Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Qupperneq 13
13
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002
DV
Árni Haröarson, tónskáld
og kórstjóri. Kórnum
hans, Fóstbraeðrum, er
sýnt mikið traust í kvöld.
Sinfóníuhljómsveit íslands flytin- Babí Jar eftir Shostakovitsj meö karlakómum Fóstbræörum:
Áhuginn er gott vopn
Kl. 19.30 í kvöld eru sinfóníutónleikar í bláu röóinni
þar sem minnst veróur hörmunga seinni heimsstyrj-
aldarinnar. Á efnisskránni eru Eftirlifandinn frá Var-
sjá eftir Arrnld Schönberg, Harmljóó um fórnarlömb-
in í Hírósíma eftir Krzysztof Penderecki og Babí Jar,
13. sinfónia Dímitrís Sjostakovitsj (1906-1975). 1 henni
syngur einsöng rússneski bassinn Gleb Nikolski, ein
helsta söngstjarna Bolshoi-leikhússins rússneska sem
einnig kemur reglulega fram við helstu óperuhús
heims. Karlakórinn Fóstbrœður syngur kórhluta
verksins sem er viðamikill og gerir miklar kröfur til
flytjenda, ekki síst fyrir þœr sakir aó sungið er á rúss-
nesku, og hefur kórinn nú œft verkió sleitulaust í tœpa
tvo mánuði. Stjórnandi á tónleikunum er Jerzy
Maksymiuk frá Póllandi sem hefur starfaó meö hljóm-
sveitinni nokkrum sinnum áöur viö góðan oróstír.
Þrettánda sinfónían er samin 1962 og þar tónsetur
Sjostakovitsj nokkur ljóða Jevgenís Jevtúshenkos.
Þegar við frumflutninginn mátti skynja að nokkurs
óróa gætti hjá yfirvöldum. Torgið við tónlistarháskól-
ann í Moskvu var þéttskipað lögreglumönnum og
þótt fullt væri út úr dyrum á tónleikunum minntist
Pravda einungis á viðburðinn með einni setningu.
Fyrsta ljóðið, sem sinfónían dregur heiti sitt af, fjall-
ar um þann atburð þegar nasistar myrtu rösklega
hundrað þúsund manns, flest gyðinga, árið 1941 í
dalnum Babí Jar, skammt frá Kænugarði í Úkraínu.
Næstu þrír þættir eru óður til þeirra sem ekki láta
bugast þrátt fyrir ógnir og skelfingu og lokaljóðið lof-
DV-MYND BRINK
Hrafnhildur Hagalín
Tilnefnd fyrir Hægan Elektra.
Hrafnhildur
tilnefnd
Leikrit Hrafnhildar Hagalín, Hægan Elektra,
sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 2000 og tilnefnt
til Menningarverðlauna DV í fyrra, hefur verið
tilnefnt til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár.
Aðalpersónur verksins eru mæðgur sem báðar
eru leikkonur og sýnir verkið flókið tilfinninga-
samband þeirra og valdabaráttu. Segir i umsögn
dómnefndar að undir einfóldu yfirborði búi vand-
lega útfærö og margræð útlegging á goðsögninni
um hina harmi slegnu Elektru sem bíður þess að
mega hefna foöur síns sem móðirin myrti.
Hrafnhildur fékk einmitt hin eftirsóttu Nor-
rænu leikskáldaverðlaun fyrir tíu árum fyrir sitt
fyrsta leikrit, Ég er meistarinn, sem sýnt var við
gífurlegar vinsældir hjá Leikfélagi Reykjavíkur
og hefur síðan verið sett upp víða erlendis.
ar þá sem ekki láta af sannfæringu sinni þótt mála-
miðlun væri auðveldari leið.
Saga Babí Jar á íslandi
Kórhluti Babí Jar er ekki einfaldur í flutningi því
þótt söngurinn sé því nær eingöngu einradda eru all-
ar innkomur kórsins erfiðar og krefjast eiginlega at-
vinnumanna í tónlist. Verkið hefur einu sinni áður
verið flutt á íslandi, haustið 1990, en þótt ekki sé
lengra síðan þótti mönnum þá ekki fært að ráðast í
flutninginn nema smala saman bassasöngvurum úr
báðum stóru karlakórunum í Reykjavík, Karlakór
Reykjavíkur og Fóstbræðrum, og stóðu æfingar frá
því snemma árs 1990 undir stjóm Jóns Stefánssonar,
organista í Langholtskirkju.
Upphaflega átti að flytja verkið um vorið en þegar
aðeins var vika eftir til tónleika mætti hljómsveitar-
stjórinn og þá þótti sýnt að kórinn réði ekki við þetta
verkefni og var því frestað tO hausts. Og enn gerðist
það um haustið að þegar skammt var til tónleika
vora kvaddir til leiks nokkrir enskir atvinnusöngv-
arar til að styrkja kórinn og auk þess fenginn sér-
stakur kórstjóri frá Englandi.
Það er því verulegt traust sem Fóstbræðrum og
stjómanda þeirra, Áma Harðarsyni, er sýnt að þeir
skuli einir - án aðstoðarmanna frá útlöndum - fá að
syngja kórhluta verksins í kvöld þegar Babí Jar verð-
ur flutt i annað sinn á íslandi. Ámi tók einmitt við
stjóm kórsins árið 1990 og hlýtur að felast í þessari
ráðstöfún staðfesting á framföram kórsins undir
hans stjóm. Ekki þarf þetta þó að koma á óvart því
skemmst er að minnast frækilegrar frammistöðu
Fóstbræðra í alþjóðlegri kórakeppni í Tékklandi í
sumar, þar sem kórinn fékk gullverðlaun.
Uppgjör viö Stalín
„Sinfónían Babí Jar er umfangsmikið verk og stórt
í sniðum," segir Árni Harðarson, „tekur klukkutíma f
flutningi, og þó að línurnar séu í sjálfu sér ekki flókn-
ar eru þær svo samofnar hljómsveitinni að við þurfúm
að vera á tánum allan tímann. Við erum ekki í neinu
aukahlutverki! Sinfónían er uppgjör Sjostakovitsj við
stalínismann í Sovétríkjunum, en það era svo sterkar
tilfinningar og miklar víðáttur í verkinu að það höfðar
til fólks hvarvetna og á öllum tímum. Því er stefnt gegn
stríði og hvers kyns ofbeldi, og þó eru í því hlutar sem
eru með því fegursta sem maöur heyrir, til dæmis
þriðja ljóðið, kaflinn um konurnar og það sem mætt
hefur á þeim gegnum aldirnar. Hann byrjar stillilega
en spennist svo upp í mikinn krafl og tilfinningar.
Verkið er hlaðið dramatík en inn á milli er hljóðlát
hlýja. Það er ómetanlegt að fá að taka þátt í þessu og
líka tilhlökkunarefni að fá að heyra í rússneska ein-
söngvaranum, hann er toppmaður."
- Hvemig heldurðu að strákarnir þinir standi sig?
„Þeir era skínandi góðir. Ég hlakka til að sitja úti
í sal og hlusta á þá. Þegar verkið var flutt hér 1990
voru eingöngu notaðir bassar en núna syngur allur
kórinn allar raddimar. Þó að verkið liggi að lang-
mestu leyti á bassasviði kemur meiri fylling þegar
hinar raddimar bætast við. En ég hef verið að grín-
ast með að það taki tíma að ná tenórunum aftur upp
í sina hæð, þeir era komnir alveg niður í kjallara!"
Hver borgar þeim?
- Erað þið alvanir að vinna með Sinfóníutújóm-
sveitinni?
„Nei, ekki get ég sagt það. Þó vorum við með henni
í tveimur verkefnum á menningarborgarári og í vor
tökum við upp með henni verk eftir Jón Leifs á
geisladisk."
- Nú era ekki atvinnusöngvarar I kómum heldur
menn sem vinna alls konar störf víðs vegar i samfé-
laginu - henda þeir öllu frá sér fyrir kórinn þegar þú
kallar?
„Já, svo gott sem,“ játar Ámi. „Það er eiginlega
merkilegt hvað þessi starfsemi þrifst vel og hvað
menn afreka mikið með áhugann einn að vopni. Efl-
ir fyrstu æfinguna með pólska stjómandanum kom
hann til min og spurði: Who pays them - Hver borg-
ar þeim, hver rekur þennan kór, er það borg eða ríki?
Honum datt ekki i hug að þetta væra áhugamenn.
Það var mikið hrós frá virtum stjómanda."
Hárfínt samspil
Tónlist Jóns Nordal er jafnan innblásin, í senn
finleg og hlaðin spennu, og svo var og um verkin
eftir hann sem flutt vora á tónlistarhátíðinni Myrk-
um músíkdögum á mánudagskvöldið í Hjallakirkju
af sönghópnum Hljómeyki. Flest vora lögin samin
við trúarlega texta og hafa verið framflutt og end-
urflutt við hin og þessi tækifæri í kirkjum landsins
á undanförnum árum, meðal annars af Hljómeyki.
Einnig söng kórinn þrjár þjóðlagaútsetningar eftir
Jón við kvæði séra Ólafs frá Söndum. Séra Ólafur
Jónsson frá Söndum lét eftir sig kvæðabók sem til
er í yfir tuttugu uppskriftum en eiginhandarrit
hans er nú glatað, segir í efnisskrá. Gaman hefði
verið að sjá á prenti textana sem lögin voru samin
við og það sama mætti segja um önnur sönglög sem
flutt era á Myrkum músíkdögum en auðvitað hefði
þetta aukið umfang efnisskrárinnar nokkuð sem
sjálfsagt er að sé sem knöppust og í sem aðgengileg-
ustu formi.
Sönghópurinn Hljómeyki er í einu orði sagt frá-
bær kór og gerði verkum Jóns einstaklega góð skil
í þessari kirkju í Kópavogi sem vel mætti nota
meira til tónleikahalds - meðan beðið er eftir Tón-
listarhúsi auðvitað. í Hjallakirkju er ágætis hljóm-
burður og hentar mjög vel fyrir söng. Bernharður
Wilkinson er stjórnandi kórsins og ætla mætti að
Hljómeyki æfði í Hjallakirkju að staðaldri því
hljómburðurinn varð eiginlega eins og hljóðfæri í
höndunum á stjómandanum ekki síður en kórinn
og hárfínt samspil var þarna á milli.
Hér var í fáum orðum sagt allt jafn vel gert, blæ-
brigðarík og andrík sönglög Jóns nutu sín fullkom-
lega í meðfórum kórsins sem hefur á að skipa krist-
altærum og fógrum röddum, styrkleikabreytingar
allar og mótun hendinga voru hámákvæmar og
glæsilega útfærðar og þessir tónleikar, hinir þriðju
á Myrkum músíkdögum, voru því í alla staði hinir
vönduðustu og bestu.
Hrafnhildur Hagalín
ÍiiiÍiíÍ IÍÍÍ
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Náin kynni
Að þessu sinni sýnir kvikmynda-
klúbburinn Filmundur frönsk/ensku
myndina Intimacy sem Patrice Chér-
eau leikstýrði og hlaut Gullbjörninn í
Berlín fyrir vikið. Myndin vakti
mikla athygli þegar hún var frum-
sýnd f Evrópu fyrir opinskáa kyn-
lífsumfiöllun og hefur henni verið
líkt við Last Tango in Paris að þessu
leyti. Handritið er unnið i samstarfi
við breska rithöfundinn Hanif
Kureishi og byggt á tveimur sögum
eftir hann, skáldsögunni Intimacy
(Náin kynni í íslenskri þýðingu frá
Bjarti 1999) og smásögunni Nightlight
úr smásagnasafninu Love in a Blue
Time.
Fylgst er með pari sem hittist viku-
lega á sama tíma og sama stað og hef-
ur samfarir. Þetta er draumasamband
barþjónsins Jay, sem hefur nýlega
sagt skilið við konu og börn í leit
sinni að frelsi en fljótlega kemur í ljós
að sambandið er ekki jafn ákjósanlegt
og hann taldi í fyrstu. Hann fær
áhuga á að kynnast stúlkunni og
ákveður að elta hana eftir einn ástar-
fundinn. Þá kemur ýmislegt á dag-
inn...
Sýningartímum Filmundar hefur
nú verið fiölgað um helming, til ham-
ingjuauka fyrir áhangendur hans.
Framvegis verða myndir sýndar á
miðv. kl. 20, fim. kl. 22.30, sun. kl. 18
og mán. kl. 22.30.
Hraustir menn
Saga Karlakórs Reykjavíkur er
komin út, skráð af Þorgrími Gestssyni
blaðamanni. Kórinn var stofnaður árið
1926 og varð því 75
ára í fyrra eins og
minnst var með
fiölbreyttu tón-
leikahaldi. Bókin
heitir Hraustir
menn eftir fræg-
asta lagi kórsins.
Texta þess samdi
hirðskáld kórsins, Jakob Jóh. Smári,
en lagið sjálft er eftir norska tónskáld-
ið Sigmund Romberg.
í bókinni er sagt frá stofnun kórs-
ins að undirlagi Sigurðar Þórðarson-
ar sem var stjórnandi hans í 36 ár og
verður óhjákvæmilega ein aðalper-
sóna í fyrri hluta bókarinnar. Sagt er
frá átökum og deilum í kringum kór-
inn og söngferðum innanlands og
utan allt til samtímans, en fáir ís-
lenskir kórar hafa verið jafnduglegir
að kynna íslenska sönglist á erlendri
grund og Karlakór Reykjavíkur.
Einnig era tíundaðar umsagnir um
söng kórsins allt frá því hann kom
fram í fyrsta sinn, í Bárunni í Reykja-
vík á sumardaginn fyrsta 1926, til
vígsluhátíðar Ýmis, tónlistarhúss
kórsins við Skógarhlíð, veturinn 2000.
Frásagnir af söngferðum eru byggðar
á dagbókum kórmanna og blaðagrein-
um og gefa góða mynd af andrúms-
lofti hvers tíma. Einnig er rakin
tveggja áratuga byggingarsaga Ýmis.
Mikill fiöldi mynda er í bókinni.
Aftast í henni eru skrár yfir formenn
kórsins, heiðursfélaga, félagsmenn,
einsöngvara, orgel- og píanóleikara,
nafnaskrá og heimildaskrá. Karlakór
Reykjavíkur gaf bókina út en Menn-
ingarsjóður styrkti útgáfuna.
Með sykri og
rjóma
Tónleikamir Með sykri og ijóma
sem vora haldnir í Borgarleikhúsinu á
105 ára afmæli Leikfélags Reykjavíkur
verða endurteknir á laugardaginn kl.
16 vegna fiölda áskorana. Þar bregða
söng- og leikkonumar Jóhanna Vigdís
Amardóttir og Selma Bjömsdóttir á
leik ásamt félögum úr íslenska dans-
flokknmn en undirleik annast fiögurra
manna hljómsveit. Á dagskrá era lög
úr söngleikjum, gömul og ný, til dæm-
is úr Annie Get Your Gun, Chicago,
iWíifBÉffmfftlmiiiiii