Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Blaðsíða 12
12
Útlönd
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
DV
Friðarhorfur aukast fyrir botni Miðjarðarhafs:
Sharon léttir ferða-
banninu af Arafat
Morgan Tsvangirai
Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Simbabve, greiðir atkvæði á
kjörstað í höfuðborginni Harare.
Þingkosningar
framlengdar í
Simbabve
Hæstlréttur í Sirababve úrskurðaöi
í gær að þingkosningarnar í landinu,
sem hófust á laugardag og ljúka átti i
gærkvöldi, yrðu framlengdar um einn
dag að kröfu stjórnarandstöðunnar.
Kæra stjómarandstæðinga kom til
vegna mikilla tafa við atkvæða-
greiðslu í höfuðborginni Harare, þar
sem þúsundir kjósenda biðu enn þá í
biðröðum við allt of fáa kjörstaði þeg-
ar kosningu átti að ljúka klukkan
nítján i gærkvöldi.
Samkvæmt fréttum frá Simbabve í
gærkvöldi höíðu stjómvöld ekki sýnt
nein viðbrögð við úrskurðinum önnur
en þau að Patrick Chinamasa dóms-
málaráðherra hefði sagt það í sjón-
varpsviðtali að honum yrði örugglega
áfrýjað. Dómsmálaráðherrann hafði
áður lofað að allir sem biðu í biðröð-
unum fengju að kjósa þó svo aö tím-
inn væri útrunninn og þess vegna
væri algjör óþarfi að fara fram á fram-
lengingu um einn dag.
Um 5,6 milljónir manna eru á kjör-
skrá i Simbave og um miðjan dag í
gær höfðu um 2,4 milljónir manna,
eða minna en helmingur kjósenda,
notað kosningarétt sinn.
Spennan í landinu er nú í há-
marki og búist við að stjórnarand-
staðan með Morgan Tsvangirai í
broddi fylkingar geti þjarmað ræki-
lega að sitjandi stjómvöldum Ro-
berts Mugabes, sem setið hefur viö
völd í landinu í 22 ár, eða frá því
landið hlaut sjálfstæði frá Bretum.
Ariel Sharon, forsætisráöherra
ísraels sagðist í gær tilbúinn að létta
ferðabanninu af Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, þar sem hann
situr í gíslingu í höfuöstöðvum sínum
í bænum Ramallah á Vesturbakkan-
um. „Arafat hefur nú loksins farið aö
kröfum mínum um að handtaka
meinta morðinga Rehavams Zeevis,
fyrrum ferðamálaráðherra, og því
stend ég við mitt loforð um að aflétta
ferðabanninu," sagði Sharon.
Þetta þýðir að Arafat getur sótt
þing Arababandalagsins í Beirút í Lí-
banon seinna í mánuðinum þcU- sem
friðartilboð Sádi-Araba verður vænt-
anlega afgreitt og einnig beitt sér fyr-
ir vopnahléi á svæðinu vegna fyrir-
hugaðrar komu bandaríska samninga-
mannsins Anthonys Zinnis á ófriðar-
svæðið næstu daga þar sem hann ger-
ir þriðju tilraun sína til að koma á
friði, en seinna í vikunni er Dick
Cheney, varaforseti Bandarikjanna,
einnig væntanlegur til Israels í ferð
sinni um Miö-Austurlönd.
Að sögn Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur Zinni ver-
ið skipað að reyna samningaleiðina til
fulls. „Hann mun ekki snúa heim fyrr
en í fulla hnefana," sagði Powell.
Auk þess að létta feröabanninu af
Arafat lét Sharon af þeirri kröfu sinni
að friðarviðræður undir forystu Zinn-
is hefjist ekki fyrr en eftir vikuhlé á
ófriði og er talið að þar hafi hann lát-
ið undan kröfum Bush Bandaríkjafor-
seta. „Við verðum að koma á vopna-
hléi með öllum tiltækum ráðum,“
sagði Sharon og bætti við að krafa sín
um sjö daga án blóðsúthellinga væri
óhugsandi.
Þessi sinnaskipti Sharons koma í
kjölfar sprengjuárása ísraela á höfuð-
stöðvar Arafats í borginni Gaza í
fyrrinótt, þar sem bækistöðvarnar
voru gjörsamlega lagðar í rúst til að
hefna fyrir sjálfsmorðsárás palest-
ínsks Hamasliða á kaffihús í vestur-
hluta Jerúsalem á laugardaginn, þar
sem ellefu ísraelsk ungmenni létu líf-
ið og að minnsta kosti fimmtíu særð-
ust.
Þá gerðu tveir palestínskir sjálfs-
morðsliðar, félagar í al-Aqsa-samtök-
unum, vopnuðum armi Fatah-hreyf-
ingar Yassers Arafats, skotárás á hóp
fólks í bænum Netanya í fyrrakvöld
með þeim afleiðingum að tveir létust,
þar af níu mánaöa gamalt barn.
Þrátt fyrir sinnaskiptin hélt ófrið-
urinn áfram i gær og féllu þá að
minnsta kosti fimm Palestínumenn,
þar af tveir grunaðir sjálfsmorðsliðar
í bil sínum þegar hann sprakk í loft
upp í nágrenni Jerúsalem.
Höfuöstöðvar Arafats í Gaza lagðar í rúst
ísraelskar herþyrlur og byssubátar hófu í fyrrinótt öfiugar árásir á höfuðstöðvar Arafats í hafnarborginni Gaza og iögðu þær gjör-
samiega í rúst til að hefna fyrir sjálfsmorðsárás Hamasliða í kaffihúsi í Jerúsaiem þar sem ellefu ísraelsk ungmenni iétu lífið.
Meistaranám í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands
Kynningarfundur um meistaranám í Viðskipta- og hagfræðideild verður
haldinn þriðjudaginn 12. mars í Odda, stofu 101, kl. 16.00- 17.00.
Umsjónarmenn meistaranáms verða ásamt kennurum til viðtals.
M.A í mönnðuðafltiórnun M S. í viðskiptöfroiði M13A í við«k*pt/»frr^)ð* M«)iHtöropróf i högfrwð*
») Sfjórr.i.i
b) fjérmíti
vkinktftti h
Dick Cheney
Cheneys bíður erfítt verk í tólf landa ferð
hans um Evróþu og Mið-Austurlönd
Dick Cheney á
ferð og flugi
Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, hélt í gær í tíu daga heim-
sókn til tólf landa í Evrópu og Mið-
Austurlöndum til aö ræða ástandið
fyrir botni Miðjarðarhafs og tryggja
stuðning og ræða áframhaldandi bar-
áttu Bandaríkjamanna gegn hryðju-
verkaöflunum í heiminum. Þetta er
fyrsta opinbera ferð varaforsetans til
útlanda, en fyrsta stopp varaforsetans
verður í L'ondon þar sem hann fundar
með Tony Blair í dag áður en hann
heldur áfram ferð sinni til Kúveits,
Egyptalands, Sameinuðu arabísku
furstadæmanna, Sádi-Arabiu, Bahrin,
Qatars, Tyrklands, Ómans, Jórdaniu,
ísraels og Jemens.
mnm
j' .
Bin Laden á lífi?
Dagblað í Sádi-
Arabíu greindi frá
því fyrir helgina að
hr y ðj uverkaforing-
inn Osama bin
Laden hefði flutt til
fialla með fiöl-
skyldu sína
skömmu fyrir
hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkj-
unum þann 11. september sl. Þetta
kemur fram í viðtali við eina eigin-
konu bin Ladens, sem segist telja að
hann sé enn þá á lífi.
Skotar fórust í snjóflóði
Tveir fiallgöngumenn fórust í
snjóflóði í skoska hálendinu um
helgina þegar þeir klifu tindinn
Beinn Dearg. Mikill snjóbylur gekk
yfir svæðið um helgina og féll snjó-
flóðið yfir mennina á laugardags-
kvöld, en leitarhundar fundu lík
þeirra í gær. Tveggja annarra fiall-
göngumanna var saknað á Ben Nev-
is-fialli, en þeir fundust á lífi í gær
eftir að hafa grafið sig í fönn.
Straw í símasambandi
Jack Straw, utan-
rikisráðherra Bret-
lands, lagði um
helgina sitt lóð á
vogarskálamar til
að koma á friðar-
viðræðum fyrir
botni Miðjarðarhafs
þegar hann hafði
símasamband við samstarfsráð-
herra sína í Mið-Austurlöndum,
Evrópu og Bandarikjunum og hvatti
til samvinnu þjóðanna við að leysa
vandann. Að sögn talsmanna breska
utarikisráðuneytisins var hann m.a.
í sambandi við Shimon Peres, utan-
rikisráðherra ísraels, og Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og lagði mikla áherslu á
að ESB-löndin og Bandaríkin stæðu
þétt saman við að leysa vandann.
Sjóslys rannsakað
ítölsk stjómvöld hafa fyrirskipað
rannsókn á meintu afskiptaleysi
hafnaryfirvalda á eyjunni
Lampedusa af því þegar lítill bátur
með um fimmtíu flóttamenn innan-
borðs fórst úti fyrir ströndum Ítalíu
á fimmtudaginn með þeim afleiðing-
um að tólf manns fórust.
Fiskimenn sem komu fyrstir á
slysstaðinn kenna hafnaryfirvöld-
um á Lampedusa um afskiptaleysi
og seinagang og að þau hafi ekki
sinnt neyðarkalli bátsins.
Bush gagnrýndur
Akbar Hashemi
Rafsanjani, fyrram
forseti írans og
mikill stuðnings-
maður Ayatollah
Ali Khamenei, trú-
arleiðtoga írana,
gagnrýndi Bush
Bandaríkjaforseta
harðlega í gær vegna frétta um að
bandarísk stjómvöld hefðu skipað
varnarmálaráðuneytinu að vinna
áætlun um hugsanlegar kjarnorku-
árásir gegn íran og sex öðrum lönd-
um og sagði þessa framkomu
Bandaríkjamanna skammarlega og
ekkert annað en kúgun gegn öðrum
þjóðum.
Síðasta tækifærið
Sfundar 22ja utanrík-
inn var í Kaíró í Eg-
Sharon, forsætisráðherra Israels,
fær til að ná sáttum í deilunum við
Palestínumenn, en ráðherrarnir
hittust til að undirbúa þing
Arabasambandsins sem fram fer í
Beirút í Libanon 27. og 28. mars nk.
Flest arabaríkin hafa lýst yfir
stuðningi við tilboðið sem gerir
m.a. ráð fyrir að ísraelar hverfi á
brott með allt sitt hafurtask frá
hernumdu svæðunum í skiptum
fyrir viðurkenningu Arababanda-
lagsins á tilvist Ísraelsríkis.