Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 4
18 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 Sport Haukar unnu öruggan sigur á Víkingum í Víkinni i gær: Nína var frábær - skaut Hauka áfram i úrslit íslandsmótsins Víkingur-Haukar 23-31 0-3, 3-6, 5-9, 10-10, (12-12), 13-12, 15-17, 16-21,17-28, 20-30, 23-31. Vikinaur: Mörk/viti (Skot/víti): Gerður Beta Jóhann- esdóttir 13/7 (27/9), Guðrún Drífa Hólm- geirsdóttir 5/1 (8/1), Guðbjörg Guðmanns- dóttir 2 (6), Anna K. Ámadóttir 1 (2), Stein- unn Bjamason 1 (2), Margrét Egilsdóttir 1 (5), Helga Guðmundsdóttir (2), Helga Bima Brynjólfsdóttir (3). Mörk úr hraöaupphlaupum: 4 (Guðrún Drífa 2, Gerður Beta 1, Steinunn 1). Vítanýting: Skorað úr 8 af 10. Fiskuð víti: Helga Bima 4, Steinunn 3, Anna K. 1, Helga G. 1, Gerður Beta 1. Varin skot/viti (Skot á sig): Helga Torfa- dóttir 14/2 (45/7, hélt 6, 31%, 1 víti i stöng). Brottvisanir: 2 mínútur. Haukar: Mörk/víti (Skot/víti): Nina K. Bjömsdóttir 14/5 (20/7), Harpa Melsteð 7 (8), Hanna G. Stefansdóttir 4 (8/1), Inga Friða Tryggva- dóttir 1 (1), Tirrna Halldórsdóttir 1 (1), Sandra Anoulyte 1 (1), Ema Þráinsdóttir 1 (2), Brynja Steinsen 1 (4), Thelma B. Áma- dóttir 1 (4). Mörk úr hraöaupphlaupum: 10 (Nína 3, Harpa 3, Hanna 2, Ema 1, Inga Fríða 1). Vítanýting: Skoraö úr 5 af 8. Fiskuð vítU Nína 2, Hanna 2, Brynja 1, Inga Fríða 1, Harpa 1, Sonja Jónsdóttir 1. Varin skot/viti (Skot á sig): Jenný Ás- mundsdóttir 19/1 (42/9, hélt 9, xx%, 1 víti í slá). Brottvisanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson (8). Gœði leiks (1-10): 7. Áhorfendur: 250. Ma&ur leiksins: Nína K. Björnsdóttir, Haukum Haukar tryggðu sér sæti í lokaúr- slitum Esso-deildar kvenna í hand- knattleik með öruggum sigri á Vík- ingum, 23-31, í Víkinni á sunnudag- inn. Þar með unnu Haukar báða leikina með sannfærandi hætti og liðið er greinilega á réttu róii og það verður ekki auðvelt fyrir Stjömuna að hrifsa af þeim íslandsmeistaratit- ilinn. Þetta er í fimmta sinn sem Haukar komast í lokaúrslitin, í fyrra, 1996, ‘97, ‘98, og svo nú, og þrisvar hefur liðið hampað þeim stóra, ‘96, ‘97 og svo í fyrra. Það var þó ekki eintóm gleði hjá Haukum í leiknum því Inga Fríða Tryggvadóttir meiddist á hné í leikn- um en ekki var vitað hversu alvarleg þessi meiðsli eru. Jafnt í leikhléi í leiknum á sunnudaginn byrjuðu Haukar mun betur og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti en Víkingar fóru að saxa á það um miðjan fyrri hálfleikinn og þegar tuttugu og tvær mínútur voru liðnar af hálfleiknum höfðu þær jafnað. Jafnt var í leikhléi og Víkingum tókst að skora fyrsta mark síðari háifleiks og ná forystunni i fyrsta sinn en sú sæla var skamm- vinn. Gerður Beta stoppuö Haukar voru ekki lengi að endur- heimta forystuna og ná heljartökum á leiknum. Aðalástæðan fyrir því var sú að liðið fór að taka Gerði Betu Jó- hannsdóttur úr umferð en hún hafði farið hamförum í fyrri hálfleik og haldið liði sínu á floti. Við því mátti lið Víkings alls ekki enda er breiddin ekki neitt sérstök hjá liðinu auk þess sem sjúkralistinn er orðinn nokkuð langur og nokkrir lykilleikmenn auk þess að spila meiddir. Haukaliðið gaf allt í botn og staðan breyttist úr 15-17 í 17-28 á rétt rúmum tíu mínútum. Á lokakaflanum fengu svo varamenn beggja liða að spreyta sig enda úrslitin ráðin. Best á landinu? Hjá Víking var áðumefnd Gerður langbest og þá átti Helga Torfadóttir ágætan leik í markinu en hún fékk á sig mörg opin skot sem lítið var hægt að gera við. Hjá Haukum var Nína K. Björns- dóttir hreint út sagt frábær og skoraði mörk í öflum regnbogans litum. Hún er án efa besti handknattleiksmaður landsins þegar sá gállinn er á henni. Fyrirliðinn Harpa Melsted var virki- lega sterk og er að koma upp á hár- réttum tíma og þá var Jenný Ás- mundsdóttir að venju góð í markinu. Ema Þráinsdóttir, 16 ára stelpa kom inn á sínum fyrsta meistara- flokksleik með Haukum og skoraði eitt mark. -SMS Jóna Margrét Ragnarsdóttir brýst hér fram hjá Evu Björk Hlö&versdóttur í Gróttu/KR en Jóna Margrét skora&i 5 mörk í leiknum. DV-mynd ÞÖK Stjörnuvörnin ^ - sá um Gróttu/KR og skilaöi liðinu í úrslit „Þetta var kærkomið að fara ekki í oddaleik, við erum orðnar það gamlar og beyglaðar,“ sagði Halla María Helgadóttir, leikmaöur Stjömunnar, eftir sigur á Gróttu/KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins, 22-26. Þetta þýðir að Stjarnan mæt- ir Haukum í úrslitarimmunni. 72% markvarsla Staðan í hálfleik var 17-13, heimaliðinu í vil, og sést á því greinilega hversu kaflaskiptur leik- urinn var. Tvisvar náði Grótta/KR afgerandi forystu í fyrri hálfleik en í þeim síðari tóku gestimir öll völd og skoruðu 13 mörk gegn einungis 5 frá Gróttu/KR. Enn fremur til marks um góðan vamarleik Stjöm- unnar í síðari hálfleik varði Jelena Jovanovic, markvörður liðsins, 13 af þeim 18 skotum sem hún fékk á sig sem gerir 72% hlutfallsmark- vörslu. Það gefur augaleið að það er afar sjaldséður árangur. Vorum sofandi í fyrri hálfleik „Við sáum í hálfleiknum hvað við vorum sofandi í þeim fyrri og við vissum að við þyrftum bara að bæta markvörsluna og þá kæmu hraða- upphlaupin og forystan á endan- um,“ sagði Halla María. Alla Gorkorian, sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik, var algjörlega stoppuð af í þeim síðari og fékk afar fá tækifæri til að beita sér. Þó svo að stöllur hennar reyndu hvað þær gátu var vamarmúr Stjömunnar einfaldlega of sterkur. Misstum einbeitinguna „Við byrjuðum af krafti fyrstu 5-10 mínútumar í síðari hálfleik og svo fór aflt í stopp. Við vorum enn þá að spila okkur inn í góð færi, fannst mér, en Jelena varði vel og síðan hljóp tíminnn frá okkur í raun og veru. Við misstum svo ein- beitinguna í vamarleiknum og fá- um á okkur allt of mörg mörk síð- asta fjóröung og því ekkert annað að gera fyrir okkur en að óska Stjörnunni til hamingju með sigur- inn og sætið í úrslitakeppninni," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Gróttu/KR, eftir leik. Þær Hálla María, Margrét, Anna Bryndís og Herdís voru máttarstólp- ar vamarinnar sem skilaði liðinu svo miklu. Það var svo gaman að fylgjast með Önnu skora nokkur glæsileg mörk í sókninni og Mar- grét var góð á línunni. Seigla Höflu Maríu er alrómuð enda mikill bar- áttuhundur. Jelena var svo sem áð- ur segir gífurlega sterk í markinu. 1-1 í vetur Spurð um möguleika Stjömunnar gegn Haukum sagði Halla María einfaldlega: „Það er 1-1 þar í vetur. Við eigum auðvitaö jafna möguleika þar.“ -esá Grótta/KR-Stjarnan 22-26 1-0,2-2,4-2, 7-4,8-5,8-9,9-10,12-13, (17-13), 18-13,18-16,19-17, 20-22, 21-25, 22-26. Grótta/KR: Mörk/víti (Skot/viti): Alla Gorkorian 10/5 (14/7), Kristin Þórðardóttir 3 (4), Eva Björk Hlöðyersdóttir 3 (6), Heiða Valgeirsdóttlr 2 (7), Ágústa Edda Bjömsdóttir 2 (7), Edda Hrönn Kristinsdóttir 1 (1), Ragna Karen Sig- urðardóttir 1 (4). Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Kristin 3, Eva Björk 2, Ragna Karen 1). Vítanýting: Skorað úr 5 af 7. Fiskuð vitU Eva Björk 2, Kristín 2, Ragna Karen 2, Heiöa 1, Ágústa Edda 1. Varin skot/víti (Skot á sig): Hildur Gísia- dóttir 8 (23/1, hélt 4,35%), Asa Ingimarsdótt- ir 3 (14/1, hélt 2,21%, 1 vítt I stöng). Brottvisanir: 2mínútur. Stiarnan: Mörk/víti (Skot/víti): Margrét Vilhjálms- dóttir 7 (9), Anna Bryndís Blöndal 6 (8), Haila Maria Helgadóttir 5/2 (10/2), Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (11), Ragnheiður Stephensen 2 (6/1), Kristin Jóhanna Clausen 1 (1), Herdís Sigurbergsdóttir (1). Mörk úr hraóaupphlaupunu 4 (Anna Bryndís 2, Halla María 1, Margrét 1). Vitanýting: Skorað úr 2 af 3. Fiskuð vitU Margrét 2, Halla María 1. Varin skot/viti (Skot á sig): Jelena Jovanovic 20/1 (42/6, hélt 14, 45%, 1 víti í slá). Brottvísanir: 6 mínútur. Dómarar (1-10): Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson (5). Gœói leiks (1-10): 6. Áhorfendur: 163. Ma&ur leiksins: Halla María Heigadóttir, Stjörnunni Blcsnd í polca Egill Már Markússon milliríkja- dómari mun dæma vináttuleik u-21 landsliða Noregs og Svíþjóðar sem fram fer I Björgvin i Noregi þriðju- daginn 16. apríl næstkomandi. Áð- stoðardómarar í leiknum verða þeir Gunnar Gylfason og Siguröur Þór Þórsson. Leikurinn er liður í af- mælishátíð norska knattspyrnusam- bandsins, sem er 100 ára um þessar mundir. A-landslið kvenna leikur gegn ítaliu i undankeppni HM 8. júní næstkom- andi. Leikið verður i Arzachena á eynni Sardiníu og hefst leikurinn kl. 18 að staðartima. íslenska liðið leik- ur í afar sterkum riðli í undankeppn- inni og er afar tvísýnt um það hver lokastaðan verður, en efsta liðið fer beint i úrslitakeppni HM, 2. sætið gefur aukaleiki um sæti á HM, og lið- ið sem hafnar í neðsta sæti þarf að leika aukaleiki um fall i 2. styrk- leikaflokk. U-17 landslið karla í knattspyrnu hafnaði í sjöunda sæti á alþjóðlegu móti á Spáni sem lauk um helgina. Islenska liðið lék gegn Moldavíu um sjöunda sætið á mótinu og vann þann leik, 2-0, en hafði áður tapað 1-3 fyrir Georgiu og fyrir Aserbaídsj- an í vitakeppni. Hjálmar Þórarinsson úr Þrótti skoraði í öllum leikjum islenska liðs- ins og alls fjögur af fimm mörkum þess en það fimmta gerði ívar Björnsson, Fjölni, úr vítaspyrnu i siðasta leiknum gegn Moldavíu. HSK og HSÞ urðu á laugardag ís- landsmeistarar í sveitagímu. HSK tók Víkverja í kennslustund í karla- flokki og vann 23-2 en HSÞ vann HSK 13-3 í úrslitunum hjá kvenfólk- inu. I sveit HSK eru: Jóhannes Sveinbjörnsson, Lárus Kjartans- son, Olafur Sigurösson, Stefán Geirsson, Helgi Kjartansson og Daníel Pálsson. 1 sveit HSÞ eru: Inga Geröa Pétursdóttir, Hildigunnur Káradóttir, Brynja Hjörleifsdóttir og Arna Hjörleifs- dóttir. HSK sýndi síðan sína miklu breidd í yngri flokkunum og sigraði þar örugglega í öllum flokkum. Guðmundur E. Stephensen, Vík- ingi, varð um helgina Reykjavíkur- meistari i borðtennis þegar hann vann félaga sinn úr Víkingi, Markús Árnason, 3-1, í úrslitaleik. Halldóra Ólafs úr Vikingi varð Reykjavíkur- meistari kvenna eftir 3-2 sigur á Kristínu Hjálmarsdóttur, KR, í úr- slitum. Guðmundur vann einnig tví- liðaleikinn ásamt Adam Harðarsyni úr Vikingi en í tvíliöaleik kvenna unnu þær Kristin Hjálmarsdóttir og Aldís Lárusdóttiur, báðar úr KR. Þá varð Ólafur H. Ólafsson, Ernin- um, meistari í eldri flokki. Khalid Khannouchi, hlaupari frá Marokkó, sló sitt eigið heimsmet i maraþoni í gærmorgun þegar hann bar sigur úr býtum i London- maraþoninu. Khannouchi, sem býr f Bandaríkjunum, hljóp á tímanum 2.05,38 og bætti met sitt frá árinu 1999 um fjórar sekúndur. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.