Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2002, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 11. FEBRÚAR 2002 23 Sport „Ætlaði bara að vinna” - sagði Kristín Jónsdóttir, fyrirliði KR, eftir bikarsigurinn Kristín Jónsdóttir, fyrirliði KR, var að vonum hress eftir leikinn en hún fór fyrir sínu liði í fram- lengingunni þegar Helga Þorvalds- dóttir og Guðbjörg Norðfjörð höfðu farið út af með 5 villur í lok venjulegs leiktíma. „Við byrjuðum ekki eins sterkt og við ætluðum okkur en náðum að koma til baka undir lok venjulegs leiktíma,” sagði Kristín. „Ég hugsaði ekki neitt um það þegar Guðbjörg og Helga fóru út af, ég hugsaði bara um að vinna leikinn og satt best að segja tók ég ekki eftir því að þær væru ekki inni á. Ég ætlaði bara að vinna þennan leik, það var alveg á hreinu,” sagði Kristín Jónsdóttir, fyrirliði KR, rétt eftir að hún hafði tekið við bikarnum. Það er ótrúlega erfitt að horfa á leikinn af bekknum Helga Þorvaldsdóttir, besti leik- maður bikarúrslitaleiksins, skor- aði mikilvæga þriggja stiga körfu undir lok venjulegs leiktíma. „Ég veit ekki hvað ég var að hugsa, lét bara vaða og boltinn datt ofan í. Ég fann mig mjög vel í leiknum og skotin duttu niður i dag, sem betur fer,” sagði Helga eftir leikinn. Varðandi það atriði þegar hún fékk sína fimmtu villu sagði Helga. „Það er það versta sem maður get- ur lent í, að fara út af með fimm villur á tímapunkti eins og ég í gær. Það er ótrúlega erfitt að horfa á leikinn af bekknum og geta ekki gert neitt,” sagði Helga Þor- valdsdóttir KR-ingur sæl og glöö eftir bikarleikinn gegn Njarðvík. Keith Vassell, þjálfari KR, var mjög stressaður á löngum köflum í bikarleik KR og Njarðvíkur í kvennaflokki og spurning hvort það tók ekki einhverja orku frá honum, en sömu félög mættust strax á eftir í bikarúrslitum karla. „Já, það er allt annað að þjálfa en leika inni á vellinum, maður getur svo lítið gert utan vallar. Ég bjóst ekki við Njarðvíkurliðinu eins sterku og það var í dag, þær léku mjög vel. Við lékum að mér fannst ekki eins vel og við getum best og það kom mér á óvart eftir hinn góða undirbúning hjá okkur alla síðustu viku,” sagði Keith Vassell í leikslok í kvennaleiknum og var svo þotinn í upphitun fyrir úrslita- leik karla. Viö tróöum upp í landann, enginn bjóst við þessu „Við áttum að taka þetta og við ætluðum að gera það en í fram- lengingunni vantaði okkur reynsl- una sem KR hafði yfir að ráða,” sagði Auður R. Jónsdóttir, fyrir- liði Njarðvikur, eftir leikinn. „Við vorum aldrei sigurvissar en við ætluðum okkur að fara alla leið og vinna bikarinn í fyrsta sinn,” sagði Auður spurð hvort hún hefði séð hilla undir bikarsigur undir lok venjulegs leiktíma. Þjálfari liðsins er hinn 25 ára Einar Á. Jóhannsson. „Okkur skortir vissulega reynslu í leiki sem þessa en ég get ekki annað en sagt að við höfum troðið upp í landann. Það bjóst enginn við því að við myndum komast þetta langt og það er ansi sárt að við skyldum ekki klára þetta í venjulegum leik- tíma eins og við höfðum mögu- leika á. Við fengum á okkur þriggja stiga körfu þegar við vor- um einu stigi yfir og lítið var eftir. Ég er gríðarlega stoltur af mínu liði, þær lögðu sig 110% fram og það er ekki hægt að biðja um meira,” sagði raddlítill þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur eftir æsispennandi bikarúrslitaleik gegn KR á laugardag. -vbv 4-1 í þ'. : 1kíft 1 Kristín Jónsdóttir, fyrirliöi KR, kyssir hér bikarinn eftirsótta eftir 81-74 sigur á Njarðvík í æsispennandi framlengdum bikarúrslitaieik í gær. DV-mynd Hari Örn Arnarson íþróttamaöur ársins 2001 Hlaupa- og göngugreining „Ég er með léleg hné. Sem krakki óx ég mjög hratt og hnén fylgdu ekki alveg með. Mér var ráðlagt að fara í greiningu hjá Stoðtækni og fá innlegg. Eftir að ég fékk innleggin er ég orðinn góður í hnjánum og þau hafa hjálpað mjög mikið, bæði þegar ég er á þrekæfingum og daglega, ég er alltaf með þau í skónum." Orn Arnarson, sundmaður Ertu með þreytu eða verki í fótum eða baki? Komdu og láttu skoða niðurstigið þitt í göngugreiningu. Rétt undirstaða getur skipt sköpum til að ná árangri. -----------------•------------------ Tímapantanir i síma 581 471 1 Kringlan 8-12,3. hæð, Reykjavík STOÐTÆKNI Gísli Ferciincindsson efif Gréta María Grétarsdóttir er hér á fullri ferö í bikarúrslitaleiknum í gær. DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.