær- inn hefði áhuga að að fá háhyrning- inn þangað. Hann sagði að samþykkt hefði verið að ef samtökin hefðu áhuga á að koma væru þau boðin vel- komin með háhyminginn. Honum er ætlaður staður í sjónum austan Maðkavíkur eða fyrir utan svokallað Flatahverfi. „En boltinn er hjá þeim. Þeir era með þetta í vinnslu. Komi þeir eru menn velkomnir en geri þeir það ekki nær það ekki lengra," sagði bæjarstjóri. -Ótt AKUREYRI skýjaö -8 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -8 BOLUNGARVÍK skýjaö -7 EGILSSTAÐIR léttskýjaö -10 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -5 KEFLAVÍK léttskýjaö -6 RAUFARHÖFN alskýjaö -8 REYKJAVÍK heiðskírt 7 STÓRHÖFÐI léttskýjaö -3 BERGEN snjókoma -1 HELSINKI alskýjaö -11 KAUPMANNAHÓFN skýjað 4 ÓSLÓ snjókoma -6 STOKKHÓLMUR snjókoma -2 ÞÓRSHÖFN snjókoma -2 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -10 ALGARVE léttskýjaö 9 AMSTERDAM skúr 10 BARCELONA skýjaö 11 BERLÍN skýjað 7 CHICAGO alskýjað 2 DUBLIN súld 7 HALIFAX súld 4 FRANKFURT skýjað 9 HAMBORG rigning 9 JAN MAYEN skafrenningur -12 LONDON skýjaö 10 LÚXEMBORG rigning 7 MALLORCA léttskýjaö 13 MONTREAL alskýjaö 3 NARSSARSSUAQ skafrenningur -0 NEWYORK þokumóöa 7 ORLANDO heiöskírt 19 PARÍS skýjaö 10 VÍN þokumóða 0 WASHINGTON þokumóöa 7 WINNIPEG alskýjaö 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.