Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 8
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 nv 8 Fréttir DV-ljósmyndarar sigursælir Ljósmyndarar DV voru sigursæl- ir í hinni árlegu samkeppni Blaða- ljósmyndarafélags íslands sem 28 ljósmyndarar tóku þátt í. Bæði Gunnar V. Andrésson og Þorvaldur Öm Kristmundsson kræktu sér í verðlaun. Mynd Gunnars V., „Þing- maður bugaður" sem hann tók af Árna Johnsen í Klaufinni í Vest- mannaeyjum skömmu eftir að meint brot hans komust í hámæli, var valin fréttamynd ársins 2001. Ummæli dómnefndar voru eftirfar- Mynd ársins 2001 eftir Gunnar Gunnarsson. Hún er af Ármanni Reynissyni. DV-MYND ÐNAR J. Við opnun Forseti íslands opnaói sýningu Blaöaljósmyndarafélags íslands og Ljósmyndarafélags íslands í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á laugardaginn. Hér er hann á milli þeirra Gunnars V. Andréssonar og Þorvalds Arnar Kristmundssonar, Ijósmyndara DV. andi: „Hér tekst ljósmyndaranum vel að draga fram þá staðreynd að hver frétt á sér fleiri en eina hlið. Ámi Johnsen, fyrmm alþingismað- ur, hugleiðir hildarleik liðinnar viku í fjöruborðinu." Myndröð Þor- valds Amar af afleiðingum örlaga- atburðanna 11. september í Banda- ríkjunum var valin myndröð ársins 2001. Um hana sagði dómnefnd: „Enginn atburður liðins árs á eftir að verða jafneftirminnilegur og árásimar á Bandaríkin 11. septem- ber. Myndröðin nær fram þeirri samkennd og örvinlun sem ríkti í borginni fyrstu dagana á eftir.“ Mynd ársins 2001 á Gunnar Gunn- arsson. Hún er af Ármanni Reynis- syni og þykir sterk portrettmynd þar sem umhverfi, fatnaður, smáat- riði og myndbygging ná að skapa öfluga heild. Þá mynd keypti Blaða- mannafélagið til eignar fyrir hundr- að þúsund krónur. Alls komu 512 myndir inn í for- val keppninnar og valdi dómnefnd 172 á sýninguna sem nú stendur yfir í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Af þeim voru sjö valdar til verð- launa: fréttamynd ársins 2001, íþróttamynd, portrettmynd, mynd- röð; og í opnum flokki vora valdar tímaritamynd, landslag og daglegt líf. -Gun. Mynd úr myndröð ársins eftir Þorvald Örn Kristmundsson, Ijósmyndara DV, tekin í Bandaríkjunum í kjölfar atburöanna 11.. september 2001 Fréttamynd ársins Bugaður þingmaöur heitir þessi mynd eftir Gunnar V. Andrésson, Ijósmyndara DV. Við leggjum okkar af mörkum til að halda verðbólgunni niðri og veitum 4% afslátt af völdum bílum. Renault Laguna II fólksbíll Renault Scénic fólksbfll 23.449 Bílalán.afborgunámán. Renault Mégane Berline fólksbíll Rekstrarietga: 39.299 Verðáður 2090.000 Verðnú 2.006.000 23.008 Bílaián.afborgunámán. Rekstrarteiga: 38.627 18.332 Bílalán.albotgunámán. Rekstiarieiga:31.731 Verðáður 1.630.000 Verðnú 1365.000 Vetðáður 2050.000 Verðnú 1.968.000 Grjóthóls 1. Stml 57S 1200 Sölud.lld 57S 1220 • www.bl.i* Rekslrarleigan er til 36 mán., m.v. við 20.000 km á ári og erlenda myntkörfu. Rekstrarleiga er aðeins í boði lil rekslraraðila (fyrirtækja). Bilalán miðast við 30% útborgun og 84 mán. samning. Allar tölur em með vsk. Tilboðið gildir út mars Verðlaunahafar 2001 Þau hlutu verölaun fyrir hina ýmsu flokka mynda 2001. Svarfhólsskógur í Svínadal: Brotist inn í bústaði Lögreglunni í Borgarnesi barst um helgina tilkynningar um inn- brot í þrjá bústaði í Svarfhólsskógi í Svínadal. Nýlega var tilkynnt um innbrot í aðra þrjá bústaði á .sama stað þannig að alls er um sex bú- staði að ræða á skömmum tíma. Að sögn lögreglunnar er ekki ólíklegt að sömu þjófamir hafi veriö á ferð í þessum bústöðum og er ekki heldur útilokað að fleiri bústaðir í ná- grenninu hafi orðiö fyrir barðinu á þjófunum en yfir vetrartímann eru ferðir eigenda í bústaðina strjálli en ella. Litlar skemmdir hafa verið unnar á bústöðunum en þjófarnir hafa látið greipar sópa innandyra. Aðallega hafa þeir sóst eftir áfengi, rafmagnstækjum og lyfjum. Málið er í rannsókn. -snæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.