Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2002, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2002 Sport DV Birkir ívar á leiö í Stjornuna? Óvíst er hvað Birkir ívar Guð- mundsson tekur sér fyrir hendur þegar lánssamningi viö spænska handknattleiksliðið Torrevieja lýkur um helgina. Birkir ívar hef- ur varið mark spænska liðsins sem stefnir hraðbyri upp í 1. deild. Lokaumferðin í 2. deild verður um helgina og nægir liðinu jafntefli á heimavelli til að fara upp. „Það hafa nokkur liö að heim- an verið í sambandi við mig en á > þessari stundu er of snemmt að segja til um hvað ég geri á næsta tímabili. Kannski verð ég áfram héma úti ef mér verður boðinn samningur, sem ég tel líkur á, eða kem heim. Það er aldrei að vita nema ég snúi til míns gamla félags, Stjömunnar sem ég lék meö áður en ég fór utan,“ sagði Birkir ívar sem kemur til ís- lands og byrjar æíingar með ís- lenska landsliöinu. -JKS Enska landsliðið fyrir HM valið Enska landsliðið í knattspyrnu, ^ sem leikur á heimsmeistaramót- inu í Japan og S-Kóreu, var valið í gær. Sven Göran Eriksson landsliösþjáifari tilkynnti 23 leik- menn sem fara á mótið. Ein breyt- ing gæti orðið á hópnum ef David Beckham verður ekki búinn aö ná sér af meiöslunum. Ef það gerist tekur Danny Murphy frá Liverool sæti hans. Enski hópurinn: Markverðir: David Seaman, Arsenal, Nigel Martyn, Leeds, David James, West Ham. Vamarmenn: Rio Ferdinand, Leeds, V” Sol Campbell, Arsenal, Gareth South- gate, Middlesbrough, Ashley Cole, Arsenal, Wayne Bridge, South- ampton, Danny Mills, Leeds, Wes Brown, Man. Utd, Martin Keown, Arsenál. Miðjumenn: David Beckham, Man. Utd, Paul Scholes, Man. Utd, Steven Gerrard, Liverpool, Kieron Dyer, Newcastle, Nicky Butt, Man. Utd, Owen Hargreaves, Bayem Miinchen, Joe Cole, West Ham. Sóknarmenn: Michael Owen, Liver- pool, EmUe Heskey, Liverpool, Dari- us VasseU, Aston VUla, Robbie Fowler, Leeds, Teddy Sheringham, Tottenham. -JKS Bland i poka Detroít Pistons tapaði á heimaveUi fyrir Boston Celtics í úrslitakeppni NBA í gær. Lokatölur urðu 77-85 og er þá staðan í einvíginu 1-1, Jerry Stack- house gerði 25 stig fyrir Detroit en Paul Pierce 22 stig fyrir Boston. Á heimasiöu handknatUeiksdeUdar ÍBV kemur fram að Alla Gokorian, sem leUíið hefur með Gróttu/KR, sé genginn í raöir Eyjamanna. Þetta verð- ur að teljast gífurlegur styrkur. Magdeburg tapaði fyrir toppliði þýsku deiUdarinnar í handknattleik, Nordhom, 25-27, á heimaveUi. Ólafur Stefánsson skoraði 7 mörk fyrir Mag- deburg. Siguróur Bjarnason skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar sem sigraði Lemgo, 29-27. Gústaf Bjamason skor- aði 4 mörk fyrir Minden sem gerði jafnteUi við Schwerin, 29-29. Þaö veröa Valur og KR sem leika tU úrslita í deildarbikarkeppni kvenna 1 knattspyrnu. 1 undanúrslitunum sigr- aði Valur lið Breiðabliks, 2-1. Dóra Maria Lárusdóttir og íris Andrés- dóttir skomðu fyrir Vai og Anna Steinarsdóttir gerði mark Blika. Þá sigraði KR lið Stjörnunnar, 9-2. Olga Fœrseth gerði 4 mörk fyrir KR, Hólm- friöur Magnúsdóttir 3 og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Ásthildur Helgadóttir eitt hvor. Elva Björk Er- lingsdóttir og Freydis Bjarnadóttir skoraðu mörk Stjörnunnar. > Hannes Sigurðsson gerði eitt marka Vikings sem sigraði Válerenga, 4-1, í norsku 1. deUdinni. Brann, lið Teits Þórðarsonar, sigraði Stabæk, 4-1, í norsku úrvalsdeUdinni í knattspymu. Tryggvi Guðmundsson og Marel Baidvinsson voru báöir í byrjunarliði Stabæk í leiknum en Maref var skipt út af á 60. mínútu. Indriði Sigurðsson og Gylfi Einarsson vora báðir I byrjun- arliði LUieström sem gerði 1-1 jafntefli viö Moss heima. Gylfi fór út af á 89. mínútu. -JKS/ÓK Leikmenn Arsenal fögnuðu lengi vel og innilega enska meistaratitlinum á Old Trafford. Hér eru fremstir Eduardo Gaspar og Ray Parlour. Reuter Það er varla hægt að biðja um meira - enn ein verðlaunin á Highbury og Arsenal meistari í 12. sinn Þetta tímabil, sem senn rennur sitt skeið, verður Lundúnafélaginu Arsenal minnisstætt fyrir margra hluta sakir. Um síðustu helgi fagn- aði félagið sigri í ensku bikarkeppn- inni og aðeins fjórum dögum síðar er enska meistaratitlinum hampað á Old Trafford eftir sigur gegn Manchester United í fyrrakvöld. Arsenal nægði í þessum leik eitt stig tO að gulltryggja sér sigur í úr- valsdeildinni en liðið gerði enn bet- ur, lagði heimamenn með einu marki og var þar Frakkinn Sylvian Wiltord að verki í síðari hálfleik. Uppskera Lundúnaliðsins er rík en segja má að að baki þessum glæsta árangri fari frábær knattspymu- stjóri sem sýnir enn einu sinni að þarna er á ferðinni góður og ekki síst mjög klókur maður sem kann ýmislegt í sinu fagi. Hann hefur náð að vinna einkar glæsilega með þann hóp leikmanna sem hann hefur í höndunum. Arsene Wenger er hóg- værðin uppmáluð og hann lætur verkin tala en þetta er í annað sinn sem hann stýrir Arsenal til sigurs í ensku úrvalsdeiidinni þau fimm ár sem hann hefur verið í starfi. Hann sagði eftir leikinn á Old Trafford á miðvikudagskvöldið að samheldni allra sem koma að starfi félagsins eigi þátt í þessum sigri. Þetta sé það sem er að skila liðinu þeim árangri sem blasi við öllum. „Það er svolítið einkennOegt að fagna þessum áfanga á Old Trafford en þaðan kemur liðið sem hefur ver- ið í fararbroddi í deildinni undan- farin ár. Fyrir þær sakir sérstak- lega er góð tilfinning að fagna sigr- inum hér. Ég hlakka mikið til síð- asta leiksins um helgina en þá fá stuðningsmenn liðsins tækifæri til að fagna með okkur þegar við fáum bikarinn eftirsótta afhentan,“ sagði Wenger. Það sem öðru fremur lagði grunn- inn að sigri liðsins gegn Manchest- er United var skynsamlegur leikur. Arsenal lék án þeirra Thierrys Henrys, Tonys Adams og Dennis Bergkamps sem allir eiga við smá- meiðsli að stríða. Fjarvera þeirra kom ekki að sök eins og margir höfðu óttast heldur miklu fremur það hvað Manchester United lék ósannfærandi. Það var óneitanlega kátt á hjalla í Norður-Lundúnum á miðvikudags- kvöldið þegar titillinn var í höfn og söfnuðust margir saman fyrir utan Highbury. Það er ekki oft sem eitt félag getur fagnað tveimur eftirsótt- ustu titlunum á fjórum dögum eins og í þessu tilfelli. -JKS Markahrókurinn Pierre Van Hooijdonk skoraöi tvívegis fyrir Feyenoord í úrslitaleik UEFA-bikarsins gegn Dortmund. Hér gefur hann bikarnum léttan koss. Reuter Úrslit UEFA-bikarsins: Fagnaðí Rotterdam - Feyenoord lagði Dortmund Hollenska félagið Feyenoord frá Rotterdam lék í þriðja skipti til úrslita í sögu UEFA-bikarsins á heimavelli í fyrrakvöld og mætti þar Borussia Dortmund. Feyenoord gerði sér lítið fyrir og sigraði, 3-2, og hefur þar með unnið sigur í öllum þremur úrslitaleikjunum sem liðið hefur tek- ið þátt í. Hollenska liðið mætti mjög ákveðið til leiks gegn ný- krýndum Þýskalandsmeisturum frá Dortmund og komst tveimur mörkum yfir i fyrri hálfleik með tveimur mörkum frá Pierre Van Hooijdonk. Strax í upphafi síðari hálfleiks minnkaði Marcio Amoroso muninn fyrir þýska liðið. Dan- inn Dahl Tomasson gerði síðan þriðja mark Feyenoord en Jan Koller klóraði í bakkann fyrir Dortmund um miðjan hálfleikinn. Það var á brattann aö sækja fyrir Dortmund en Júrgen Kohler var vikið af leikvelli eftir hálftímaleik og þýska liðið lék einum færri það sem eftir lifði leiks. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.