Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 18
34 MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 Skoðun Hver er þinn ■át uppáhaidsmatur? Vala Hafstaö nemi: Mexíkóskur matur. Kristín Stefánsdóttir nemi: Humar. Aðalbjörg Eiríksdóttir nemi: Hálfmáni. Þorbergur Atli Sigurgeirsson nemi: Maturinn hennar ömmu. Þröngur sjon- deildarhringur Leikurinn endist ævilangt - frá vöggu til grafar. Hér í blaðið skrifaði einn af mörgum góðum lesendum þess stuttan pistil um skort á stjórnend- um, einkum í stofnunum og fyr- irtækjum. Hann sagði að þar sem ekkert aðhald væri ríkti stjórn- leysið sem smám saman yrði óviðráðanlegt. Þetta stafar, sagði þessi lesandi í pistli sínum, af vanhæfni stjómendanna. í þessu sambandi vitna ég í annan og þekktan skríbent, Þor- vald Gylfason hagfræðing, sem sagði í Lesbókar-rabbi nýlega að sjaldgæft væri um íslenska stjóm- málamenn að þeir hefðu búið í út- löndum við nám eða störf. Þetta þrengdi sjóndeildarhring þeirra og ýmissa bandamanna þeirra í atvinnulífínu og skerti möguleika þeirra til að ná góðum árangri í starfi. Og skýrði að nokkru hvers vegna ísland ætti miklu minni við- skipti við umheiminn en efni stæðu til. - Þetta á að sjáifsögðu einnig, og ekki síður, við um stjómendur í fyr- irtækjum. En lítum okkur nær. - Hvað skeð- ur á heimili sem er stjómlaust og sem stenst ekki þá þrekraun að forðast hávaðann, hraðann og helg- amar? Það getur tekið á taugamar, t.d. þar sem unglingar eru uppistað- an á heimilinu. Nema þar sem gild- ismat og ábyrgð hefur sérstaklega verið haft í fyrirrúmi allt frá upp- „í íslensku nútímaþjóðfé- lagi er ofvirkjanum tekið tveim höndum. Flótti hans frá sjálfum sér er hertur með þeirri velþóknun sem þjóðfélagið hefur á hraða, atorku, snöggum viðbrögð- um og glymþörf. “ hafi stofnfjölskyldunnar. En í is- lensku nútímaþjóðfélagi er ofvirkj- anum tekið tveim höndum. Flótti hans frá sjálfum sér er hertur með þeirri velþóknun sem þjóðfélagið hefur á hraða, atorku, snöggum við- brögðum og glymþörf. - Ofvirkinn er því i senn konungur og þræll sam- tíðar sinnar. Sjóndeildarhringur ís- lendinga er satt best að segja í þrengra lagi. Trú- lega má rekja það til þess að frá blautu bamsbeini hefur einstaklingurinn hér engar skyldur frá vöggu til grafar, utan grunnskólaskylduna. í flestum löndum eru a.m.k. lagðar skyldur á herðar ungra manna þar sem er herskyldan, oftast 12 til 18 mánuðir. Hér er ekki einu sinni þegn- skylduvinna af nokkru tagi. Það er skaði. Það er líka skaði að stjórnendur fyrirtækja og stofnana hér (einnig svonefndir millistjóm- endur) skuli ekki skyldaðir til að starfa í viðlíka fyrirtækjum á er- lendum vettvangi. Bara til að kynn- ast öðram viðhorfum tii ábyrgðar, stjórnunar og starfsanda. Það myndi strax lina kvalimar af daglegum fréttum af misgengi, mis- klíð og misferli innan fyrirtækja. Við þurfum ekki að vera þátttak- endur í ESB til að fá inni í erlend- um fyrirtækjum fyrir starfskynn- ingu. Við myndum örugglega fá inni hjá Svisslendingum, okkar mikil- vægustu viðskiptaþjóð. - Þeir era ekki í ESB. Dreifstýrð miðstýring Birgir Haraldsson nemi: Það er fýil, mamma matreióir hann. Ásthildur Ástudóttir nemi: Píta. Reynir Antonsson skrifar: Fyrir nokkra var verið að ræða í þinginu byggðaáætlun sem raunar var þá fallin úr gildi og ekki skiptir nú máli nema hvað þar kom nefnd- ur þingmaður Pétur H. Blöndal fram með þá kenningu að ríkinu væri miðstýrt. Þarna fellur þing- maðurinn að sumu leyti í sömu gryfjuna og margir fleiri allt frá tímum Loðviks konungs 14. sem einfaldlega sagði „Ríkið þaö er ég“, sem eiginlega er sama rökvillan og hjá þeim sem setja samasemmerki milli rikis og stjórnsýslu. Að skilgreina ríkið hefur verið helsta viðfangsefni stjómmálafræð- inga og heimspekinga alit frá tíma Hér á íslandi er stjórnsýsl- an með einfaldasta móti, enda stjórnsýslustigin að- eins tvö, ríki og sveitar- stjórnir, en í flestum Evr- ópuríkjum eru þau að minnsta kosti þrjú.“ Platons. Sú skilgreining sem líklega kemst hvað næst raunveruleikan- um er sú, að ríkið sé eins konar skipulagsform eða safn leikreglna sem tiltekinn hópur á tilteknu svæði kemur sér saman um. Stjóm- sýslan sé hins vegar eins konar tæki til að framfylgja því og útfæra. Hér á íslandi er stjómsýslan með einfaldasta móti, enda stjómsýslu- stigin aðeins tvö, ríki og sveitar- stjómir, en í flestum Evrópuríkjum eru þau að minnsta kosti þrjú. Að ekki sé nú talað um ríki sem í raun- inni eru ekki ríki heldur samband eða bandalag ríkja, eins og Banda- ríkin, Sviss og að nokkru Þýska- land. ísland ætti samkvæmt þessu að vera miðstýrt ríki, en til dæmis Símamálið, sem er á allra vörum þessa dagana, gæti bent til þess að svo sé ekki endilega. Skýringin kann að vera einfóld: að aðilamir að ríkinu, þ.e. þjóðin, hafi í raun- inni engan vilja í reynd til að draga menn til ábyrgðar. Með lækni og prest í liðinu jn Reykjavíkurlistinn hafði mikinn viðbúnað og lét sig ekki muna um að boða til sérstaks blaðamannafundar á föstudag þegar tilkynnt var hverjir skipa myndu 9. og 12. sæti listans í kosningunum í vor. Þegar var þó lýðum orðið ljóst að Dagur B. Eggertsson, læknir og spak- mælaritari Denna dæmalausa, myndi skipa 9. sætið. Enginn sá þó 12. sætið fyrir. Ekki einu sinni heimildamenn Garra í innsta hring stjómmálanna sem þó eru þefvísar á flest sem þar kann að gerast. En útkoman var sem sagt vígð kona með hvítan kraga, séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Hún er mikil og sver um sig - og upp kemur í hugann erindi úr Áfongum Jóns Helgasonar þar sem segir „ ... ein er þar kona krossi vígð,/ komin i bland við tröllin". Þegar Bjöm Bjarnason gaf kost á sér í borg- arstjómarslaginn fyrr á þessum vetri boðaöi hann í samtali við DV að baráttanyrði átaka- mikil. Garra var f fyrstu ekki ljóst hvað fælist 1 þessum orðum. Vildi satt best að segja ekki trúa að Bjöm hygðist leggja upp í átök af þeim toga sem ráðherrann fyrrverandi hefur þó góða þekkingu á, sem einn helsti hernaðar- sérfræðingur íslendinga. Garri bjóst við orra- hríðum meö orðsins brandi og rökræðum fyr- ir augum og eyrum kjósenda þannig að þeir gætu með góðum og glöggum hætti gert sér grein fyrir hvort skynsamlegra væri að kjósa D eða R nú í vor. Sitthvaö bendir hins vegar til þess að átökin sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði séu af öðrum toga. Hér sé átt við spjótalög, víg og leiftursóknir en síðarnefnda hemaðarbragðið hefur flokkurinn áður notað. Flestum mun hins vegar þykja skárra aö um árangur þess sé ekki fjölyrt hér. Garra þykir fullljóst að það fólk sem skipar sér í raðir Reykjavikurlistans hafi fýrir all- löngu séð það sem hér er að framan reifað; að baráttan í vor verði átakamikil þannig að mannfall geti eitthvað orðið. Hemaðarsérfræð- inginrinn í Háuhlíð, Bjöm Bjamason, sé farinn að tygja til vopn sín. Hinn tveggja metra hái lögregluforingi borgarinnar, Geir Jón Þóris- son, sé farinn að búa sina menn undir hiö versta. Sjúkrahúsin að fullskipa vaktir sínar og hafi tiltækar nægar birgðir frá Blóðbankan- um. Svona má áfram telja af þeim viðbúnaði og varúðarráðstöfunum sem Garri hyggur að séu nú kortlagðar. Borgarstjóri, sem jafnframt er formaður Almannavamanefndar Reykjavík- ur, veit svo sem hvaða viðbúnaðarráðstafanir er verið að skipuleggja í hverjum ranni. Ingi- björg Sólrún hyggur einnig að eigin herliði, Reykjavíkurlistanum, og leggur Upp í barátt- una með lækni og prest í liðinu. (\xrrL Góðmálmur eða ryðjám? - Ekki einu sinni „litlir starfsmenn“. Starfsmannahreinsun Stefán Jónsson skrifar: Menn eru nú á hraðferð í þjóðfélag- inu til þess að komast hjá þvi að lenda í „myllunni" (eins og það var orðað svo snilldarlega í sögunni af Oliver Twist eftir Dickens), m.ö.o. að forða sér undan því að vera bendlað- ir við hneykslismál sem efst eru á baugi í dag. Nú síðast sá ég í sjón- varpsfréttum um Ámamálið fræga að forsvarsmaður ístaks fullyrti að starfsmenn þess fyrirtækis hefðu ekk- ert saknæmt aðhafst í þvi máli. En var einhver að efast um það? Það er „litli maðurinn á gólfinu" sem hingað til hefur komist á skrá sem þjóðhetja en yflrmenn og stjómendur þeir sem helst hafa sætt ávirðingum. Ógildur ráðningar- samningur? Sigvaldi Ólafsson skrifar: Sé einhver vafi á að ráðningar- samningurinn við Þórarin Viðar Þór- arinsson hafi verið löglegur, hljótvun við (almennir borgarar) að kreíjast þess að starfslokasamningurinn við hann verði gerður ógildur og Þórar- inn endurgreiði þá upphæð sem hann hefur fengið greitt upp í hann. Johnny Cash söngvari - Ókrýndur konungur bandarískrar sveitatóniistar. Johnny Cash sjötugur Brynjar skrifar: Ef eitthvert vinsælt lag Bítlanna á útgáfu- afmæli er það básún- að á útvarpsstöðvun- um, allt að því veislu- höld um gervallan heim. Kannski ekki furða því vinsældir þessarar frábæru hljómsveitar í dægur- lagasögunni eru gríð- arlegar. En það væri ekki úr vegi þótt önn- ur stórmenni 20. aldarinnar á tónlist- arsviðinu fengju eins og eina auma tilkynningu í fjölmiðlum ef þeir standa á merkum tímamótum. Johnny Cash, ókrýndur konungur bandarískrar sveitatónlistar, varð sjö- tugur í febrúar sl. Ekki þótti ástæða að minnast á það. Lítið fór nú líka fyr- ir sextugsafmæli hins stórmerka Pauls Simon í október. Spuming er hvað tónlistarmenn þurfa að hafa af- rekað tO að fá eins og lítið brot af þeirri athygli sem mismerkilegar dag- setningar úr Bítlabiblíunni fá. Hár er filabeinsturninn sem búinn hefur ver- ið til i kringum þennan heilaga kaleik í líki fjórmenninga frá Liverpool! Sturla sleppur ekki Guðmundur Gíslason skrifar: Það ráku margir upp stór augu, vænti ég, þegar frétt birtist um það að samgöngu- ráðherra hefði skyndilega dottið í hug að koma eignar- hlut ríkisins í Síman- um í hendur íjármála- ráðherra. -1 ljósi þess að einkavæðingu Simans hefði seinkað og svo miklar breyt- ingar fram undan á fjarskiptasviðinu! Svona billega getur samgönguráð- herra varla sloppið frá því að vera ábyrgur fyrir því klúðri og óstjórn sem upplýst hefur verið um hjá Landssímanum. Þetta er greinilega mótleikur samgönguráðherra gegn niðurstöðu skoðanakönnunar um að hann eigi að víkja sæti sem ráðherra fyrir Landssímaklúðrið og fleiri mál honum tengd í ráðherratíðinni. Sturla Böðvarsson s amgönguráö- herra. - Vill losna viö hlutabréfiö? PVI Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.