Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 2
2
Fréttir
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002
DV
Landssamband íslenskra útgerðarmanna hætti við að láta Gallup gera könnun:
Sakar Gallup um hlut-
drægni gagnvart ESB
- forstjóri Gallup hafnar því - segist aðeins berjast fyrir réttri aðferðafræði
Stuttar fréttir
Fleiri lögreglumenn í Kópavog
Gunnar I. Birgis-
son, formaður bæjar-
ráðs Kópavogs, segir
í framhaldi ályktunar
Landssambands lög-
reglumanna um að
ástand löggæslumála
í Kópavogi sé óviðun-
andi að ráða þurfi tvo
til fjóra nýja lögreglumenn til þess að
ástandið sé viðunandi. Fréttablaðið
greindi frá.
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, dregur í efa hæfi Þorláks
Karlssonar, forstjóra Gallup, til að
stýra fyrirtækinu. Kristján segir að
LÍO hafi ætlað að semja við Gallup
um framkvæmd skoðanakönnunar á
aðild að ESB fyrir skömmu en sam-
tökin hafi hætt við viðskiptin vegna
persónulegrar afstöðu forstjóra
Gallup gagnvart ESB. Þess vegna hafi
þeir leitað til Pricewaterhouse
Coopers.
Kristján lýsir hins vegar ánægju
með þá könnun sem forsætisráðu-
neytið lét Félagsvísindastofnun
framkvæma og segir hana þarfa til
að menn sjá um hvað sé að ræða.
„Ég tel að þama sé spurt þannig að
menn séu í afstöðu til að
svara en framkoma þessa
forstjóra Gallup er hins veg-
ar með ólíkindum," segir
Kristján.
Rúið trúverðugleika
Formaður LÍÚ segir að
persónulegar skoðanir Þor-
láks hafi komið mjög greini-
lega fram í afstöðu hans til
málaleitana LÍÚ. „Það átti
bara að spyrja á hans forsendum og
þeir sem tóku þátt í þessu fyrir okkar
hönd skynjuðu það þannig að hann
hefði sjálfur afstöðu á persónulegum
grunni sem réði. Það fmnst mér líka
koma mjög vel fram í þeim spuming-
um sem hann lagði fyrir Samtök iðn-
aðarins."
Kristján segir LÍÚ hafa
spurt beint og svörin hafl
verið þau að minnihluti vildi
ganga í bandalagið. „Þar
voru engar forsendur gefnar
en mér finnst hins vegar enn
betra að gefa fólki forsendur.
Eins og forsætisráðherra
sagði réttilega hefur verið
gefið til kynna að hægt sé að
semja sig frá hinu óþægilega.
Það hefur engum tekist."
Aðspurður um frekari þjónustu-
kaup milli LÍU og Gallup segir Krist-
ján alveg ljóst að LtÚ muni ekki
skipta við Gallup í framtíðinni. „Ég
harma að það sé tilefni til að draga i
efa trúverðugleika þessa fyrirtækis en
framkoma hans gagnvart könnun for-
sætisráðherra er með þeim öfgalega
hætti að maður fyllist vantrú á hæfi
þessa manns til að stýra svona fyrir-
tæki.“
Spurning um vinnubrögð
DV náði tali af Þorláki Karlssyni,
forstjóri Gallup í Lundúnum í gær og
hafnar Þorlákur því alfarið að tengsl
séu milli vinnu Gallup og persónu-
legra skoðana hans. „Ég hef enga
skoðun á Evrópusambandsmálum en
ég berst fyrir réttri aðferðarfræði og
að dregnar séu réttar ályktanir af
könnunum," segir Þorlákur. Hann
segir að ef mæla eigi áhuga að ESB
verði það að vera formálalaust, alveg
eins og ef kjósa ætti um málið. -BÞ
bj I 1
k 4
Kristján
Ragnarsson.
Krafa um útburð
- vegna leiguvanskila
Eignarhaldsfélag Landsbankans,
Hömlur hf„ hefur lagt fram kröfu um
útburð Fréttablaðsins úr húsnæði fé-
lagsins að Þverholti 9. Til stóð að þing-
festa málið í Héraðsdómi Reykjavíkur í
morgun. Útburðarkrafan er tilkomin
vegna vangoldinnar húsaleigu Frétta-
blaðsins til margra mánaða.
Verði húsaleiga sú sem er í vanskil-
um hjá Fréttablaðinu ekki greidd innan
tiltekins tíma mun Héraðsdómur kveða
upp úrskurð um að eigendur þess eigi
að rýma húsnæðið, samkvæmt venju-
bundinni meðferð slíkra mála. Síðan
verður leitað atbeina sýslumannsemb-
ættisins í Reykjavík um að eigendur
blaðsins hlíti úrskurðinum og rými hús-
næði eignarhaldsfélagsins. -JSS
Ný ársfjórðungskönnun heilbrigðisráðuneytisins:
Gífurlegur vöxtur í
neyslu geðdeyfðarlyfja
- fjöldi dagskammta svarar til að 18 prósent landsmanna noti geðlyf
Enn eykst notkun landsmanna á
geðdeyfðarlyfjum. Umtalsverð
aukning er milli fyrsta ársfjórðungs
þessa árs og síðasta ársfjórðungs
ársins 2001. Notkun á svefnlyfjum
og róandi lyfjum er einnig mjög
mikU og þar hefur einnig verið stöð-
ugur vöxtur á undangengnum
árum. Hún er þó ívið minni á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs heldur en
hún var á síðasta ársfjórðungi 2001.
Gera má ráð fyrir að landsmenn
kaupi geðlyf fyrir á þriðja mUljarð
króna á þessu ári verði þróunin sú
sama og verið hefur undanfama
ársfjórðunga. Þetta kemur fram í
P'" H "l i ð
Wjj /•§1 1 f 1 f" ■ Mm Tnm / ■ TrUjf Tf
pi §/Áj ‘-ííwVÍ!. ||v! í'VV.Í'' $i;!. /;' l'j .fefe
BL JL íMe ^ÍMÉLa fatjp Æ& W JBLJL >iWiii JffLiiniim
BESTU TÆKIFÆRISGJAFIRNAR
★ ★★★
iiQrUtet Oúoa Kfístmuniístíöítir
temarr
Steinn Steinarr I—II
Gylfi Gröndal
„Gylfi Gröndal hefur unnið
nauðsynlegt og löngu
tímabært verk af alúð og
nærgætni ..."
Hrafn Jökulsson/strik.is
Björg
Sigriður Dúna Kristmundsdóttir
„Loksins, loksins íslensk ævisaga
sem birtist eins og litfagur regn-
bogi og gefur fyrirheit um
bjartari famtíð til handa unnend-
um ævisagna ... Þetta er list."
Auöur Styrkársdóttir/Vera
Undir bárujárnsboga
Eggert Þór Bernharösson
„Ágæt og fróðleg bók."
Jón Þ. Þór/Mbl.
Jpb
JPV ÚTGÁFA
Brædraborgarstígur 7 • Sími 575 5600
samantekt sem skrifstofa lyfjamála í
heUbrigðisráðuneytinu á neyslu á
geðlyfjum hér á landi á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs.
Samkvæmt samantekt ráðuneytisins
neyta landsmenn samtals um 184 skU-
greindra dagskammta af lyfjum nú á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs á hverja
þúsunnd íbúa. Þar af eru 85 dag-
skammtar af geðdeyfðarlyfjum, 58 dag-
skammtar af svefhlyfjum og róandi
lyfium og minna af öðrum geðlyfjum.
Heildarfjöldi þeirra dagskammta sem
neytt er svarar tU þess að 18 prósent
allra landsmanna taki geðlyf að stað-
aldri alla daga ársins. -JSS
Ársfjóróungstölur 2002
Notkun geðlyfja
Verömæti geðlyfja
____ Lyf viö heilabilun jjjgj Örvandi lyfoglyfsem effa heilastarfsemi i | Geödeyföarlyf
| Svefnlyfogróandi lyf [ | Róandi og kviðastillandi lyf | 1 Sterk geölyf
Örlög Lífafls ráðast á þriðjudag:
Að brenna upp á tíma
Aðalfundur Lífafls fór fram sl miö-
vikudag en fyrir fundinum lá hvort fýr-
irtækið yrði gert upp eða hvort leita
ætti frekari leiða tU að bjarga því. Að
sögn Björgvins Njáls Ingólfssonar,
stjórnarformanns Lífafls, var ákvörðun
frestað fram að stjómarfundi nk.
þriðjudag. „Lagðar vom fram á fúndin-
um upplýsingar um hugsanlega fjár-
festa sem vUja koma að fyrirtækinu.
Menn þurfa að gefa sér tíma tU að fara
yfir það og meta stöðuna," segir Björg-
vin NjáU.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er
eini aðUinn sem hefur lofað auknu
hlutafé, 19 milljónum, en alls þarf fyrir-
tækið 57 mUljónir ef það á að lifa af. Fyrr
í vetur náðust samningar við lánar-
drottna um niðurfellingu á kröfum.
„Enn standa vonir til að nýir aðilar
komi að fyrirtækinu en við erum að
brenna upp á tíma,“ segir Björgvin NjáU.
Eins og DV hefur greint fiá stendur
Lífafl fyrir athugunum á rafrænum
áhrifúm húsa og híbýla á menn og dýr.
Fyrirtækið hefúr verið starfrækt í
leiguhúsnæði í Skjaldarvík í Eyjafiröi,
fyrrum eUUieimiÚ. Akureyrarbær á
húsið og er stjómarformaður Lífafls
ósáttur viö framkomu Akureyrarbæj-
ar. „Sumfr kröfuhafar gáfú eftir helm-
ing af kröfum sínum eða breyttu í
hlutafé. Eini aðUinn sem hefúr ekkert
gert er Akureyrarbær," segir Björgvin
NjáU.
Hugsanlegt er að starfsemin verði
endurreist ef félagið fer í þrot, að sögn
Björgvins Njáls, en hann segir slíkt tal
aðeins vangaveltur í stöðunni. Hann
segir að gjaldþrotið verði ekki stórt ef
tU þess kemur.
Kristján Þór JúUusson, bæjarstjóri á
Akureyri, sagði í samtali við DV fyrir
aöalfúndinn að Akureyrarbær ætti að-
eins um 2% í Lífafli. Áður hefúr bæjar-
stjórinn svarað ásökunum félagsins og
lýst furöu á vinnubrögðum forráða-
manna þess. -BÞ
Bjargaði bróður sínum
Þrettán ára drengur, Þórólfúr Svein-
bjöm, bjargaði eUefu ára gömlum bróð-
ur sínum, Ágústi Páli, þegar hann féU
aftur fyrir sig og í sjóinn. Lenti Ágúst
með höfuðið á steini og bjargaði það
honum að vera með hjálm á höfði.
Þórólfúr brást skjótt við og bjargaði
bróður sínum með aðstoð vinar þeirra,
Daníel Smára, náði hann Ágústi úr
sjónum. Atburðurinn átti sér stað á Ár-
skógsströnd. Morgunblaðið greindi frá.
Ársmeðalrennsli skerðist
Ársmeðafrennsli um farveg Þjórsár
neðan Norðlingaöldu minnkar aUs um
34 rúmsentímetra á sekúndu vegna
stíflu sem Landsvirkjun fyrirhugar að
reisa á svæðinu. í matsskýrslu um fram-
kvæmdina sem Skipulagsstofnun hefúr
tU umfjöUunar kemur fram að töluvert
bætist við rennslið fyrir neðan Norð-
lingaöldu. Morgunblaðið greindi frá.
Húsvíkingar úr gjörgæsiu
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveit-
arfélaga telur að ekki sé lengur ástæða
tU þess að hafa fjármál Húsavikur tU
sérstakrar skoðunar. Húsavikurbær og
fyrirtæki i hans eigu skulda samtals 3,3
mUjarða króna, þegar með eru teknar
lifeyrisskuldbindingar. Reinhard Reyn-
isson bæjarstjóri segir að gert sé ráð
fýrir því að tekjur bæjarins aukist á
næstu árum. RÚV greindi frá.
Markaðir geta lokast
Embætti yfirdýra-
læknis óttast að sú
staða geti komið upp
að markaðir lokist
fýrir íslenskar land-
búnaðarafurðir
vegna þess að fram-
leiðendur uppfýlli
ekki lágmarkskröfúr
sem móttökulönd afurðanna setja.
Kemur þetta fram í ársskýrslu embætt-
isins. Morgunblaðið greindi frá.
Á undan áætlun
Þrem íslendingum, sem eru í leið-
angri yfir Grænlandsjökul, sækist vel.
Þeir eru töluvert á undan áætlun enda
hefur veðrið verið mjög gott. Reiknað
er með þvi að þeir verði komnir heim
18. maí. Morgunblaðið greindi frá. -
helgarblað
Dómskerfið brást
dóttur minni
í Helgarblaði DV á morgun er viðtal
við Rósu Maríu Salómonsdóttur, móður
á Akranesi. Hún lýsir því hvemig ís-
hefúr brugðist dóttur
hennar en Hæstirétt-
ur sýknaði mann sem
kærður var fýrir að
misnota dóttur henn-
ar kynferðislega í sex
ár frá því hún var átta
ára.
í blaðinu er einnig
viðtal við Davíð Odds-
son forsætisráðherra þar sem hann fjall-
ar um stjómmálaástandið, stjómarsam-
starfið og margt fleira.
DV ræðir við Jörmund Inga Hansen
allsherjargoða um innanhússarkitektúr,
heiðni og rakstur. Einnig ræðir DV við
Hlín Diego dansara um ný verkefni í
nýju landi, fer á æfmgu hjá Léttsveit
Reykjavíkur og talar við Marsibil Sæ-
mundsdóttur frambjóðanda. PÁÁ
lenskt dómskerfi