Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Qupperneq 16
28 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 Skoðun I>V > Áttu þér átrúnaðargoð? Skúli Á. Sigurðsson nemi: Já, Cliff Burton, bassaleikari Metallica. Hulda Benediktsdóttir nemi: Já, Björk, út af persónuleikanum. Slgrún Guðmundsdóttir nemi: Courtney Love, hún syngur svo vel. Bjarndís Friðþjófsdóttir neml: Britney Spears. Haukur Jóhannsson nemi: Nei, ég á ekki átrúnaöargoö. Súr er sannleikurinn Á nýafstaðinni tónlistarverölaunahátíö Yfirbragö óþolinmæöi og gremju? Björn Bjarnason, fv. menntamálráð- herra, vandaði mér ekki kveðjumar á heimasíðu sinni nú nýverið, fyrir að segja sannleikann um framgöngu hans Jakob Frímann gagnvart útflytjend- Magnússon um nýgildrar tónlist- tónlistarmaöur ar („popptónlistar"). sknfar■ Svo vill til aö mál- flutningur minn, sem Björn vefengir, var ítrekað staðfestur af bæöi útgef- endum og tónlistarmönnum á nýaf- staðinni tónlistarverðlaunahátíð. Óþolinmæði og gremja starfsgreinar- innar í garð ráðamanna braust þar út sem aldrei fyrr. Það er einfaldlega staðreynd að margítrekaður vilji iðnaðar- og við- skiptaráðherra til aö veita greininni eðlilegan stuðning hefur til þessa ver- ið að engu hafður vegna andstöðu Björns Bjamasonar. Afstöðu sína hef- ur hann byggt á uppspunnum mis- skilningi um „almennar alþjóðareglur um alþjóðaviðskipti, sölu á vömm og þjónustu" sem ekki megi brjóta með því að efla þessa vaxandi atvinnu- grein íslendinga. Af þeim sökum verði að skilgreina verkefnið á menn- ingarlegum forsendum, ekki á for- sendum iðnaðar og viðskipta. Sem næst allar nágrannaþjóðir okkar hafa stutt myndarlega við bak- ið á umræddri grein sem er nú á með- al stærstu útflutningsvega m.a. Svía og Breta. Sá stuðningur er ekki síst byggður á skilningi nútímalega þenkj- andi stjómmálamanna sem vita að hvatning og efling nýsköpunar í popptónlist er góð fjárfesting - lykill að gríðarlegum útflutningstekjum. Hafa rök á borð við þau sem Björn byggir andstöðu sína á hvergi heyrst, enda eru þau úr lausu lofti gripin. í Bretlandi er tónlistariðnaðurinn, þ.e. hljómplötuframleiðslan og sölu- varningur, tengdur nýgildri tónlist, alfarið á borði iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytis. Á íslandi hefúr það ráðu- neyti eitt sýnt málinu áhuga og rækt- „Það er einfaldlega stað- reynd að margítrekaður vilji iðnaðar- og viðskipta- ráðherra til að veita grein- inni eðlilegan stuðning hef- ur til þessa verið að engu hafður vegna andstöðu Björns Bjarnasonar. “ arsemi, þar hefur legið tilbúið frum- varp í fjölmörg ár sem ítrekað hefur verið drepið á dreif með ýmiss konar flækjufótarhætti og fyrirslætti. Hugarþel Bjöms Bjamasonar í garð popptónlistarmanna er öllum ljóst sem í greininni starfa. Áhugi hans hefur tengst öðrum sviðum menning- arlífsins og er það gott og vel. Bjöm Bjamason hefur t.a.m. stutt myndar- lega við bakið á Kammersveit Reykja- vikur sem komin er á fjárlög og hefur jafnframt reynst einkar hollur lista- mönnum á borð við höfuðpaur Kamm- ersveitarinnar, fiðluleikarann Rut Ingólfsdóttur, o.fl. sem þiggja lista- mannalaun úr menntamálaráðuneyt- inu ár hvert. Það er út af fýrir sig ánægjuefni að Björn skuli loksins kjósa að tjá sig um þessi mál nú, því að óbærilega löng þögn hefur ríkt um þau þó reynt hafi verið að hreyfa þeim með ýmsum hætti í ranni ráðamanna. Það er á margra vitorði að fyrir rúmu ári var forsætisráðherra falið úrskurðarvald í þeim ágreiningi sem menntamála- ráðherra skóp, er hann sá fram á að iðnaðar- og viðskiptaráðherra mundi skreyta sig með svanafjöðrum hinna verðandi nýju Bjarka og Sigur Rósa. Áleitinn er því sá grunur að málið hafi aldrei snúist um stuðning við efnilega höfunda og flytjendur ný- gildrar tónlistar, og þar með væntan- legan ávinning íslenska hagkerfisins, heldur pólitíska fjöður í týrólahatt Björns Bjamasonar. Forsætisráðherra, sem sjálfur til- heyrir stétt textahöfunda, var að lík- indum nokkur vandi á höndum. Er fulltrúar íslenskra tónlistarmanna hugðust ná fundi hans og skýra sín sjónarmið var þeim tilkynnt eftir margar frestanir að ekki yrði gefinn kostur á slíkum fundi. Þetta geta ýms- ir staðfest og hafa reyndar gert nú þegar, þó að Bjöm Bjamason fullyrði að ég fari hér með ósannindi. Þeim menntamálaráðherra sem kvaddi ráðuneyti sitt nú um helgina, hefði verið í lófa lagið að ljúka um- ræddu máli með því að fallast á til- tekna málamiðlun sem fýrir liggur um skiptingu verkefnisins á milli ráðuneyta menntamála og iðnaðar. Hann kaus að gera það ekki. Um leið og nýjum menntamálaráð- herra er fagnað og honum óskað vel- famaöar í starfi, skal skorað á þann sama mann að leiða þetta mál til lykta án frekari tafa, svo við verði unað. Eistlendingar - eða Estar? Haraldur Einarsson skrifar: Landið „Estonia" við Eystrasalt er smáríki, minna en ísland að flat- armáli, en miklu fjölmennara. Það á sér viðburðaríka og merkilega sögu. Þetta land og ibúamir eru öðru hveiju í mnræðum manna. Á ís- lensku heitir landið Eistland og fólkið Eistlendingar. Stundum heyr- ist talað um Estlendinga eða Eista. Þá ætti seinna orðið aö beygjast eins og Svíi eða Finni í eintölu og fleirtölu. Sú spuming getur vaknað hvort ekki hafi orðið mistök upphaf- lega í þýðingu orðsins yfir á ís- „Landið hefði i raun átt að heita Estland og íbúamir Estar (beygt eins og Finnar). Það vœri einnig hag- kvæmara og viðfelldnara að tala um Estland og Esta.“ lenskt mál. Ástæðan kann að vera fyrst og fremst vegna áherslu í ís- lensku talmáli á fyrsta atkvæði orðs, sem er yfirleitt reglan í fram- burði. „Est“, fyrsta atkvæðið í orð- inu „Estonia" varð „Eist“. Nafnið varð því Eistland og íbúamir Eist- lendingar. Landið hefði í raun átt að heita Estland og ibúamir Estar (beygt eins og FinnEU'). Það væri einnig hagkvæmara og viðfelldnara að tala um Estland og Esta. Samt er það augljóst að orðin Eistland og Eistlendingar eru löngu búin að vinna sér þegnrétt í ís- lensku tal- og ritmáli. Það má líka velta fyrir sér fleiri en einni hlið málsins. Að skoða og kanna hvað sé rétt og hvað betur mætti fara ætti ekki að skaða okkar kæra og dýr- mæta móðurmál. Garri Kynþokkinn bjargar Stefán Jón Hafstein hefur alla tíð verið talinn með fegurstu karlmönnum landsins - kynþokka- fyllsti maður landsins er titill sem hann hefur þótt bera með miklum sóma. Fáir gera sér betur grein fyrir fegurðinni en Stefán Jón sjálfur. Aðrir óttast hana og jafnvel samherjar eru famir að hafa áhyggjur af framgangi mála. Fyrir stjómmálamann þykir kynþokki sérstak- lega æskilegur og þetta veit Stefán Jón. Kyn- þokki gefur mönnum tækifæri sem aðrir hafa ekki. Kynþokki er leið að valdamiklum embætt- um og á þau stefnir Stefán Jón enda sérstakur fulltrúi Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra. Garri hefur fylgst með Stefáni Jóni undanfarin ^ ár enda vekja menn fullir sjálfstrausts alltaf at- hygli. Það kom því Garra ekki á óvart að sá kyn- þokkafulli skyldi reyna fyrir sér í stjómmálum, annað hefði verið óeðlilegt. Hitt er svo annað mál að auðvitað er það ekki sanngjamt gagnvart öðrum frambjóðendum að þurfa að keppa við kynþokka í pólitík. En svona er lífið og þá ekki síst pólitíkin. Enginn lofaði að það væri sann- gjamt eða að hæfileikar ættu einir að ráða ^ frama. Bera sig vel En óneitanlega kom það Garra á óvart aö að- dráttarafl kynþokkans væri ekki meira en raun bar vitni í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir skömmu. Þátttakan var langt undir væntingum. Verst er þó að meirihluti þeirra sem hafði efni á þvi að borga sérstakt gjald fyrir að taka þátt í prótkjöri flokks, sem kennir sig við jafnaðar- mennsku og segist sérstakur málsvari þeirra sem minna mega sín skyldi ekki skynja kyn- þokkann og kjósa Stefán Jón. En kynþokkafullir karlmenn bera sig alltaf vel, hvort heldur í mótlæti eða þegar vel gengur. Þeir eru að visu vanir því að flest gangi upp - í því felst kynþokkinn - en þeir geta borið sig vel ef ekki gengur allt upp. Og Stefán Jón ber sig vel, enda kominn í öraggt sæti til borgarstjóm- ar. Mestu skiptir að Ingibjörg Sólrún hefur tryggt hinrnn kynþokkafulla krónprinsi sæti sér við hlið. Stefán Jón þarf á kynþokkanum að halda þessa dagana enda hafa bréfaskriftir formanns Samfylkingarinnar komið illa við þann sem legg- ur áherslu á þægilegt viðmót. Nú reynir á hann sem formann framkvæmdastjómar Samfylking- arinnar ekki siður en sem frambjóðanda til borg- arstjómar. Til að kóróna allt saman era sam- herjar innan Reykjavíkurlistans famir að hafa áhyggjur af framgangi Stefáns Jóns. Nú binda vinstri-grænir helst vonir við að þeirra manni, Áma Þór Sigurðssyni, takist að koma böndum á kynþokkann. Annars verði Stefán Jón mest áber- andi í kosningabaráttunni, eins og einn hug- myndafræðingur vinstri- grænna bendir á. íhaldsúlfur í sauðargæru? Guðmundur Pálsson skrifar: Ég hef velt þvi fyr- ir mér hvort þessi þekkta fjölmiðla- hetja, Stefán Jón af Hafsteinskyni, sé góður og gegn málsvari okkar, al- þýðunnar hér í höf- uðborginni, eða hvort honum kippi ekki bara í kynið og sé fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig, titla- tog og virðingarsess, líkt og frænd- ur hans, Hafsteinar, Briemar og hvað þeir nú heita allir þessir fínu forfeður hans. Ég sá nefnilega í helgarblaði DV á dögunum að Stef- án Jón er víst kominn af öllum helstu valdaættum þjóðarinnar á síðustu öld. Mér er spum: Verða slíkir nokkum tíma heilir málsvar- ar alþýðunnar? Drápsfréttir í RÚV Lárus Jónsson hringdl: Þeir á fréttastofu RÚV-hljóðvarps fíkra sig nú ofar, stig af stigi, ef þeir tjá tilfinningar sínar í garð Palest- ínumanna, sem ekki era hótinu betri en ísraelsmenn í hermdar- verkum í garð hver annars. Nú tala þeir einfaldlega um að ísraelsmenn hafi „drepið“ þegar Palestínumenn verða fyrir fíörtjóni af völdum þeirra. Seint ætlar mannskapurinn á RÚV að skilja að þessar þjóðir báðar er ekki hægt að flokka öðru- vísi en sem villimenn. Þær munu aldrei sitja á sátts höfði og ástæðu- laust að tyggja í okkur fréttir þaðan. Formaðurinn bíða kann Stefán Jón Hafstein. Elías Kristjánsson skrifar: % Ossur Skarp- héðinsson. Menn eru ekki mjög hrifnir af framtaki Össurar, formanns Samfylk- ingarinnar, í bréfa- skriftum. Þannig segir Stefán Jón Hafstein, formaður tramkvæmdastjóm- ar Samfylkingarinn- ar, það hryggilegt að formaðurinn hafí gert ljót mistök og bréfaskriftir hans dæmi um það sem flokksmenn vilji alls ekki hafa. Þingflokksformaður Samfylkingar- innar virðist þó ætla að lita fram hjá þessum ósköpum og veitir for- manni sínum aflausn munnlega í sjónvarpsfréttum. En formaðurinn er ekki af baki dottinn, segist kunna að bíða, það hafi hann lært og ætlar að minnast þeirra Baugsmanna út ævina. - Er þetta framtíðarmúsíkin í Samfylkingunni? Fyrirfram greidd- ar vaxtabætur Brynjólfur Brynjðlfsson skrifar: Ekki sólunda ég þessum bótum eins og ég hef séö fullyrðingar um í fíölmiðlum. Sá t.d. að fíármálasér- fræðingur Seðlabankans og einn slíkur hjá Sparisjóöi Hafnarfíarðar gerðu það að tilllögu sinni að þessar bætur yrðu aflagðar því þær kæmu í veg fyrir að hægt væri að rétta við fíárhaginn vegna þess að fólk hefiði fíármunina til eyðslu. Hjá langflest- um fara þessir fíármunir í að greiða fyrir eitthvað bráðnauðsynlegt, líkt og viðgerðir heimilistækja og bíls- ins, sem oftast er gamall. Ég hef lagt þessa fíármuni á bók til að eiga ör- yggissjóð ef eitthvað kemur upp á. Páll Pétursson ráðherra var skyn- samur þegar hann tók við af Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem var með félagsmálahúsnæðið í sliku klúðri að bæjarfélögin hafa ekki enn rétt úr kútnum vegna kaupskyldunnar. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKlavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.