Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Page 9
24 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 25 Sport Sport Efri mynd: Friörik Ragnarsson, þjálfari Njarövíkur. Ákveöinn og sigurreifur. Neöri mynd: Ingi Pór Steinþórsson, þjálfari KR. Niöurbrottinn eftir tapið. Logi Gunnarsson, leikmaöurinn ungi í liöi Njarövíkur, leikur ávallt af mikilli tilfinningu og fagnaöi ógurlega þegar bikarmeistaratitillinn var í höfn á laugardag. DV-mynd Hari flnna körfuna. Stóru mennirnir hjá Njarðvík í villuvandræðum KR fór í svæðisvörn til að freista þess að loka betur á Loga fyrir utan og gekk það vel. Það varð allavega til þess að KR-ing- ar náðu áttum því að þeir voru orðnir fjórum stigum undir en breyttu stöðunni sér í vil og leiddu 64-59 eftir þriðja leik- hluta. Njarðvíkingar voru komnir r villuvandræði og voru stóru mennirnir farnir að tínast út af. Friðrik Ragnarsson, þjálfari liðsins, breytti einnig yfir í svæðisvörn til að reyna halda stóru strákunum sínum inni á vellinum og reyndist sú ákvörð- un góð. Friðrik Stefánsson og Halldór Karlsson fóru reyndar báðir út af með fimm villur en á móti voru KR-ingar í vandræð- um með sóknina hjá sér á móti svæðisvörninni. Staðan var 77-77 þegar skammt var eftir og eftir það gerðu Njarðvíkingar níu stig gegn aðeins tveimur mörkum KR-inga og tryggðu sér þar með sætan sigur og bættu við enn einum bikarnum í safn- ið hjá félaginu. Jón Arnór meiddist illa í upp- hafi íjórða leikhluta en kom inn á aftur þegar um fjórar mínútur voru eftir. Hann var þó nokkuð þjáður og munaði um það fyrir KR að hafa besta mann sinn ekki heilan í lokin. Njarðvíkingar éru vel að sigrinum komnir og eru með frábært lið. Liðið er skipað gríðarlegum öflugum leikmönn- um og hafa Njarðvíkingar án efa besta byrjunarliðið á land- inu. Teitur klikkar ekki á örlagastundu Teitur steig að sjálfsögðu upp og lagði sitt af mörkum til að landa bikarnum. Með þriggja stiga körfu hans í lokin lauk leiknum og var það við hæfi að þessi frábæri leikmaður væri sá sem gengi frá leiknum. Þetta er væntanlega síðasti bikarúrslita- leikur hans en hann hefur leik- ið alls 10 úrslitaleiki og hefur unnið sjö þeirra og átt stóran þátt í þeim öllum. Logi kom liðinu inn í leikinn aftur þegar útlitið var dökkt og minnti ærlega á sig. Brenton vann þriðja bikarúrslitaleik sinn í jafn mörgum tilraunum og átti mjög góðan leik eins og vænta mátti. Hann var sterkur á lokakaflanum og var hægt að leita til hans í sókninni þegar liðið þurfti körfu. KR-ingar eru væntanlega svekktir yfir að hafa tapað leiknum þar sem þeir voru ansi líklegir til að vinna leikinn eins og liðið spilaði framan af. Menn leituðu kannski of mikið af þriggja stiga skotinu í stað þess að sækja að körfunni og svo hittu menn illa í seinni hálf- leik. Það er þó engum blöðum um það að það fletta að KR er með frábært lið sem gerir væntanlega tilkall til íslands- meistaratitilsins í vor. Vassell og Herbert góöir Keith Vassell átti ábyggilega besta leik sinn í vetur og spilaði vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá var Herbert Amarson góður og hefur kappinn verið mjög góður eftir áramót. Helgi og Jón Arnór áttu fínan dag, og hefði Jón eflaust verið enn betri heill á heilsu, og Arnar Kárason var traustur. -Ben Það var sannkallaður stór- meistaraslagur á milli tveggja frábærra liða þegar Njarðvík og KR mættust á laugardaginn í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Doritos. Eins og ávallt þeg- ar þessi lið mætast var um jafna og spennandi viðureign að ræða og fór svo að Njarðvík var sterkari aðilinn á lokakafl- anum og sigraði 86-79 eftir að KR hafði haft frumkvæðið mestallan leikinn. Helgi og Vassell byrjuöu leikinn af krafti KR-ingar byrjuöu leikinn með þvilíkum látum með þá Helga Magnússon og Keith Vassell í fararbroddi. Fyrstu sjö stigin í leiknum voru rönd- ótt og eftir átta mínútur var staðan 25-8, KR í vil. Njarðvík tókst aðeins að klóra í bakkann áður en leikhlutinn var allur og staðan eftir fyrsta leikhluta var 26-16 fyrir KR. Eins og áður sagði voru þeir Helgi og Vassell magnaðir fram að þessu og skoruðu 19 af 26 mörkum liðsins. Jón Arnór Stefáns- son, sem spilaði meiddur, ætlaði sér kannski einum of mikið í byrjun leiks og fór út í einstaklingsframtakið en tók sig á í öðram leikhluta. Munurinn var þetta kring- um 10 stigin fram að hálfleik en í þriðja leikhluta fóru hlutirnir að gerast hjá Njarð- víkingum. Logi Gunnarsson hrökk loksins í gang og kom mönnum sinum inn í leikinn með skotsýningu og einnig var vörn liðsins mjög góð á þessum kafla og KR-ingar voru í miklu basli með að Njarðvík-KR 86-79 0-7, 6-18, 8-23 (16-26), 23-28, 23-33, 33-43 (39-48), 42-50, 54-50, 57-61 (59-64), 66-64, 68-72, 75-72, 77-77, 81-79, 86-79. Stig Njarövikur: Brenton Birmingham 25, Logi Gunnarsson 22, Teitur Örlygsson 18, Friörik Stefánsson 10, Páll Kristinsson 7, Halldór Karlsson 4.. KR: Keith Vassell 24, Herbert Arnarson 19, Helgi Magnússon 14, Jón Arnór Stefánsson 14, Arnar Kárason 4, Hjalti Kristinsson 2, Magni Hafsteinsson 2. Fráköst: Njarðvík 39 (13 í sókn, 26 í vörn, Brenton 9), KR 37 (14 í sókn, 23 í vörn, Vassell 13). Stoösendingar: Njarðvik 18 (Brenton 7), KR 21 (Arnar 6). Stolnir boltar: Njarövik 10 (Teitur 3), KR 7 (Herbert, Helgi 2). Tapaöir boltar: Njarðvík 12, KR 10. Varin skot: Njarðvík 5 (Friðrik 4), KR 6 (Vassell 4). 3ja stiga: Njarðvík 20/9, KR 36/13. VítU Njarðvík 19/13, KR 12/8. Dómarar (1-10): Lcifur Garðarsson og Kristinn Óskarsson (8). tíœöi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 1500. Maöur leiksins: Brenton Birmingham, Njarðvík Njarðvíkingar sterkari í lokin Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, smellir hér kossi á bikarinn eftirsótta. Nú er það bara Loga og hans manna í Njarðvík að verja íslandsmeistaratitilinn. DV-mynd Hari Jón Arnór Stefánsson, aðaldriffjöður KR, meiddist í byrjun fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum og var borinn af velli talsvert kvalinn eftir meiösl á ökkla. Hann kom inn á aftur eftir nokkrar mínútur en það nægði KR-ingum ekki. DV-mynd Hari Stuðningsmenn Njarðvfkur ærðust af fögnuði í leikslok. DV-mynd Hari „Logi fór að hitta, þá var þetta komið“ Teitur Örlygsson, annar þjálfara Njarðvíkur, lék vel í leiknum á laugardag og þegar DV-Sport náði tali af þessum reynslumikla leik- manni rétt eftir að leik lauk sat hann einn á varamannabekk Njarðvíkur og var að átta sig á þessu öflu. Aðspurður um hvort hann hefði ekki verið farinn aö ókyrrast þegar KR var 15 stigum yfir í fyrri hálfleik sagði Teitur: „Það var náttúrlega nóg eftir og þeir hittu þarna mjög vel og um leið og þeir hættu því kom góöur kafli hjá okkur. Logi fór að hitta og tók góða rispu og þá vissum við að þetta var komið. Þá var þetta bara spurning um tímann," sagði Teitur Örlygsson nánast raddlaus eftir leikinn gegn KR á laugardag. Var farinn aö hafa bullandi áhyggjur í fyrri hálfleik Friðrik Ragnarsson, aðaiþjálfari Njarðvíkur, fór mikinn á hliðar- línunni i leiknum. „Já, ég var far- inn að lifa mig vel inn i leikinn og eitthvað verð ég að gera fyrst ég er ekki að spila. Við vorum komnir með bakið upp við vegg og vorum 9 stigum undir í hálfleik. Þá er bara eitt að gera og það er að spyrna sér frá veggnum og það gerðum við. Við vorum orðnir hræddir, vörnin þéttist og við vor- um miklu grimmari í seinni hálf- leik en þeim fyrri,“ sagði Friðrik Ragnarsson „Ég er virkilega ánægður með að koma til baka á móti svona sterku liði. Ég verð að segja alveg eins og er að ég var farinn að hafa buflandi áhyggjur í fyrri hálfleik. Þeir voru komnir 15 stigum yfir og byijuðu með flugeldasýningu og við á hælunum. Síðan náðum við að snúa þessu við á frábæran hátt.“ - Hvað gerðist inn í klefa hjá ykkur i hálfleik? „Við töluðum náttúrlega um að stoppa í götin í vöminni og í svona leik verður maður að vera búinn að ná þessu niður í þriðja leikhluta í svona 5 til 6 stig . Við ætluðum að gera hlutina jafnt og þétt, sem við og gerðum, og stóðum síðan uppi sem sigurvegarar. Ég hélt góða skammaræðu yfir strákunum í hálfleik því að ég var alls ekki sátt- ur við leik okkar þessar 20 minút- ur en sú ræða er ekki bönnuð inn- an 18 ára,“ sagöi Friðrik Ragnars- son, aðalþjálfari Njarðvíkur, eftir glæstan sigur á KR i bikarúrslitum karla. -vbv „Þetta er bara hefðin og Njarðvíkurhjartað" Logi Gunnarsson, hhm tvítugi leik- maður Njarðvíkur sem fór á kostum í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð, átti frábæran leik gegn KR og skoraði 22 stig og flest komu þau í seinni hálfleik." Það hef- ur verið talað um það að undanfömu að ég sé ekki búinn að ná mér á strik í vetur en mér gekk vel í úrslita- keppninni í fyrra og ég vildi bara sýna í dag að ég er enn til. Ég er leik- maður sem stend uppi í stóra leikjun- uni. Ég vil koma sérstaklega inn á það að þegar ég las um það hvað Vassell sagði um okkur þar sem hann nefndi Brenton og Teit sem aðalmenn og mig ekki, þennan þama númer 14. Það fór í mig,“ sagði Logi Gunnars- son eftir leikinn þegar hann var ný- búinn að kyssa bikarinn. „Við bara ákváðum að mæta til leiks i seinni háifleik og Njarðvíkurliðið mætti svo sannarlega og svona erum við. Þeh- hefðu átt að vera með þetta og hefðu sennilega verið það gegn öllum öðr- um liðum en Njarðvík er öðravísi en öll önnur lið. Þetta er bara hefðin og Njarðvíkurhjartað. Ég er alveg radd- laus. Ég öskraði svo mikið inni á vell- inum og get varla talað lengur,“ sagði Logi Gunnarsson Njarövíkingur. Þetta var alger gjöf Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var gjörsamlega niðurbrotinn í leiks- lok. „Þetta var ótrúlegt, þetta var bara gjöf, alger gjöf. Við gáfum þeim þetta. Við vorum alveg með þetta en hentum þessu frá okkur með fáránlega óskyn- samlegum leik. Við misstum bara dampinn í seinni hátfleik, vörnin var ekki eins góð og í þeim fyrri og þeir fengu að taka sín skot og þá er ekki von á góðu. - Leið ykkur ekki of vel með 9 stiga forskot i hálfleik? „Ég var hræddur .í hálfleik en við vissum að þetta var langt frá því að vera búið og að þeir gætu alveg gert það sama i seinni hálfleik og við gerð- um í þeim fyrri. Ég hélt að þetta væri komið hjá okkur þegar viö jöfnuðum 75-75 en svona er þetta bara. Við hent- um þessu bara frá okkur. Þetta var al- ger gjöf og ekkert annað,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, eftir tapleikinn gegn Njarðvík. Jón Amór Stefánsson, leikmaður- hm frábæri í KR, meiddist í byrjun fjórða leikhluta i leiknum en kom síöan aftur inn á eftir nokkrar mínút- ur. Jón Amór meiddist á ökkla á æf- ingu í vikunni og var því tæpur fyrir leikinn. „Já, ég tók af mér teipið eins og kjáni i hálfleik, það særði mig að- eins og ég hélt að þetta væri allt í lagi en svo var ekki. Ég lenti á Brenton eða var það ekki Brenton annars? - Þið voruð með mikla yflrburði í fyrri hálfleik, hvað gerðist eigin- lega í þeim seinni? „Já það er ekki hægt að segja hvað við gerðum í fyrri hálfleik. Við komum ekki eins baráttuglaðir í seinni hálfleikinn og það gerði út- slagið. Sennflega var kæruleysið of mikið hjá okkur i seinni hálf- leiknum," sagði Jón Amór Stefáns- son, leikmaður KR, eftir tapið gegn Njarðvík í úrslitum bikarsins. -vbv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.