Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2002, Blaðsíða 12
12
Útlönd
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2002
DV
REUTER-MYND
Ingrid Betancourt
Kólumbíski forsetaframbjóðandinn
sem lenti í klóm skæruliöa í gær.
Forsetaframbjóð-
andi brottnuminn
Skæruliöahreyfmgin FARC í Kól-
umbíu rændi í gær Ingrid Bet-
ancourt, frambjóðanda í forseta-
kosningum landsins sem fara fram í
maí. FARC, samtök Marx-sinnaðra
uppreisnarmanna, eru talin hafa í
gíslingu um 800 manns en barátta
vinstrisinnaðra uppreisnarmanna
og stjómvalda í Kólumbíu hefur
staðið yfir í ein 38 ár og á þeim tíma
hafa um 40 þúsund manns fallið í
valinn.
Betancourt var í för með kosn-
ingastjóra sínum ásamt þremur öðr-
um sem var strax sleppt úr haldi.
Hún mældist ekki með mikið fylgi í
skoðanakönnunum, um 1%, en
helstu baráttumál hennar eru að
uppræta spillingu og halda áfram
friöarviðræðum deiluaðila.
Stjómvöld í landinu höfðu varað
Betancourt og aðra forsetaframbjóð-
endur við að ferðast á hættusvæð-
um landsins en hún var sú eina sem
þráaðist við.
Barátta Jospins
og Chiracs af stað
Baráttan um franska forsetastól-
inn byrjaði fyrir alvöru þegar Lion-
el Josepin tilkynnti formlega að
hann væri frambjóðandi sósialista-
flokksins og þar af leiðandi helsti
andstæðingur núverandi forseta,
Jacques Chiracs. Forleikurinn hef-
ur staðið yfir í nokkra mánuði en
nú hefst baráttan fyrir alvöru.
Það er fjarri lagi að þeir séu einu
frambjóðendumir en þrátt fyrir að
fyrrverandi innanrikisráðherra,
Jean Pierre Chevenement, hafi
komið vel út í fyrstu skoðanakönn-
unum sem teknar voru verður aðal-
slagurinn að teljast á milli þeirra
Jospins og Chiracs.
öfgahægrimaðurinn Le Pen hefur
einnig tilkynnt framboð sitt.
ísraelsmenn ákveða að halda Yasser Arafat enn í herkví:
Arafat er enn
haldið í Ramallah
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, ákvað með yfirgnæfandi
stuðningi öryggisráðs ísraels að
halda Yasser Arafat, forseta Palest-
ínu, enn í Ramallah en honum hef-
ur verið haldið í herkví í höfuð-
stöðvum sínum í um 2 mánuði.
Skilyrði ísraela fyrir lausn Ara-
fast úr herkvínni voru að morðingj-
ar ísraelsks ráðherra, sem myrtur
var í október siðastliðnum, yrðu
handteknir og eftir að Arafat skip-
aði handtöku þriggja manna, grun-
aðra um morðið, á fimmtudag voru
menn vongóðir um að honum yrði
sleppt.
„Þetta er skammarleg og óásætt-
anleg ákvörðun," sagði palestínski
ráðherrann Saeb Erekat. í kjölfarið
ákváöu Palestínumenn að mæta
ekki á fund með ísraelum þar sem
REUTER-MYND
Ariel Sharon
Gefur Arafat skert feröafrelsi.
ræða átti öryggismál þjóðanna.
Nú hefur Sharon, í kjölfar hand-
takanna, veitt Arafat ferðafrelsi en
aðeins í Ramallah, en samkvæmt
vitnum hefur Arafat hvort eð er ver-
iö að ferðast um innanbæjar þannig
að breytingin er engin.
Ráðamenn Evrópusambandsins
urðu fyrir vonbrigðum þegar þeir
heyrðu ákvörðun Sharons þar sem
búist hafði verið við að hætt yrði að
sitja um Arafat eins og raunin er
nú.
Sharon sagði í gær að ísrael
krefðist nú framsals þremenning-
anna sem handteknir voru af Palest-
ínumönnum á fimmtudag til að
gangast undir réttarhöld samkvæmt
ísraelskum lögum. Búist var sterk-
lega við því Arafat myndi neita
þeirri kröfu.
REUTER-MYND
Chuck Jones, faöir Kalla kanínu, er allur
Chuck Jones lést á laugardaginn á heimili sínu, 89 ára gamall. Hann hefur á ferli sinum skapaö ótal margar teikni-
myndapersónur og er þeirra frægust væntanlega Kalli kanína. Hann var ávallt í miklum metum í kvikmyndaiönaöinum í
Hollywood og oft borinn saman viö sjálfan Walt Disney, en Jones haföi á sínum ferli framleitt meira en 300 teiknimyndir.
vei rð!
V .
SRX 700
SX 700 R
V-Max 700 DX
1.000.000,-
1.000.000,-
1.020.000,-
800.000,-
CSÉS
Venture 500
Skútuvogur 12a, 104 R.vík • Sími 594 6000
Bush og Blair í
vígahug gegn írak
Breska blaðið Observer greindi
frá því í gær að Tony Blair, forsæt-
isráðherra Bretlands, mundi fijúga
til Bandaríkjanna í apríl til þess að
ræða og ákveða aðgerðir varðandi
árás landanna á írak.
Starfsmenn forsætisráðuneytis
Blair vildu ekki ræða þetta mál við
bresku pressuna heldur staðfestu
aðeins stuðning breskra stjórnvalda
viö þau bandarísku í stríði þeirra
gegn hryðjuverkum.
Observer hefur það eftir háttsett-
um ráðamanni að Bush og Blair
muni ræða „stig 2“ í stríðinu gegn
hryðjuverkum, þar sem írak er efst
á lista.
Bush nafngreindi írak ásamt íran
og Norður-Kóreu sem „möndulveldi
hins illa“ en írak hefur ekki hleypt
vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu
þjóðanna inn í landið síðan 1998. Of-
angreindar þjóðir eru taldar vera
helstu stuðningsmenn hryðjuverka
og framleiða gereyðingarvopn í
miklu magni.
REUTER-MYND
Blair og Bush
Þeir Tony Blair og George W. Bush
eru mestu mátar.
Donald Rumsfeld, utanríkisráð-
herra Bandarikjanna, sagði í viðtali
við Sunday Telegraph í gær að
Saddam Hussein íraksforseta yröi
ekki steypt af stóli nema fyrir utan-
aðkomandi áhrif, eins og til aö
mynda aðgerðir Bandaríkjastjórnar.
Kft'lSllŒiMi
Al-Qaeda tengt við Pearl
Lögreglan í Pakist-
an leitar nú að
manni sem grunaður
er um að hafa rænt
og myrt Daniel Pearl,
bandarískan blaða-
mann. Umræddur
maður er liðsmaður
Al-Qaeda, samtaka Osama bin
Ladens.
Þjarmað að vítisenglum
Þýska lögreglan réðst inn í fjölda
íbúða og kráa þar í landi sem með-
limir vítisenglanna, bifvélahjóla-
samtakanna alræmdu, eiga og starf-
rækja starfsemina sína í.
Bin Laden talinn á lífi
Richard Myers, hershöfðingi í
bandaríska hernum, telur að hryðju-
verkamaðurinn Osama bin Laden sé
enn á lífi og haldi sig á landamærum
Pakistans og Afganistans.
Fylgismenn Mugabe æstir
Stuðningsmenn Roberts Mugabe,
forseta Zimbabwe, réðust að fólki
sem var að yfirgefa stuðnings-
mannafund Morgans Tsvangirai,
leiðtoga stjórnarandstöðunnar og
mótframbjóðanda Mugabe í kom-
andi forsetakosningum. Enginn
slasaðist þó alvarlega.
Stungin vegna farsíma
12 ára bresk stúlka var stungin í
bak og fót af unglingum sem vildu
hafa farsíma hennar af henni. Stúlk-
an er þó ekki í lífshættu.
Flugskeyti fyrir þyrlur
íranski herinn
hefur þróað og
framleitt flugskeyti
sem ætluð eru fyrir
þyrlur. Bush
Bandaríkjaforseti
hefur gagnrýnt íran
harðlega fyrir
vopnaframleiðslu
en fyrirmenn landsins segja vopnin
ætluð fyrir landvarnir, ekki tilefnis-
lausar árásir.
Grafið undir sendiráði
ítalska lögreglan uppgötvaði
grafnar holur í grennd við banda-
ríska sendiráðið þar í landi. Talið er
að hryðjuverkamenn hafi grafið
þær og ætlaö að koma fyrir sprengj-
um sem ætlaðar voru sendiráðinu.
Vill þjóðaratkvæðagreiðslu
Marc Ravaloman-
ana, forsetafram-
bjóðandi í Madaga-
skar, vill láta þjóð-
aratkvæðagreiðslu
skera úr um rétt-
mæti 1. umferðar
kosninganna í des-
ember, þar sem
hann telur sig hafa unnið sigur, en
hann sakaði núverandi forseta, Di-
dier Ratsiraka, um að hafa hagrætt
úrslitum kosninganna sér í hag.
10 létust í herþyrluslysi
10 manns, 8 Bandaríkjamenn og 2
hermenn, létust í slysi þegar her-
þyrla fórst skammt frá Manila, höf-
uðborg Filippseyja.
Kúbuföngum sýnd miskunn
Bandarísk stjórnvöld hafa gefið
til kynna að ekki þyki útilokað að
flytja fanga hryðjuverkastríðsins í
Afganistan aftur til síns heima-
lands, svo framarlega að þeir verði
áfram yfirheyrðir og ákærðir þar.