Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002______________________________________________________________________________________________ DV Útlönd Umsátrinu um Fæðingarkirkjuna í Betlehem lokið: Mikill liðssafnaður ísraels- manna við Gaza-svæðið Fitnm vikna löngu umsátri ísraels- manna um Fæðingarkirkjuna í Betle- hem er lokið eftir að samningar náð- ust um brottflutning meintra 39 pal- estínskra hryðjuverkamanna sem eft irlýstir voru af ísraelsmönnum og höfðust við meðal þeirra 123 manna sem eftir voru í kirkjunni. Samkomulagið náðist í nótt að frumkvæði sendinefndar ESB og hófst brottflutningur mannanna strax í morgun. Þrettán þeirra héldu með fólksflutningabifreið til Ben Gurion- flugvallar í Tel Aviv þar sem til stóð að flytja þá til Kýpur með flugvél breska flughersins en þar munu þeir dvelja í nokkra daga þar tii ákveðið hefur verið hvar þeir fái hæli. Stjóm- völd á Ítalíu, Spáni, Austurríki, Grikklandi, Lúxemborg og írlandi munu hafa gefið vilyrði fyrir því að taka við mönnunum. Að sögn tals- manna ESB munu mennimir fá hæli í löndunum af mannúðarsjónarmiðum og verða því ekki hafðir í gæsluvarð- Brottflutningur hafinn Einn þeirraJ.3, sem fluttir veröa til Kýpur, var fluttur úr kirkjunni á börum. haldi. Hinir 26 veröa fluttir til Gaza- svæðisins en aðrir sem dvöldu með þeim í kirkjunni látnir lausir. Á sama tíma fór frarn mikill liðs- safnaður ísraelsmanna í nágrenni Gaza-svæðisins og var búist við að að- gerðir vegna sjálfsmorðsárásarinnar á skemmtistaðinn í Tel Aviv á þriðju- dagskvöldið, þar sem 15 óbreyttir borgarar létust, hæfust strax í dag. Palestínsk yfirvöld handtóku 16 Hamas-liða í kjölfar sjálfsmorðsárás- arinnar en ólíMegt er að ísraelar láti sér það nægja og vilji hefna árásar- innar. Shimon Perez, utanríkisráð- herra ísraels, staðfesti í morgun að aðgerðir væru í undirbúningi en þær yrðu ekkert í líkingu við aðgerðimar á Vesturbakkanum. „Við munum leggja áherslu á að ná þeim sem bera ábyrgðina á sjálfs- morðsárásinni í Tel Aviv og á Gagnkvæm virð- ing undirstaðan Kamal Kharrazi, utanríkisráð- herra írans, sagði í gær að engin ástæða væri fyrir því að íran og Bandaríkin gætu ekki átt eðlileg samskipti sín í milli, svo fremi sem þau byggðust á gagnkvæmri virð- ingu. Ráðherrann sagði fréttamönn- um að sér væri ekki kunnugt um leynilegar viðræður milli fulltrúa landanna, eins og greint hafði verið frá. Bandaríkjamenn hafa skipað ír- an í flokk „öxulvelda hins illa“. hryðjuverkahreiður þeirra á Gaza- svæðinu," sagði Perez. Stjórnin í Nepal hafnar vopnahléi Stjómvöld í Nepal höfnuðu þegar í stað mánaðarlöngu vopnahléi sem uppreisnarmenn maóista í landinu lýstu yfir í gær. Forsætisráöherr- ann Sher Bahadur Deuba sagði að uppreisnarmönnunum væri ekki treystandi. Harðir bardagar hafa geisað að undanfómu miili uppreisnarmanna og stjómarhersins og að sögn hafa hundruð uppreisnarmanna fallið. "the perfect pizza" John Baker Brekkuhús WÍPmBWB verður haldið laugardaginn 11. maí, kl. 13.30, í húsnæði Vöku hf. að Eldshöfða 6. Svæðið opnað kl. 11.30 Þar verða meðal artnars eftirfarandi bílar og tæki boðin upp: Hyundai Coupé ‘98 Hyundai Accent ‘96 BMW 700, árg. ‘92 Hyundai Elantra ‘96 Opel Astra ‘99 Jeep Grand Cherokee Limited ‘98 Mazda 323 F ‘99 Toyota Corolla 4WD Opel Vectra CD MMC Carisma ‘97 VW Transporter ‘00 Palomino Colt ‘99 Renault 19 SsangYong Musso ‘97 Nissan Micra ‘98 VWGolf ‘94 larnir veröa til svnis frá kl. 11.30. REUTERS- MYND Burt úr Fæðingarkirkjunni Palestínumenn yfirgefa Fæöingarkirkjuna i Betlehem undir árvökulum augum ísraelskra hermanna. Samkomulag hefur tekist um aö binda enda á fimm vikna umsátur ísraelskra hermanna um kirkjuna. Fundur SÞ um málefni barna: Afstaðan til kynlífs veldur vandræðum Fulltrúar á sérstökum fundi Sam- einuöu þjóðanna um málefni bama voru að langt fram á nótt við að reyna að berja saman lokaályktun sem allir gætu samþykkt. Þrátt fyr- ir fagrar ræður um helgi bamæsk- unnar hefur engu að síður ríkt djúp- stæður ágreiningur meðal fundar- manna. Fulltrúar arabalandanna hafa deilt hart á meðferð ísraela á ung- um Palestínumönnum. Þá hefur íhaldssöm afstaða fulltrúa Banda- rikjanna í garð kynlífs ungmenna og fóstureyðinga tafið fyrir að ein- ing næðist. Bandaríkjamenn segja að ung- lingar eigi ekki að stunda kynlíf til að koma megi í veg fyrir alls lags sjúkdóma og ótímabærar þunganir. Þá eru Bandaríkjamenn andvígir íjölskylduráögjöf þar sem hún feli í sér fóstureyðingar. Þar skipa þeir sér í flokk með páfagarði og íslams- trúarríkjum. REUTERSTHYND Á barnaráöstefnu SÞ Tarja Halonen Finnlandsforseti ávarpaöi fund SÞ í New York um málefni barna í vikunni. Meö henni á myndinni er ellefu ára gamall finnskur gutti, Miika Littkso.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.