Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 Útlönd DV George W. Bush Árásir bandamanna á loftvarnir íraka ekki tengdar baráttu Bandaríkjamanna gegn hryöjuverkum. Bandamenn réö- ust á loftvarna- byssur í írak Herflugvél á vegum herja banda- manna í Afganistan gerði í gær eld- flaugaáras á loftvamastöð í suður- hluta íraks og var það önnur árás bandamanna á loftvamabyssur íraka á þremur síðustu dögum. Að sögn talsmanna bandamanna voru loftárásimar svar við sífelldum hót- unum íraka um að skjóta niður flugvélar þeirra yfir flugbannssvæð- inu í Suður-írak en ekkert í tengsl- um við baráttu Bandaríkjaforseta gegn hryðjuverkaöflunum í heimin- um. „Á meðan þeir eru með sífelld- ar hótanir getum við ekki annað en svaraö fyrir okkur og lítum á þetta sem varnaraðgerðir," sagði yfir- maður herafla Bandaríkjamanna í Tampa í Flórída, þaðan sem aðgerð- unum í Afganistan er stjómað. Engar nánari fréttir hafa borist af árásunum eða hverjum árásar- flugvélin tilheyrir, Bretum eða Bandaríkjamönnum. Allt á suðupunkti fyrir botni Miðjarðarhafs: Hamas hótar allsherjar- stríði gegn ísraelum Palestínsku Hamassamtökin hafa hótað allsherjarstíði gegn Israel til hefndar fyrir dráp ísraelsmanna á fjórum liðsmönnum samtakanna í bænum Nablus á Vesturbakkanum í fyrradag, en meðal hinna látnu var Yousef Soragji, foringi Hamas á svæðinu. Á sama tíma segja palest- ínsk yflrvöld að ekki sé lengur hægt að ætlast til að þau geti komið í veg fyrir árásir hryðjuverkahópa á ísra- elska borgara. Um fimmtán þúsund manns fylgdu Hamasliðunum fjórum til grafar í gær, með herskáa félaga úr Hamassamtökunum og al-Aqsa- hreyfingunni í broddi fylkingar, hrópandi á hefnd og skjótandi úr byssum upp í loftið. Það er því ljóst að allt er á suðu- punkti á svæðinu eftir stöðugar blóðsúthellingar síðustu vikurnar og virðist lítið þurfa til að allt fari í bál og brand. Ahmed Abdel Rahman, ráðherra í palestinsku stjórninn, sagði að erfitt væri að halda friðinn þegar byssun- um væri beint að höfði fólksins. „Það gerir okkur ókleift að standa við loforðin," sagði Rahman. Bandarísk stjórnvöld hafa að von- um miklar áhyggjur af ástandinu og hafði Colin Powefl utanriksráðherra símasamband við Arafat í gær þar sem hann hvatti Arafat til að gera allt til að koma í veg fyrir blóðsút- hellingar. Bandaríski sendiherrann í ísrael, Daniel Kurtzer, var einnig í sam- bandi við deiluaðila og hvatti til þess að strax yrði boðað til skyndifundar til að koma í veg fyrir frekari hefnd- Hamasforingi borinn tii grafar Palestínsku Hamassamtökin hafa hótaö allsherjarstíði gegn ísrael til hefndar fyrir dráp ísraelsmanna á fjórum liösmönnum samtakanna í bænum Nablus á Vesturbakkanum i fyrradag. araðgeröir. „Fólkið verður að skynja að það sé vilji fyrir því að koma á friði. Það verður að heyra frá ykk- ur,“ sagði sendiherrann i áskorun til leiðtoga stríðandi fylkinga í gær. Á sama tíma berast fréttir af loft- árásum Israela á búðir Hizbollah- skæruliða í suðurhluta Líbanons, þeirri fyrstu í þrjá mánuði. Að sögn talsmanna hersins var árásin svar við meintri eldflaugaárás Hizbollah- liða á bækistöðvar ísraelska hersins við landamæri Líbanons. Þá bárust fréttir frá því í gær að ísraelsk stjórnvöld hygðust opna musterishæðina í Jerúsalem fyrir aðra trúarhópa en múslíma, en yfir- standandi ófriður kviknaði einmitt eftir að Ariel Sharon, forsætisráð- herra ísraels, hafði heimsótt muster- ishæðina í september i hittifyrra, en hæðin er heilög bæði gyðingum og múslímum og hætt við að tiltækið gæti kveikt ófriðarbál sem erfitt gæti reynst að slökkva. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Austurbrún 21, 0001, 3ja herb. kjall- araíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Helgi Friðberg Jónsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 28. jan- úar 2002. kl. 10.00.____________ Álakvísl 118, 0101, 3ja herb. íbúð og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Linda Hrönn Gylfadóttir, gerðarbeið- endur Landsbanki fslands hf., höf- uðst., og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, útibú, mánudaginn 28. jan- úar 2002. kl. 10.00._____________ Álftamýri 4, 0202, 5 herb. íbúð á 2. hæð t.h. (3,69 í 2-6) ásamt bílsk., Reykjavík, þingl. eig. Hrafnhildur Gísladóttir, gerðarbeiðendur Búnaðar- banki íslands hf. og íbúðalánasjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Ásendi 14, 0001, 3ja herb. kjallaraí- búð, Reykjavík, þingl. eig. Ásdís Lára Rafnsdóttir, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Bergstaðastræti 28a, 0201, 129,7 fm íbúð á 2. hæð ásamt geymslu 00-02, birt stærð 133,7 fm, Reykjavík, þingl. eig. Gísli Rúnar Jónsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Bjarmaland 7, Reykjavík, þingl. eig. Rannveig Tryggvadóttir, gerðarbeið- andi íbúðalánasjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Esjumelur 3, 010103, Kjalarnesi, þingl. eig. Björn Jónsson, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki íslands hf., Kaupþing hf. og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00._________________ Eyjabakki 20, 0102, 90,4 fm íbúð á 1. h.t.h., m.m séreign alls 97,6 fm, Reykjavík., þingl. eig. Eygló Kristjáns- dóttir og Bjarki Þór Magnússon, gerð- arbeiðendur fbúðalánasjóður, Spari- sjóður vélstjóra, útibú, og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Fellsás 10, Mosfellsbæ, þingl. eig. B.K.Rafverktakar ehf., gerðarbeið- endur Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Líf- eyrissjóðurinn Lífiðn og Tollstjóra- embættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00._____________________ Fellsmúli 12, 0202, 4ra herb. íbúð á 2. hæð t.h., Reykjavík., þingl. eig. Sig- urður Guðmundsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Fífurimi 2, 0201, 50% ehl. í 3. herb íbúð nr.l frá vinstri á 2. hæð, Reykja- vík, þingl. eig. Jóhann Þórarinn Bjarnason, gerðarbeiðendur fbúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Fífusel 10,33% ehl, Reykjavík., þingl. eig. Ástríður Haraldsdóttir, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Fjarðarás 16, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Karlsson, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Fornistekkur 13, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Hrafnhildur Hlöðversdóttir, gerðarbeiðendur STEF, samb. tón- skálda/eig. flutnr., og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Freyjugata lla, 0101, 2ja herb. íbúð á jarðhæð t.v. í sa-enda, Reykjavík, þingl. eig. Veturliði Guðnason, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Frostafold 3, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Svala Ólafsdóttir, gerðarbeiðend- ur íbúðalánasjóður og fslandsbanki- FBA hf., mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00,___________________________ Furubyggð 13, 50% ehl. í Mosfellsbæ, þingl. eig. Jón Jónsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Granaskjól 78, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Vilhjálmsdóttir og Pétur Björnsson, gerðarbeiðandi íbúðalána- sjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00.___________________________ Grjótasel 2, Reykjavík, þingl. eig. Vala Björg Kröyer, gerðarbeiðandi íbúða- lánasjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Grundargerði 19, Reykjavík , þingl. eig. Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Grýtubakki 12,0302, 73,2 fm 2ja herb. íbúð á 3. hæð m.m., ásamt geymslu í kjallara, merkt 00-09, Reykjavík, þingl. eig. Ragna Jóna Georgsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hagamelur 30, 0001, 50% ehl. í kjall- araíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Guð- mundur Magni Ágústsson, gerðarbeið- andi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Háagerði 14, Reykjavík, þingl. eig. Jó- hanna Halldórsdóttir og Jón Sigfús Sigurjónsson, gerðarbeiðandi Lífeyr- issjóður sjómanna, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hálsasel 10, ásamt bílskúr, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Þórðardóttir og Friðrik Þór Halldórsson, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður, SP Fjármögn- un hf. og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hjallavegur 1, 0201, efri hæð, háaloft og 1/2 lóðar m.m., Reykjavík, þingl. eig. Karl Gísli Gíslason, gerðarbeið- endur íbúðalánasjóður og Trygginga- miðstöðin hf., mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hraunbær 68, 0302, 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Gunnar Steinn Þórsson og Guðbjörg Kristín Pálsdótt- ir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hraunbær 156, 0101, 4ra herb. 120,1 fm íbúð á 1. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Kristín Reynisdóttir, gerð- arbeiðandi Ásbyrgi, fasteignasala, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hringbraut 99, 0302, 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt geymslu nr. 0006, Reykjavík, þingl. eig. Valdimar Örn Halldórsson, gerðarbeiðandi fbúða- lánasjóður, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Hvammsgerði 4, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður Michaelsson, gerðarbeiðend- ur íbúðalánasjóður, Tollstjóraembætt- ið og Vátryggingafélag íslands hf., mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Ingólfsstræti 18, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur Ingi Kristinsson, gerðar- beiðandi Tollstjóraembættið, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. írabakki 30, 0203, 50% ehl. í íbúð á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Helga Dóra Reinaldsdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Bankastræti 14, 0201, 99,7 fm snyrti- stofa og 49,7 fm lager á 2. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. db. Sveins Zoéga og Guðrúnar Sigríðar Zoéga, gerðar- beiðandi Ríkisábyrgðasjóður, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.00. Barðaströnd 49, Seltjmarnesi, þingl. eig. Gunnar Ingimarsson, gerðarbeið- andi Íslandsbanki-FBA hf., mánudag- inn 28. janúar 2002, kl. 11.00. Bergstaðastræti lla, 0001, norðurhluti kjallara, Reykjavík, þingl. eig. Pýramídinn ehf., gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 11.30. Fálkagata 26, 0102, 2ja herb. íbúð á 1. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Hans Gústafsson, gerðarbeiðendur íbúða- lánasjóður, Lífeyrissjóður verslunar- manna og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 10.30. Hraunbær 42, 0002, 3ja herb. íbúð t.h. í kjallara og geymsla í kjallara m.m., séreignarstærð 70,5 fm, Reykjavík, þingl. eig. Björn Björgvin Halldórsson og Harpa Ragnhildur Jakobsdóttir, gerðarbeiðendur Ríkisútvarpið og Tollstjóraembættið, mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 13.30. ' Skógarás 9, 0301, 3ja herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Bergstað, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Sparisjóður vélstjóra, mánu- daginn 28. janúar 2002, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Biöur fyrir friði Jóhannes Páll páfi II mun í dag leiða bænir með 200 fulltrúum helstu trúarbragða heims- ins. Boðskapur þessarar sameigin- legu bænastundar er að deilur, morð og ofbeldi er aldrei hægt að réttlæta í nafni Guðs. Ástæðan eru hryðju- verkin i Bandaríkjunum þann 11. september. Átök í Sri Lanka Rannsókn er nú hafin á skotbar- daga milli hermanna og lögreglu- manna í bænum Kandy á Sri Lanka. Sex hermenn og þrír lögreglumenn særðust. Þúsundir manna urðu vitni að bardaganum sem sagður er hafa byrjað vegna deilna um hvern- ig hermennirnir lögðu bíl sinum. Skipst á skotum í Kasmír Indverskar og pakistanskar her- sveitir skiptust á skotum á landa- mærum landanna i Kasmír-hérað- inu og var atburðinum lýst sem venjubundnum daglegum viðburði. Þá féllu tveir múslímskir skærulið- ar og einn indverskur lögreglumað- ur í skotbardögum í héraðinu. Tug- ir þúsunda hafa látið lífið í hérað- inu frá því átök hófust þar fyrir tíu árum, aðallega eru það almennir borgarar. Toledo í DNA-próf Alejandro Toledo, forseti Perú, þarf að mæta til dómara á morgun sem á að skera úr um hvort Toledo þurfi að fara í DNA-rannsókn vegna faðernismáls sem höfðað var gegn hon- um snemma á seinasta ári. Toledo segir þetta aðeins pólitíska aðferð til að klekkja á sér. Hjálp berst til Goma Hjálparstofnanir segja að 22,5 tonn af mat séu nú komin til Goma, sem lenti í eldgosi um síðustu helgi. Þúsundir söfnuðust á hverjum þeim stað hvar matnum var dreift. Berlusconi varaður við Mannréttinda- fulltrúi á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefur varað ríkisstjörn Silvio Berlusconi um að hún geti grafið undan lögum og reglu í landinu með afskiptum sínum af málaferlum sem í gangi eru gegn Berlusconi í landinu. Þingbygging opnuð á ný Ein skrifstofubygging bandarisku öldungadeildarinnar var opnuð í gær. Henni var lokað um miðjan október síðastliðinn þegar bréf með miltisbrandi barst þangað. Heræfing á Filippseyjum Bandarískar hersveitir eru nú byrjaðar að koma til Filippseyja vegna sameiginlegra heræfinga með þarlendum hermönnum. Nokkrir bandarískir hermenn aðstoða nú í baráttu gegn múslímskum skæru- liðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.