Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 Skoðun I Á vonarvöl vegna kvótaleysis Þegar útgeröir fara á hausinn „Hvaö verður þá um okkur sjómannaræflana?“ Er líf í kosningabaráttunni? (Spurt á Akureyri) Sólveig Hauksdóttir öryrki: Nei, hún er frekar dauf. Þaö vantar meiri baráttu og ákveöni. Þaö er kannski erfitt aö berjast þar sem bænum er svo vel stjórnaö. Guöjón Már Þráinsson nemi: Nei, hún mætti vera meiri. Það mætti breyta miklu í atvinnumálunum, þaö er ekki gefiö aö fá vinnu hérna. Jón Víðir Birgisson kerfisfræöingur og Aron Ingi Jónsson: Það finnst mér ekki. Þaö vantar meiri umræöu frá fiokkunum, aö þeir geri frekar grein fyrir sínum málum. Gunnar Þór Jónsson, atvinnulaus: Hreint nei, þar þarf meiri kraft í. Al- menn atvinnumál ættu aö vera efst á baugi. Þaö vantar meira af fyrir- tækjum til bæjarins. Lilja Jónsdóttir húsmóöir: Nei, ég myndi vilja sjá meiri umræöu um þaö aö gera Akureyri aö vaxandi bæ og meira mótvægi viö Reykjavík. Sigrún Lóa Kristjánsdóttir ráögjafi: Nei, mér finnst vanta aö flokkarnir komi sínum málum á framfæri, aö þeir kynni hvaö þeir ætla aö gera. Bergsveinn Hallgrímsson skrífar: Ég er starfandi sjómaður eða var það þar til fyrir skömmu að ég missti vinnuna vegna kvótaleysis útgerðarinnar sem fór á hausinn. Og ekki nóg með það, heldur hirti hún öll launin okkar og borgar ekki uppsagnarfresti. Hún greiðir heldur ekki lífeyrissjóði eða félagsgjöld. Uppi stend ég og fjölskylda mín á barmi gjaldþrots sem er til komiö vegna uppsprengds verðs á leigu- mörkuðum sem gerði það að verk- um að ekki var rekstrargrundvöllur fyrir útgerðina. Því fór sem fór, en það má kannski segja sem svo að út- gerðin hefði átt að gera upp launin sem við áttum inni. Ég hefði samt sem áður ekki get- að haldið atvinnunni sem er jú grundvöllur þess að geta lifað sóma- samlegu lífi 1 þessu landi okkar. Og ég spyr þvi ráðamenn þessarar þjóð- ar hvað þeir hafi hugsað sér að gera til hagsbóta fyrir okkur þessa sjó- mannaræfla, sem stöndum nú frammi fyrir atvinnuleysi vegna stífni og þráa sjávarúvegsráðherra. Hið háa Alþingi virðist geta sam- þykkt að veita íslenskri erfðagrein- ingu tuttugu milljarða króna ríkis- ábyrgð í skjóli þess að skapa hér 200 manns atvinnu. Væri ekki einnig hægt að útvega þessum kvótalausu og kvótalitlu útgerðum kvóta sem hægt væri að leigja á viðunandi verði? Enginn er að tala um að fá gefins kvóta, bara þannig að hægt sé að gera út og borga mannsæmandi laun og skaffa í leiöinni um 2000 manns atvinnu, bæði til sjós og lands. Fyrir nú utan alla þá þjón- ustu sem skapast i kringum þessar Jón Jóhannsson skrífar: R-listinn á meira en nóg af falleg- um fjörum. Og ekki skortir R-list- ann fé, enda lýsa frambjóðendur hans því yfir að gífurleg skuldasöfn- un borgarinnar geri hana eftirsókn- arverða! Líklega er það af þessum tveimur ástæðum sem R-listinn hef- ur ákveðið að ganga af fjörum borg- arinnar dauðum eins og hann frekast má. Annars vegar hyggst hann fylla upp í fallegan fjörubút á skemmti- legri gönguleið við enda Ægisíðunn- ar í þeim tilgangi að teygja á einni flugbraut. Hins vegar hefur hann uppi áform um að flytja Geldinga- nesið - eða a.m.k. drjúgan hluta „Enginn er að tala um að fá gefins kvóta, bara þannig að hœgt sé að gera út og borga mannsæmandi laun og skaffa í leiðinni um 2000 manns atvinnu, bæði til sjós og lands. Fyrir nú utan alla þá þjónustu sem skapast í kringum þessar útgerðir. “ útgerðir. Auðvitað er þetta vel hægt, ef ráðherra er tilbúinn að gera eitthvað. Það væri til dæmis „Reykvíkingar eiga ærið landrými og engin ástœða er til að byggja borgina út á sundin með uppfyllingum gerðum úr einhverjum mestu náttúruperlum borg- arlandsins. “ þess - vestur að Ánanaustum til að koma þar fyrir æfingavelli fyrir knattspymu. Nú hef ég ekkert á móti flugvélum og enn síður á móti knattspymu en að ætla að hella mörgum bílformum af grjóti yfir fal- lega vík til að lengja flugbraut - er það nú ekki fulllangt gengið. Hvern- hægt að nota þennan svokallaða byggðakvóta sem Vestfirðingar hafa verið áskrifendur að og leigt svo jafnharðan frá sér! Með því að stýra honum inn á leigukvótamarkaðinn og fá verðið niður undir 60 kr. er strax kominn rekstrargrundvöllur. Ríkið gæti svo notað þessar krónur sem það fengi fyrir brúsann og borgað ellilífeyris- öryrkja- og barnafjölskyldum hærri bætur, og þar með slegið tvær flug- ur í einu höggi. Ég trúi ekki öðru en forsætisráð- herra taki þetta mál i sínar hendur og segi einfaldlega við sjávarútvegs- ráðherra. Svona gerum við ekki. - Það eru jú kosningar á næsta ári. ig dettur mönnum í hug að ekki sé hægt að finna æfmgasvæði fyrir áhugamenn um knattspymu án þess að hella grjóti yfir fjörur og fylla yfir skerjagarða? Reykvíkingar eiga ærið landrými og engin ástæða er til að byggja borgina út á sundin með uppfylling- um gerðum úr einhverjum mestu náttúruperlum borgarlandsins. Kominn er tími til að R-listinn sjái að sér og átti sig á að borgarbúar kæra sig ekki um þessa stefnu hans. Hann segist vilja stjóma lýðræðis- lega og hafa borgarbúa með í ráðum en hlustar svo ekkert á vilja fólks í borginni. Uppfyllingarstefiiunni og eyðileggingarstefnunni verður að hafna. Hlífum f jörunum, höfnum uppfyllingum Garri Dettur fáninn úr tísku? Mjög fáir menn þykja nú svívirðilegri í heim- inum en Le Pen, sá franski skúrkur. Þó hefur hann engan drepið - en penninn er máttugri en sverðið eins og menn þekkja. Ritdeilan snýst um þessar mundir um þjóðemishyggju. Sá franski er klárlega röngu megin, en Garri hefur hins vegar á tilfinningunni að það sé um það bil að vera svolítið flókið hvað megi og hvað megi ekki í þessum efnum. Það er eins og fáninn sé að detta úr tísku. Eins og þjóðin. Við hlæjum aö þessu! Fátt þykir landanum fyndnara en þjóöemis- rembingurinn í sjálfum sér. Það má endalaust hlæja að honum. En það er svo merkilegt að það má líka hlæja að öðram þjóðum. A.m.k. stund- um. Það má hlæja að klaufaskap þess breska í bólinu og rúðustrikuðum Þjóðveijanum. Ind- verski kaupmaðurinn í Simpsons-teiknimyndun- um er óborganlegur, að ekki sé minnst á Robin Williams í myndinni „Mrs. Doubtfire" þar sem hann lék Indveija í atvinnuleit: „I am job! I am job!“ Þetta er allt bráðfyndið. Og þræl-rasískt. Er eitthvaö að því? Svari hver fyrir sig. Garra finnst ekkert að þessu - en flókið er það og vand- rataður meðalvegurinn. „Þið Þjóðveijamir hafið nú alltaf verið snöggir með gasið,“ sagði íslensk- ur skiptinemi við Þjóðverja sem varð fyrstur við- staddra til að verða við ósk reykingakonu um funa. Hann uppskar ekki hláturinn sem sáð var til. Chaplin þótti hins vegar góður í gervi Hitlers. Hæ hó jibbí jei! Kannski verður einn daginn bannað að gera opinberlega grin að sérkennum annarra þjóða. Um leið verður örugglega gert að skyldu að hlæja að eigin slegti. Hversu fráleitt er ekki aö við séum á nokkum hátt betri en aörir? Hvers vegna skyldum við draga fram sérstök afrek þjóðarinnar eða einkenni á henni á tyllidögum? Er það ekki allt rasismi? Og skammarlegt að finna til stolts vegna þjóðemis síns? Það styttist sjálfsagt í það. Ættjarðarást verður í lagi enn um sinn, en þjóðarstolt er á hraðri útleið. Og við hættum brátt að skreyta jólatré með fánalengj- um, rétt eins og Þjóðverjar. Kannski er tími til kominn. Samt hefur það þótt svo sjálfsagt að hylla fánann sautjánda júní og líta á íþróttafólk sem glæsilega fulltrúa „þjóð- arinnar". Skyldum við geta vanið okkur af því? Eða vilja það? Og þýðir þessi nýja tíska að það megi hampa öllu nema mannfólkinu? Má taka íslenskar vörur fram yfir aðrar? Eða hampa íslenska hestinum sem mesta gæðingi veraldar? Þaö hlýtur að vera jafngalið. Séu íslenskar vörur betri en aðrar hlýtur það að fela í sér að íslendingar framleiði betri vörur en aðrir. Menn sjá hvert þetta leiðir. „Where are you from?“ spurði asískur leigu- bílstjóri Garra eitt sinn í útlöndum fjær. Kann- aðist ekki við ísland og fékk næstu vísbendingu: það er í Evrópu. „Aaaah, Europe. Very famous country!" var svarið. Og Garri hló. Bryndís Gunnar Hlöðversdóttir. Birgisson. - Sjá sóknarfærin í vaxtalækkun? Heiðarlegir en hættulegir Guðjón Sigurðsson skrifar: Skörin er farin að færast upp í bekkinn þegar þingmenn þjóðarinnar mæla sérstaklega með því að afsala fullveldinu - og greiða ákveðna upp- hæð fyrir það að auki! Þetta er álit Bryndísar Hlöðversdóttur í Samfylk- ingunni og kemur fram í frétt í DV í vikunni vegna skýrslu utanríkisráð- herra um hnattvæðinguna og þjóðar- búskapinn. Og svo bætist einn þing- maður sjálfstæðismanna, Gunnar Birgisson, í hópinn og segist endilega vilja ræða hina miklu plúsa og mínusa í málinu. Já, það er að verða kappsmál að koma fullveldinu frá sér að mati sumra þingmanna þjóðarinn- ar. Þessir þingmenn eru auðvitað heiðarlegir í málflutningi, en jafh- framt hættulegir sjálfstæðinu. Allir af skerinu Þórunn Sigurðardóttir skrifar: Ég get ekki sagt annað en mér hafi brugðið í brún við ummæli sem koma frá sex listamönnum sem nú halda sýningu i „Nýló“. Allt eru þetta ung- menni og í fullu fjöri, og sýnilega ekki á flæðiskeri stödd úr því þau geta sett upp svona sýningu sem kostar ábyggi- lega talsvert fé (nema þau hafi fengið til þess opinberan stuðning!). En þau láta illa af Islandi og stöðu listamanna í landinu. Enda er yfirskrift sýningar- innar „Allir í bátana“. Og hvert er svo slagorð ungmennanna? „Við göngum svo langt að hvetja alla sem eitthvað hafa til brunns að bera að yfirgefa skerið“! Maður bara spyr: Skuldum við íslendingar svona listafólki? Forsetinn á fullu Eyjólfur Eyjólfsson skrifar: Það hefur að sjálfsögðu vakið athygli fólks hve mjög forseti ís- lands tekur nú þátt í umræðunni um þjóðmál og hve mikið hann leggur upp úr að heim- sækja, ja, t.d. vinnustaði og stofnanir til að ræða við fólk. Nú síð- ast í Háskólanum þar sem forsetinn ávarpaði nemendur og kennara og svaraði spumingum frá áheyrendum. Þetta er nýtt og þetta er hvetjandi fyr- ir þjóðlífið að mínu mati. Forsetinn á ekki að liggja á skoðunum um mál sem verða að teljast stærstu hags- munamálin. Tala nú ekki um mál sem geta skipt sköpum um sjálfstæði þjóð- arinnar. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst forsetinn og for- sætisráðherra vera þeir einu í dag sem maður treystir helst til að bera hag íslands fyrir bijósti. Barnastól stolið Dagný skrifar: Ég var að flytja í síðustu viku, og þar sem ýmislegt úr innbúi beið flutn- ings í stigagangi í Trönuhjalla 21 var stolið bláum Chicco-barnastól (var með böngsum). Stóllinn er stór eða 12-24 kg. Þetta var alveg nýr stóll og er hans að sjálfsögðu sárt saknað. Sá sem veit um afdrif bamastólsins er vinsamlega beðinn að hafa samband við ofanritaða í síma 580 7851 eða á eftirfarandi netfangi: dag- ny@samskipti.is Síðumúla 4 - 108 ReyKjavík sidumuli@samskipti.is - www.samskipti.is Forseti Islands í Háskólanum - Nýtt og hvetj- andi framtak. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.