Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2002, Blaðsíða 7
20
+
21
+
MÁNUDAGUR 15. APRlL 2002
MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2002
Sport
Sport
Þriðji jakkinn
á þremur árum
- Tiger Woods vann öruggan 3ja högga sigur á US Masters
og varð þriðji kylfingurinn til að vinna mótið tvö ár í röð
Tiger Woods vann nokkuð
auðveldan sigur á US Masters
stórmótinu í golfi sem lauk
seint í gærkvöld á Augusta
National golfvellinum í Georgíu
í Bandaríkjunum.
Tiger lék samtals á 12 höggum
undir pari og virtist hafa sigur-
inn í hendi sér allan síðasta dag-
inn. íslandsvinurinn Retief
Goosen frá Suður-Afríku varð
einn í öðru sæti á 9 höggum
undir pari. Hann byrjaði mjög
illa á lokadeginum í gær og átti
í raun aldrei möguleika á sigri.
Ljóst er þó að hann hefur með
þessari frammistöðu skipað sér
á bekk með allra bestu kyifing-
um heims.
Fyrir þriðja hring mótsins
var Tiger Woods einum fjórum
höggum frá efsta manni. Á
þriðja hring lék hann mjög gott
golf og fyrir lokahringinn var
hann einn i forystunni, 11 högg-
um undir pari.
Merkilegur sigur
Tiger Woods varð í gær þriðji
kylfingurinn í sögu US Masters
til að vinna mótiö tvö ár í röð.
Það gerði Jack Nicklaus árin
1965 og 1966 og Nick Faldo árin
1989 og 1990. Þetta er í þriðja
skipti á síðustu fimm árum sem
Tiger Woods vinnur US Masters
og fær græna jakkann að laun-
um, auk allra miUjónanna og
heiðursins.
„Ég get ekki neitað þvi að ég
er þreyttur en að sama skapi
ánægður. Ég lék 26 holur á
þriðja degi mótsins og það var
erfitt vegna rigningarinnar. Það
er auðvitað mjög sérstakt fyrir
mig að verða þriðji kylfingurinn
sem nær því að vinna þetta mót
tvö ár í röð,“ sagði Tiger Woods
eftir að sigurinn var í höfn. „Ég
hugsaði fyrst og fremst um að
leika öruggt golf á lokadeginum
og reyna allt sem ég gæti til að
leika undir parinu. Þetta tókst
og ég er í sjöunda himni með ár-
angurinn," sagði Tiger.
Um tíma á seinni níu holun-
um í gær var eins og Tiger gæfi
örlítið eftir. Á sama tíma gerðu
kylfingarnir í næstu sætum
hver mistökin á fætur öðrum.
Sérstaklega fór mikið fyrir
Vijay Singh í þessum efnum.
Singh var 10 höggum undir pari
eftir tvær holiu- í gær. Þegar
hann kom að 11. holunni hafði
hann tapað 5 höggum.
Phil'iMickelson verður áfram
besti kylfingur heims sem aldrei
hefur unnið stórmót. Hann end-
aði í þriðja sæti í gær á 8 högg-
um undir parinu. Óheppnin elti
hann á köflum og um tíma gekk
ekkert upp hjá þessum skemmti-
lega kylfingi.
Jose Maria Olazabal náði
fjórða sæti á mótinu á 7 höggum
undir pari og Ernie Els og Pa-
drick Harrington komu næstir á
6 höggum undir pari. Vijay
Singh endaði á 5 höggum undir
pari og Sergio Garcia kom næst-
ur á 4 höggum undir pari.
Þrátt fyrir mjög miklar breyt-
ingar á vellinum í Augusta náðu
kylfingar mjög góðu skori. Þó
var það áberandi að í efstu sæt-
unum á mótinu voru nær ein-
göngu högglangir kylflngar.
Arnold Palmer, sú mikla golf-
goðsögn, lék í síðasta skipti á
US Masters að þessu sinni. Pal-
mer er 72 ára og hefur verið
með á 48 Masters-keppnum í röð
og unnið mótið fjórum sinnum.
Líklegt er að Palmer muni leika
upphafshögg mótsins á næstu
árum.
-SK
Tiger Woods f græna jakkanum eftir sigurinn í gærkvöld.
11 oðru eins
- sagði Guðbjörg Norðfjörð eftir ótrúlega endurkomu KR-liðsins
Guðbjörg Norðfjörð hóf
keppnistímabilið með sínu
gamla félagi, Haukum, en
skipti yfir í KR á miðjum
vetri, því liði sem hún hefur
spilað með nánast allan sinn
feril og leikur hennar hefur
farið stigvaxandi og hún var
liði sínu ómetanleg á loka-
sprettinum. Hún hafði þetta
að segja í leikslok:
„Ég veit ekki hversu oft ég
hef spilað í lokaúrslitunum,
líklega einum tíu sinnum, og
þetta er þriðji íslandsmeist-
aratitilinn sem ég hampa og
þetta er alltaf jafn ótrúlega
ljúft. Við trúðum þvi allan
tímann að við gætum þetta
þrátt fyrir að byrja ilia og við
vorum einfaldlega hikandi í
fyrstu tveimur leikjunum. Síð-
an fórum við einfaldlega yfir
hlutina og sáum að við þyrft-
um að stoppa tvo leikmenn í
þeirra liði, Öldu og Over-
street, og gerðum okkur grein
fyrir því að hópurinn hjá okk-
ur er talsvert breiðari og það
var einfaldlega það sem gerði
gæfumuninn. Þessi úrslita-
keppni er búin að vera alveg
ótrúleg og ég hef aldrei lent í
öðru eins, það er bara alltbú-
ið að gerast og þetta er alveg
meiri háttar fyrir kvenna-
körfuna," sagði hinn frábæri
leikmaður og baráttuhundur,
Guðbjörg Norðfjörð.
Komum aftur aö ári
ívar Ásgrímsson tók við
þjálfun ÍS fyrir þetta keppnis-
tímabil og undir stjórn hans
hefur liðið náð mjög góðum
árangri, hampaði deildar-
meistaratitlinum og var ná-
lægt þeim stóra. Hann var að
vonum svekktur eftir leikinn
en brattur þó:
„Þessi úrslitakeppni er búin
að vera mjög jöfn og oft hefur
heppni ráðið miklu en það
vantaði herslumuninn hjá
okkur. Eftir að við unnum
fyrstu tvo leikina var eins og
okkur vantaði herslumuninn í
leikjunum sem á eftir komu
og trúin á að við gætum þetta
var ekki alveg nógu mikil
þrátt fyrir góða stöðu en við
komum bara aftur að ári og þá
reynslunni ríkari," sagði ív-
ar.
Þurftum tvo tapleiki til
þess aö vakna
Kristín Jónsdóttir, fyrirliði
KR, á ekki langt að sækja
hæfileikana en faðir hennar
er einmitt Jón Sigurðsson, lík-
lega besti körfuboltamaður
sem við íslendingar höfum
eignast. Kristín gefur þó foður
sínum ekkert eftir og hún hef-
ur á undanfömum árum
hampað ófáum bikurum. Hún
var, eins og gefur að skilja, í
skýjunum eftir leikinn og
hafði þetta að segja:
„Þetta er án efa ótrúlegasta
úrslitakeppni sem ég hef tekið
þátt í en við tókum okkur taki
eftir fyrstu tvo leikina og
breyttum varnartaktíkinni
því að þær eru með tvo mjög
góða leikmenn sem sókn
þeirra gengur aðallega út á.
Eftir að við stoppuðum þær
nokkurn veginn fóru hlutim-
ir að ganga betur og við þurft-
um þessa tvo tapleiki til þess
að vakna almennilega til lífs-
ins. Við misstum aldrei trúna
og erum fyrsta liðið til þess
að snúa dæminu við eftir að
hafa tapað fyrstu tveimur
leikjunum í lokaúrslitum og
það segir meira en mörg orð
um okkar lið,“ sagði fyrirlið-
inn, Kristin Jónsdóttir,
sigurreifö. -SMS
Talið frá vinstri: Hildur Siguröardóttir, Gréta María Grétarsdóttir, Guðbjörg Norðfjörö, Helga Þorvaldsdóttir og Kristín Björk Jónsdóttir fagna sigri í gær en
þær eru betur þekktar sem hið geysisterka og samheldna byrjunarlið ísiandsmeistara KR í kvennaflokki árið 2002. DV-mynd ÞÖK
KR tókst hiö
ómögu lega
Erum færar í flestan sjö
Hildur Sigurðardóttir lék vel í úrslitaleiknum og hún var varla búin að ná andanum þegar DV-
Sport ræddi við hana í leikslok: „Þrátt fyrir slæma byijun í þessari rimmu við ÍS þá misstum við
aldrei trúna á því að við gætum snúið við blaðinu. Við vorum reyndar ekki að spila vel í
undanúrslitunum en komumst þó áfram og það sagði okkur að við værum færar í flestan sjó og
tilbúnar til að mæta mótlæti. Við fórum ekki almennilega í gang fyrr en þrir leikir voru eftir af
úrslitakeppninni en það var nóg og þessi úrslitakeppni er búin að vera í heildina séð mjög
skemmtileg og gaman að taka þátt í þessu og hvað þá að fara alla leið," sagði Hildur og brosti allan
hringinn. -SMS
varð Islandsmeistari þrátt fyrir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu gegn ÍS
KR varð íslandsmeistari í kvenna-
körfunni í gærkvöld eftir að hafa
unnið ÍS í þriðja sinn, nú 64-68 í
Kennaraháskólanum, en um hreinan
úrslitaleik var að ræða þar sem bæði
höföu unnið tvo leiki. Það sem gerir
sigur KR merkilegan er það að hðið
kom til baka eftir að hafa verið 2-0 í
einvíginu en tókst það sem engum
hefur tekist áður að snúa dæminu
við og vinna næstu þrjá leiki.
ÍS hafði framkvæði í leiknum í
gærkvöld til að byrja með og leiddi
eftir fyrsta leikhluta, 19-14. Sóknin
gekk vel með Meadow Overstreet í
fararbroddi. 1 byrjun annars leik-
hluta hélt ÍS áfram að bæta við for-
skotið og var komið níu stigum yfir
fljótlega í öðrum leikhluta, 28-19. Þá
hrundi leikur liðsins algerlega og KR
gerði næstu 15 stigin og breytti stöð-
unni í 28-34.
Munurinn var þrjú stig í hálfleik,
33-36, og galopinn. Lovísa Guð-
mundsdóttir var búin aö spila ghmr-
andi vel fyrir stúdínur i fyrri hálfleik
en hún þurfti að setjast á bekkinn um
miðjan annan leikhluta og í kjölfarið
tók KR leikinn i sínar hendur en
Lovísa hafði verið miðjan i leik ÍS.
Vörn KR var farin að smeha sam-
an fyrir hálfleik og var jafn sterk í
þriðja leikhluta. Stúdínur komust lít-
ið áleiðis og skoruðu aðeins átta stig
í leikhlutanum og KR var byrjað að
sigla fram úr með góðum leik. Hhd-
ur Sigurðardóttir sphaði mjög vel á
þessum kafla og Guðbjörg Norðfjörð
var farin að færast í aukana.
Munurinn fór síðan í 13 stig í upp-
hafi fjórða leikhluta, 42-55, og ein-
hverjir famir að afskrifa ÍS en annað
kom á daginn. Overstreet tók sig th
og skoraði tvær 3ja stiga körfur í röð
og Lovísa kom með með tvær mikh-
vægar körfur. Þegar þrjár mínútur
voru eftir var munurinn kominn nið-
ur í þrjú stig, 56-59, og spenna komin
í leikinn.
Þá kom Guðbjörg Norðfjörð með
stóra 3ja stiga körfu sem fór langt
með að klára leikinn en stúdínur
reyndi hvað þær gátu en KR hélt
haus og fór með sigur af hólmi. Stúd-
ínur fóru að brjóta i lokin og freista
þess að KR myndi misnota vítaskotin
en leikmenn KR nýttu vítin enda
reynslu miklir leikmenn þarna á
ferð.
Þar með bætti kvennalið KR enn
einum bikamum í safnið og sýndi lið-
ið ótrúlegan karakter að koma th
baka eins og útlitið var orðið dökkt
eftir fyrstu tvo leikina. Liðshehdin
hjá liðinu er gríðarlega sterk og
mannskapurinn sterkur. Liðið var
að fá á sig yfir 80 stig í fyrstu tveim-
ur leikjunum en eftir það var varnar-
leikurinn aht annar. Það má segja að
KR hafi gert sér mjög erfitt fyrir í úr-
slitakeppninni þetta árið en hðið var
í vonlausri stöðu í oddaleiknum gegn
Keflavík en kom th baka og sigraði
og siðan kom liðið th baka gegn ÍS og
braut blað í sögu úrslitakeppna í
körfunni.
Stúdínur geta borið höfuðið hátt
enda hefur hðið staðið sig vel í vetur
og hefúr ívar Ásgrímsson náð miklu
út úr þeim hópi sem hann hefur.
Þrátt fýrir aht er svekkjandi fyrir lið-
ið að vera eins nálægt því að fara aha
leið eins og raun varð á. ÍS haföi þrjá
leiki th að klára dæmið eftir frábæra
byrjun en taka verður í dæmið aö
KR-hðið hefur margfalt meiri reynslu
og því er þetta eitthvað sem Stúdínur
verða að læra af. -Ben
Meistaramolar
Kvennalið KR varð fyrsta körfuboltalið-
ið á íslandi til að koma aftur og vinna
einvígi eftir að hafa lent 0-2 undir.
Sautján lið höfðu komið sér í sömu stöðu,
11 í karlaflokki og sex í kvennaflokki, og
ekkert hafði náð að tryggja sér oddaleik
hvað það sigur.
Kristin Björk Jónsdóttir varð í gær
fyrsti fyrirliöinn í sögu úrslitakeppni
kvenna til að taka við íslandsbikamum
tvö ár í röð. Keflavík er eina liðið sem
hafði áður unniö íslandsbikar kvenna tvö
ár í röð eftir úrslitakeppni en þá tók
Björg Hafsteinsdóttir við bikamum 1993
en Anna María Sveinsdóttir 1994.
KR varó ennfremur eina liðið í sögu úr-
slitakeppni karla og kvenna í körfubolta
til að vinna þrjá leiki í röð í lokaúrslitum
tvö ár í röð. KR vann Keflavík 3-0 í loka-
úrslitunum í fyrra og síðan þrjá síðustu
leikina í ár eftir að hafa lent 0-2 undir.
Guóbjörg Norðjjörð á nú tvö met í loka-
úrslitum kvenna en enginn leikmaður
hefur skorað fleiri stig (391) eða skoraö
fleiri þriggja stiga körfur (44) í úrslita-
leikjum um titihnn. Guðbjörg á einnig
leikjametið með Kristínu Björk Jóns-
dóttur en báðar hafa þær leikið 35 úr-
slitaleiki um íslandsmeistaratitilinn.
Meadow Overstreet, erlendur leikmað-
ur ÍS, setti met í lokaúrslitunum með því
að skora 18 þriggja stiga körfur og bætti
þar með tvö met Bjargar Hafsteinsdóttur
sem skoraði 3,3 þriggja stiga körfur að
meðaltali með Keflavík í lokaúrslitynum
1993 og alls fimmtán þriggja stiga körfur
í lokaúrslitunum 1994.
Það er óhœtt að segja að þetta hafi ver-
ið spennandi og skemmtilegur vetur í
kvennakörfúnni. Bikarúrslitaleikurinn
var framlengdur, deildarmeistaratitillinn
réðst á síðustu sekúndu í úrslitaleik í lok
mótsins og úrslitaeinvígið fór alla leið í
oddaleik sem réðst á fiórum stigum. Þetta
þrennt hafði aldrei gerst á sama árinu í
sögu kvennakörfunnar á Islandi.
-ÓÓJ
Trúin og breiddin
Keith Vasseh (að ofan) var að vonum ánægður með lið sitt að leik loknum og aðspurður
hvort hann hefði verið farinn að missa trúna á liði sínu eftir fyrstu tvo leikina sagði
hann: „Nei, við vissum að við gætum unnið þær þrisvar og þótt við heföum tapað
úrslitaleiknum um dehdarbikarinn þá vorum við með á hreinu hvað við gætum. Við
vorum reyndar lengi í gang en stelpumar áttuðu sig á því eftir töpin tvö að það væri ekki
nóg að mæta bara á svæðið og halda að hlutimir gerðust af sjálfu sér, þær yrðu að fara
að spha eins fyrir þær var lagt og það var einmitt það sem þær gerðu. Vissulega gerðum
við okkur erfitt fýrir en trúin á sjálfa okkur og breiddin gerðu einfaldlega gæfumuninn,“
sagði þjálfari kvennaliðs KR, Keith Vassell, sem skhaði báðum stóru bikurunum í hús á
sínu fyrsta ári sem þjálfari liðsins. -SMS
IS-KR 64-68
Úrslit 1. deildar kvenna 14. apríl 2002
0-2, 5-2, 7-8, 9-10, 14-10, 17-12 (19-14),
24-16, 24-19, 28-19, 28-34 (33-36), 35-36,
37-44, 41-46 (41-50), 42-55, 50-55, 50-59,
56-59, 56-66, 62-66, 62-68, 64-68.
Mín. Skot vm É -W co •a 03
AldaLeif 39 15/4 7/4 8 9 13
Overstreet 37 21/9 0/0 5 4 23
Þórunn 25 7/2 0/0 9 1 5
Hafdís 37 7/2 2/0 5 4 5
Lovlsa 28 13/7 6/2 9 2 16
Svana 11 2/0 0/0 2 0 0
Jófríður 14 3/0 0/0 2 0 0
CecUia 9 3/1 0/0 1 0 2
Svandis 0
Steinunn 0
Skotnýting: 71/25, 35%. Fráköst: 41.
Sóknarfráköst: 15 (Þórunn 4, Hafdís
3, Lovísa 3, Alda Leif 2, Jófríður 2,
Cecilia)
Stolnir boltar: 13 (Alda Leif 4,
Lovbísa 3, Hafdís 2, Overstreet 2,
Þórunn 2)
Varin skot: 12 (Hafdís 5, Alda Leif 4,
Lovísa 2, CecUia)
3ja stiga skot: 26/8 31% (Overstreet
13/5, Þórunn 1/1, Hafdís 2/1, Alda
Leif 8/1, Lovísa 2/0)
Tapaðir boltar: 17. Villur: 22.
Mfn. Skot Vlti o 03 a 03
Hildur 37 16/7 2/0 4 2 15
Kristín 36 10/3 2/2 2 1 8
Helga 38 13/4 8/7 4 0 16
Gréta 22 6/1 4/2 5 2 4
Guðbjörg 30 8/5 4/4 5 4 16
Coffman 27 5/2 8/5 17 4 9
Linda 10 3/0 0/0 3 1 0
Guðrún A. 0
Hafdís 0
Guðrún E. 0
Skotnýting: 61/22, 36%. Fráköst: 40.
Sóknarfráköst: 14 (Coffman 4, Kristín
2, Linda 2, Gréta 2, Guðbjörg 2, Hildur,
Helga).
Stolnir boltar: 9 (HUdur 4, Linda 2,
Helga 2, Gréta 2).
Varin skot: 2 (Kristín 2)
3ja stiga skou 10/4, 40% (Guðbjörg
2/2, Hildur 2/1, Helga 4/1, Gréta 1/0,
Kristín 1/0).
Tapaðir boltar: 19. Villur: 16.
Dómarar (1-10): Kristinn Óskarsson
og Sigmundur Már Herbertsson (8).
Gceói lelks (1-10): 7.
Áhorfendur: 400.
Maður leiksins:
Guðbjörg Noröfjörö, KR
+