Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Qupperneq 28
-> 44
Tilvera
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
5
>
í f iö
Ástin í ýmsum
myndum
Dagskrá helguð ástinni verður
flutt í kvöld á vegum
Listaklúbbs Leikhúskjallarans. í
öndvegi verða ástarljóð eftir
Jóhannes Brahms í flutningi
Vox Feminae. Einnig munu
leikarar flytja óð til ástarinnar í
bundnu og óbundnu máli.
Dagskráin er önnur af þremur
um sama þema hjá Lista-
klúbbnum. Hún hefst kl. 20.30
en húsið verður opnað kl. 19.30.
Sýningar
■ SVinÐ SEGLUM ÞONDUM I dag
lýkur í Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjaröar, sýníng-
unni Svifiö segtum þöndum frá sjó-
minjasafni Álandseyja og Sjóminja-,
deild Þjóðminjasafnsins í Astralíu. A
sýningunni er rakin saga seglskip-
anna sem fluttu hveiti frá Ástralíu til
Finnlands. Siglingaleiðin, sem var
bæöi löng og hættuleg, er rakin og
aðbúnaður mannanna og lífið um
borð rifjað upp í myndum, máli og
með hlutum úr daglegu lífi sjómann-
anna. Á sama tíma eru sýnd í
Sverrissal skipamódel Gríms Karls-
sonar.
■ AÐFÖNG LISTASAFNSINS Á und
anförnum fjórum árum hafa rúmlega
fjögur hundruö listaverk bæst í eigu
Reykvíkinga og eru þau varðveitt í
Listasafni Reykjavíkur. Úrval þess-
ara nýju aöfanga eru nú til sýnis í
Listasafni Reykjavíkur. Verkin eru
unnin frá árinu 1826 til ársíns
2001.
■ YLUR OG ORKA Guðfinna A.
Hjálmarsdóttir er með sýningu í
Galleríi Reykjavík, Skólavörðustíg
16. Ylur og orka háhitasvæöanna
fæðir af sér draumkenndan
gróðurheim sem er yrkisefni
sýningarinnar. Verkin eru raflýst og
sýnd í myrkvuðu rými. Sýningin er
opin frá 12-18 á virkum dögum og
lengur um helgar.
■ GRJÓT, HROSSHÁR OG VATN
Sýnlngin Þetta vil ég sjá í
Geröubergi er samansafn listaverka
sem dagskrárgerðarkonan Eva
María Jónsdóttir hefur valið. Verkin
eru eftir fjölmarga íslenska
listamenn og þar getur að líta vatn,
grjót, hrosshár, útsaum, Ijósmyndir
og olíumálverk.
■ GLER OG MÓSAÍK Rósa
Matthíasdóttlr sýnir á Café Rue
Royale í Smáralind. Verkin hennar
heita: Elding, Enginn eins, Fullt
tungl, Gleym mér ei, Klettur,
Skýjabólstur og Spáðu I mig. Þau
eru unnin I gler og mósaík.
■ ÓÐÓL OG INNRÉTTINGAR
Ljósmyndasýni.ng Guðmundar
Ingólfssonar, Óðöl og innréttingar,
stendur enn í Grófarsal, Grófarhúsi
og er opin frá 12-17 virka daga og
13 til 17 um helgar.
■ MYNPHÖCGVARAR SÝNA
Myndhöggvararnir Hallstelnn
Sigurðsson og Þór Vigfússon eru
með sýningu i miðrými
Kjarvalsstaða um þessar mundir.
■ HELGA í KAFF1 MÍLANÓ Helga
Erlendsdóttir, listakona í Arnanesi,
sýnir olíumálverk á Kaffi Mílanó í
Faxafeni í Reykjavík. Þar er um að
ræöa bæði abstrakt verk og
fígúratívar landslagsmyndir.
■ DIABOLUS Á USTASAFNINU Nú
stendur yfir í Listasafni Islands
sýning á Diabolus, verki Finnboga
Péturssonar sem er innsetning í
formi hljóðskúlþtúrs.
Æskan og hesturinn:
visa !
Electron
Knapar fara á kostum
Glæsileg hestasýning fór fram í
Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag-
inn sem bar yfirskriftina Æskan og
hesturinn. Tvær sýningar voru
haldnar og fylltist Reiðhöllin í bæði
skiptin. Eins og nafnið gefur til
kynna voru það einkum yngstu
knapar hestamannafélaganna sem
sýndu þar listir sínar, fjölbreytt
skemmtiatriði sem öll byggðust á
þátttöku þarfasta þjónsins. Komu
krakkarnir fram í litríkum og
skrautlegum búningum og einstaka
hestur var meira að segja dubbaður
upp í tilefni dagsins. Augljóst er að
mikil vinna og þrotlausar æfingar
liggja að baki atriðunum og greini-
lega enginn skortur á nýstárlegum
og frumlegum hugmyndum hjá
yngstu hestamönnum landsins. Var
jafnt knöpum sem hestum að von-
um vel fagnað af ánægðum áhorf-
endum að sýningu lokinni.
DV-MYNDIR EINAR J.
Lína langsokkur
Lína langsokkur leit viö í Reiðhöll-
inni um helgina og var aö sjálf-
sögöu á hestbaki.
Eg berst á fáki fráum ...
Þátttakendur léku mikiö meö búninga og litasamsetningar í atriöum sín-
um. Þetta atriöi kallast Svart og hvítt og byggist á samspili hvít- og
dökkklæddra knapa og hrossa í sama lit.
Tónlist og hestamennska
Hestamönnum er margt til lista lagt og eru ófáir myndlistarmenn, leikar-
ar og tónlistarmenn sem bregða sér á bak í frístundum. Þessar systur
léku á fiðlu fyrir gesti Reiöhallarinnar á sunnnudaginn.
DV-MYND EINAR J.
Utihátíðarstemning
Jón Atli Jónasson og Ágúst Jakobsson, tveir aöstandenda heimildarmynd-
arinnar Eldborg 2001 - sönn íslensk útihátíö, ásamt fríöum flokki ung-
meyja fyrir frumsýningu myndarinnar á föstudaginn.
Eldborg á hvíta tjaldið
Á fóstudaginn var frumsýnd í Há-
skólabíói ný, íslensk heimildarmynd
um Eldborgarhátíðina sem fram fór
um verslunarmannahelgina i fyrra.
Undirtitill myndarinnar er sönn ís-
lensk útihátíð en þetta ku vera í fyrsta
sinn sem gerð er heimildarmynd um
þetta íslenska menningarfyrirbæri. Á
myndin án efa eftir að draga að sér
fjölda áhorfenda en Eldborgarhátíðin
var afar umdeild og umtöluð á sínum
tíma svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Fengu aðstandendur hennar á sig
margvíslega gagnrýni að henni lokinni
meðal annars vegna skipulagsleysis og
ónógrar öryggisgæslu.
Biogagnryní
ráðið og Aliiance
Franpaise á íslandi. Opn-
unarsýning kvikmyndahá-
tíðarinnar var á kvik-
myndinni Hefnd Matthi-
eusar (Selon Matthieu)
með leikurunum Nathalie
Baye og Benoit Magimel í
aðalhlutverkum. Var leik-
stjóri myndarinnar, Xa-
vier Beauvois, viðstaddur
frumsýninguna en flestar
myndimar sem sýndar eru
á Frönskum kvikmynda-
dögum eiga það sameigin-
legt að vera tiltölulega nýjar og hafa
vakið mikla athygli jafnt I heima-
Sambíóin -
Leikstjörinn í góðum félagsskap
Sebastian Nollet, menningarfulltrúi franska
sendiráösins, ásamt þeim Friöberti Traustasyni
frá Góöum stundum og Xavier Beauvois, leik-
stjóra myndarinnar Hefnd Matthieusar.
landinu sem og á alþjóðlegum vett-
vangi.
Ást er ekki nóg
I Ám Sam; ★ ★
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Frönsk kvi1
myndaveisL
Á laugardaginn hófust
Franskir kvikmyndadagar
í Regnboganum en að þeim
stendur fyrirtækið Góðar
stundir og Regnboginn í
samtarfi við franska sendi-
Sean Penn leikur Sam, þroskaheftan
mann sem býr í eigin íbúð ásamt dótt-
ur sinni Lucy (hann skírði hana eftir
Bítlalaginu Lucy in the Sky with Di-
amonds, en Bítlamir og lögin þeirra
era kjölfesta hans í lifinu). Lucy eign-
aðist hann með heimilislausri konu
sem stakk af strax að lokinni fæðingu
- en kveðjuorð hennar vora: mig vant-
aöi bara stað til að sofa á. Ekki mikil
rómantík þar.
Lucy er nýorðin sjö ára þegar mynd-
in hefst og strax farin fram úr pabba
sínum í vitsmunalegum þroska, hún er
klár lítil stelpa og löngu búin að skilja
að pabbi hennar er alls ekki eins og
fólk flest. Henni gengur vel í skólanum
þar til það rennur upp fyrir henni að
með aukinni þekkingu fjarlægist hún
pabba sinn og þá hættir hún að vilja
læra. Þá fyrst taka yfirvöld við sér og
ákveöa að Sam sé ekki fær um að ala
hana upp og vilja koma henni fyrir hjá
fósturforeldrum. Sam berst á móti og
fær hina klára Ritu (Michelle Pfeiffer)
til að verja sig. Sam er sérstaklega
ánægður með hana af því hún heitir
sama nafni og Bítlalagskona - Lovely
Rita Metermaid. Hún er dæmigerð
framakona (á la Hollywood), falleg,
stressuð og fúllkomlega búin að að-
skilja sig frá eiginmanni og bami. Til
að sarrna fyrir samstarfsfólki sínu að
hún sé líka „góð kona“ ákveður Rita
að taka að sér að verja Sam ókeypis og
í gegnum þeirra kynni lærir hún sitt-
hvað um ást og hjartahlýju.
Sjaldan hefúr maður séð aðra eins
vannotkun á góðum leikurum og hér.
Sean Penn hefur endurtekið sannað yf-
irburðaleikhæfileika sína, síðast í
hinni frábæra Woody Allen-mynd,
Sweet and Lowdown. Hér bætir hann
því miður ekki rós í hnappagatið.
Hann er ekki að leika illa, hann er ef-
laust ófær um það, heldur flýtur í
gegnum hlutverkið á sjálfstýringunni.
Michelle Pfeiffer er heldur ekki að
sýna okkur sína bestu hlið, hún leikur
hlutverk Ritu eins og í svefhi. Dakota
Fanning sem leikur Lucy er hins veg-
ar yndisleg og verður öragglega tiður
gestur á hvíta tjaldinu eftir þetta með
fríða, alvöragefna andlitið sitt.
Handritið af I Am Sam er götótt eins
og svissneskur ostur og í litlum ef
nokkrum tengslum við raunveruleik-
ann. Það er sjaldan sem maður heldur
með saksóknaranum í réttarhalds-
drama af þessu tagi en maður gæti
ekki verið meira sammála honum þeg-
ar hann heldur því fram að Lucy eigi
betra skilið. Ást er ekki nóg - þótt Bítl-
amir hafi haldið öðra fram. Það sem
er samt vel gert og skemmtilegt í kvik-
myndinni er samband Sams við þær
Lucy og Ritu. Samtöl þeirra era
skemmtileg, persónuskýrandi og þró-
ast með kvikmyndinni. Einnig era
prýðilega fyndin atriði með mis-
þroskaheftum vinum Sams. En ég er
hrædd um að leikstjórinn hafi lagt af
stað með meiri metnað en svo að
skapa mynd með glettilega skemmti-
legum atriðum í annars losaralegri og
ósannfærandi mynd. Sif Gunnarsdóttir
Leikstjóri: Jessie Nelson. Handrlt:
Kristine Johnson & Jessie Nelson Kvlk-
myndataka: Elliot Davis. Aðalleikarar:
Sean Penn, Michelle Pfeiffer, Dakota
Fanning o.fl.