Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Síða 3
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002
17
Takmarkinu náð
PáU Viðar Gíslason, fyrirliði Þórs, var að vonum kátur
eftir leikinn enda var Þór í fyrsta skipti búinn að tryggja
sér sæti í úrslitakeppni efstu deUdar karla í handknatt-
leik. „Þetta var það sem við ætluðum að gera þótt við
byggumst kannski ekki við því að vinna leikinn með átta
mörkum,” sagði PáU Viðar.
Þór mætir Val í átta liða úrslitunum. „Valur er fmn
mótherji. Við ætlum bara að halda áfram að hafa gaman
af þessu og leggja okkur fram. Við verðum að reyna að
gera betur á útiveUi tU að eiga möguleika í úrslitakeppn-
inni en það hefur ekki verið okkar sterkasta hlið. Það er
hins vegar ljóst að við getum unnið hvem sem er héma
heima,“ sagði PáU.
Verulega slakur leikur aö mati Bjarka
Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, var ekki jafh kátur í leikslok.
„Þetta var verulega slakur leikiu hjá okkur. Vömin var léleg og sóknarlega
gerðum við ekki það sem fyrir var lagt. Þeir voru greinUega tUbúnir í leik-
inn en við ekki,” sagði Bjarki. Afturelding mætir ÍR í átta liða úrslitunum.
-AÞM
Páll Viðar
Gíslason,
fyrirliöi Pórs
Sannfærandi hjá Þór
Þór tryggði sér sæti í átta liða úr-
slitum Esso-deildarinnar í hand-
knattleik á laugardaginn með þvi að
leggja Aftureldingu á sannfærandi
hátt, 35-27, á Akureyri. Þór hefur
komið mjög á óvart í vetur en liðið
kom upp úr fyrstu deUdinni í haust.
Þórsarar vora miklu sterkari í
leiknum og áttu sigurinn svo sann-
arlega skUinn. Afturelding var hins
vegar langt frá sínu besta og ljóst að
liðið kemst ekki eitt né neitt í úr-
slitakeppninni leiki það jafn iUa þar
og í leiknum á laugardaginn.
Þór náði yfirhöndinni strax i
byrjun leiks og voru komnir með
fjögurra marka forskot þegar tæpar
tíu mínútur vora liðnar. Aftureld-
ing náði aðeins að klóra í bakkann
en Þór komst jafnharðan í fjögurra
marka forystu á ný með góðum
sóknarleik. Vöm Aftureldingar var
úti á þekju í leiknum og var Þórs-
sókninni auðveld.
Þór hélt uppteknum hætti í síðari
háUleik. Afturelding skipti úr 6:0
vöm yfir í 5:1 en það kom að litlu
gagni. Um miðjan síðari hálfleik
skoraði Þór fjögur mörk í röð á
þriggja mínútna kafla og komst í sjö
marka forystu og var þar með nán-
ast búið að gera út um leikinn.
Lið Þórs var afar sterkt i leiknum
en þó stóðu tveir leikmenn upp úr.
Aigars Lazdins skoraði 11 mörk í
leiknum úr jafn mörgum tilraunum
og réð vörn Aftureldingar engan
veginn við hann. Ámi Sigtryggsson
átti einnig afbragðsgóðan leik og
vora mörk hans í öllum regnbogans
litum. Ljóst er að mikið efni er þar
á ferð en hann er aðeins 17 ára gam-
all.
Lið Aftureldingar náði sér engan
veginn á strik og voru flestir leik-
menn þess jafn slakir. Það voru
helst Daði Hafþórsson og Valgarð
Thoroddsen sem eitthvað gátu, þótt
leikur þeirra væri engan veginn
sannfærandi. Páll Þórólfsson meidd-
ist á fæti seint í fyrri hálfleik og
kom ekkert meira við sögu i leikn-
um eftir það.
-AÞM
Heil máltíð með lcjöCi,
fersku grœnmeti, kartöflum,
gosí oa áboBti...
Pyrir minna en þúsundlcall!
:«®
Sport
DV
Tólf marka sig-
ur til einskis
Framarar unnu Stjörnuna með tólf
marka mun á laugardaginn, 28-16.
Þrátt fyrir þennan stórsigur heima-
manna komast þeir ekki í úrslita-
keppnina. FH og Þór unnu leiki sína og
sitja Framarar því eftir í 9. sæti Essó-
deildarinnar og hafa lokið keppni í ár
eins og Stjarnan.
Framarar voru mun ákveðnari á
fyrstu mínútunum en gestirnir og um
miðjan fyrri hálfleik voru þeir búnir
að ná fjögurra marka forustu og þá var
eins og gestirnir gæfust hreinlega upp
og spiluðu með hangandi haus það
sem var eftir af leiknum og ekki erfit
fyrir Framara að valta yfir gestina.
Hjá Stjömunni var fátt um fina
drætti og var það helst Guðmundur
markvörður sem sýndi góð tilþrif og
kom í veg fyrir stærra tap.
Framarar gerðu bara það sem þeir
þurftu i þessum leik. Þeir spiluðu af
krafti i fyrri hálfleik og náðu upp góðu
forskoti en seinni hálfleikurinn var
afar slakur hjá báðum liðum.
Hjá Fram var Sebastian Alexzand-
ersson besti maður liðsins en aðrir
leikmenn létu meðalmennskuna
duga að þessu sinni. -BB
M
Gunnar Viðarsson vísar leikmanni út af í tvær mínútur í leik ÍR og Gróttu/KR. ÍR-liðiö hrasaði nokkuð á
lokasprettinum en endaöi í sjötta sæti deildarinnar.
DV-mynd ÞOK
IR niður
sætið
Lokastaðan í
Essodeildmm
Haukar 26 21 2 3 744-672 44
Valur 26 16 4 6 686-616 36
Afturelding 26 13 5 8 651-630 31
Grótta/KR 26 14 3 9 673-657 31
KA 26 11 8 7 676-629 30
ÍR 26 14 2 10 663-638 30
Þór, Ak. 26 12 4 10 759-735 28
FH 26 11 6 9 700-677 28
Fram 26 10 7 9 665-631 27
Selfoss 26 10 2 14 706-719 22
ÍBV 26 9 3 14 694-730 21
HK 26 6 4 16 700-723 16
Stjarnan 26 6 3 17 668-763 15
Víkingur 26 1 3 22 586-751 5
Markahæstir:
Jaliesky Garcia, HK..........210/49
Mindaugas Andriuska, ÍBV . 195/41
Páll Viðar Gíslason, Þór, Ak. 192/107
Guðlaugur Hauksson, Víkingi 190/45
Snorri Steinn Guöjónsson, Val 169/48
Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR 160/1
Robertas Pauzoulis, Selfossi . . . 160/6
Halldór Ingólfsson, Haukum . 154/67
Róbert Gunnarsson, Fram . . 153/60
Flest varin skot:
Roland Eradze, Val.......... 465/32
Hlynur Morthens, Gróttu/KR 446/33
Hreiðar Guðmundsson, lR . . 436/16
Reynir Þór Reynisson, UMFA 344/22
Egidijus Petkevicius, KA ... 331/23
í undanúrslitunum, sem hefjast á
miðvikudag, mætast: Haukar-FH,
Valur-Þór Ak., Afturelding-ÍR og
Grótta/KR-KA.
Grótta/KR-ÍR 24-23
2-0,2-2, 3-4, 6-4, 6-7, 7-9, 8-10 (10-10), 10-11,
15-15, 19-19, 21-19, 23-21, 23-23, 24-23.
Grótta/KR:
Mörk/víti (skot/víti): Aleksandrs Peter-
sons 9 (13), Danis Tarakanovs 5/1 (8/1),
Davíð Ólafsson 3 (5), Gísli Kristjánsson 3
(5), Magnús A. Magnússon 2/2 (3/3), Krist-
ján Þorsteinsson 1 (3), Atli Þór Samúelsson
1 (3), Alfreð Finnsson (5).
Mörk úr hraðaupphlaupum 4 (Petersons
2, Davíð 1, Gísli 1).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 4.
Fiskuó vítí Atli Þór, Petersons, Magnús A.,
Gísli.
Varin skot/viti (skot ú sig): Hlynur
Morthens 15 (38/3, hélt 11, 39%).
Brottvísanir: 6 minútur.
ÍR
Mörk/viti (skot/viti): Erlendur Stefánsson
7/3 (8/3), Kristinn Björgúlfsson 4 (4), Brynj-
ar Steinarsson 4 (12), Fannar Þorbjömsson
2 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (5), Einar Hólm-
geirsson 2 (8), Ragnar M. Helgason 1 (1),
Bjami Fritzson 1 (2), Finnur Jóhannsson
(1), Júlíus Jónasson (1).
Mörk úr hraöaupphlaupum: 5 (Fannar 2,
Bjami, Sturla, Kristinn).
Vitanýting: Skorað úr 3 af 3.
Fiskuð vitú Bjami, Ragnar, Fannar.
Varin skot/víti (skot ú sig): Hreiðar Guð-
mundsson 16 (39/2, hélt 7, 41%, 1 víti 1
stöng), Hrafn Margeirsson 0 (1/1).
Brottvisanir: 10 mínútur.
Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson
og Gunnar Viðarsson (8).
Gϗi leiks (1-10): 9.
Áhorfendur: 251.
Maður leiksins:
Aleksandrs Petersons, Gróttu/KR
- sorglegur endir á annars frábærri deildarkeppni hjá
Breiðhyltingum en Grótta/KR fær uppreisn æru
„Ég stefndi fyrst og fremst að því
að komast í fjórða sæti,“ sagði þjálf-
ari ÍR, Júlíus Jónasson, niðurlútur,
eftir að menn hans höfðu tapað síð-
asta deildarleik vetrarins fyrir
Gróttu/KR, 24-23, og þar með hrunið
niður í 6. sæti deildarinnar eftir að
hafa verið í því 3. eða 4. lengst af.
„En því fór sem fór og við þurfum
bara að taka því að mæta Mosfelling-
um og það er ekkert verra en eitthvað
annaö fyrst við náðum ekki 4. sætinu
og þar af leiðandi heimaleikjaréttin-
um.“
Fyrir tveimur mánuðum voru ÍR-
ingar í harðri keppni við Valsmenn
um annað sætið í deildinni og því
gremjulegt fyrir þá að þurfa að sætta
sig við sjötta sætið. Hins vegar er það
öllum ljóst að liðin sem lentu í 3.-9.
sæti deildarinnar eru mjög jöfn eins
og lokastaðan sýnir greinilega.
Leikurinn á Seltjarnamesi var eins
og gefur að skilja mjög spennandi og
var jafnt á nánast öllum tölum. Leik-
menn liðanna léku mjög góðan hand-
bolta, jafnt í vörn og sókn og erfitt að
taka út einstaklinga hjá báðum liðum
þar sem liðsheildin er jafh sterk. Því
er samt ekki að neita að Aleksandrs
Petersons er gríðarlega sterkur leik-
maður og þá réði endurkoma Daniels
Taraknovs í liðið miklu en hann var
að leika sinn fyrsta heila leik í lang-
an tíma.
Niðurstaðan þýðir að ÍR mætir Aft-
ureldingu, eins og áður segir, og
Grótta/KR mætir KA frá Akureyri.
„Það er mjög erfitt að spila við KA
og leikirnir, jafnt núna í vetur og síð-
ustu ár, hafa verið mikið í jafnvægi.
Þessi leikir verða það líka. Það sem
stendur upp úr hins vegar í dag er að
við skulum ná fjórða sætinu sem mér
finnst vera stórkostlegur árangur hjá
leikmönnum liðsins og rós i þeirra
hnappagat því það hefur gengið á
ýmsu í vetur og við verið í ákveðnum
erfiðleikum," sagði Ólafur Björn Lár-
usson, þjálfari Gróttu/KR.
„Ég er stoltur af strákunum þrátt
fyrir þetta. Þeir gáfu allt í þetta og
unnu vel og nú er bara ekkert annað
að gera en að undirbúa liðið af kost-
gæfni fyrir leikina gegn Aftureld-
ingu,“ sagði Júlíus að lokum. -esá
I
■