Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 14
30 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 Sport i>v (Veiðivon) Margir mœttu á þorrahús- ið sem Stangaveiðifélag Reykjavíkur efndi til fyrir viku síöan og var dagskráin mjög spennandi. Fyrst kom fram Jóhannes Sturlaugsson, frá Veiðimálastofnun, með fyr- irlestur um hegðun laxfiska í sjó. En allir hafa skoðun á því hvar lax heldur sig þegar hann er kominn í árnar, í miklu vatni eða litlu, hvort hann éti eða ekki, en fæstir hafa hugmynd um hvernig þessar skepnur haga lífi sínu 1 sjó en efnið var mjög fróðlegt. í veióistaöalýsingu var ekki ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur heldur var í boði veiðistaðalýsing á Norðurá, neðan Laxfoss, og var sú kynning í höndum Sig- urðar Héðins. Þeir sem hann þekkja eða lásu viðtalið við hann í Veiðimanninum fyrir skömmu vita að þar fer maður sem liggur ekki á skoðunum sínum. Besti veióistaóurinn í Víði- dalsá í Húnavatnssýslu í fyrra var Kerafljót sem gaf 46 laxa, en síðan kom Harðeyrar- strengurinn en hann gaf 38 laxa og svo Kerstapi með 35 laxa. Dalsárósinn, sá frægi veiðistaður, gaf 25 laxa. Viöidalsá skilaöi 354 löx- um en Fitjá gaf 224 laxa en þetta er aÚs 581 lax. Þessa dagana er byrjað á fullu að vinna við næsta Veiðisumar, en það er Rit og Rækt í Mos- fellsbæ sem gefur út blaðið. Veiðisumar hefur komið út í 10 ár og er dreift fritt til veiði- manna á öllum aldri. í því er að finna margvíslegar upplýs- ingar um veiðiskapinn. Allt viröist benda til að veiðifélagið Lax-á verði áfram með Bjarnarfjarðará á Strönd- um þrátt fyrir að Stangaveiði- félag Reykjavíkur hafði verið með langhæsta tilboðið. Stangaveiðifélag Reykjavíkur vildi hjálpa veiðifélaginu að reisa veiðihús í Bjarnarfirði fyrir veiðimenn sem renna fyrir flsk þarna. Þaö er eitt sem ekki er hægt að ganga að sem vísu og það er hver selur veiðileyfi í Andakílsá í Borgarfirði. Leigutakar árinnar hafa fram- leigt mönnum veiðileyfin og núna selur Pálmi Sigurðsson veiðileyfin i hana. En Pálmi hefur veitt í Andakílsá í fimmtán ár og gjörþekkir þvi ána. Einhverjar þreifingar eru í gangi með nýja leigutaka, en samningurinn við þá sem eru með hana á leigu, Jóhannes Helgason og Kristján Stefáns- son, rennur út núna í sumar. Málin ættu að skýrast á næstu vikum. Dorgveiöimenn eru aðeins famir að hreyfa sig eftir langa setu og hafa aðeins kikt eftir að ís fór að sjást á vötnum landsins. Við fréttum af einum sem fór rétt fyrir út fyrir bæ- inn um síðustu helgi og veiddi vel á nokkrum vötnum þar sem veiði er leyfð. Hann kíkti meðal annars á Hlíðarvatn í Selvogi og veiddi nokkrar bleikjur. Nýtt veiöihús við Flóku verður tekið i notkun í upphafl vertíðar í sumar. Húsið verður 100 fermetrar og allt hið glæsilegasta. -G.Bender Landssamband stangaveiöifélaga: Hilmar tekur við af Ragnari Hólm Þessa dagana fara fram formannaskipti i Landssambandi stangaveiðifélaga. Ragnar Hólm Ragnarsson, sem verið hefur formaður, hættir en við af honum tekur Hilmar Hansson. Ragnar Hólm er að flytja til Akureyrar og taka þar við nýju starfí. „Það er rétt að ég tek við af Ragr.ari," sagði Hilmar Hansson sem hefur verið varaformaður um tima í sambandinu, þegar DV-Sport spurði hann um stöðuna í vikunni. Stærsta mál LS eru veiðikortin sem verið er að vinna í núna og myndu virka eins og kortin sem skotveiðimenn eru með á sér. -G.Bender Ra0nar Hólm hættir sem formaður Landssambands stangaveiðifélaga. Ekki eru allir dorgveiöimenn jafn vel útbúnir og þessi sem greinilega er til í allt. www.langa.is • Veiðileyfi • fluguveiðiskóii • veiðihús til vinafunda Bleikjan er farin að veiðast í Norðurá - Islandsmótið í dorgveiði fer fram á Hólavatni í Eyjafirði Veiðimenn eru aðeins byrjaðir að stunda dorgveiði niður um ís, enda ís kominn á vötn og ár landsins. Á Mývatni hefur verið ágæt veiði og fiskurinn er vel haldinn. Veiðimenn reyndu fyrir nokkr- um dögum á Norðurá í Borgar- firði, en neðarlega á henni veiðist oft töluvert af bleikju á þessum tíma árs. Það sama mun eiga við um Grimsá. „Við fengum nokkra fiska en ekki mikið, það er bleikja þarna en veiðin er dagaskipt," sagði veiðimaður sem var þarna við veiðar fyrir nokkrum dögum. Þegar rennt var fram hjá í vik- unni lágu tveir veiðimenn á ísn- um en lítinn afla var að hafa. Bleikjcm getur verið væn og veið- in er oft fín. íslandsmótiö Hólavatni dorgveiði á „Við eigum von á mörgum veiðimönnum á öllum aldri til að veiða á vatninu, fiskurinn er fyr- ir hendi, bæði lax og regnbogasil- ungur,“ sagði Bjöm G. Sigurðs- son, formaöur Dorgveiðifélags ís- lands, í samtali við DV-Sport, en mótið verður haldið 2. mars á Hólavatni í Eyjafirði. „Þátttakan hefur verið góð í gegnum árin enda hefur mótið verið haldið víða um land síðustu ár. Á síðasta ári var mótið haldið á Ólafsfjarðarvatni og tókst vel. Stærstu fiskarnir í Hólavatninu eru vænir og þá sérstaklega lax- inn. Regnbogasilungarnir eru í kringum 8 pundin þeir stærstu," sagði Björn enn fremur. íslandsmótið í dorgveiði verður haldið á Hólavatni í Eyjafirði 2. mars, en þar i vatninu er bæði regnbogasilungur og lax. Öllum er heimil þátttaka á þessu móti, en mótið í fyrra fór fram á Ólafs- fjarðarvatni og vann Þingeying- ur, Tómas Gunnarsson. Verður spennandi að sjá hver vinnur mótið núna. Stærsta stöðuvatn lands- ins laust „Það er rétt að við erum ekki með nein leigutaka á Hópinu lengur, þeir eru hættir sem voru með það á leigu. Hópið er eitt af stærstu stöðuvötnum landsins - í það renna Víðidalsá og Gljúfurá og til sjávar um Bjargós," sagði Ragnar Gunnlaugsson, formaður veiðifélags Víðidalsár i Húna- vatnssýslu, í samtali við DV- Sport í vikunni. Margir veiðimenn hafa átt góð- ar stundir við veiðiskap i Hópinu í gegnum tíðina. „Stangaveiði í Hópinu er oft góð fyrri hluta sum- ars og aftur síðla sumars. Veiðin á stöng í sumar var um 800 fisk- ar,“ sagði Ragnar. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.