Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 11
11
MANUDAGUR 11. MARS 2002
DV
Landið
Vetrarleikar á ís:
Hestamenn
nýta sér mikla
og góða ísa
Húnvetnskir hestamenn komu
saman og öttu kappi á Hnausatjöm
um síðustu helgi. Þar kom fram
margt góðra hesta en sigurvegari í
ístöltinu var stóðhesturinn Gamm-
ur frá Steinnesi. Knapi var Tryggvi
Bjömsson. í öðru sæti var mikil
gæðingshryssa Svanhildar Hall á
Gauksmýri. Margt annarra góð-
hrossa kom þar fram, m.a. vakti at-
hygli stóðhestur á fjóröa vetri úr
ræktun þeirra hjóna Indriða og Her-
dísar í Grafarkoti, en hann var
kynntur í flokki stóðhesta.
DV-MYND MAGNÚS ÓLAFSSON
Gammur frá Steinnesi.
Miklir og góðir ísar eru nú víða
um Húnaþing sem hestamenn nýta
vel til útreiða. Margt hrossa er í
tamningu í héraðinu. -MÓ
DV-MYND JÚLÍA IMSLAND
Stjórnað með tölvu
Allri vinnslu í bræöslunni er stjórnað
í tölvum. Strákarnir á þessari vakt
eru: Zoravko Boloban, Haraldur
Jónsson,Gunnar Björn Haraldsson
og Björn Traustason verksmiöju-
stjóri.
Brætt dag og
nótt og engin
peningalykt
Búið er að taka á móti 20 þúsund
tonnum af loðnu í loðnubræðslunni
Óslandi í Hornafirði. Björn Trausta-
son verksmiðjustjóri segist vera
ánægður með vertíðina, þetta sé
svipað og var í fyrra og hann á von
á nokkrum þúsundum tonna í viö-
bót.
Það eru eingöngu loðnuskip
Skinneyjar-Þinganess, Ásgrímur
Halldórsson SF og Jóna Eðvalds SF,
sem séð hafa bræðslunni fyrir
loðnu. Bjöm Traustason segir það
liðna tíð að bæjarbúar kvarti yfir
loðnuólykt, öðru nafni peningalykt,
i bænum enda sé nýja verksmiðjan
ein sú fullkomnasta á landinu.
Starfsmenn í Óslandi eru tuttugu og
er unnið á vöktum allan sólarhring-
inn. -JT
Þúsundasti
fundurinn
Bæjarráð Grindavíkur kom saman
tO síns 1000. fundar á miðvikudag.
Var samþykkt tiilaga til bæjarstjómar
að stefnuyfirlýsingu: „Bæjarstjóm
Grindavíkur stefnir að því að Grinda-
vík verði fjölskylduvænn bær, sem
byggi á sjávarútvegi, þjónustu við
ferðamenn og möguleikum sem jarð-
hitinn skapar. Markmiðið er að
Grindavík verði eftirsóttur bær til bú-
setu hvað snertir atvinnumöguleika,
menntun og þjónustu."
Þá var samþykkt beiðni um viðbót-
arstyrk til heimildamyndar um Guð-
berg Bergsson. Verður heildarstyrkur-
inn ein milljón króna. Þá var sam-
þykktur samningur um stækkun
kirkjugarðsins á Stað. -ÞGK
Lyftarar fyrir
vöruhús
VEIAVERf
Lágmula 7 Reyk javik stmi 5S82600
Dalsbraut 1 Akurcyri sími 4614007
jwjr
'''' Maiiliiil
mm
A-.- , ■■ -
'
BTi
\.
X' .' V*.-
jf-ÍI%dM«apk
'V v
$rágg|
,>M§f
- , -
.V ~
S jjjljg
jl -
%§§
oaSirbilai
n
Viltu spara, vnw &-__
MikiU afelattur.
i í Bú- og vinnuvéiadeiid.
Risaútsala^f^^a ,
°g **~SXXn~"
H»fið ÆAM*070.
OplðvlriadagaW-90 , 8*
:
:■
wmáiM
....