Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aóstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númen Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Öruggt heim að sœkja Hálft ár er liðið frá hryðjuverkaárásunum á Bandarik- in, níðingsverkunum þar sem þétt setnar farþegaþotur voru notaðar sem flugskeyti. Þúsundir létu lífið þegar tvi- buraturnarnir i New York hrundu eftir árásimar. Heim- urinn var ekki samur eftir. Hið opna vestræna samfélag varð fyrir áfalli, fólk fann til öryggisleysis og skelfingar. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Mjög dró úr ferða- lögum milli landa og samdrátturinn kom illa við fyrirtæki í ferðaþjónustu, einkum flugfélög. íslendingar fundu fyrir þessu ekki síður en aðrir. í október fækkaði farþegum Flugleiða um 20 prósent. Eðlilega höfðu menn i ferðaþjónustu hér áhyggjur af ástandinu. Bókanir fyrir næsta ár stóðu ýmist yfir eða voru fram undan. Ferðaþjónustan skiptir þjóðarbúið miklu máli enda gengur hún næst sjávarúvegi í gjaldeyr- isöflun, er næststærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Því er léttir til þess að vita að ferðamannaárið í fyrra var þrátt fyrir allt gjöfult og horfurnar í ár eru sömuleiðis bjartar. Þar skiptir markvisst markaðsátak miklu og ekki síst að tekist hefur að koma því á framfæri að ísland sé öruggt land heim að sækja. Það skiptir sköpum á viðsjárverðum timum. Samkvæmt upplýsingum Seðlabankans um gjaldeyris- tekjur af ferðaþjónustu árið 2001 urðu þær rúmlega 7 milljörðum meiri en árið 2000. Aukning tekna vegna eyðslu í landinu er tæpir 5 milljarðar króna en í Qar- gjaldatekjum rúmir 2 milljarðar. Heildartekjur voru rúm- lega 37,7 milljarðar króna á móti tæplega 30, 5 milljörðum árið áður. Hækkunin er tæplega 24 prósent. í yfirliti ferða- málastjóra segir að þegar tillit hafi verið tekið til gengis- breytinga á miUi ára og áætlunar um dreifingu tekna eft- ir myntum virðist sem gera megi ráð fyrir að raunaukn- ing geti verið um 1-2 prósent í gjaldeyristekjum milli ára. Framtíðin skiptir þó mestu i þessari atvinnugrein. Er- lendum ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári hér á landi undanfarinn áratug auk ferðalaga íslendinga um eigið land. Mikil uppbygging, með viðeigandi fjárfestingu, hef- ur því átt sér stað í greininni. Mjög boðleg hótel eru nú víða um land auk annarrar prýðilegrar gistingar, fjölda veitingastaða, samgöngufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa sérhæft sig í ýmiss konar afþreyingu. Þá hefur tekist að lengja ferðamannatímann til muna þannig að i raun stendur hann allt árið þótt ásóknin sé að sönnu mest yfir sumarmánuðina. Þrátt fyrir áfallið í september getur íslensk ferðaþjón- usta litið björtum augum fram á veg. Fram kom nýlega að um 5 prósent fleiri fyrirspurnir hafa borist skrifstofu Ferðamálaráðs íslands í Þýskalandi um ferðir milli land- anna en á sama tima í fyrra. ísland heldur þvi sínum hlut meðal Þjóðverja og vel það meðan verulega dregur úr ferðamannastraumi milli annarra landa. í þessum efnum ræður markaðsstarf og ímynd um leið og islensk ferðaþjónusta stendur vel undir væntingum. Ríkisstjórnin brást hratt við eftir atburðina í september og ákvað 150 milljóna króna aukaframlag til markaðssetn- ingar. Þegar hefur verið ákveðið að leggja 27 milljónir af þessari upphæð til markaðsstarfs innanlands en 5 manna nefnd ákveður úthlutun afgangsins. Þessi viðbrögð og markaðsstarf annarra í greininni hef- ur meðal annars skilað því að bandaríska tímaritið Blue telur ísland vera öruggasta ákvörðunarstað ferðalanga. í ritinu kemur fram að fólk vilji forðast hryðjuverk og velji því ísland. Niðurstaðan er gott veganesti fyrir íslenska ferðaþjónustu. Jónas Haraldsson DV Skoðun Einlægni, fallegt orð „Ekki hafði ég heldur orð á milljón-dollara-gríninu okkar, Laugaveginum. Sem á sér fjölbreyttara yfirborð með fleiri gjótum en nokkur moldarvegur um miðja síðustu öld.“ Morgun einn sat ég og reyndi að vinna. Þennan dag langaði mig að skrifa eitthvað fag- urt. Það þurfti ekki endilega að vera ódauðlegt, fegurðin er meinlaus og gleymist þess vegna strax, hvort sem hún lendir tíma- bundið á andliti eða fer á blað. Hún er hins vegar erfiðari og þetta var að verða voðalegur harðlífistexti. í því sem hugurinn greip um faguryrði, bárust ógnandi skruðningar að utan. Ég missti takið. Skarkalinn fjarlægð- ist. Hringvöðvi heilans þreifaði fyrir sér og fann tapaða orðið aftur, kreppti sig utan um það og bjóst til að kreista það á blaðið. Skruðning- amir tóku sig upp, orðið hrökk und- an. í þriðja sinn rótaði ég í soranum og þar sem glitti í orðið yndisfríða, kom skarkið enn æðandi upp að hús- inu. Nú hafði ruddalegur veruleik- inn þrengt sér alla leið inn í vitund- ina og það rann upp fyrir mér að það er ekki sumar. Persónuofsóknir? Á sumrin er húsið umlukið vinnuvélum og ef þær þurfa að fara heim yfir blánóttina, þá er skilinn eftir maður með steinsög og hellur undir glugganum. Mannvirkjaum- sköpunaráráttan hafði fram að þessu aðeins valdið sex mánaða starfshléi á ári, en nú varð ekki annað heyrt en að breyta ætti Berg- þórugötunni í Boulevard Bergthora um hávetur. Ég vildi geta sagt áð ég hefði and- varpað þýðlega og umlaö „hvað ætli borgarstjómin mín sé að gera fyrir umhverfi mitt í dag?“ Svo var ekki og ég hef ekki eftir það sem ég taut- aði. Það var tveggja atkvæða nafn manns sem er oft ákallaður og slær Drottni við í gælunafnafjöld, því hann á sér níu algeng nöfn. Svo reis ég upp til að athuga hvaða nýsköpun væri í gangi. Þetta var snjóruðningstæki. Sem fór fjórar ferðir fram hjá á tuttugu mínútum. Og dró hefilinn eftir auðu malbikinu. Kannski var kappinn að leita að afleggjaranum upp á heiðina og var bara svona vinnuæstur, að hann var með skófluna í botni, þó snjó hefði ekki fest í borginni. Ég hélt samt frekar að hann hefði verið send- ur út sem kosningaáróður. Auðvitað gat verið um persónuofsóknir að ræða, en það var ólíklegt, því hjá borginni veit enginn að hér á hæð- inni býr fólk. Það er altént trú okkar, því það hefur ekki hent að sandur væri borinn á svellbungurnar rrndan- farna vetur. Ekki síðan þau keyptu sanddreifmgartækin sem komast ekki fyrir á gangstéttum miðbæjarins. Atkvæði og einlæg undrun Daginn eftir barst sönnunargagn. Það hringdi drengur og bað um at- kvæðið mitt í prófkjörið. Nú kyngdi niður, en það var enginn að ryðja ibúunum leið á kjörstað. Ég vildi ekki tefja hann frá atkvæðaveiðun- um, svo ég nefndi ekki ofvirka hefil- inn eða klakann með lausamjöllinni á. Ekki hafði ég heldur orð á milljón- doliara-gríninu okkar, Laugavegin- um. Sem á sér fjölbreyttara yfirborð með fleiri gjótum en nokkur moldar- vegur um miðja síðustu öld. Þaðan af síður þótti mér taka að tæpa á Grett- isgötunni, sem er fornminjagata. Gangstéttarhellumar eru anno Dom- ini 1934. Listrænasta landslag í byggðu bóli. Nema ef vera skyldi Njálsgatan, þar sem hellumar eru minna brotnar, en njóli og fiflar vaxa í ræsinu. Nei, ekki í sendnum jarð- vegi, það er aldrei borinn sandur á Njálsgötuna. Það er ekki Lína.Net sem liggur á hversdagsleikanum. Heldur brotnar götur og brotin bein. Ég held ekki, sagði ég við atkvæða- fikilinn. Ég er ekki nógu ánægð ... Haaaaa??? sagði drengurinn. Undrun hans var einlæg. Og er. það ekki ein- lægni sem við viljum frá stjórnmála- mönnum? - Einlægni. Fallegt orð. Auður Haralds Möndull hins illa Möndull hins illa Þegar að kvöldi 11. nóv. sl. staðhæfðu þjóðarleiðtogar bæði austan hafs og vestan að í at- burðum dagsins hefði Hið illa opin- berað sig í heiminum á nýjan hátt. Hið illa var ekki skilgreint nán- ar en það var sagt af þunga og yfir orðinu hvíldi goðsögu- leg dulmögnun. Stjórnmála- menn beggja vegna Atlants- hafs höfðu raunar ekki komist að sömu niðurstöðu. Hér aðeins um ræða þá stöðlun hugs- unar og tján- ingar sem CNN og aðrar sjón- varpsstöðvar, sem senda stór- atburði og styrjaldir út í beinni, valda. „Stjórnmálamenn beggja vegna Atlants- hafs höfðu raunar ekki komist að sömu niðurstöðu. Hér var aðeins um að rœða þá stöðlun hugsunar og tjáningar sem CNN og aðrar sjónvarpsstöðvar, sem senda stórat- burði og styrjaldir út í beinni, valda. “ Handbendi sögunnar Þegar þjóðar- leiðtogamir ræddu um op- inberun Hins illa gengu þeir inn í 1500 ára gamla hefð. Ugglaust án þess að gera sér grein fyrir því. í raun var það heilagur Ágústínus, biskup í Hippo i Norður-Afríku og kirkjufað- ir, sem lagði grunn að þeirri túlkun að í atburðum sög- unnar tækjust á tvö öfl: illt og gott, hið jarðneska ríki og ríki Guðs. Ágústínus komst að þessari niðurstöðu í kjöl- far atburða sem voru sláandi likir því sem gerðist í Bandaríkjunum. Áriö 410 settust Vest-Got- ar um sjálfa Róm, skóku heimsmynd Rómverja og sviptu íbúa heils heimsveldis öryggistilfinningu sem þeir höfðu búið við í margar kynslóðir. Án efa litu Ágústínus og samtímamenn hans á Gota með lík- um hætti og við á Vesturlöndum lít- um á austræna hryðjuverkamenn. Þeir höfðu að vísu tekið kristni og mótast af rómverskum háttum en menning þeirra var önnur en Róm- verja. Ágústínusi kirkjufoður kom ekki til hugar að líta á Gota sem Hið illa í heiminum. Þeir voru aðeins menn og handbendi sögunnar. Miikið óheillaspor Barátta Góðs og Bls stóð hins veg- ar handan atburðanna þar sem Guð og djöfullinn tókust á. Bush Banda- rikjaforseti hélt hins vegar ekki lengi i þá afstæðu hugsun sem fólst i ummælum hans um opinberun Hins illa. Það þjónaði ekki pólitískum mark- miðum hans til lengdar. Þegar versti atgangurinn í Afganistan var að baki tók hann að hlutgera Hið illa eins og ummæli hans um „möndul hins illa“ sýna best. Þar með sneri hann frá goðsögulegri mögnun til sögulegrar mögnunar sem er enn óhugnanlegri vegna þeirr- ar hlöðnu merkingar sem orðið möndulveldi býr yfir. Með þessari hlutgerv- ingu tók Bandarikjaforseti mikið óheillaspor. Það hef- ur aldrei haft neitt gott í íor með sér að staðbinda eða hlutgera Hið illa í til- teknum þjóðum eða þjóðfélagshóp- um. Með því velja menn sér óvini, lýsa baráttu sína gegn þeim heOaga, ala á tortryggni, fordómum og hatri. Slík hlutgerving er t.d. frumrót kynþátta- haturs í heiminum. i óræöum öflum Með sömu meðulum er hægt að hefja stríð gegn hvaða minnihluta- hópi sem er. Verður því ekki annað séð en G.W. Bush sé orðinn herfor- ingi í heilögu striði. Þegar einn vold- ugasti maður heims beitir eins hlað- inni „retórík" og hér er um að ræða ber okkur að taka orð hans alvarlega og verjast þeim lævísa hatursáróðri sem í þeim felst. Vera má að Bandaríkjaforseti vilji líka sópa þeirri staðreynd undir mottima að hér eftir sem hingað til muni Hið illa í heiminum birtast í óræðum öflum sem ekkert okkar get- ur þvegið hendur sínar af. Ber þar fyrst að nefna óréttláta skiptingu lifsgæða og vaxandi gjá milli ríkra og snauðra. Hfjalti Hugason Spurt og svarað_____A hvern hátt hefur heiinsmyndin breyst síðasta hálfa áríð? Ingibjörgu er ekki sætt „Óskoraður foringi Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, segist munu sitja næstu 4 árin í stóli borgar- stjóra, fái hún til þess umboð. Henni er hins vegar ekki stætt á að halda sér til hlés i landsmálunum, meðan Samfylkingin brennur (upp). Þvi mun hún færa sig yfir i landsmálin innan tíðar. í borgarstjómarkosn- ingunum í vor stendur því hið raun- verulega val ekki milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Björns Bjamasonar í stól borgarstjóra, heldur milli Björns og Stefán Jóns Hafstein. Þeir sem halda öðru fram stunda blekkingarleik." Ásta Möller alþingismaöur á heimasíöu sinni. Stéttaskipting „Fátt veldur meiri mismun milli manna en skortur á tækifær- um til menntunar og ef þessari þróun verður ekki snúið við með hraði er þess ekki langt að bíða að horfinn verði sá veruleiki sem við íslendingar höfum svo lengi verið stoltir af, að hér búi þjóð við stétt- lausara og fyrir vikið jafnara þjóðfé- lag en víðast hvar annars staðar. Þess sér reyndar þegar stað nú þeg- ar ákveðin stéttskipting er að mynd- ast í landinu, innflytjendur sem og innflutt vinnuafl sem íslendingar kæra sig ekki um. Ástæðan virðist ekki vera launin sem em í boði, heldur frekar sú virðing, eða öllu heldur skortur á virðingu, sem fylg- ir þessum störfum." Jón Kaldal í ritstjórabréfi Skýja. myndast Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður: Jákvœtt tákn nýrrar vakningar „Það er hægt að ímynda sér að heimsmyndin hafi að minnsta kosti skýrst til muna í hugum þeirra tug- milijóna venjulegra borgara á Vesturlöndum sem til skamms tíma gáfu lítinn gaum vandamálum á borð við þau er blasa við í Afganistan, Palestínu og víðar. Að brúa þá ómælisgjá er skilur að hugarheim og siðfræði, til að mynda múhameðstrúarmanna og kristinna, hlýtur að vera meðal stærstu verkefna nýrrar aldar, að sætta hina ósáttu og rétta hlut þeirra sem svelta og þjást. Þetta, ásamt niður- broti helsta griðlands hryðjuverkamanna, er það sem við ættum að horfa til þegar náð hefur að fenna yfir hörmung- amar og blóðsúthellingamar. Þannig getum við breytt 11. september í jákvætt tákn nýrrar vakningar." Þorlákur Axel Jónsson, menntaskólakennari á Ak.: Alþjóðakerfið óstöðugra „Heimsmyndin hefur ekki breyst en við höfum fengið stað- festingu á að alþjóðakerfið er óstöðugra en áður. Þjóðir og ríki telja sig geta grætt á því að rjúfa friðinn eins og gerðist til dæmis i Júgóslavíu, Kongó eða Austur-Tímor, sumar breytingamar hafa verið sanngjarnar en aðrar leitt til hörmunga. Eina færa leiðin til þess að varðveita friðinn og efla lýðræðið er að ríki takmarki fullveldi sitt í eigin þágu og heildarinnar eins og gert hefur verið í Evrópusambandinu." Jónmundur Guðmarsson, forseti bœjarstj. Seltjamamess: Staðfesting á breytingum „Atburðimir 11. september era að mínu viti ekki orsök breyttrar heims- myndar, heldur fremur staðfesting á breytingum sem hún hefur tekið undanfarinn áratug eða svo. Við Vesturlandabúum blasir mynd sem er sundurleitari og ótryggari en ógnaijafnvægið milli stórveldanna eftir seinni heimsstyijöld. Með atburðunum í september birtust okkur öfl sem eiga ekkert undir að friður eða regla ríki í alþjóðakerf- inu, heldur þvert á móti. Óvinurinn er ekki lengur skilgreind stærð sem við getum einangrað og bragðist við með sama hætti og áður. Með þessum fáheyrðu voðaverkum varð örygg- iskennd íbúa á Vesturlöndum sem og stjóm- og efhahagskerfi fyrir timabundnu áfalli sem ég tel að setja muni mikinn svip á viðhorf okkar til vamar- og utanríkismála í náinni framtíð." Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri: Tómhyggjan hvetfiir „Heimsmyndin breyttist mikið í kjölfar árásanna á Twin Towers. Tómhyggjan sem hefúr ráðið í hug- myndafræði síðasta áratugar er að hverfa. Póstmódem- isminn er að renna sitt skeið. Vitund fólks hefur leitað frá einstaklingshyggjunni og fætumir undir veisluborði allsnægtanna riða. Á dymar bankar heimur sem við höf- um vitað af, en lokað augum fyrir. Athygli fólks hefúr beinst að þriðja heiminum og Mið-Austurlöndum, því sem þar á sér stað. Vitundin um að við berum fulla ábyrgð á ástandinu þar hefur vaxið. Vesturlandabúar eru einnig famir að efast um að við séum búin að finna hinn endanlega og algóða heim. Guð forði okkur frá allsherjar- lausnum fortíðarinnar til lausnar á framtíðinni.11 £ í gær, 11. mars, var hálft ár liðlð síðan hryðjuverkaáráslrnar voru gerðar á Bandaríkin. Viö þær breyttist heimurinn, en á hvem hátt? Víðernin og vegirnir í umræðu um náttúru- vemd, ferðaþjónustu, virkjanir og vegalagningu er býsna oft minnst á hug- tökin öræfi eða víðerni og gjaman er orðinu ósnortin skeytt við. Ef við hugleið- um „ósnortin víðemi“ komumst við fljótt að því að menn leggja ólíkan skilning í þau og svo einnig í margt af því sem fylgir í umræðunni. Hvað eru öræfi? í daglegu tali dettur víst fáum í hug að ósnortin öræfi/viðerni séu land- svæði sem em 5x5 kílómetrar (sbr. hugmyndir tengdar hálendisskipulag- inu), án mannvirkja. Öræfi, óbyggðir og ósnortin eða lítt snortin víðerni era stór landsvæði í hugum okkar flestra, svæði þar sem náttúran ein kemur fram. Slík ósnortin svæði era enn víða til á jarðkringlunni en í Evr- ópu eru þau fá og lítil, nema einna helst í Skandinavíu. Allar kannanir sýna að ásókn fólks úr þéttbýli í víð- ernin vex jafnt og þétt og þarfnast það engra skýringa; menn og náttúra eiga vel saman, rétt eins og fólk og tónlist. En ísland er lítiö land þegar allt kemur til alls. Helstu víðernin era á hálendinu en flatarmál þess er um 40.000 ferkílómetrar (um 40% lands- ins) eða ferningur sem er aðeins 200 km á hverja hlið. Á láglendi má með góðum vilja sjá út 10-15.000 ferkíló- metra til viðbótar; mest sanda og eyði- firði. Þannig má segja sem svo aö ís- lensku öræfin/víðernin séu um helm- ingur landsins nú til dags; um 20% eru jöklar. Land- svæðin eru þekkt fyrir óheft- an leik náttúruaflanna, merkilegt landslag, gamlar menningarminjar, jarðmynd- anir og lífríki, fyrir sérstæða birtu og litaspil, og fyrir gott andrúmsloft í mörgum skiln- ingi. En ósnortin? Ef við skoðum þessa 40.000 hálendisferkílómetra kemur annað í ijós en ósnortin víð- erni sem svo mörgum era töm í munni. Raunar hef ég aldrei séð yfir- lit á einu heildarkorti yfir öll mann- virki og allt rask á þessu svæði; lík- lega er það ekki tO. Sjálfur veit ég t.d. að vegir, slóðar, ruðningar og hjólfór reita þetta svæði (utan jökla) niður þannig að mjög víða era ekki margir kOómetrar á mOli bOaslóða. Mér er sagt að 300-350 skálar og hús séu í óbyggðum (á láglendi og hálendi). Aðalhálendisvegirnir eru töluverð mannvirki og um þá er veruleg sum- arumferð. TO viðbótar þessu eru girð- ingar, raflínur, virkjanamannvirki, efnisnámur og sitthvað fleira. Tölum því endOega um lítt snortin eða dálít- ið (?) nýtt víðerni oftar en ekki. Lát- um ekki eins og við eigum eitthvað sem engir aðrir eiga; skosk og norsk öræfi eru ekki ósvipuð okkar hvað „hreinleika" snertir. Of geyst yfir farið? Nú þegar samræmd samgöngu- áætlun liggur fyrir kemur fram að byggja skuli upp fjóra helstu há- lendisvegina og tryggja aðgengi fólks á bílum að sem flestum vinsælustu áfangastöðum ferðamanna. Ég er ekki viss um að framtíð fyrrnefndra 40.000 ferkflómetra sé best borgið með allri þeirri mannvirkjagerð og greiðu yfirferð sem þarna er fyrir- huguð. Lá annars einhver hug- myndafræði að baki ákvörðunum um t.d. vega- og slóðagerð á hálend- inu hálfa síðustu öld og er uppi ein- hver hugmyndafræði núna um fram- haldið? Getur verið að menn telji okkur eiga nóg af ósnortnum (eða lítt snortnum) víðemum? Einnig má velta fyrir sér hvort ferðaþjónustunni sé í raun nokkur umtalsverður akkur í miklu betri akstursleiðum og fljótari yfirferð um hálendið. Ferðamenn eru margs kon- ar og væntingar þeirra ólíkar. Gam- an væri að sjá þá könnun t.d. meðal erlendra ferðamanna um aðgengi og umferð á öræfunum sem styður nið- urstöðumar um vegina í samgöngu- áætluninni. Eitt er að gera almenni- legan veg að Dettifossi en annað að byggja upp Sprengisandsveg og fjölga sífellt öðrum slóðum. Svo þarf að hyggja að því hvaða nýtingarstig er æskOegt á hálendinu í augum þorra landsmanna. Einnig hversu víð viðerni draga útlendinga hingað og hvaða óliku forsendur þeir gera tO þess að njóta þeirra; hin- ir bOandi jafnt sem þeir gangandi eða ríðandi. Kannski er nóg að lag- færa Sprengisandsleið og byggja eina brú á henni? Ari Trausti Guðmundsson Ari Trausti Guömundsson jarOeölisfræöingur „Svo þarf að hyggja að því hvaða nýtingarstig er æskilegt á hálendinu í augum þorra landsmanna. Einnig hversu víð víðemi draga útlendinga hingað og hvaða ólíku forsend- ur þeir gera til þess að njóta þeirra; hinir bílandi jafnt sem þeir gangandi eða ríðandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.