Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Side 32
notuðum bttum a SFRETTASKOTIÐ SIMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MANUDAGUR 11. MARS 2002 Mýrdalur: Snjóflóðaæfing og snjóflóð um somu helgi EUefu ungliðar frá Björgunarsveit- inni Vikveija héldu upp á Mýrdals- jökul á fóstudagskvöld til snjóflóðaæf- inga. Með í för voru þrír reyndir björgunarsveitarmenn sem kenndu unglingunum snjóhúsagerð og skyndihjálp. Lítið vissi hópurinn um það að sú kunnátta gæti nýst svo fljótt sem raun bar vitni en snjóflóða- æfingunni var varla fyrr lokið en raunverulegt snjóflóð féll á Reynis- hverfi. Hópurinn var því ekki til taks sem að sögn Bryndísar Harðardóttur hjá Björgtmarsveitinni Víkverja kom þó ekki að sök því nógur mannskap- ur var á svæðinu. 30 björgunarsveit- armenn voru við störf í allan gærdag og er sá hópur klár í startholunum ef ■^frekari flóð verða. Leiðbeinendumir af snjóflóðaæfingunni mættu einnig beint til starfa þegar þeir komu niöur af jöklinum eftir hádegi í gær. -snæ Sjá bls. 2 Eldur við heimilisstörf Á laugardagsmorgun barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tilkynning um eld í fjölbýlishúsi við (-_^Fálkagötu. Þar hafi kviknað í 'þvottavél og þurfti að reykræsta íbúðina. Sama dag um kvöldmatar- leytið var slökkviliðið svo kallað að Hringbraut en þar hafði reykskynj- ari látið í sér heyra. Eldurinn í þeirri íbúð var minni háttar en hann hafði kviknað út frá elda- mennsku. -snæ Lögreglan í Kópavogi: Andlát rannsakað Lögreglan í Kópavogi rannsakar nú andlát sextugs karlmanns sem lést í heimEihúsi í Kópavoginum. Það var rétt eftir miðnætti á laug- ■ ardagskvöld að lögreglunni barst tilkynning um andlátið en þegar lögreglan kom á staðinn þá voru, auk hins látna, karl og kona í íbúð- inni sem voru undir áhrifum áfengis. Þau voru tekin á stöðina þar sem þau voru látin sofa úr sér og skýrsla síðan tekin af þeim og var þeim sleppt að henni lokinni. Dánarorsök er að svo stöddu ókunn en lögreglan rannsakar málið. -snæ Lést í bílslysi Maðurinn sem lést í tveggja bila árekstri rétt austan við Selfoss á föstudagskvöld hét Ingvar Guð- pmundsson, til heimiiis að Banka- vegi 2 á Selfossi. Ingvar var fæddur árið 1979 og heföi orðið 23 ára í gær. STURLA V\ÐAR AÐ SÉR! Svona lítur hinn 21 árs gamli Týri út en eigendurnir eru hræddir um aö hann fari sér aö voöa vegna lélegrar sjónar. Fjörgamall högni: 21 árs högni er tyndur Söknuður Guömunda og Gunnar eru miöur sín yfir hvarfi hins aldraöa Týra af heimilinu. Þeir sem hafa séö högnann geta haft samband í síma 553 2543. „Hann er ekki vanur því að vera ut- andyra núorðið. Hann er orðinn svo gamall og er líka orðinn hálfblindur,“ segir Guðmunda Petersen sem er mið- ur sín yfir því að kötturinn hennar sé týndur. Týri, sem er svartur högni með aðeins hvítt í andliti og á skotti, er hvorki meira né minna en 21 árs gamail og því veldur hvarf hans eig- endum hans töluverðum áhyggjum. Þetta er ekki fyrsti kötturinn í eigu þeirra hjóna, Guðmundu og Gunnars Petersen, því að eigin sögn hafa þau haft ketti allt frá því þau byrjuðu bú- skap fyrir tæpum 50 árum. Enginn köttur í eigu þeirra hefúr þó náð eins háum aldri og Týri. Aðspurð hvað hún telji valda þessum háa aldri segist Guðmunda ekki vita það, hún hafi alið hann bæði á kattafóðri sem og kjöti og fiski. Týri er búsettur á Kambsvegi 36 og er vel merktur. -snæ Aðalfundur Landssímans í dag: / Stjórninni mun skipt út | - ræðu Friðriks Pálssonar beðið með eftirvæntingu Samkvæmt heimildum DV gekk ekki þrautalaust að manna nýja stjóm Landssimans, sem tekur við á aðalfundi fyrirtækisins í dag. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur lýst þvi yfir opinberlega að enginn núverandi stjóm- armanna sitji áfram. Fækkað verður í stjóminni úr 7 í 5. Sturla mun á fundin- um í dag gera tillögu um nýja stjóm og er öraggt að hún verður samþykkt, enda fer ráðherrann með yfir 90% atkvæða í fyrirtækinu. Ljóst er að ekkert samráð var haft við stjómarandstöðuflokkana um stjómina að þessu sinni. En þótt gera megi ráð fyrir að nýir stjómarmenn verði fremur úr hópi stuðningsmanna ríkisstjómar- innar er stefnt að því að stjómin verði skipuð „ópólitísku" fólki með reynslu úr viðskiptalífinu. Ekkert hefur fengist staðfest um nýja stjómarmenn en einn þeirra sem oft hefur verið nefndur í þessu sambandi er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Urðar Verðandi Skuldar og formað- ur útvarpsráðs. Hann sagði í sam- tali við DV í gær- kvöld aö hann yrði hvorki næsti stjómarformaður né forstjóri Lands- _________ ________ simans enda heföi hann nóg annað að gera. Heimildar- Friörik maður blaðsins Pálsson. taldi auk þess að Gunnlaugur væri of tengdur Sjálfstæðisflokknum til að framsóknarmenn gætu samþykkt hann. Sturla Böövarsson. Tilgátur Samkvæmt heimildum DV hafa nokkrir verið beðnir að taka sæti í stjóm Landssimans en afþakkaö það. Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi for- stjóri Eimskips, er sagður einn þeirra en Hörður neitaði því í samtali við blað- ið í gærkvöld og sagðist enn fremur hafa nóg að gera. Aðrir sem nefndir eru sem hugsanlegir stjómarmenn era Hildur Petersen, stjómarformaður ÁTVR og fýrrver- andi framkvæmda- stjóri Hans Peter- sens, Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda, Guðfinna S. Bjamadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík og stjóm- armaður í Baugi, og Láras Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðs- mála hjá Marel. Heimildarmenn blaðs- ins era ekki samstiga í mati á þvi hvort þetta fólk er líklegt til að taka sæti i stjóminni. Guðfinna var sú eina sem náðist í og hún sagðist ekkert hafa heyrt um málið. Mörgum viðmælenda blaðs- ins kom á óvart að engar staðfestar upp- lýsingar um skipan stjómarinnar skyldu hafa lekið út. Ein athyglisverð tilgáta átti hljóm- grunn hjá mörgum, en hún er sú að leit- að verði eftir því við Bjarna Ármanns- son, annan bankastjóra íslandsbanka, að setjast í forstjórastólinn í Landssím- anum. / Flosa og Sigrúnu „boðið“ Rétt til setu á aðalfundinum hafa um tvö þúsund hluthafar í fyrirtækinu. Auk þess bauð fráfarandi sfjóm Landssím- ans þeim Flosa Eiríkssyni og Sigrúnu Benediktsdóttur að koma til fundarins, en þau sögðu sem kunnugt er af sér stjómarmennsku í fyrirtækinu. Hvor- ugt þeirra sagðist í samtali við blaðið gera ráð fyrir að láta nokkuð að sér kveða á fundinum. Ræðu Friðriks Pálssonar, fráfarandi stjómarformanns, er hins vegar beðið með mikilli eftirvæntingu. Líkur era taldar á að hann noti þetta tækifæri til þess að rétta hlut sinn eftir þá miklu gagnrýni sem sett hefur verið fram á störf hans undanfamar vikur. -ÓTG Aðalfundur íslandsbanka í dag: Jón Olafsson á útleið Jón Ólafsson er samkvæmt heim- ildum DV að ganga frá sölu á um það bil 6% hlut sínum í íslands- banka. Ekki er vitað hver kaupir en Kaupþing hefur milligöngu um kaupin fyrir einstakling. Sjáifkjörið verður i stjóm bank- ans á aðalfundi í dag. Meirihluti stjórnarinnar heldur velli og Þor- steinn Már Baldvinsson og Jón Ás- geir Jóhannesson verða fulltrúar Orca-hópsins. Staða sjöunda stjóm- armannsins, Gunnars Jónssonar lögmanns, verður hins vegar ótrygg - gæti haft áhrif á stjórn bankans Jón Olafsson. stjórnarmanninn til lengri tíma lit- ið gangi það eftir að Jón Ólafsson selji hlutinn, þar sem litið hefur verið á Gunnar sem fulltrúa Jóns í bankaráðinu. Samkvæmt heim- ildum DV er ríf- lega 7% hlutur á bak við síöasta í bankanum þannig að kaupandinn að bréfum Jóns Ólafssonar þyrfti ekki að bæta miklu við til þess að tryggja sér sæti í bankaráðinu. Eigandi eða eigend- ur að samtals tíu prósenta hlut í bankanum geta krafist hluthafa- fundar og látið reyna á hvort hann eða þeir hafa stuðning til að breyta skipan bankaráðsins. Kaupverð bréfa Jóns mun vera hátt í þrír milljarðar króna. Talið er líklegt að drjúgur hluti verði notað- ur til þess að renna sterkari stoðrnn undir rekstur íslenska útvarpsfé- lagsins. -ÓTG mtrkluélin: fyrirfaamenn og fyrirtœki, heimlllog \ skíta, fyrir rflð og regtu, mig og þig. 'i nmgnivejl 14 » stal SS4 4443 « If.H/rtfyort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.