Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 10
24 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002 Sport Það er mikil uppgangur í hniti á Islandi og mikiö af bömum og ung- lingum sem stunda þessa skemmti- legu íþróttagrein. Siðustu helgi réð- ust úrslitin í meistaraflokki en úr- slitin í yngri flokkunum réðust í mars þar sem þátttaka var vonum framar. Skemmtileg íþrótt Unglingasíðan fór í vikunni á æf- ingu hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur og fékk að fylgjast með. TBR hefur verið mjög sigur- sælt í greininni. Krakkarnir voru allir sammála um hversu skemmtilegt hnitið væri. Ekki ætluðu aflir að verða keppnis- menn í framtíðinni heldur æfðu sér til ánægju. Byrjaði út af bróður mínum Iðunn María Sigurðardóttir er ein af þeim sem æfir hnit sér til gamans og hreyfingurinnar vegna. „Þetta er annað árið sem ég æfi hnit. Bróðir minn hefur æft í mörg ár og fannst mér afltaf gaman að fara með honum á æfingar. Síðan ákvað ég að fara að æfa sjálf. Þá var gaman að fara í hnit í leikfimi," sagði Iðunn þegar hún var spurð hvað fengið hefði hana tfl að byrja að æfa. Iðunn, sem er 13 ára, hefur ekki keppt enn og segir það ekkert vera að fara að gerast á næstunni. „Ég ætla að æfa hnit allavega næstu árin en ég stefni ekki á neinn feril í fram- tíðinni. Ég hef ekki keppt á móti enn og finnst bara gaman að æfa.“ Æfingar byrja strax eftir skóla Það er óhætt að segja að TBR-hús- ið sé í notkun meira og minna allan daginn en krakkarnir æfa snemma á daginn, strax eftir skóla, en síðan taka þeir eldri við og þá eru útleigu- tímarnir á kvöldin. TBR er með vinsæl leikjanánskeið á sumrin sem eru alltaf vel sótt og geta börn farið á slík námskeið í sumar og kynnst íþróttinni. -Ben Á myndinni fyrir ofan eru hress- ir strákar sem æfa hnit hjá TBR, en þeir eru, talið frá vinstri: Klemenz Freyr Friðriksson, Páll Guðjónsson og Pétur Örn Ágústsson. Páll og Klemenz eru frændur og börðust hart sín á milli á vellinum. Á myndinni til vinstri eru þær Kristín Sveinsdóttir, Berta Sandholt, Ásta Ægisdóttir, Sig- rún Ósk Stefánsdóttir og Sunna Ösp Runólfsdóttir. Pær eru vinkonur og eiga þaö allar sameiginlegt að æfa hnit. Þær eiga einnig önnur áhuga- mál en hnitið er það eina sem þær eru allar í. Pær eru ýmist í kór, ballett, blaki, fótbolta, tón- list eða skátunum. Þær eru all- ar í sama bekk í Langholtsskóla og segja að það sé geðveikt gaman aö æfa hnit. Asta og Berta eru búnar aö æfa lengst af þeim öllum, eða í sex ár, og allar segjast þær ætla að æfa áfram. DV-mynd Ben Þeir Sverrir Sigfússon, Orri Ólafsson, Ingvi Pór Georgsson, Ármann Kristjáns- son, Sölvi Pétursson og Pétur Einarsson eru allir úr Arbænum. Þeir voru kok- hraustir þegar DV ræddi við þá og hafa mikla trú á eigin getu. DV-mynd Ben Skilar sér - krökkum í grunnskólum boöið á æfingar TBR hefur í mörg ár boöið krökkum í grunnskólum í grennd- inni upp á fríar æfingar til að kynna þeim hnit. Böm 1 Lang- holtsskóla hafa lengi notið góðs af þessu framtaki TBR en í dag æfa 13 bekkir úr skólum á svæðinu einu sinni í viku. 4. S úr Laugarnesskóla á æfingu Þetta framtak TBR hefur svo skilað sér í því að börnin fá áhuga á hniti og fara síðan að æfa reglu- lega með félaginu. Það verður ekki annað sagt en þetta sé frábært framtak hjá TBR sem skilar sér margfalt til baka. Þegar DV kom í heimsókn voru krakkar úr Laug- amesskóla að spila en þeir em í 4. S. Það var ekki annað sjá en þeir kynnu vel við sig og hefðu gaman af. Þeir létu sig ekki muna um að stifla sér upp fyrir myndatöku i lok æfingarinnar. -Ben

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.