Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 25 I>V Sport burðir Schumachers algjörir - á Imola-brautinni á Ítalíu. Schumacher hringaði David Coulthard „Það var auðvitað mjög ánægju- legt að sigra hér á okkar heimavelli. Áhorfendur voru stórkostlegir og ég er stoltur af þvi að hafa sigrað fyrir framan allt þetta fólk,“ sagði Mich- ael Schumacher eftir öruggan sigrn- í Formúla 1 keppninni á Ítalíu í gær. Þetta var þriðji sigur Schumachers á árinu í fjórum keppnum og hafði hann gríðarlega yfirburði yfir alla aðra keppendur í gær. Strax í upphafi hélt hann fyrsta sætinu og lét það aldrei af hendi. Náði enginn ökumaður að ógna sigri hans og Schumacher virðist vera að stinga aðra ökumenn af í baráttimni um heimsmeistara- titilinn. Schumacher slær hvert metið af öðru. í gær náði hann að verða sá ökumaður Ferrari sem oftast hefur verið á ráspól í sögu liðsins í kappakstri. „Þetta met er mér mik- ils virði og sýnir ekki einungis að ég sé góður ökumaður heldur frekar hve ég hef góða menn með mér. Þetta er frábært lið þar sem allir leggjast á eitt og útkomur hafa líka verið eftir þvi,“ sagði Schumacher. Ralf Schumacher náði að skjótast fram fyrir Rubens Barrichello í startinu en þó var ljóst fljótlega að Barrichello ók mun hraðar. Við fyrra viðgerðarhléið komst Barrichello fram fyrir Ralf og hafði annað sætið í hendi það sem eftir var keppninnar. Þetta var í fyrsta skipti sem Barrichello náði að klára keppni á árinu og hann er til alls líklegur í næstu keppnum. „Það var frábært að ná að ljúka þessari keppni og hafna i öðru sæt- inu. Þetta hefur verið frábær helgi hjá mér og nánast allt gengið upp. Líklega er þetta besta helgi sem ég hef átt í Formúlunni. Það var frá- bært að sigra fyrir framan okkar áhorfendur og ég er mjög stoltur af því að aka bíl eins og þessum,“ sagði Barrichello. Ralf Schumacher var mjög örugg- ur í þriðja sætinu. Williams-bílam- ir virkuðu þó ekki eins vel i gær og í fyrstu þremur keppnunum. „Við geröum allt sem við gátum í þessari keppni en því miður dugði það ekki til betri árangurs að þessu sinni. Við erum með mjög gott lið en ár- angurinn var ekki nægilega góður hér í dag,“ sagði Ralf eftir keppnina. Það er til marks um gríðarlega yf- irburði Michaels Schumachers í gær að þegar sjö hringir voru eftir af keppninni hringaði hann David Coulthard og rétt í lokin gerði Barrichello reyndar það sama. Þess- ar staðreyndir segja meira en mörg orð um yfirburði Ferrari eins og staðan er í dag og hve erfiðleikam- ir em miklir hjá McLaren. Fyrir keppnistímabilið voru langflestir spekingar á því að Schumacher og Coulthard myndu berjast um heims- meistaratitilinn. Þeir spádómar virðast ekki ætla að ganga eftir. Keppnin í gær gekk mjög rólega fyrir sig. Enginn árekstur varð í allri keppninni. Ellefu bílar af 21 komust alla leið í mark. í öllum til- fellum var um tæknilegar bilanir að ræða og enginn útafakstur sást í keppninni. -SK Formúlu- punktar Alls tók 21 bíll þátt í kappakstr- inum í gær en aðeins 11 komust i mark. Einn keppandi, Alex Yoong á Minardi, náði ekki lágmarks- tima í tímatökunni og var því meinuð þátttaka í tengslum við 107% regluna. Oft hafa keppnis- stjómir séð gegnum fingur sér varðandi þetta atriði en um helg- ina var engin miskunn hjá Magn- úsi. Sigur Ferrari var kærkominn á Ítalíu I gær. I fyrra datt Michael Schumacher úr leik á heimavelli sínum og fannst það ekki skemmtilegt. Þá vann bróðir hans Ralf og var það fyrsti sigur hans á ferlinum. Reyndar hefur McLaren náð mjög góðum árangri á Ítalíu und- anfarin ár. Þetta breyttist verulega í gær og útlitið er svart hjá Ron Dennis og félögum hjá McLaren. Það er greinilega eitthvað mikið að hjá liðinu og bílamir virka alls ekki. Rubens Barrichello náði að klára keppni í fyrsta skipti á tíma- bilinu. Hann keppti í fyrsta skipti á nýja Ferrari-bílnum og hrósaði honum í hástert fyrir og eftir keppnina. McNish á Toyota var fyrstur til að detta úr keppni en eftir aðeins nokkrar sekúndur var Toyotan öll og Nish úr leik. Félagi Nish, Finn- inn Mika Salo datt einnig úr keppni. Michael Schumncher var eins og kóngur á brautinni í Imola í gær. Þegar hann hafði aðeins ekið þriðjung hringjanna 62 fór hann að hringa öftustu bílana. Kimi Raikkonen hjá McLaren er greinilega ökumaður ffamtiðar- innar hjá McLaren eða öðrum lið- um. Þessi ungi Finni sýndi og sannaöi í gær hversu snjall hann er en ekki er sömu sögu að segja um bílinn sem liðið útvegar hon- um. Hann bilaði í lok keppninnar en Raikkonen var þá nokkuð ör- uggur með 5. sætið, sæti á undan David Coulthard. Um tima leit út fyrir að það ætl- aði að rigna á meðan keppnin fór fram. Það hefði verið kærkomið fyrir Michael Schumacher sem þykir ekki bara besti ökumaður heims við þurrar aðstæður heldur era yfirburðir hans eflaust enn meiri þegar blautt er. „Þessi timotaka hér á Ítalíu var ekki neitt frábragðin öðrum tímatökum. Ég hef alltaf þurft að beijast fyrir mínum stað í rásmarkinu og svo var einnig nú,“ sagði Michael Schumacher eftir tímatökurnar en hann náði besta tíma allra í tímatökunum og var á ffemsta stað við ráslínuna í 45. skipti á ferlinum. Úrslitin á Ítalíu 1. Michael Schumacher, Ferrari. 2. Rubens Barrichello, Ferrari. 3. Ralf Schumacher, Williams. 4. Juan Pablo Montoya, Williams 5. Jenson Button, Renault 6. David Coulthard, McLaren Staða í keppni ökumanna 1. Michael Schumacher........34 2. Ralf Schumacher ..........20 3. Juan Pablo Montoya .......17 4. Jenson Button .............8 5. Rubens Barrichello.........6 6. David Coulthard ...........5 Staða í keppni liðanna 1. Ferrari ...................40 1. Williams ..................37 3. McLaren ...................9 4. Renault ...................8 5. Jaguar ....................3 6. Sauber ....................3 tl------ftl--------------------—

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.