Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.05.2002, Blaðsíða 11
11 MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 2002 DV Þetta helst HEILOARVIÐSKIPTI 4.587 m.kr. Hlutabréf 1.068 m.kr. Húsbréf 2.022 m.kr. MEST VIDSKIPTI 0 Búnaðarbankinn 274 m.kr. í íslandsbanki 181 m.kr. 0 Pharmaco 146 m.kr. MESTA HÆKKUN Q SÍF 3,2% Q Sæplast 2,3% Q Fiskmarkaður íslands 2,0% MESTA LÆKKUN 0 Hlutabréfamarkaðurinn 32,7% Q Búnaðarbankinn 5,1% Q Hraöfr.h. Eskifj. 4,1% ÚRVALSVÍSITALAN 1.287 stig - Breyting Q 1,92% Horfur á óbreyttu ástandi í verslun Horfur eru á að rekstur verslun- arfyrirtækja verði svipaður á næst- unni þótt samkeppnin aukist eitt- hvað að mati aðildarfyrirtækja SVÞ. Samtökin gerðu könnun meðal félagsmanna fyrir helgi um stöðu og horfur í verslun og þjónustu. Fiest- ir svarenda töldu að starfsmanna- fjöldi myndi standa í stað og eignastaða verða óbreytt á næst- unni. Einu breyting- amar sem verslunareigendur telja að verði á næstunni er aukin sam- keppni í sérvöru. Um 25% eigenda sérvöruverslana sem svara könnun- inni telja að lítils háttar samdráttur gæti orðið á þessu ári. Yfir 70% stjómenda matvöruverslana sem svöruðu töldu að starfsmannafjöldi myndi standa í stað á þessu ári en 28% að um lítils háttar fækkun yrði að ræða. Svipuð niðurstaða er með- al sérvöruverslana. Þetta er í fyrsta sinn sem SVÞ gera slíka skoðanakönnun meðal aðildarfyrirtækja. Um var að ræða rafræna könnun sem fór fram á Net- inu. Alls svöruðu um 20% þeirra verslana sem fengu könnunina. Svarhlutfall þjónustufyrirtækja var lægra og þvi ekki marktækt en nið- urstaðan var mjög svipuð þeirri sem kom fram meðal matvöru- og sérvöruverslana. Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðid 78% hagnaöaÞ aukning hjá Kaupþingi Hagnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi 2002 var 400 milljónir króna fyrir skatta en 321 milljón eftir skatta. Þar af var hagn- aður erlendra hlutdeildar- og dótt- urfélaga 30 milljónir króna eftir skatta. Hagnaður Frjálsa fjárfesting- arbankans hf. var 116 milljónir króna eftir skatta. Arðsemi eigin fjár nam 14,7% sem er í samræmi við markmið bankans um 15% arð- semi eigin fjár. Hagnaður bankans fyrir sama tímabil í fyrra var 180 milljónir og er aukning hagnaðar því 78% á milli ára. Hreinar vaxtatekjur bankans voru jákvæðar um 42 milljónir króna á tímabilinu á móti 17 millj- ónum fyrir sama tímabil í fyrra. Fjármagnskostnaður vegna hluta- bréfastöðu bankans nam 554 millj- ónum króna. Hreinar rekstrartekjur voru 1.924 milljónir króna á tímabilinu en voru 1.117 milljónir á árinu 2001 sem er aukning um 72% milli tíma- bila. Aðrar rekstrartekjur námu því samtals 1.882 milljónum á móti 1.100 milljónum á sama tímabili í fyrra. Gengishagnaður af annarri fjár- málastarfsemi var 877 milljónir króna. Nokkur lækkun varð á þjón- ustutekjum, en þær námu 801 millj- ón á móti 1.042 milljónum króna á sama tímabili í fyrra og er það minnkun um 23% milli tímabila. Þessi lækkun skýrist af því að á fyrsta ársfjórðungi 2001 féllu til verulegar þjónustutekjur vegna verkefna á sviði fyrirtækjaþjónustu á móti óverulegum tekjum á fyrsta ársfjórðungi 2002. Rekstrargjöld námu 1.397 milljón- um króna á fyrsta ársfjórðungi en voru 795 milljónir árið áður. Aukn- ing rekstrargjalda nemur því 76% frá sama tímabili í fyrra. Megin- skýringin er sú að fleiri fyrirtæki koma nú inn í uppgjörið en áður, m.a. Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., Kaupthing-Sofi og Kaupthing Bank Denmark. Framlag í afskriftareikning út- lána nam 127 milljónum króna. Af- skriftareikningm• útlána sem hlut- fall af útlánum og veittum ábyrgð- rnn nemur nú 2,0%. Heildareignir bankans í lok ársfjórðungsins voru 129,5 milljarðar króna og hafa auk- ist um 11,5 milljarða frá áramótum, eða 9,8%. Harpa Sjöfn úthlutar 14.000 lítrum af málningu: 22 verkefni fá alls 3.000 lítra Nú í upphafi sumars úthlutar Harpa Sjöfn 22 aðilum málningar- styrk til verðugra viðhaldsverkefna og er þetta fimmta árið í röð sem fyrirtækið úthlutar slíkum styrkj- um. Á þessu tímabili hefur Harpa Sjöfn úthlutað 82 aðilum samtals 14.000 lítriun af málningu til mjög fjölbreyttra verkefna um allt land, að verömæti 6 milljónir króna. Fjöl- mörg sögufræg hús og mannvirki hafa á undanfómum árum hlotið nýtt og fallegt útlit með þessum hætti. Einnig hafa góðgerðafélög, þjónustuklúbbar, íþróttafélög og aðrir notið málningarstyrkja Hörpu Sjafnar. Meðal þeirra sem hljóta málning- arstyrk Hörpu Sjafnar fyrir árið 2002 eru Kjarvalsstofa á Borgarfirði eystri, gamla síldarverksmiðjan í Djúpuvík, Norska húsið i Stykkis- hólmi, Blindrafélagið í Reykjavík, Sauðlauksdalskirkja (1863) í Vestur- byggð, Syðstibær - hús Hákarla-Jör- undar í Hrísey, Iönaðarsafnið á Ak- ureyri, gamla þinghúsið í Maríu- gerði, Ljósavatnshreppi í Köldu- kinn, og Þroskahjálp á Suðumesj- um vegna Lyngsels. Krónan styrkist Gengi krónunnar hækkaði um tæpt 1% á mánudag í 4,5 milljarða viöskiptum og fór dollari undir 91 krónu í fyrsta skipti síðan vikmörk- in vom afnumin og veröbólgmnark- mið tekið upp í mars á síðasta ári. Ástæðuna má e.t.v. rekja til vænt- inga um að veröbólgumarkmiöið náist en Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs 14. maí nk. Aðilar á markaði spá almennt lítilli sem engri breytingu á vísitölu neyslu- verðs og gangi það eftir mun samn- ingum ekki verða sagt upp. Opið virka daga 10-19. SUÐURNESJUM SÍMI 421 4888-421 5488 Opið iau. 12-16. Chrysler Town & Country, 3,8 I, árg. 96, Toyota Land Crulser VX 3,0 turbo, dísll, ekinn 68 þús., hvítur, sjálfskiptur, leöur, nýskráöur 4/97, ekinn 120 þús., 8 manna, álfelgur. Einn meö öllu. Verö 1.950 þús. Ath. vínrauöur, sjálfskiptur, dr-beisli, cd. Verö skipti 2.340 þús. Lexus IS 200, nýskráöur 03/01, ekinn 12 Toyota Land Crulser LX 3,0 turbo, dfsll, þús., 17T álfelgur, 6 diska cd, sjálfskiptur, nýskráöur 07/99, ekinn 85 þús., 35Í breyting, svartur. Verö 2.630 þús. Ath. skipti. varahjólshlíf, spoiler, grillgrind, kastarar, toppgrind, vínrauöur, 5 gtra. Verö 3.150 þús. Ath. skipti. Toyota Land Crulser LX 3,0 turbo, disll, Toyota Land Cruiser LX 3,0 common rail, nýskráöur 04/00, ekinn 51 þús., 33116T nýskráður 07/01, ekinn 10 þús., sjálfskiptur, breyting, toppgrind, dr-beisli, sjálfskiptur. Verö 331 breyting, svartur, toppgrindarbogar, 3.100 þús. Ath. skipti. varahjólshlíf, dr-beisli. Verö 3.950 þús. MMC Pajero 2,8 turbo, disll, intercooler, árg. BMW 320 Cl, nýskráöur 11/01, ekinn 4 97, ekinn 90 þús., fjarstart, sjálfskiptur, dr- þús., svartur, 5 gíra, álfelgur o.fl. Verö 3.590 beisli. Verð 1.980 þús. þús. Toyota Land Crulser 100 4,2 turbo, dísll, intercooler, nýskráöur 11/99, ekinn 100 þús., silfurgrár, leöur, topplúga, tölvujöörun, 35Í breyting, tölvukubbur. Verö 5.950 þús. Musso 602 EL 2,9 turbo, disll, intercooler, nýskráöur 05/98, ekinn 96 þús., 35T breyting, loftlæstur aö framan og aftan, lækkuö hlutföll, sjálfskiptur, grænn, einn eigandi. Verö 2.250 þús. Honda CRV, nýskráö 02/99, ekin 65 þús., Toyota Land Cruiser 80 VX 4,2 turbo, dísil, hvít, 5 gíra, sílsarör, filmur, upphækkuö. Verö intercooler, árg. 1995, ekinn 170 þús., 1.530 þús. sjálfskiptur, 38T breyting, dr-beisli, grár/rauöur - þetta er toppbill. Verö 3,300 þús. Ath. skipti. Smáauglýsingar Markaðstorgið -allt til alls 550 5000 PR 7T > Mið. 8. MAl MIEMES........... Vídalín v. Ingólfstorg BUTTERCUP Players Kópavogi FIM. 9. MAl KK Leikskálum Vík B0C CATS Vídalín v. Ingólfstorg FÖST. 10. MAÍ KK Borg í Grímsnesi PLAST Vídalín V. Ingólfstorg SIXTIES Kaffi Reykjavík PAPAR Players Kópavogi LAIIG. 11. MAI SSSÓL Sjallanum Akureyri HUNANG............Hollinni Vestmannaey. KK Útlaganum Fiúðum BUFF Vídalín v. Ingólfstorg SIXTIES Kaffi Reykjavík PAPAR Players Kópavogi SUK. 12. MAt ÖRKUML Vídalín v. Ingólfstorg mið. 15. MAÍ KK Samkomuh. Garði FIM. 16. MAl KK Kaffi Duus Reykjanesb. FRAMO NDA.KI fÖST. 17. MAi j Á MÓTI SÓL Höllinni Vestmannaey.i DJ Baddi Vídalín v. Ingólfstorg HUNANG Kaffi Reykjavík LAND & SYNIR Players Kópavogi LAUG. 18. MAl Á MÓTI SÓL Sjallanum Akureyri BUTTERCUP Víkinni Hornafirði Nánar augl. siðar Vídalín v. Ingólfstorg HUNANG Kaffi Reykjavík BSG Players Kópavogi SUK. 19. MAl ! SÓLDÖGG Sjallanum Akureyri HLJÓMAR Höllinni Vestmannaey. Nánar augl. síðar Vídalín v. Ingólfstorg BSG Players Kópavogi www.promo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.