Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 Fréttir DV Rætt um full- trúa nýbúa á F-lista F-listi frjálslyndra og óháöra, sem Ólafur F. Magnússon og Frjálslyndi flokkurinn standa að, mun væntanlega kynna nýjan fram- boðslista sinn um miðjan mars. Lík- ur eru til að þar muni að frnna ný- mæli í íslenskri pólitík sem er fyrsti fslenski Taí- lendingurinn og trúlega fyrsti Asíu- maðurinn sem sést á framboðslista hér á landi. Um er að ræða mann sem búið hefur hér á landi um 15 ára skeið og hefúr áhuga á að leggja málstað F- listans lið. Einnig mun koma tfl álita að Þráinn Stefánsson, sem verið hefur talsmaður nýbúa hér á landi, verði á listanum. Auk þess er búist við full- trúa frá Sjálfsbjörg og SÍBS á listanum. Ólafur F. Magnússon viil þó ekkert staðfesta um ffamboðslistann og vísar til þess að hann muni verða kynntur þegar hann verði tilbúinn. „Eins og þú hefur eflaust tekiö eftir höfúm við ekki verið áberandi í umræðunni um hvaða einstaklingar munu verða á lista hjá okkur sem stafar af því að við leggjum áherslu á málefni frekar en leiötoga," segir Ólafúr og vill ekki einu sinni gefa upp hvort þeirra Margrétar Sverris- dóttur muni skipa efsta sætið. -BG Ólafur F. Magnússon. Vottorðum nema rignir inn Slæmt ástand er i ffamhaldsskólum vegna flensu og fleiri pesta. A.m.k. þrenns konar farandpestir hafa greinst hérlendis aö undanfomu, hin árlega in- flúensa, streptókokkahálsbólga og hita- pest með kvefl, barkabólgu og bronkítis. Berglind Halla Jónsdóttir, áfanga- stjóri í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, segir að fjarvistir nemenda og kennara hafi verið miklar. Svo virtist sem flensufárið væri enn ekki í rénun. „Þetta hefur farið illa með okkur,“ sagði hún. „Okkur virðist þetta augljós- lega miklu meira en verið hefur áður. Þeir sem veikjast af flensunni eru t]ar- verandi í a.m.k. viku.“ Hjá Menntaskólanum í Kópavogi fengust þær upplýsingar að talsvert hefði verið um veikindi en svo virtist sem vetrarpestimar væm á undanhaldi. í sama streng tók viðmælandi DV í MR. í fyrradag höfðu um 50 nemendur þar tflkynnt sig veika. „Það hafa verið þó nokkur veikinda- forfóll hjá okkur að undanfömu," sagði Jóhanna Rögnvaldsdóttir, á skrifstofu MH. „Það hefur rignt yfir okkur vottorð- um núna undanfamar tvær vikur," sagði Jóhanna. „En þetta virðist heldur vera að skána, sem betur fer.“ -JSS Formaður Neytendasamtakanna viðurkennir mistök í bréfi til ÁTVR: Hljómar líkt og skoðanakúgun - segir formaður efnahags- og viðskiptanefndar Titringur er meðal starfsmanna ÁTVR vegna frumvarps sem nú liggur fyrir Alþingi um áfengi í mat- vörubúðum og stuðning formanns Neytendasamtakanna við frumvarp- ið. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, og Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hafa átt í bréfaskriftum vegna máls- ins og hafa Neytendasamtökin dreg- ið umsögn sina um frumvarpið til baka í kjölfarið. í hugleiðingu Hösk- uldar, sem starfsmenn ÁTVR geta lesið á heimasíðu stofnunarinnar, spyr forstjórinn hver hvatinn sé að yfirlýsingum formanns Neytend- samtakanna. Umsögn samtakanna var send efnahags- og viöskiptanefnd Alþing- is og var einhliða jákvæð sam- kvæmt heimildum DV. í kjölfarið lýsti Jóhannes þeirri skoðun í fjöl- miðum að hann styddi frumvarpið og tóku yfirmenn ÁTVR málið upp á vinnufundi. Forstjóri ÁTVR skýrði þá frá þvi að hann hefði ör- uggar heimildir um að stjóm Neyt- Vilhjálmur Jóhannes Egilsson. Gunnarsson. endasamtakanna hefði ekki verið kunnugt um yfirlýsingu Jóhannesar og því væri rangt að um yfirlýsingu stjómar væri að ræða. í kjölfarið sendi forstjórinn Jó- hannesi athugasemd og brást Jóhann- es við með svarbréfi sem DV hefur undir höndum. Þar viðurkennir Jó- hannes að vegna mistaka hafi athuga- semd farist fyrir hjá einum stjómar- manni Neytendasamtakanna þegar samtökin fengu frumvarpið til um- sagnar. Sú athugasemd hefði átt að leiða til þess að málinu væri vísað til stjórnar samtakanna en það hafi ekki verið gert. „Þannig hefur þetta frumvarp ekki það gildi að vera umsögn Neytendasamtak- anna,“ skrifar Jó- hannes og segir að því hafi um- sögnin verið dreg- in til baka. Vilhjálmur Eg- ilsson, formaður efnahags- og við- skiptanefndar og 1. flutningsmaður frumvarpsins, segir að það veki at- hygli ef fyrirtæki eins og ÁTVR sé komiö með mann í stjóm Neytenda- samtakanna. Yfirleitt sé það þannig að formaður hafi leyfi til að túlka skoðanir samtaka sinna og 67% þjóðarinnar séu fylgjcmdi frelsi í þessum málum skv. skoðanakönn- unum. Vilhjálmur segir athyglis- vert ef minnihlutinn eigi að kúga meirihlutann i málinu. Málið lykti af skoðanakúgun, því mikill meiri- hluti sé fyrir þessu máli. -BÞ DV-MYND HARI Fyllsta öryggis gætt Skaflarnir skyggja á litlu börnin á leiö heim úr Korpuskóla í Reykjavík. Gangbrautarvöröurinn fyigist grandvar meö umferöinni. Enn var kalt í Reykjavík í morgun, tæplega fimm gráöu frost í bítiö, en hrollur var reyndar um allt land og sýnu kaidast eins og vanaiega á Hveravöllum, ríflega 12 gráöu frost kl. 6 í morgun. Forstjóri Skeljungs segir nauðsynlegt að fá niðurstöðu Héraðsdóms áður en annað er ákveðið: Tomas Oral sigraði Tékknesku skák- mennirnir Tomas Oral og Jan Votova tefldu til úrslita í gærkvöld á Minn- ingarmótinu um Dan Hansson og stóð sá fyrmefndi uppi sem sigurvegari. Það var Taflfélagið Hrókurinn sem stóð að mótinu sem talið er eitt sterkasta atskákmót sem haldið hefur verið hérlendis. Samningur endurnýjaður Geir Haarde fjármálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra, fyrir hönd ríkissjóðs, endur- nýjuðu í gær samning við Bændasam- tök íslands um verkefni samkvæmt búnaðarlögum og framlög rikisins á árabilinu 2003 til 2007. Samningurinn var undirritaður á Búnaðarþingi og munu framlög ríkisins á timabilinu nema 2,8 milljörðum króna. Eftirlit með framkvæmd samningsins verður hjá landbúnaðarráðuneyti en Bænda- samtökin annast ráðstöfun fjárins. Dregur framboð til baka Hreggviður Jóns- son, fyrrum forstjóri Norðurljósa, dró framboð sitt til stjórnar íslands- banka til baka í gær. Hann sagði í yfirlýs- ingu að nafn hans hefði ranglega verið tengt hópi hluthafa en það mun vera listi svokallaðs Orca-hóps. Sjálfkjörið verður í bankaráð íslandsbanka og verður það skipað Kristjáni Ragnars- syni, Víglundi Þorsteinssyni, Einari Sveinssyni, Helga Magnússyni, Gunn- ari Jónssyni, Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni og Þorsteini Má Baldvinssyni. Átta dómarar vanhæfir Átta dómarar við Hæstarétt hafa sagt sig frá dómsmáli sem snýst um meint brot Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns gegn frið- helgi stúlku, sem kærði fóður sinn fyrir kynferðislega misnotkun. Mað- urinn var sýknaður í Hæstarétti. Stúlkan höfðaði siðar mál gegn Jóni Steinari vegna umræðna sem sköpuð- ust í kjölfar dómsins haustið 1999. Héraðsdómur Reykjavikur komst að þeirri niðurstöðu að Jón Steinar hefði brotið gegn fr iðhelgi stúlkunnar og var honum gert að greiða henni 100 þúsund krónur auk málskostnað- ar. Jón Steinar áfrýjaði dóminum til Hæstaréttar. Aðeins einn dómara Hæstaréttar dæmir í málinu en hinir átta hafa borið fyrir sig vanhæfí. -aþ Djúpur ágreiningur olíufélaganna - samráð erfitt í eintölu, segir Kristinn Björnsson sem kannast ekki við lögbrot „Mér finnst með öllu óviðunandi annað en að niðurstaða Héraðsdóms liggi fyrst fyrir um það hvort sú framganga og sú framkoma sem sýnd var af hálfu Samkeppnisstofn- unar við haldlagningu gagnanna á skrifstofum félagsins þann 18. des- ember hafi í raun og veru veriö í samræmi við þær heimildir, reglur og lög sem Samkeppnisstofnun á að starfa eftir. Þegar það liggur fyrir þá er hægt að halda áfram og ræða málin og hugsanlega skoða þau efn- isatriði sem um er að ræða,“ segir Kristinn Bjömsson, forstjóri Skelj- ungs, um það hvort til greina komi að Skeljungur leiti eftir samvinnu við Samkeppnisstofnun við að upp- lýsa um meint ólöglegt samráð olíu- félaganna. Eins og fram hefur kom- ið í DV reið Olíufélagið Esso á vað- ið og óskaði eftir samvinnu við Samkeppnisstofnun um að upplýsa um meint ólöglegt samráð og önnur hugsanleg brot á samkeppnislög- um og hefur Sam- keppnisstofnun svarað því til að ef fyrirtæki komi með mikilsverð- ar upplýsingar muni hugsanlega fást afsláttur af sektum. Lögmað- ur Olíufélagsins lýsti því svo yfir i gær að fyrirtæk- iö mundi leggja fram viðbótargögn og hugsanlega falla frá málsókn sinni fyrir Héraðsdómi gegn Sam- keppnisstofnun. Þessa málsmeðferð afla telur Kristinn Bjömsson vera algerlega ótímabæra meðan niður- staða Héraösdóms liggur ekki fyrir og er því greinilegt að bullandi ágreiningur er mflli olíufélaganna um afstöðuna tfl rannsóknar Sam- keppnisstofnunar. Kristinn segir að þrátt fyrir að svo virðist sem aUar bréfaskriftir milli Oliufélags- ins og Samkeppn- isstofnunar, frá „fyrstu ávarps- orðum tU kveðju- orða“, hafi birst í fjölmiðlum þá hafi ekki komið fram nákvæm- lega hvað það er sem verið er að bera olíufélögunum á brýn. Að- spurður hvemig hann bregðist þá við því að í raun hafi Olíufélagið með bréfaskriftum sínum tU Sam- keppnisstofnunar verið að gangast við hugsanlegum lögbrotum félag- anna og þar á meðal um samráð seg- ir Kristinn: „Ég geri mér grein fyr- ir því að það er afskaplega erfitt að hugsa sér eitthvert samráð í eintölu þó það geti verið mikUvægt að vera í góðu samkomulagi við sjálfan sig og eigin samvisku en þarna brýtur á miUi okkar og þeirra," segir Krist- inn. Hann kannast ekki við þann glæp sem Olíufélagið telji hugsan- legt að hafi verið framinn. Það sem hann hafi séð frá Olíufélaginu um þetta sé það sem fram hafi komið i blöðum og lúti m.a.að samrekstri á bensínstöðvum sem séu vissulega dæmi um á stöðum þar sem bæjar- stjómir haíi óskað þess sérstaklega. „Mér dettur bara ekki tU hugar að ef það er þetta sem væri að angra Samkeppnisstofnun og væri brot á lögum, af hverju hafa þeir þá ekki sent okkur línu um það fyrir löngu. Það er ekki eins og menn hafi verið að fela þetta, eða að olíufélögin ættu saman birgðastöðina í Örfirsey," segir Kristinn. Hann segir þó að stjóm félagsins hafi enn ekki komið saman tU að taka formlega afstöðu tU þessara mála. -BG f ókus t Á MORGUN Klósettmenning á skemmtistöðum Rí Fókus á morgun er kíkt á nokkra skemmtistaði í Reykjavík og kannað hvemig klósettmenn- ingin er þar. Við skoð- um málið vandlega og gefum stöðunum stjömur fyrir aðbúnað og fleira. Halla Viihjálmsdóttir leUdist- amemi segir frá dvölinni í London og hljómsveitin Stripshow er með ferskar sögur úr rokkheiminum. Þá kikjum við á hvenær stjömumar í Hollywood fóm að lifa kynlífi og birtum úttekt Fókuss á því af hverju bresk ungmenni sækja svo mikið í skemmtanalíflð hér á landi. Er ástandið svo slæmt í London? í Lífmu eftir vinnu fmnurðu að vanda aUt sem er að gerast í djammi og menningu og ömgglega eitthvað fleira. Geir Magnússon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.