Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 15. APRlL 2002 19 x>v Sport - hjá Njarðvík eftir annan sigur gegn Keflavík Njarðvík er komið í mjög svo væn- lega stöðu í einvígi sínu gegn Keflavík eftir annan sigur sinn á laugardag en Njarðvíkingar höfðu betur í ljóna- gryfjunni, 96-88. Því má kannski segja að önnur höndin sé komin á bikarinn því ekkert lið hefur sigrað eftir að hafa lent 2-0 undir en Keflvíkingar eru væntanlega með annað í huga. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks eftir afhroð í fyrsta leiknum. Gunnar Einarsson var í miklum ham til að hyrja með og skoraði 10 af fyrstu 12 stigum liðsins. Hann fékk þrjár villur í fyrsta leikhluta og varð að yf- irgefa völlinn og náði sér aldrei á strik aftur. Gestimir voru duglegir að ná sér i villur og margar hverjar óþarfar þar sem menn voru að brjóta af sér eftir að leikmenn Njarðvíkur voru búnir að taka vamarfrákast. Leikurinn var nokkuð jafn fram í miðjan annan leikhluta en gestirnir gerðu 22 stig gegn aðeins sjö heima- manna það sem eftir lifði fyrri hálf- leiks og voru því með 13 stiga forskot í hálfleik, 44-57. Vamarleikur Njarð- vikur var ekki nærri því eins sterkur og í fyrsta leiknum og Keflvíkingar búnir að gera aðeins 11 stigum færra fyrir hlé en þeir gerðu allan fyrsta leikinn. Það átti þó eftir að breytast og hefur Friðrik Ragnarsson farið vel yfir vömina í hálfleik. Hittni Kefla- víkur var þó mun betri að þessu sinni og margir að finna fjölina sína. Þá áttu Davíð Jónsson og Gunnar Stef- ánsson mjög góða innkomu af bekkn- um í öðrum leikhluta og kveiktu ákveðinn neista. Njarðvík spilaði ekki sem heild í öðrum leikhluta og var Pete Philo driplandi boltanum út í eitt. Hann skoraði 19 stig fyrir hlé en driplaði menn eins og Loga Gunnarsson út úr leiknum. Það lagaðist þó aðeins í seinni hálfleik en betur má ef duga skal. Hann leitar allt of mikið að síð- ustu sendingu fyrir körfu í stað þess að dreifa boltanum og hafa flæði í sókninni. Njarðvík herti vömina í byrjun seinni hálfleiks og tók gestina rúmar fjórar mínútur að skora sína fyrstu körfu. Páll Kristinsson skoraði grimmt i upphafi hálfleiksins en Guð- jón Skúlason sá tfl þess að Keflavík var sjö stigum yfir fýrir flórða og síð- asta leikhluta. Lokaspretturinn var allur heima- manna. Þeir komust yfir, 78-77, þeg- ar rúmar sex mínútur voru eftir. Það var síðan jafht, 84-84, en þá gerðu Njarðvíkingar næstu 10 stigin og sigr- uðu glæsUega. Teiti Örlygssyni var vikið af velli undir lokin fyrir sitt annað tæknivíti og fer væntanlega í eins leiks bann. Njarðvíkingar virðast vera með langbesta liðið í dag og em á góðri leið með að tryggja sér íslandsmeist- aratitUinn annað árið i röð. Þeir eru afltaf bestir í lok leikjanna og vömin smaU heldur betur saman í seinni hálfleik. Brenton Birmingham spUaði frábæra vöm á Damon Johnson og lenti Damon í miklu basli. Brenton fékk fina hjálp fyrir aftan sig þegar þess þurfti. Minna bar á honum í sókninni enda ekki mikið með bolt- ann en engu að síður hörkuleikur hjá honum. Páll orðinn stöðugur PáU Kristinsson heldur áfram að spUa eins og engiU, bæði í vöm og sókn. Hann virðist loksins vera búinn að ná stöðuleika i sínum leik og hefur reynst liðinu óborganlegur í úrslita- keppninni. Friðrik Stefánsson skUaði sinu í vörninni en fékk boltann lítið í sókninni og nýttu Njárðvíkingar sér ekki hæð og styrk kappans undir körf- unni. Logi var ekki í takt við leik liðs- ins og mátti telja á fingrum annarrar handar hversu oft hann fékk að snerta boltann framan af. PhUo verður að nýta sér hæfileika drehgsins betur og koma honum inn í leikinn enda körfuknattleiksmaður ársins á ferð. Teitur klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og kom með stórar körfúr á ör- lagstundu. PhUo gerði marga góða hluti en verður að geta skorað án þess að taka frá öðrum, eins og Brenton gerir svo snUdarlega. Eftir að hafa spUað vel í fyrri hálf- leik fór áUt í baklás hjá Keflavík i seinni hálfleik. Njarðvík lagði mUda áherslu á að stoppa Damon og nutu aðrir leikmenn liðsins góðs af því framan af en menn voru ekki nógu hreyfanlegir í sókninni eftir það. Guðjón Skúlason var góður og mætti spUa meira. Davið Jónsson er að koma sterkur upp og hefur spUað báða leikina mjög vel. Gunnar Einars- son var í miklum ham í byrjun en vUluvandræði sáu tU þess að hann kólnaði á bekknum. Gunnar Stefáns- son átti fínan leik og Jón Hafsteinsson gerði það sem hann gat. Hann má þó líta meira á körfuna í sókninni því hann hefur aUa burði tU að skora meira enda hæfileikaríkur strákur þótt hann einbeiti sér of mikið af ruslavinnunni. Damon virðist vera að lenda á vegg eftir að hafa gert það sem hann vUdi gegn Grindavík í undanúr- slitum. -Ben Njarövík-Keflavík 96-88 Úrslitakeppni karla 13. aprll 2002 0-2, 6-2, 8-10, 15-14, 17-22, (21-24), 27-27, 33-29, 33-35, 37-35, 37-46, 41-53, (44-57), 51-57, 57-61, 57-65, (62-69), 67-73, 75-75, 84-84, 94 84, 96-88. é tJD Mfn. Skot Víti c« V c« Philo 37 12/9 14/10 4 9 30 Logi 26 7/2 2/2 3 # 7 Brenton 40 11/6 7/3 5 4 16 Páll 27 14/7 4/3 11 3 17 Friðrik 26 4/1 8/4 9 2 6 Teitur 21 7/4 2/2 6 1 12 Ragnar 15 2/1 2/2 2 0 5 Halldór 8 2/1 2/1 2 1 3 Sævar Sigurður Skotnýting: 59/31, 53%. Fráköst: 42. Sóknatfráköst: 8 (Friðrik 2, Páll 2, Philo, Brenton, Logi, HaUdór). Stolnir boltar: 9 (Brenton 4, Friðrik 3, Philo, Páll). Varin skok 8 (Friðrik 4, Páll 3, Teitur). 3ja stiga skot 18/7 (PhUo 4/2, Teitur 5/2, Brenton 1/1, Ragnar 2/1, Logi 4/1, PáU 2/0). Tapaöir boltar: 18. Villur: 19. fHSTKffTI -*■» </5 wi o 2 Mfn. Skot Vití £ OO OO Sverrir 30 10/2 o/o 1 3 4 Magnús 28 12/5 0/0 4 2 12 GimnarE. 23 10/4 0/0 1 1 10 Jón 24 1/1 0/0 6 0 2 Damon 40 19/7 4/4 14 5 18 Guðjón 24 14/7 3/3 0 1 21 Falur 6 2/1 0/0 0 0 2 Davíð 11 5/4 2/2 4 1 12 Gunnar S. 14 5/2 1/1 1 1 7 Haildór 0 0/0 0/0 0 0 0 Skotnýting: 78/33, 42%. Fráköst: 32. Sóknarfráköst: 8 (Jón 2, Davíð, Sverrir, Magnús, Gunnar E., Gunnai- S., Damon). Stolnir boltar: 15 (Sverrir 4, Damon 4, Jón 3, Magnús 2, Gunnar E., Gunnar S.). Varin skot 8 (Damon 4, Gunnar S. 2, Jón 2). 3ja stiga skot 38/12 (Guðjón 10/4, Davið 3/2, Gunnar S. 5/2, Gunnar E. 5/2, Magnús 6/2, Falur 1/0, Sverrir 3/0, Damon 5/0). Tapaóir boltar: 11. Villur: 33. Dómarar (1-10): Leifur Garöarsson og Jón Bender (8). Gœói leiks (1-10): 9. Áhorfendur: Um 700. Maöur leiksins: Brenton Birmingham, Njarövík Njarðvíkingar standa meö pálmann í höndunum eftir sigur gegn Keflavík á heimavelli sínum um helgina. Hér reynir Logi Gunnarsson körfuskot en hann skoraði aöeins 7 stig í leiknum. DV-mynd Víkurfréttir Er ruslakarl - segir Njarövíkingurinn Páll Kristinsson Páll Kristinsson hefur reynst Njarðvík vel í úrslitakeppninni til þessa og hefur griðarlega mikilvægu hlutverki að gegna 1 liðinu. Hann vildi þó ekki gera mikið úr frammistöðu sinni þegar DV-Sport ræddi við hann eftir leikinn. „Við spiluðum slaka vöm í fyrri hálfleik og þeir fengu of mikið af fríum skotum, sérstaklega í homunum. Keflvíkingar hittu vel fyrir hlé og nýttu sér það vel að við vorum á hælunum í vöminni." Hvaó gerðist sióan i hálfleik því aó það var allt annað sjá varnarleik- inn i seinni hálfleik ? „Það var engin áherslubreyting hjá okkur heldur bara ákveðin hugafars- breyting. Okkur tókst að loka vel á þriggja stiga skotin og það hafði sitt að segja." Hvað segir þú mér af sjálfum þér? Þú virðist stöðugri en áður og hefur spilað griðarlega vel i úrslitakeppninni. „Ég veit ekki hvort minn leikur hefur tekið neinum stakkaskiptum. Ég undirbý mig bara vel andlega fyrir leiki. Maður hefur verið í því hlutverki að vera eins konar ruslakarl. Maður skorar eftir sóknarfráköst en síðan hef- ur Philo verið að finna mig undir körfunni, “ sagði Páll. -Ben Jói útherji Kníittspyriuivorslun Arnlúlíi 30 • simí 500 1500 www.joiuthprji.iu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.